Morgunblaðið - 25.03.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 25. marz 1956 M ORGUISBLAÐIÐ 9 Reykjavikurbréf: Laugardagur 24. marz asl 5» * n Ijuka 66 líonungskovna ©g veðurblíða — **** ■Juna — 9 sem alcfrel var tii — Framsókn sfefnir að stöðvnn f r&mEei& slunnar — Sverð Konungskoma og veðurblíða KONUNGUR og drottning Dan- merkur eru væntanleg hingað i opinbera heimsókn hinn 10. apríl nk. Er allmikill viðbúnaður hafð- Ur til þess að veita þeim góðar og virðulegar móttökur. Þetta er í fyrsta skipti, sem erlendur þjóð- höfðingi kemur hingað í opinbera heimsókn síðan lýðveldi var stofnað í landinu. Á því fer vel að það skuli vera konungur og drottning Dana, okkar fyrrverandi sam- bandsþjóðar, sem fyrst koma í slíka heirnsókn tii íslands. íslendingar munu fagna þeim innilega og af heiium hug. — Síðan þessar tvær náskyldu þjóðir gerðu með sér pólitísk- an skilnað hefur sambúð þeirra stöðugt farið batnandi. íslendingar vilja eiga gott eitt við dönsku þjóðina, sem þeir telja meðal öndvegisþjóða hins siðmenntaða heiins. Margir hafa nokkrar áhyggjur af því að veður kunni að spilla hátíðahöldunum í tilefni konungs komunnar. Um þessar mundir er hér einmuna veðurblíða um land allt. Vestur við ísafjarðardjúp eru tún byrjuð að grænka og hér í Reykjavík eru trén tekin að laufgast. En hvað um hin hefðbundnu páskahret? Koma þau ekki og kyrkja þennan veika gróður og spilla konungsmóttökum? Um það verður ekkert fullyrt. íslenzk vorveðrátta er dutlunga- full. En við skulum vona að veð- urblíða marzmánaðar endist ekki aðeins fram yfir konungskomu heldur renni vor og sumar saman í stöðugum og öruggum bata og gróanda. Kosningaþingi að Ijúka sjálfstæðisflokkurinn hefur nú krafizt þess að Alþingi j því er nú stendur yfir verði lokið fyrir páska. Er ástæðulaust að , það sitji lengur þar sem lokið ei | afgreiðslu flestra þeirramála, sem j brýnust nauðsyn er á að nái fram j að ganga. Þau mál, sem eftir eru og nauðsynlegt er að Ijúka, geta hæglega lokizt fyrir fimmtudag er páskahelgi hefst. Allt bendir til þess að þetta verði síðasta þing yfirstandandi kjörtímabils. En á síðasta þingi fyrir kosningar er alla jafnan nokkuð annar blær en öðrum þingum. Óvissa og órói mótar svip þess. Enginn veit í raun og veru f-yrir vissu, hvort hann á afturkvæmt á þingbekki. Dómur . kjósendanna vofir yfir höfðum þingmannanna. Hann getur orðið þeim í vil, en hann getur einnig snúist gegn þeim. Það er aðalsmerki lýðræðis- ins að á kjördegi er það fólkið, hinn almenni kjósandi, hvar sem hann er staddur í stétt eða stöðu, sem skipar stjórn landsins. Hann hefur valdið í' sinni hendi til þess að upp- hefja og niðurlægja, fella rík- isstjórnir og setja nýjar á lagg irnar. Lýðræðissinnað fólk tekur þetta skipulag fram yfir allt ann- að. Það er að vísu ekki galla- laust. Hinum almenna kjósanda getur skjátlast ekki síður en stjórnmálamönnunum, sem kjörn ir hafa verið til þess að fara með j umboð hans. En lýðræðisskipu- lagið er engu að siður það, sem kemst næst réttlætinu og það sem tryggir bezt efnalega og andlega framför og þróun. ,, Alþýðulýðræði* ‘ Stalins FRAM til þessa hafa kommúnist- ar um víða veröld haldið því yfir ráðherrastólum — Hermamri geiur efkkl myndað sfjórn — ÓlukkufugEinn á eyðimörkinni »Nú komast þeir eKki hjá þvi að scgja af sér fyrir kosningar. Ella fellur sverð i'lokkssamþykktar- innar í höfuð þeim.“ fram, að eina fullkomna lýðræð- ið, sem til væri, hið svokaiiaða „alþyðuiyðræði“ Jósefs Stalins í SovétríKjunum. Nú hefur því ver ið lýst yfir af Malenkov, eftir- manni Stalins, að í stjórnartíð hans hafi alls ekkert lýðræði ríKt í Russlandi. Nú eftir andlát hans sé þvert á móti búið að koma þar á lýðræði. Þetta er mikill Paradísarmissir fyrir kommunista um allan heim. Þeir hafa sungið „alþýðulýð- ræði“ Stalins lof og dýrð í 30 ár. Nú segir sjálfur Malenkov að það hafi alls ekki verið lýðræði held- ur argasta harðstjórn og einræði. En hver skyldi trúa því, að nú sé búið að koma á sönnu lýðræði í Sovétríkjunum þótt Krúsjcff hafi tilkynnt að Stal- in haíi verið geðbilaður blóð- hundur? Því trúir áreiðanlega enginn vitiborinn maður. Enn- þá er það neínilega þannig, að aðeins kommúnistaflokkur Russlands má bjóða fram fram bjóðendur í kosningum til ,,/Eðsta ráðsins". Aðrir stjórn- málaflokkar eru alls ekki leyfðir. Og rússneskir kjós- endur eru skyldaðir til þess að mæta á kjörstað til þess að krossa við eina framboðslist- ann, sem í kjöri er. Það væri svo sem ekki leiðin- legt fvrir íslendinga að ganga til kosninga í sumar, ef þeir gætu aðeins kosið framboðslista „Al- þýðubandalags kommúnista og vinstri krata“!! Nei, það hefur aldrei ríkt lýð- ræði í Sovétríkjunum, hvorki í stjórnartíð Stalins né Krúsjeffs. Einstakt ábyrgðarleysi Framsóknar EINS og kunnugt er lagði við- skiptamálaráðherra fyrir nokkru fram tillögur í ríkisstjórninni fyr ir hönd Sjálfstæðisflokksins um að vöxtur dýrtíðarinnar yrði á næ^tunni hindraður með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóðí. — Sjálfstæðismenn bentu á, að ef ekki yrði að gert myndi visitalan hækka um rúm 17 stig á þessu ári. En af því myndi leiða stór- kostlega eríiðieiKa fyrir fram- leiðsluna. Hinar nýju ráðstafan- ir, sem þing og stjorn hefur ný- iega gert til stuðnings henni, myndi þá að veruiegu leyti renna út i sandinn. FramsÓKnarliokkurinn hef- ur ekki viljað fallast á þessar tillögur Sjálístæðismanna enn sem komið er. Hann hefur þó ekki gctað bent á neinar aðrar leiðir til þess að hindra vöxt dýrtiðarinnar, hvorki til bráðabirgða né til frambúðar. Þessi framkoma Framsókn- ar er svo ábyrgðarlaus að undrun sætir. Með því að láta visitöluna hækka hraðbyri er steínt að því opnum augum að stöðva framleiðslutækin á siðari hluta þessa árs. En vit- anlega hlyti það að bitna á öllum almenningi og á þjóðar- buinu í heild. Sú staðnænng kommúnista, að með því að halda dýrtíðinni og visitömnni niðri.sé verið að stela kauphækkun af launþegum, er gegnsæ biekking, Launþegarnir græða ekki á þvi að fá fleiri krónur í kaup, ef verðlag nauð- synja hækkar að sama skapi. — Þeir hljóta þvert á móti að bíða stórtjón við það að hallarekstur- inn eykst og leiðir að lokum til stöðvunar atvinnutækjanna og atvinnuleysis. Tóm til að undirbúa nýjar leiðir SJÁLFSTÆÐISMENN hafa því lagt til, að vöxtur dýrtíðarinnar veroi til fcráðabirgða stöðvaður með auhr.v.m niðurgreiðslum úr nkissjóði út batta ár, Á meðan gefst tóm úi þess að undirbúa nýjar leiðir til frambúðarlausnar efnahagsvandamálanna. Komm- únistum tókst að brjóta niður jafnvægisstefnuna, sem mörkuð var undir forystu ojálfstæðis- manna í ársbyrjun 1950. Þegar svo er komið segja þeir og pinu- litli flokkurinn, að stefna Sjálf- stæðismanna hafi beðið skip- • brot!! Þannig snúa þessir lánlausu floKKar staðreyndunum við. En EramsóknarflokKurinn ber ábyrgð á því, ef ekkert verður gert í vor og sumar til þess að hindra vöxt dýrtíðar- innar. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram sínar tínogur. — hramsóKn hefur ekki bent á nein önnur úrræði. Sverðið yfir höfði F ramsóknarráð- herranna TÆPUR hálfur mánuður er nú liðinn síðan flokksþing Fram- sóknarfiokKsins ákvað að sam- starii hans við Sjálfstæðisflokk- inn skyidi slitið. En ráðherrar Framsóknar sitja ennþá hinir ró- legustu í stólum sínum. — Sverð flokkssamþykktarinnar hangir þó yíir höfði þeirra. Við þetta hlýtur að rifjast upp sagan frá síðustu kosningum. — Einnig þá samþykkti floKksþing Framsóknar að samstarfi vio Sjaiiscæóisilokkinn skyidi slitið. Kosningunum lauk og hina gamia maddama fékk siæma utreið. — Ráðherrar hennar sátu sem fast- ast. Þeir máttu helzt ekki heyra minnzt á flokkssamþykktina um samvinnuslitin. Það var nú auma samþykktin, fannst þeim!! Nú komast þeir sennilega ekki hjá því að segja af sér fyrir kosningar. Ella feilur sverð tlokkssamþykktarinnar í höfuð þeim. Þegar þetta er ritað er því talið líklégast að þeir segi af sér í þann mund, sem þingi verður slitið um miðja næslu viku. En auð- vitað í trausti þess að þeir fái að sitja fram yfir kosningar í ráðherrastólum sínum. Við skulum sjá til, hvort at- burðarásin verður ekki eitthvað á þessa leið. Báðu kommúnista um hlutleysi í VIKUNNI hefur það apnars gerzt merkast á stjórnmálasvið- ' inu að íormaður Framsóknar- fiokksins bað kommúnista si. fimmtuaag um að veita stjórn sinni og Aipyðullokksins hlut- ieysi. Kommunistar játuðu, en með skiiyrðum, sem Framsókn heíur ekici ennþá þorað aö ganga að. Þar með eru stjórnarmynd- unartiiraunir hins mikla veiði- manns iyrir kosningar sennilega að engu orðnar. En sú staðreynd biasir nú við, að hann heiur ieit- að á náðir kommúnista um stuðn- ing. Ennþá hefur hann ekki feng'- izt nema með ógeðþekkum kost- um. En að þeim kostum kanrt að verða gengið eftir kosningar, þeg ar auðsætt er að Alþýðufiokkur- inn hrekkur skammt til þess að tryggja nauðsynlegt þingfylgi. Út á eyðimörkina ALÞÝÐUFLOKKURINN rak Hannibal Valemarsson, forseta Alþýðusambandsins, úr röðum sinum sl. fimmtudagskvöld vegna þess að hann hafði gengist fyrir myndun nýrra kosningasamtaka með kommúnistum. I þingflokki íslenzkra jafnaðar manna sitja nú eftir 5 menn, þeir Haraldur Guðmundsson forstj,, Emil Jónsson vitamálastjóri, Guð mundur í. Guðmundsson bæjar- fógeti, Gylfi Þ. Gíslason prófessor og Eggert Þorsteinsson starfs- maður miðstjórnar Alþýðuflokks ins. Allt eru þetta greindir og gegn- ir menn og flestir þeirra „æfðir stjórnmáiamenn1*. En ekki fer mikið fyrir tengslum þeira við verkalýðinn eða samtök hans. — Tengiliður Framsóknar við verka lýðssamtökin yrði því einkar veik ur ef til stjórnarmyndunar þess- ara tveggja flokka drægi. En þyí gerir nú enginn skóna nema tveir prófessorar, sem setið hafa sveitt- ir við útreikninga á möguleikurn atkvæðaverzlunar í allan vetur. Hannibal Valdemarsson er nú kominn út á eyðimörkina með kommúnistum. Yfirsjón hans fólst í því, að hann gerði sér ekki ljóst, hvert stefnöi fyrir honum þegar hann klauf Alþýðuflokkinn innan verka- lýðssamtakanna og samdi við kommúnista um stjórn Al- þýðusambandsins haustið' 1954. Kommúnistar höfðu þ.t begar togað hann inn í Heiðna toerg sitt. Hann átti þaðan ekki afturkvæmt. t Islanthmólið í bridge ! ÍSLANDSMÓTIÐ í bridge verður haldið í Reykjavík, og hefst í dag, sunnudag. — í mótinu taka þátt 8 sveitir, 5 sveitar úr Reykjavík, 1 frá Akranesi, 1 frá Hafnarfirði og 1 sveit frá Siglu- firði. Sveitirnar frá Reykjavík era þessar: Frá Bridgefélagi Reykja- víkur sveita Harðar Þórðarsonar, sveit Ingvars Helgasonar og sveit Brynjólfs Stefánssonar. — Frá Bridgefélagi kvenna: Sveit Elín- ar Jónsdóttur. — Frá Tafl- og bndgeklubbnum: Sveit Hjalta EJíassonar. Ekki er ennþá vitað, hver verð- ur fyrirJiði Akranesssveitarinnar. Fyrirliði Hafnarfjarðar-sveit- arinnar er Reynir Eyjólfsson. Fyrirliði Sigluf j arðar-sveitar- innar er Ármann Jakobsson. Gert er ráð fyrir, að sveit héð- an verði send á Evrópu-meistara mótið í bridge, sem haldið verð- ur í Stokkhólmi dagana 26. júlt til 4. agúst, en sú sveit verður valin að afloknu landsmótinu. — Keppnin fer fram í Skátaheimil- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.