Morgunblaðið - 27.03.1956, Síða 10

Morgunblaðið - 27.03.1956, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjuclagur 27. marz 1956 Þórarinn Onðmundsson hljómsveitarstjóri sextugur Krisfinn Gunnar Bal ÞÓRARINN fiðluleikari er einn af vinsælustu og kunnustu tón- listarmönnum landsins. Hann hefur nú í meira en 40 ár lagt mikinn og merkan skerf til tón- listarlífsins í landinu, bæði sem fi81ulcil:ari, hljömsveitarstjóri, kennari og tónskáld, eins og nán- ar verður vikið að hér á eftir. Þórarinn er fæddur á Akranesi 27. marz 1896. Foreldrar hans eru Guðmundur Jakobsson, trésmíða- meistari, og kona hans Þuríður Þórarinsdóttir. Guðmundur var sonur Jakcbs prests Guðmunds- sonar að Sauðafelli og er sú ætl alkunn. Þuríður, kona hans, var dóttir Þórarins Árnasonar, jarð- yrkjumanns. Árni var kvæntur Jórunni Sæmundsdóttur hins ríka að Eyvindarholti undir Eyjafjöll- um, Ögmundssonar prests að Krossi í Landeyjum, Högnason- ar prestaföður. Er þetta Högna- ætt. Jórunn, langamma Þórarins fiðluleikara, og Tómas Sæmunds- 8on á Breiðabólstað voru því systkini. Kona Þórarins Áma- sonar jarðyrkjumanns var Ing- unn Magnúsdóttir, alþingismanns í Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi, sem Langholtsættin er kennd við. Þórarinn lærði fyrst fiðluleik hjá frú Henrieíte Brynjólfsson, konu Péturs Brynjólfssonar, kon- imglegs Ijósmyndara. Kom hann síðan fyrst fram opinberlega sem fiðluleikari 11 ára gamall í Góð- templarahúsinu. Síðan lærði hann í eitt ár hjá Oscar Johan- sen, sænskum fiðluleikara, sem var ráðinn til að leika á „Hótel ísland“. Oscar Johansen var góð- ur fiðluleikari og átti mikinn l>átt í að vekja áhuga manna hér & hljómsveitarleik. Þótti honum Þórarinn sýna ótvíræðar gáfur; Þórarinn fór þá utan til Kaup- mannahafnar 14 ára gamall til náms og brautskráðist 17 ára gamall úr hinum konunglega tón- listarskóla þar í borg. Var gerð undsntekning mcð Þórarinn við skólann að því leyti, að sam- kvæmt reglugerð skólans var lágmarksaldur nemenda bundinn við 17 ára aldur, en einmitt 17 éra gamall lauk hann fullnaðar- próíi við skólann. Þess skal og getið, að öll skólaárin fékk Þór- arinn annað fríplássið af tveim, sem veitt voru árlega efnilegum nemendum. Kennari hans í fiðlu- leik var próf. Anton Svendsen og síðar Peder Möller. Árið 1923 fór Þórarinn enn utan til frek- ari fullkomnunar í listinni og' stundaði nám hjá fiðluleikurun- um Schachtenbech f Leipzig og Hammon í Hamborg. Að loknu námi í Kaupmarma- höfn hvarf Þórarinn hingað heim og gerðist brátt virkur kraftur í tónlistarlífinu. Hann hélt þá hljómleika með Eggerti Gilfer, bróður sínum, sem stundað hafði píanónám í Kaupmannahöfn, en atvinnu höfðu þeir bræður að j öðru leyti af því að leika á veit- ingahúsum og í kvikmyndahús- um, og var almenn ánægja með leik þeirra. Þegar Ríkisútvarpið. tók til starfa árið 1930, var Þór- | arinn ráðinn hljómsveitarstjóri þess og hefur verið í því starfí. síðan. Þórarinn gerðist brátt eftir-! sóttur fiðluleikari hér í bæn- um. Eftir að sænski fiðluleikar- inn Oscar Johansen var horfinn af landinu var mikil þörf fyrir. slíkan kennara Af nemendum Þórarins eru margir nú orðnir. þjóðkunnir menn, eins og Bjöm I Ólafsson, fiðluleikari, og Þórar-! iim Jónsson tónskáld. Það verð- 1 ur seint fullþakkað, hversu mikið og gott starf Þórarinn vann með kennslustarfi sínu. Þegar fram liðu stundir gat hann haldið með nemendum sínum „orkester“- hljómleika, en þeir hljómleikar eru tónlistarsögulegur viðburður. Stofnaði Þórarinn þá fyrstur manina hljómsveit á íslandi árið 1920. Úr þessum kjarna var síðan „Hljbmsvéít Reýkjavíkuf“ stófn- uð ájrið 1925, en stofnendur henn- ar v,oru, auk Þórarins, tónskáld- in Sigfús Einarsson og Jðn Lax- dal. Hljómsveitin var lengi reynd Mynd frá þeim árum, er Þórarinn var með tónlistarskóla. ar ekki annað en vísir að full- kominni sinfóniskri hljómsveit, en það má rekja þróunina óslitna frá þessum nemend ahl.j óm leik- um Þórarins til þess dags er draumurinn um fullkomna sin- fóniska hljómsveit varð að veru- leika. Þess var getið hér að framan, að áður fyrr var almenn ánægja með fiðluleik Þórarins og naut hann einróma viðurkenningar bæjarbúa Þessi viðurkenning byggðist á því, að hann í sann- leika hreif þá með list sinni. En síðan hafa árin liðið og fiðlu- leikarar á heimsmælikvarða hafa lagt leið sína hingað. Kröfumar til leikni og verkefnavals hafa vaxið um leið. En enn getur Þór- arinn, eins og í gamla daga, hrifið menn með fiðlu sinni, sérstaklega þegar hann leikur ljóðræn lög. í slíkum lögum er fiðluleikur hans persónulegur og innilegur. Kennari hans, próf. Anton Svend- sen sagði líka um hann, að hann væri „af Naturen særdels Violin- begavet". Það er langt síðan fyrstú söng- lög Þórarins komu fyrir almenn- ingssjónir. Mig minnir, að það hafi verið lögin: „Dísa mín, góða, Dísa mín“ og „Þér kæra sendi kveðju". Þau urðu strax lands- kunn. Síðan komu mörg fleiri lög frá honum, eins og „Það vor- ar, það vorar" og „Land míns föður", sem hann hlaut verðlaun fyrir á lýðveldishátíðinni. Þessi sönglög eru látlaus og hugþekk og eru sungin af allri þjóðinni. * Þórarinn er kvæntur Önnu ív- arsdóttur, ágætri konu. Börn þeirra eru Þuríður Ingibjörg og ívar Þór, fiðlusmiður. Ég áma honum allra heilla á þessum merkisdegi í ævi hans og þykist vita, að margir verði til að flytja honum árnaðaróskir, því hann er vinmargur, enda drengur góður. Baldur Andrésson. Minningarorð F. 9. marz 1936. D. 19. marz 1956. í DAG er kvaddur hinztu kveðju ungur efnispiltur, Kristinn Gunn- ar Baldvinsson, aðeins tvítugur að aldri er kallið mikla kom. Ungan að aldri tóku þau hjón- in, Sigríður Benjamínsdóttir og Baldvin Kristinsson, hann sér í sonar stað og hann var auga- steinninn þeirra, sem allt var gert fyrir af ástúð og fómfýsi umhyggjusamra foreldra. Nú, er uppeldishlutverki þeirra var að ljúka og hann að leggja út í heimínn á eigin fótum með traustan grundvöll og góða menntun að baki, er hann kallað- ur burt af sjónarsviði þessa heims í einu vetfangi. Sorgin er mikil og sár, en huggunin meiri. Því þó hann sé liðinn, sem ljósið, lífsins úr stríði, minning hans lofsæl mun lifa, þótt fram líði stundir. Kristinn lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum vorið 1954 og /iðalhindur Mæssda- Sélags EySirSsnffa haldinn á Ákureyri 7. marz síðasfiiðsnn ÆNDAF'ÉLAG Eyfirðinga hélt aðalfund sinn að Hótel KEA 7. marz síðastliðinn. Sóttu fundinn rúmlega 40 manns. Auk aðalfundarstarfa var rætt um skort á vinnuafli í sveitum landsins og hvað fram undan er. Hafði Einar Sigfússon í Staðartungu fram- sögu. j SAMÞYKKT VAR EFTIRFAR- svæði séu með öllu úr sögunni, ANDI ÁLYKTUN með fulikomnari samgöngutækni Aðalfundur Bændafélag Eyfirð og þá sér í lagi með flugsam- inga 1956, telur óhjékvæmilegt,1 göngum héraða milli. Það er að ríkissjóður greiði framleið- jafnvel auðveldara nú á dögum endum landbúnaðarins þann hlut að koma mjólk og mjólkurvör- afurðaverðs, sem vantar á að ttm á markað í Reykjavík úr Eyjafirði, heldui en úr Árnes- og Rangárvallasýslum. vörurnar séu greiddar því verði, er vsrðlagsgrundvóliur land- búnaðarafurða kveðui á í hvert sinn. Að öðrum kosti telur fund- urinn afkomu landbúnaðarins stefnt : alvarlega hættu. EKKI TIL HAGSBÓTA FYRIR KARTÖFLUFRAMLEIDENDUR Síðasta mál fundarins voru umræður um framvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi um breyt um' ingu á lögum um framleiðsluráð um \ landbúnaðarins nr. 94 5. júni M JÓLKURSÖLUMÁ LIN Nokkrar umræður urðu mjólkurcölumálin, aðallega skiptingu landsins í mjólkur-! 1947. í því máli var samþykkt sölusvæði og var eftirfarandi til- laga samþykkt. Aðalfundur Bændafélags Ey- eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Bændaíél. Eýfirð- inga skorar á Alþingi, að fella firðinga, haldinn á Akureyri frumvarp það sem nú liggur fyr- 1956, skorar á framleiðsluráð landbúnaðarins, að undirbúa þeg- ar á þessu ári, breytingar á lög- um um framleiðsluráð iandbúnað arins, frá 1947 nr. 94, írá 5. júní, viðkomandi V. kaíla íaganna um sölu mjólkur og mjólkurafurða ir Efri deild um breytingar á lög- um um framleiðsluráð landbún- aðarins. Fundurinn lítur svo á, að þær breytingar sem fram komu í þessu frumvarpi séu ekki líklegar til hagsbota fyrir kartöfluframleiðendur og telur og afnumin verði þau ákvæði því fráleitt að kolivarpa því sem fjalla um skiptingu landsins í mjólkursölusvæði, þannig, að skipulagi sem verið hefur á þess- um málum um nokkurt árabil, öll helztu mjólkursölusvæðin , eins og ákvyðið er í lögum nr. 31 Verði gerð að einu mjólkursölu-1 2.; aþríl 1943/ um verzlun með svæði. Fundurinn lítur svo á, að kártöflur og fleira. þær ástæður sem upprunalega voru lagðar til grundvailar við STJÓRNIN skiptingu landsins i mjólkursöiu-1 í stjórn félagsins voru kosnir: starfaði síðan sem bankaritari í Landsbankanum til dauðadags. Ef lýsa skal Kristni var hann meðalmaður á vöxt, fríður sýn- um, fjörmikill og drenglundaður og hafði flesta þá eiginleika til að bera, er til prýði mega telj- ast ungum mönnum. Eins og títt er um unga drengi tók hann snemma að leika sér að knetti með félögum sínum úr næsta nágrenni, og af leikvöll- unum að húsabaki, sem sjaldnast eru stundinni lengur griðlönd tápmikilla pilta, lá leið þeirra félaga upp á Framvöll, þar var unað öllum tómstundum í hópi samhentra félaga með sömu áhugamálin. Þar var grundvöllur inn lagður til frama og frækni í knattspymu og handknattleik. Kristinn var frá unga aldri fé- lagi í Knattspymufélaginu Fram og svo mikill var áhugi hans og ástundun að segja má, að Fram hafi átt hann til jafns við for- eldra hans, og ekki er mér grun- laust, að foreldrunum hafi stund- um fundizt hlutur Fx-am í hjarta hans full stór, en þau vissu og fundu þrátt fyrir það, að hann var í góðum félagsskap. 18 ára gamall hafði hann náð slíkum tökum á íþi-óttagreinunum er hann stundaði, að hann var send- ur fram til keppni í meistara- flokkum félagsins og átti félagið miklar vonir við hann tengdar. En er allt virtist sem glæstast og bjaxrtast fékk hann skyndilega mikið áfall í sumarbyrjun árið 1954. Eftir það mátti hann ekki stunda íþróttir. en þar var hug- urinn allur. Eftir því sem hann Jón Guðmann bóndi að Skarði, Eggert Davíðsson, bóndi að Möðmvöllum, Árni Ásbjamarson, bóndi að Kaupangi, Gunnar Kristjánsson, bóndi að Dagverð- areyri og Jóhannes Laxdal, bóndi að Tungu. Mikill einhugur ríkti á fundi þessum um að efla félagið cem mest; og gera þáð öflugra baráttu tækx eyfirzkrar bændastéttax-. í félaginu em nú nokkuð á annað hundrað bændur. •—Jónas. fann sig frískari og styrkari, þess meiri var löngunin í að byrja aftur á ný og oft mun hann hafa spurt lækna sína, hvenær hann mætti byrja. En á meðan hann fengi efckí sjálfur að vera meö vildi hann leggja fx'am krafta sma sem dóm- ari. Hann var byrjaður að undir- búa sig og með regiurnar í hönd- unum lagðist hann ut af og sofn- aði. Andlát Kxistins bar brátt að og kom okkur félögum hans á óvart, enda þóit ijóst væri að til beggja vona gat jafnan brugð- ið. Þetta vissi hann sjálfur og bar af karlmennsku og skilningi. Hann ræddi eihíðarmálin við foreldra sína og í þeim efnxxm hafði hann ákveðnar skoðanir og óskir, ef svo færi, að hann yrði kallaður burt úr þessu lífi á und- an þeim. Og svo er nú komið, að I dag er hann kvaddur, tregaður a£ öllum er til þekktu. Megi algóður Guð styrkja og styðja ástríka foreldra hans og unga unnustu, er jafnan stóð við hlið honum trygg og ömgg 1 biíðu og stríðu, en fékk svo skammt að njóta hans. Þeirra er missirinn mestxxr, En það er huggun harmi gegn áð eiga og geyma glæsta minningu um góðan dreng. Við félagar hans úr Knatt- spyrnufélaginu Fram sendum ástyinum hans okkar innilegustu samúðarkveöjur og þökkum horx- um samvemstundirnar. H. Þ. S. — Lærísveinar Sialins Frh. af bls. 9 Stalin hótað því að lj úga því upp á hana að hún hafi aldrei verið gift Lenin, heldur hafx hún verið frilla hans. Þessar hótanir hafði Stalin f frammi vegna þess að gamla kon- an hafði dirfst að segja mein- ingu sína um hann og það með, að Lenin hefði varað við því að gera Stalin að leiðtoga kommún- istaflokksirs. Það leitar fram, sem rétt er og er skömm kommúnista mikil þótt ekki sé nefnt nema þetta eina dæmi úr lygaregistri þeirra. Ekki stóð á því að menn eins og Þórbei-gur Þórðarson létu blekkjast. Hann tekur upp í bók sína „Rauða hættan" cbls. 181) „lygafregnina" um Kruppskaja og segir: „Sumum þótti þessi saga ærið grunsamleg og það þvi fremur, sem h m var símuð frá Varsjá og birtist aðéins í Norð- urlandablöðunum, en virtist hafa skotist fram hjá öllum blaða- kosti meginlandsins. Verklýðs- blaðið gerði b": "wrírspurn um fréttina til fréttaritara síns í Moskva. Hann svaraði um hæl, að sagan sé tilhæ'uiaus, að hún sé búin til í Varsjá, að Tass (hin opinbera fréttaste-fa rússneska ríkisins) ásamt stjórnarblaðinu Isvestia og flokkshiaðmu Pravda hafi mótmælt henni“. Þórberg virtist ekki skorta heimildirnar og hvort trúir hann Krúsjeff nú? Bylting bolsévikka er senn 40 ára gömul. Þrjá fjórðu hluta þessa aldursskeiðs hefur bylt.ing^. in verið í höndum yfirlýsts glæpa manns og er þá ekki nema von þótt spurt sé hvort ekki sé eitt- hvað bogið við pólitískt kerfi, sem gerh' öðrum eins manni kleift að ná á því fullum tökum. Og hvað um framhaldið? Nýir menn hafa tekið við í Sovétríkj- unum, þeir hafa fordæmt Stalin dauðann á sama hátt og Stalin fordæmdi keppinauta sína, sem hann Iét drepa. Enn sem fyrr er ekkert prentfrelsi í Rússlandi og Tass og Pravda og Isveztia verða á sama hátt og meðan Stalin Iifði I að segja þáð eitt sem hinir nýju íeiðtogar telja sér hagkvæmt. Og hér heíma munu Kristinn E. og hahs nótar krjúpa í duftið fyrir Krúsjéff og síðan hefja nýjan lofsöng þegar sá næsti * tekur við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.