Morgunblaðið - 27.03.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1956, Blaðsíða 14
14 MORGUTSBLÁÐIÐ Þriðjudagur 27. marz 1956 I h ‘i h < í SYSTURNAR ÞRJAR EFTIR IRA LEVIN - Annar hluti: ELLEN Framhaldssagan 54 „Seint í janúar", hóf hann svo aftur frásögnina, — „skömmu áð ur en ég fór, byrjaði hún svo að vera með öðrum náunga. Ég sá. „Öðrum náunga?“ Ellen laut áfram á borðið, eft- irv'íentingarfull á svip. „Já, ég sá þau saman nokkrum .jinnum. Þetta hefur þá ekki orð- ið henni neitt óbærilegt áfall“, ■agði ég við mig sjálfan og lagði af stað til New York, með fallega sarhvizku og hreina sem mjöll. Mér fannst jafnvel sem ég vaeri talsvert göfuglyndur". „Hver var hann?“ spurði Ellen. „Hver“. „Hinn náunginn". „Það veit ég ekki Annars held ég að við höfum haft eina náms- greifi sameiginlega. En leyfðu mér nú að halda áfram með sög- una. „Svo var það í byrjuðum maí, sem ég las um sjálfsmorð hennar, aðeins örstutta klausu í einu dag- blaði New Yorkborgar. Ég þaut eins og brjálaður maður upp á Times Square og keypti eitt tölu- blað af Clarion í blaðasölunni, þar sem utanbæjarblöð fengust. Ég kevpti svo Clarion á hverjum degi í heila viku og beið þess, að þú birtir það sem hún hafði skrif að í bréfinu til þín. Þeir gerðu það nú samt ekki. . . Þeir sögðu heldur ekki neitt um það, hvers vegna hún hefði ráðist í að gera þetta. Geturðu gert þér það í hugar- lund, hvernig mér var innan- brjósts? Að vísu trúði ég því nú skki, að hún hefði gert þetta ein- göngu útaf mér, en ég þóttist viss um, að það hefði verið eins kon- ar .. alger örvilnun .. sem ég hefði að mestu leyti átt sök á. Eftir það varð ég hirðulausari með námið. Ég byrjaði of geyst. Eg held að ég hafi álitið það kyldu mína, að verða mér úti um frábærilega góðar einkunnir, til þess að réttlæta það sem ég hafði brotið við hana. Ég lá í köldu svitabaði fyrir öll próf og einkunnirnar urðu held- ur svona óglæsilegar. Ég sagði s.'ið sjálfan mig að það væri allt •ídutningnum að kenna. í háskól- anum í New York varð ég að • inna upn fjöldan allan af fvrir- lestraflokkum, sem þar voru ■.kyldugreinar, en ekki í Stoddard Auk þess hafði ég lækkað um extán stig. Þess vegna ákvað ég að fara aft : ur ti’ Stoddard, í september, til bess að koma málum mínum í eitt hvert bráðabirgðarlag". — Hann j brosti hálf vandræðalega: — „Og 1 hannske líka til þess að reyna ! að sannfæra sjálfan mig um. að | ég fvndi ekki til neinnar sakar? „En það urðu a. m. k mjög I mikil misarip. f hvert skipti. sem j ég sé einhvern þann stað, sem við ; rorum vön að heimsækja, eða t.d. i skri^stofubvegingin... ; Hann hnyklaði brýnnar: „Ég ! hélt áfram að telia siálfum mér iríi um pð befta '?æri henni siálfri að kenna og'að flestar aðrar stúlk u.r hefðu verið næaileaa broskað- ar til bess að láta ekki svona smámuni á sia fá. . . en bað bar engan árangur. Það gekk svo fan«t. pð és tók á mie stóra króka. ti> hess að komast. í rá- mundq víð hvrtrjjrmuna. o’na siálf an mig nv kveliq pir\s r\cr j kvÖM, pcr v'i'5Cnr í h’’Snf?&rfi- ion n<* crp^í mnr* bnfi í hugar- ■ ■'ur’d hvernig hún,- v.: ,J q rirr c;Ví1 hpt^O trol >. Elien. . Mig lanvaði siálfa til-að _ hr.’-fo V*~r*r».p . n* "F a hpM , bað ^ðlijegt viðbragð eða gagn. verkún“. „Nei“, sagði Powell. „Þú veizt ekki hvernig það er, að finna sjálfan sig ábyrgan. ...“ Hann þagnaði, þegar hann sá þreytulegt bros á vörum Ellenar. „Að hverju ertu að brosa?“ j „Ekki neinu“. ' „Og nú segir þú mér, að hún hafi verið ófrísk.... komin á annan mánuð meðgöngutímans. Það er að vísu hræðilegt, en engu að síður þá líður mér miklu bet- ur, er ég veit það. Að öllum lík- indum væri hún nú lifandi, ef ég hefði ekki sagt skilið við hana, en það er ekki hægt að krefjast þess af mér, að ég gæti séð það fyrir, hvernig afleiðingin myndi verða. Ég á við.... það eru tak- mörk fyrir því, hve mikils er hægt að krefjast af einum manni. Ef maður héldi áfram að leita aftur í liðna tímann, gæti maður skellt sökinni á hvern sem væri“ j Hann tæmdi glasið sitt í botn. ‘ „Mér þykir vænt um það að þú skulir ekki lengur vilja tala við lögregluna“, sagði hann. „Ekki veit ég hvaðan eða hvernig þú fékkst þá ástæðulausu hugmynd, að ég hefði verið valdur að dauða systur þinnar". „Einhver hefur verið það“, svaraði Ellen. Powell horfði á hana, án þess að mæla orð. Píanóleikarinn gerði hlé á milli viðfangsefna sinna og í hinni ' skyndilegu, djúpu þögn, sem á eftir fylgdi, heyrði Ellen skrjáfa í fötum, yfir í básnum, bak við hana. Hún laut fram á borðið og fór . að segja Powell frá hinu tvíræða 1 bréfi, fæðingarvottorðinu, og klæðnaði Dorothys, sem kom svo vel heim við gamla ráðið um að klæðast gömlum flíkum og nýj- j um, einni að láni og annarri blárri á giftingardaginn. Hann sat þegjandi unz frásögn hennar var lokið: „Guð minn góður“, sagði hann loks. „Þetta með fötin getur ekki verið tóm tilviljun“. Og nú var hann ekki síður áfjáður í að afsanna kenn- inguna um sjálfsmorðið. „En ertu þá alveg viss um, að þú vitir engin deili á þessum manni, sem þú sást með henni?“ spurði Ellen. „Ég held að hann hafi verið með mér í einum fyrirlestra- flokknum það kennslumisseri En í þessi tvö skipti sem ég sá þau saman, var komið fast að janúar- lokum, próf búin og allt fyrir- lestahald úr sögunni, svo að ég gat ekki rannsakað það nánar eða komist eftir nafni mannsins. Og svo skömmu þar á eftir fór ég til New York“. „En hefurðu svo aldrei séð hann síðan?“ spurði Ellen von- svikin á svipinn. „Ég veit það ekki“, sagði Powell. „Ég er ekki viss um það. Stoddard er stór háskóli og fjöl- mennur“. „Og ertu alveg viss um að þú vitir ekki hvað þessi ungi maður heitir?“ „Ég veit það ekki enn þá“, sagði Powell, „en eftir svo sem eina klukkustund skal ég segja þér nafn hans“. Hann þagnaði og brosti, en hélt.’ svo áfram: „Ég hef nefnilega j heimilisfangið hans skrifað í t vasabókinni minni heima....“ 9. kafli „Ég sagði þér að ég hefði tvisv ar sinnum séð þau saman mælti hann. „Og í seinna skiptið var það inni í lítilli kaffistofu, beint á móti háskólanum. Ég átti sízt af öllu von á því að Dorothy kæmi þangað því stað urinn var lítilmótlegur og fásótt- ur. — Þegar ég var setztur við eitt borðið fór ég að litast um í veit- ingastofunni, sá fyrst tvær stúlk ur, en kom svo auga á Dorothy og þennan náunga, þar sem þau sátu úti í horni og voru að drekka súkkulaði. Einbýlishús í Vesturbænum Eignin Stýrimannastígur 15, sem er timbu'-hús, hæð og ris, ásamt bílskúr, er til sölu. — Húsinu fylgir mjög stór eignarlóð, (hornlóð) með fallegum garði. Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 4400 TILKYINÍINIIIMG frá Framkvæmdabanka Islands Skrifstofur bankans verða fluttar miðvikudaginn 28. þ. m. að Klapparstíg 26. — Skrifstofurnar vei’ða lokaðar þann dag en opnaðar aftur þriðjudaginn 3. april n. k. Stúlka helzt vön afgreiðslu, getur fengið atvinnu. Upplýsingar í Verzl. Óculus í dag kl. 4—6 á morgun kl. 9—11 f. h. Borðstofuhúsgögn Glæsileg stór dönsk Chippendale borðstofuhúsgögn til sölu, þrír skápar, borð og tíu stólar, til sýnis og sölu i verzluninni OCULUS, Austurstræti 7. NÖTABÁTUR Vil kauna stóran. nvlesran nótabát. sem hæsrt er að setia vél í. — Tilboð óskast send blaðinu. merkt: Nótabátur—1182. Það cr ekkert undarlegt þó flestir menn kaupi Bláu Gillctte Blöðin í málmliylkj- unum. Þau kosta ekkert meira en blöð í pappífsumbúðum Raksturinn verður fljótari og ánægj ulegri með því að nota blöðin í málmhylkjunum og nýj- ustu gerð Gillette rakvéla. Þér getið keypt rakvélina „Rocket“ með sex Bláum Gillette Blöðum fyrir aöeins kr. 37,00. 10 Blá Gi'lete Blöð í málmhlykj- um kr. 15,50. Gillclle býður fljótari rakstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.