Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. apríl 1956. UORGUNBLAÐIÐ 19 Mikilvægt hugtak í kenningum marxisma: „Arður af þrælkun“ lífi. Þetta mál leiddi til þess, að Mao lét skipa sérstaka eftirlits- nefnd flokksins, sem skyldi fylgj - ast með villukenningarmönnum í flokknum og er það nú ekki lengur hlutverk Lós, að „svipta slíka menn tilverunni". YFIRHEYRSLUR Á HEIMILUM ÁN TILEFNIS Kerfi öryggislögreglunnar teyg ir anga sma nú inn í hin lágreistu hreysi, inn á hvert heimili, — í hverri bækistöð öryggislögregl- unnar er nú sérstök heimila-lög- regla, sem fylgist með ferðalög- um manna, gestum sem dveljast næturlangt í húsum kunningja sinna. Teknar eru skýrslur um fæðingar og dauðdaga, giftingar, skilnaði. Heimilalögreglan hefur ýtarlegar skýrslur um allt sem kemur hverri fjölskyldu við, at- vinnu og tekjur, menntun, stétt og stöðu og viðhorf forfeðra í þrjá ættliði, persónulega sögu hvers borgara frá 8 ára aldri, hverjir séu vinir hans og hvort hann eigi skyldmenni utan Kína. Heimilis- lögreglan getur hvenær, sem henni sýnist gengið inn á heimili manna. Stundum er tilgangur samtalsins að rabba um daginn og veginn, stundum leggja þeir fyrir fólkið spurningagildrur. — Eftir hverja slíka heimsókn gef- ur lögreglumaðurinn skýrslu á lögreglustöðinni og sumt af því er bókað á persónuskrá manns- ins, í þríriti, því að upplýsing- arnar eru sendar til æðri staða. Komi upp grunsemdir um að borgari sé að dylja eitthvað, sé ekki nógu hreinskilinn, fær hann allmargar heimsóknir næstu daga. Þessir gestir, sem starfa með lögreglunni eru t.d. fulltrúi frá æskulýðsfylkingunni, frá Kínversk-rússneska vináttusam- bandinu, vinnuhetjur frá bænda- félagínu eða verkamannafélag- inu. Þessum heimsóknum heldur áfram, þar til maðurinn er annað hvort sýknaður eða handtekinn. Miðaldra kínversk húsfreyja, sem fyrir nokkru kom til Hong Kong sagði m.a.: — Þið, sem búið utan bambustjaldsins vorkennið okkur ætíð vegna matarskortsins, vegna óhreinu hrísgrjónanna og fataskortsins. En ég skal segja ykkur, allur sá skortur er smá- ræði samanborið við þann ótta, sem grípur fólkið þegar heimila- lögreglan knýr dyra. Fólk fer inn af götunni eftir kl. 8 á kvöldin. Þeir sem fara um strætin eftir það eru eltir á röndum af lögreglunni. Þó múgréttarhöldin séu nú upp á síðkastið haldin aðallega úti í sveitunum, eru handtökur þó einnig algengar í borgunum. — í Shanghai ber það oft við að lík fórnardýranna eru flutt til líkbrennslustöðvanna í vörubif- reiðum með lágum borðum, svo að almenningur geti séð þau. SAMÁBYRGÐ og HEILDARREFSINGAR Eitt sérkenni á réttarkerfi Lós er samábyrgðin og samrefsingin. Fjöida nágranna er refsað fyrir afbiot sem ein fjölskylda hefur framið. Fiskimenn eru látnir ábyrgjast nver aðra gagnkvæmt á fimm til 15 bátum, Bændurnir eru skyldaðir til að ganga í bændafélög, sem hafa samábyrgð á hegðun meðlimanna. í ríkis- verksmiðjum og námum eru flutt refsimál, „sem hafa sérstakt upp- eldisgíldi og varða vinnuaga eða vinnureglur". Þannig eru sam- kundur verkamanna notaðar til að kúga verkamenn. Nýlega voru haldin múgréttar- höld á Tenckuang-knattspyrnu- vellinum í Nanchung. Þar lustu 4000 verkamenn upp geysilegu fagnaðarópi, þegar fjórir verka- menn voru dæmdir í fangelsi fyr- ir þjófnað og Spillingu. Opinber- lega var skýrt frá því, að þetta hefði verið „herkvaðningarsam- koma til að koma á aukinni frarn- leiðslu, gernýtingu og framleiöni og til þess að berjast gegn spiil- Hin kínverska æska er alin upp við skipulag marxismans. ingu og sóun fjármuna í verk- smiðjum“. „ARÐURINN“ AF ÞRÆLKUNARBÚÐUM Að baki þessari ógnarmynd grúfa þrælkunarbúðirnar. Hví að vera að lífláta andstæðinga, þeg- ar hægt er að láta þá vinna? - - Kínversku kommúnistarnir eru sammála Rússum í kenningunni um „betrun með vinnu“. Milljón- ir manna hafa verið fluttar nauð- ungarflutningi þangað sem verið er að vinna að meiriháttar fram- kvæmdum, svo sem járnbrautum eða vatnsveitum eða í skógar- högg í Mansjúríu. í skýrslu, sem Lo flutti 1954 stærði hann sig af því að í þrælk- unarvinnunni hefðu verið fram- leiddar það ár 2 miiljarðar múr- steina, 770 milljón flögusteinar, 714 þúsund pör af sokkum og 1,7 milljón rörmúffur. Og kaldr- analeg lýsing hans á fjárhagshlið þrælkunarbúðanna hefur nú orð- ið ódauðleg í kenningum Marx- ismans: „Arðurinn af framleiðslu betrunarvinnubúðanna á sl. 4 ár- um hefur eftir að frá er dreginn framfærslukostnaður afbrota- mannanna og annar nauðsynleg- ur kostnaður, safnazt saman í föstum höfuðstól sem og i lausa- fjárhöfuðstól, sem að verðmæti er nokkurn veginn jafn útgjöld- jnum“. Samkvæmt kenningum komm- únista eru allir hinir þrælkuðu nefndir sjálfboðaliðar og þeir sem stjórna þrælkunarbúðunum viðhafa ætíð hin fegurstu orð er þeir lýsa starfi sínu. Þeir fangar sem láta lífið vegna þrælkunar eru yfirlýstar vinnuhetjur. Á hinum vélvæddu samyrkju- búum eru nokkrar rússneskar dráttarvélar, en mestöll vinnan er gerð með frumstæðum plógum, þar sem sex manna hópar draga plóginn. Ef vinnuhóparnir ljúka ekki ákvæðisvinnu sinni eru þeir neyddir til að láta fram fara sjálfsgagnrýni. Það er vitað til að starfshópar kínverskra þrælkun- arbúða hafa verið sendir til vinnu alla leið vestur í Pólland og Tékkóslóvakíu. VÍÐTÆK ÞJÓDNÝTING Kommúnistar hafa látið greip- ar sópa um allt atvinnulíf Kína. Þeir hafa tekið fyrir og þjóðnýtt iðngrein eftir iðngrein, — Árið 1952 voru 58% atvinnulífs lands- ins undir opinberri stjórn. Vegna þess að yfirvöld kommúnista ráða yfir hráefnum, ákveða smá- söluverð, hafa vald yfir manna- ráðningum og geta svo lagt á skatta eins og þeim sjálfum þókn ast, gefast einkarekstrinum eng- in tækifæri til samkeppni við rík- isreksturinn. í nóvember sl. hafði ríkisvaldið tekið við yfirráðum 70% allra fyrirtækja í Shanhai. Enn hefur þjóðnýtingin vaxið og er nú víða svo komið, að minnsta kosti í minni borgum, að allt at- vinnulífið er rekið af ríkisvald- inu. Úti í sveitunum er nú verið að taka jarðarskikana af smábænd- unum og samyrkjubú eru skipu- lögð. Bændur sem í fyrstu gengu fúsir í samyrkjubúin fengu ýmis hlunnindi fram yfir hina. Þeir nutu að einhverju leyti dráttar- vélavinnu, fengu vatnsmyllur, plóga og áburðarefni og þeir fá jafnvel ódýrari lán í bönkum. Við árslok 1955 höfðu 2000 samyrkju- bú verið sett á fót í Kina, eða helmingi fleiri en áætlað hafði verið að komin yrðu á fót haustið 1956. Enn er það víða svo, að bændur á samyrkjubúum hagnast sjálfir hver af sinni uppskeru, en næsta skrefið vita allir hvað er, það er fullkomin samyrkja, ríkið sé eigandi jarðarinnar, bú- inu sé stjórnað af framkvæmda- stjóra. Bændurnir verði vinnu- menn. VONLAUS ÞJÓÐ Það eru þýðingarmiklir atburð ir, sem hafa gerzt i Kína seinna misseri 1955. Svo stórkostlegar hafa ógnir ársins 1951 og síðan verið, að þær hafa haft sín til- ætluðu áhrif. Sú þjóð sem talin hefur verið búa yfir mestu þol- gæði og viðnámskrafti hefur gef- ið upp alla von. Hverjar sem von- ir hennar hafa verið, hefur hún gefið þær upp eftir sex ára kúgun og ógnaröld. Um þetta eru allar fréttastofur og allir þeir sem kynnt hafa sér kínversk málefni samdóma. En þeir segja, að milljónir Kínverja ! hafi ekki gefizt upp fyrir hug- sjónum kommúnismans, heldur fyrir járnhörðum kúgunargreip- um hans. Þessi upgjöf kínversku þjóðar- innar hefur jafnvel komið komm- únistunum á óvart. Þeir hafa skyndilega orðið að endurskoða áætlanir sínar. í júlí 1954 sagði Mao að háflæði sósíalísku bylt- ingarinnar væri að koma. — I j janúar 1955 sagði hann að há- flæði væri komið. í júlímánuði tilkynnti hann,_ að aðeins 16,9 milljón af 110 milljón bænda- heimila hefðu verið þvinguð til samyrkju. En í desember til- kynnti hann að meir en 60% bænda væru í samyrkjubúum, sem þýðir að hvorki meira né minna en að 53 milljónir smá- býla hafa runnið saman í sam- yrkjubú á sex mánuðum. j Mao og undirtyllur hans gáfu út fleiri tilkynningar um eflingu kommúnistavaldsins og í vímu | yfir hinum mikla árangri til- kynntu þeir að þjóðnýtingar- áformunum yrði hraðað. Áætlan- ir er áður skyldi ljúka á 10 eða 15 árum skyldi nú ljuka á fimm árum. „Sósíalísku byltingunni", sagði Mao, „verður lokið í meg- inatriðum eftir þrjú ár“. MÁ EKKI VERÐA FRIÐUR En vandamálum kommúnista- flokksins í Kína er ekki lokið þar með. Geysilegt skipulagning- ar- og forustuvandamál blasir nú við. Það eru sannanir fyrir því, að milljónir smábænda og verzl- unarmanna, sem hafa verið neyddir til að ganga í þjóðnýttu fyrirtækin og samyrkjubúin séu mjog andvígir og tortryggnir ' gagnvart þessari nýju skipan mála. Fjöldi nýrra félaga og stofn ana hafa verið mynduð, sem eiga að hafa það hlutverk að skoðana- kúga fólkið, en hætt er við, að allar þessar stofnanir séu ekki eins gagnvirkar. Það má vænta þess, að þeir sömu forustumenn, sem nú eru sigri hrósandi æsi sig innan skamms vegna „hægri- slens“ jafnvel í sjálfri örygis- lögreglunni. Það má vel vera, að þá komi stærstu dagar Lo Jui-ching. En Lo sagði í ræðu í júní sl.: „Við sérhvert skref sem byltingin stíg- ur framávið rís upp æ meira hat- ur og skemmdarverk fjandmanna okkar utanlands, sem innan. — Gagnbyltingarsinnar og aftur- haldssinnar láta ekki hótun um útrýmingu aftra sér, heldur þvert á móti sýna þeir þeim mun meiri þverúð og mótspyrnu, sem fordæmingin vofir meir yfir þeim og þá framkvæma þeir skemmd- arverkin aí þeim mun meiri örvæntingu". Hryðjuverkamaðurinn Lo Jui- ching veit betur en flestir aðrir, að það mun aldrei verða friður, — má ekki verða friður — í Kína kommúnísmans. Ráðdefna norrænna í Sfokkhótmi FÉLAG norrænna búvísinda- manna N. J. F. efnir til sumar- móts dagana 27.—30. júní, sem að þessu sinni verður haldið í Stokk hólmi. Eru nú átján ár síðan fé- lagsmót hefur verið haldið í Sví- þjóð, en eftir síðustu heimsstyrj- öld hafa mót verið haldin þriðja hvert ár, í Noregi 1947, í Finn- landi 1950 og í Danrnörku 1953, auk þess sem aukamót var haldið hér á íslandi sumarið 1954. Tilhögun móts þessa sem halda á í Stokkhóimi í sumar er að mestu ákveðin. Verður mótið sett við hátíðlega athöfn í Konstert- huset hinn 27. júní og mun Tage Erlander forsætisráðherra ávarpa gestina. Síðan flytur fram- kvæmdastjóri félagsins ávarp og sömuleiðis formenn hinna norð- urlandadeildanna. Einnig mun Ivar Johansson professor i Ultuna flytja erindi um þróunina í sænsk um landbúnaðí. Fundahöld i deildum munu síð- an fara fram í Rigsdagshuset alla dagana nema hinn 29. júní, en þá er fyrirhugað, að fundahöld fan fram á landbúnaðarháskólanum auk þess sem skólar, tilrauna- stöðvar og aðrar landbúnaðar- stofnanir verða skoðaðar. Alls munu verða flutt um 60 erindi í hinum 10 mismunandi deildum og auk þess styttri yfir- lit um niðurstöður tilrauna. Eftir lok mótsins í Stokkhólmi verður stofnað til átta hópferða bæði um noröur Og suður héruð Svíþjóðar en auk þess verður far- in sameiginleg ferð til Dalanna, Gávleborgar og Uppsala. Fyrir konur þær, sem taka þátt í mótinu verður ýmislegt til fræðslu og skemmtunar, og mun það, svo sem allt fyrirkomulag mótsins, verða nánar auglýst í fundarboði, sem félögum verður sent síðar. Þátttöku í mótinu eru íslenzkir meðlimir beðnir að tilkynna stjórn íslandsdeildarinnar, en hana skipa nú^Árni G. Eylands, Gunnar Árnason og Sturla Frið- riksson. m SIEIHÞÖRol, í stórborgunum fara hinar „hátíðlegu“ aftökur fram,-á stórum og viusælum íþróttalcikvöngunv eða knattspyrnuvöllum. rKUORi\AKimtM,M. , ■4 iraraca og 1? karat*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.