Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 8
24 Fimmtudagur 12. apríl 1956. ,v» -'i'l Y&\ TÚtMSARö/Nt*/ r/riurs*> *~>"t //-A > i-®<í<S<í<S<3>5<i<SK?5>S<W<S<a) „%ú er nii meim en trúr cg tryggnr ■ Sagt trá tjárhundamóíum á Brettandi Islenzki fjárhundurinn vanrœktur ií FÁIR munu þeir dýravinir hér á landi, sem ekki kannast við þessar ljóðlínur: „Milli manns og hests og hunds, hangir leyniþráð- ur.“ í>ær eru vissulega í fullW gildi enn i dag, þótt hesturinn sé nú að víkja, sem „þarfasti þjónn- inn“ og góðir smalahundar sjald- gæfari en áður á tímum fráfær- anna. Það er eins og hraði nú- tímans, vélamenning og aukin tækni hafi að nokkru blindað menn fyrir gildi þessara þörfu húsdýra. Þó hafa verið færð sterk rök að því að við mörg verk, sem unnin eru í sveitum þessa lands, er t.d. hesturinn enn- þá hagkvæmari en vélamar. Má þar til nefna mörg léttari störf við heyvinnslu og einnig nokkur störf er að jarðyrkju lúta. fjárhundurinn VANRÆKTUR En við íslenzka f járhundinn virðist alls engin rækt hafa verið lögð allt frá því að smal- arnir áttu hann einan að vini og hjálparhellu á dögum frá- færanna eða þegar staðið var yfir fé á vetrum. Þetta er þeim mun athyglisverðara þegar þess er gætt að við ís- lendingar eigum nú hátt á sjöunda hundrað þúsund fjár dreift víðs vegar um byggðir og óbyggðir okkar stóra lands. Það ætti öllum að vera ljóst hve stórkostlegur vinnusparnaður og hjálp er að góðum fjárhundi, enda mun það ljóst þeim, sem slíkan kostagrip hafa átt. En þeim mun nú fara stórum fjölgandi, jafnvel í helztu sauðfjárrækt- arhéruðum landsins, sem aldrei á ævi sinni hafa kynnst góðum fjárhundi og vita því ekki hve ómetanlegur hann er. Hundarækt virðist aldrei hafa verið stunduð hér á landi. þótt talsverð stund hafi verið iögð á kynbætur og ræktun annara húsdýra okkar. Mál þessi munu oft hafa verið til um- ræðu á fundum og þingum bændastéttarinnar og það nú síðast á nýloknu búnaðarþingi, en þeim mun þó aldrei hafa miðað lengra en svo að þau hafa verlð rædd, en fram- kvæmdir engar hafnar. FJÁRHUNDAKEPPNIR Á BRETLANDSEYJUM Tii fróðleiks og skemmtunar þeim, sem áhuga kynnu að hafa á þessum málum verður birtur hér stuttur útdráttur úr grein, sem nýlega birtist í „The Shell Magazine" og er eftir Capt P. S. Robinson. Robinson lýsir keppnum, sem fjárhundar eru iátnir heyja á Bretlandi. Nefnir hann keppn- irnar héraðsmót, landsmót og alþjóðamót, þótt þátttakendur séu aðeins frá Skotlandi, Eng- landi og Wales. Segir hann einnig hvaða skilyrði hundarnir þurfa að uppfylla til þess að geta tekið þátt í þessum mótum. M. a. verða þeir að vera starfandi fjár- hundar, ef svo má segja, en ekki emungis þjálfaðir keppnishund- ar. Á mótunum verða hundamir líka fyrir alls konar truflunum, sem ekki hendir þá að jafnaði við venjulega fjárgæzlu, svo sem af alls konar armarlegum hljóðum og skarkala sem slíkum mótum fylgja. En þjálfun hundanna og vit er frábært. Og það eru hinar ótrúlegustu þrautir, sem þeim tekst að leysa. HF" 'XDSMÓT Á héraðsmútum eru venjulega notaðar aðeins þrjár kindur, sem skildar eru eftir í um það bil 250 m. fjarlægð. Að safna saman þessrnn kindum og koma með þær til smalans er það, sem gefur flest stig og skiptist verkið í þrjá hluta, úthlaupið til kindanna, smölunin og reksturinn. Um úthlaupið fær hundurinn fyrirskipanir frá smalanum áður en hann fer af stað og á hann þá að nálgast kindurnar í stórum sveig frá hægri eða vinstri eftir því sem fyrirskipunin er, þar tíl hann hefir komizt fyrir kind- urnar. Vel vaninn hundur á að hjálparlaust að reka það að rétt- inni þar sem smalinn bíður hans. Þegar smalinn er búinn að opna réttina verður hann að halda í 6 feta langan kaðalspotta og ákvarðast þannig hve langt hann getur farið til þess að aðstoða hundinn við að rétta féð. Eftir að búið er að rétta verður hundur- inn aftur áð reka féð út í hring- inn og þar á hann að ná annarri merktu kindinni úr hópn ! um. Þegar hann hefir lokið því i fjarlægir smalinn sig nokkra j vegalengd frá hópnum og á nú hundurinn að koma með þessa Skozkur fjárhirðir, David Murray að nafni, með tvo sigurvegara sína, „Vic“ og „Number". geta gert þetta án frekari fyrir- skipana frá smalanum. Smölunin er dæmd eftir því hvernig hundurinn nálgast kind- urnar og smalar þeím saman, ei styggð hefir komið að þeim. Reksturinn er þannig að hundur- inn á að koma með kindurnar eins beint og hann getur eftir ákveðinni leið, sem lögð er með hindrunum (hlutar úr girð- ingum hér og hvar). Hindrarnir þessar eru aðallega til þess að ákveða leiðina til hægðarauka fyrir keppendur, dómara og áhorf endur. Eftir að vera búinn að smala fénu saman og koma því gegnum fyrstu hindrunina, hefst rekstur- inn. Verður hundurinn þá að fara með féð leið, sem er eins og þrí- hyrningur afmarkaður með hindrunum eða hliðum. Eftir að þvi er lokíð á hundurinn að að- stoða smalann við að reka féð gegnum krosslaga hindrun, sem þannig er að krossarmarnir víkka til endanna en þrengjast við miðju. Fyrst er féð rekið frá norðri til suðurs gegnum kross- inn, en síðan frá austri til vest- urs. Eftir að þessu er lokið hjálp- ast smali og hundur að því að setja kindumar í rétt. Tíminn sem gefinn er til þess að ljúka allri þrautinni er 10 rhmútur. LANDSMÓT Landsmótinu svipar til héraðs- mótsins, nema það er mun erfið- ara. Nú eru notaðar 5 kindur, og tvæi' þeirra auðkenndar með lit- uðu hálsbandi. Féð er sett í 400 m. íjarlægð og hver hlið þríhyrn- ingsleiðarinnar er um 150 m: á lengd. Þegar rekstrinum er lokið smalar hundurin fénu inn i merktan hring á sléttri grund og er hringurinn 20 metrar í þver- mál og þangað kemur smalinn til hans. Hér hjálpast þeir nú að að skilja tvær ómerktar kindur frá hinum og má engin kindanna j fara út úr hringnum á meðan. Þegar þessu er lokið á hundur- inn að smala fénu saman á ný og j einu kind til hans án þess að hún nái nokkru sinni að sameinast hópnum aftur. Þegar dómararnir sjá að hundurinn hefir fulla stjórn á þessari einu kind er prófrauninni lokíð. Tíminn er í þessari keppni ákveðinn mest 15 ALÞJOÐAMOT Og þá er komið að erfiðasta mótinu, alþjóðamótinu. Til þess að geta tekið þátt í því þarf hundurin að hafa unnið tvisvar á héraðsmóti og verið einn af 12 beztu á landsmóti Nú eru ]0 kindur setta í 800 m fjarlægð frá smalanum og þar sem hundurinn hringinn. Að þessu sinni eru ímm kindur með hálsband. Nú á að skilja þær merktu úr hópn- um og má engin þeirra fara út úr hringnum á meðan. Ef ein hinna merktu kinda fer út fyrir hring- inn á meðan aðskilnaðurinn fer fram verður að sameina allan nokkinn á ný og sagan að endur- taka sig. Þegar þessu er lokið þannig að dómarar eru ánægðir eru þessar 5 kindur réttaðar. Að nýju verður smalinn að yfirgefa hundinn og láta hann einan um að reka kindurnar að réttinni, en sjálfur verður smalinn að standa og halda í hinn sex feta langa kaðal. Ef hundurinn missir eina af hinum merktu kindum i hóp hinna verður aðskilnaður í hring að fara fram á ný. Þegar búið er að rétta er þrautinni lokið og má hún þá hafa tekið mest 30 mín- útur. DÓMAR Eins og áður er sagt, er hund- unum veitt stig fyrir hvern lið þrautarinnar. Stig tapast fyrir skekkjur og mistök. Hinn stiga- hæsti verður síðan sigurvegari. Þegar dæmt er, er ekki litið svo á að tíminn, sem það tekur hund- inn að leisa þrautina, sé aðal- atriðið, fari hann ekki yfir hinn gefna tíma — hundur getur t. d. tapað stigum á því að reka féð of hratt. Beztu hundamir leysa verkið með jöfnum hraða (nál. 4 mílur á klst.), halda fénu vel saman og fara með það jafnt og þétt í þá átt, sem smalamir segja j þeim. Hundur getur jafnvel farið | fram hjá hindrunum og þó tapað færri stigum heldur en sá sem fer gagnum allar hindranir en rekur féð að öðru leyti í krókum, styggir það og lætur það dreifa s%r um of. Hundur tapar stigum ef hann framkvæmir ekki skip- anir nákvæmlega, einnig ef hann glefsar eða bítur féð, jafnvel þó að maður geti haft fulla samúð með honum þegar hann fæst við mjög óþægar kindur. Hundi get- ur líka verið hegnt fyrir að hiaupa fram fyrir kindurnar og snúa sér frá þeim á meðan hann er að reka þær. Smali að rétta í einni af alþjóðakeppnunum. sér þær ekki. Þegar byrjunar- merkið er gefið hefur hundurinn' úthlaupið frá vinstri. Hann smal- aT nú þeSsum W kindum sáman og rekur þær gegnum fyrstu hindrunina. sem er 400 m. frá smalanum, yfirgefur það þar og kemur til smalans aftur og byrj- ar nýtt úthlaup frá hægri og sæk- ir nú 10 kindur í viðbót pg, sam- einar þær hinum fyrri og rekur síðan allan hópinn til smalans. Nú eru allar 20 kindurnar rgkn- ar þríhyrningsleiðina þar sem hver hlið er 200 m. og loks er farið með allan hópinn inn í Hér hefur verið skýrt frá hvernig hundamót eru fram- kvæmd á BretlandL. Sýna þau glöggt hve frábærlega fjárhund- ar þar eru þjálfaðir. Hér gæti þetta verið mjög ánægjulegur þáttur í starfsíþróttamótum, sem hafin ’.'oru hér á landi. fyrir fáum árutn. SÖGUR AF GÓDIJM ÍSLENZKUM SMALAHUNBUM Þótt skemmtilegt sé að hevra um hve hinir ensku og skozku j hundar eru snjallir fjárhundar i væri fróðlegt að heyra frásagnir af vænum íslenzkum fjárhund- j um. Vitað er að margar slíkar- sögur eru til bæði um góða smala hirnda og hunda, sem grafið ’hafa fé úr fönn og bjargað á annán i hátt bæði mönnum og dýrum. ; Heyrt hef ég frá því sagt að Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellu- landi hafi átt mjög væna tík, sem Skotta hét og var af skozku kyni. Gat Ólafur látið hana reka fé , sitt án þess að skipta sér nokkuð | af. T.d. er hann rak fé sitt til j sláti unar til Sauðárkróks, reið | hann sjálfur á undan, en Skotta kom með fjárhópinn á eftir. Einnig hef ég heyrt að í fjár- ræktarhéraði einu á Austurlandi hafi bóndi átt svo vænan fjár- hund að hann gat smalað einn á móti átta manns, sem þó höfðu- hunda. Var þessu þannig hagað að þegar dalur einn var smalaður voru 8 menn öðru megin í daln- um en bóndi einn hinu megin með sinn væna fjárhund. EFLING HUNDA- RÆKTARINNAR Hér á landi er fjárhunda- rækt enginn gaumur gefinn. En þetta þarf að breytast. Það þarf að kanna hvort hér eru ekki til vænir fjárhundar, sem hefja mætti með hundarækt og útbreiða þannig gott fjár- hundakyn. Það er einnig vel til athugunar að flytja inn útlenda fjárhunda t.d. skozka. En þetta eitt er ekki nóg. Það þarf að kenna mönnum hér að venja og fara með slíka gripi. Góður fjárhundur þarf góða meðferð. Sú meðferð er hund- ar fá víða hér á landi mundi ekki duga við t. d. skozku hundana. Þeir eiga það gjarna til að verða grimmir og það þarf að hafa þá í sérstökum húsum, bundna og vel varð- veitta, en ekki að láta þá liggja á flækingi, eins og sið- ur er hér á landi. Hér er á ferðinni mál. sem fyllilega er þess virði að því sé gaumur gefinn að ráða- mönnum íslenzkra búnaðar- mála. BindindSsmálðiýn- ing í Firðinum HAFNARFIRÐI — Nú hefir ver- ið opnuð hér í bænum bindindis- málasýning og er hún í Góð- templarahúsinu. Er hér um sömu - sýningu að ræða, sem sýnd var í Reykjavík og víðar við- -góða ' aðsókn. Fyrir henni 'standa - hér áfengisvarnarnefnd Hafnar- * fjarðar og þingstúka Hafnar-; fjarðar. Var sýningiii opnuð kl. 5- síðd.: s.l. föstudag Bduð forinaðurt áfengisvarn-dimefndar, Pállj V.' Danlelssoir'ritátjÓEÍ,." gesfí-' vel-I komna og' lýsti dilhögún sýning-.* arinnar og tilgangi. Einnig tóku til máls Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri og Guðmundur Giss- urarson bæjarfulltrúi. Sýningin er í marga staði hin fróðiegasta Sýnir hún á- marg- víslegan hátt- rkaðeemi áfengis- neyzlunnar —- og einnig hvr.ð gert hefir verið til þess að hjólpa of- drykkjumönnum til sjálfsbjarg- ar. Sömuleifhs eru á sýningunni línuril og myndir, sem sýna slys og afbrot, af völdum' áfengis- neyztu og hvernig vmnuþol og úthptd 'mannæminnkar við áfeng isneyzlu. Hún \ærður opin -fram eftir ýikunni og er aðgangur ókeypis. —G.É.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.