Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. apríl 1956. MORGVNBLAÐIÐ 27 Gautaborgarbréf: Stúdentar fá eigin prest — Dó úr kulda og hungri — Dularfullur innhrotsþjófur — íslenzkur athafna- ma&ur vekur athygli Mjalfafjósið i Þrándarholti STÚÐFNTAR I Á EIGIN PREST Nýlega var settur af biskupi sérstakur stúdentaprestur í Gautaborg. Geta nú stúdentar snúið sér til síns eigin prests með vandamál sín og áhyggjur. ,,Það eru ekki eingöngu trúar- leg vandamál, sem við ræðum um“, segir presturinn, „því að önnur ber oft á góma, svo sem fjárhagsvandamál og húsnæðis- vandræði". Hann er ai’taf til við- tals, þegar einhver vill tala út. Presturinn, sem er sjálfur ungur maður, segist álíta það rangt að stúdentar þurfi að bíða allt til þrítugs áður en þeir sjái mögu- leika á að gifta sig. Það er bezt að þeir gifti sig fljótt. Ennfrem- ur álitur hann að hið opinbera geri of litið af að hugsa um vanda mál git'tra stúdenta. En þrátt fyr- ir þetta segist presturinn trúa á hjónaband stúdenta. Hann mess- ar annan hvern sunnudag og á eftir koma kirkjugestir, sem ein- göngu eru stúdentar, saman til viðræðna yfir tebolla. Stúdentar við nám í Gautaborg eru um fjögur þúsund talsins og mætti ætla að margir af þeim hefðu í huga að snúa sér til hins nýja prests sins. DÓ AF SULTI Nágrannarnir fundu Pettersson gamla dáinn í gamía kofanum, sem hann bjó í. í kofanum var moldargólf og veggirnir úr torfi og grjóti og var óhefluðum, fún- um viðarborðum stungið í rifur hingað og þangað. Þrátt fyrir þetta blés bæði og rigndi inn í kofann. Pettersson gamli dó sem sagt af kulda og hungri. En það merkiiega við þetta er að hjá honum fundust um 100 þús. kr. sænskar. sem hann hefur ein- hvern veginn sparað saman á sínum vngri árum. í seinni tíð keypti hann mjög sjaldan nauð- synjar en í þau skifti skar hann það allt mjög við neglur sér. Nágranni hans einn hafði upp á * síðkastið eldað fyrir hann, en Pettersson garnli hafði þá kvartað um það að of mikill eldiviður færi í bað, hann gæti bara eldað sjálfúr. Nú er hann dáinn af kulda og hungri. KALDAST RÍDAN 1S60 í febrúar þetta ár var meðal- kuldinn í Gautaborg 10 gráður. « .. - » Pettersson gamli. Svo kalt hefur það ekki verið hér síðan veðurathuganir byrj- uðu 1860. Venjulega er meðal- kuldi febrúarmánaðar 0,3 gráður. Til gamans og fróðleiks má geta þess að í febrúar 1943 var meðal- hitinn 3 8 gráður. af Ángelholm urðu fleiri tuga þúsund króna skaðar, þar sem mestur hluti hafnargarðsins mol- aðist í >und.ur af isþunganum. DULARFULLUR INNBROTSÞJÓFUR Hver er hann þessi leikni inn- brotsþjófur, sem hefur fengið viðurnafnið .jarðarfararþjófur- inn“? Maðurinn, sem hefur síð- asta árið gert um orjátíu inn- brot í Vestur-Svíþjóð og stolið yfir 20 þús sænskum krónum, maðunnn, sem enginn hefur séð almenniiega. Þó verður hann að fara í kynnisför á staðinn áður en hann leggur til atlögu. Stund- um notar hann einhvers konar Ivkla, en oftast vita menn alls ekki hvernig hann hefur komizt AdtibJmt. Hann hreiðraði um sig i hollenzku skipi. inn. Viðurnefnið „jarðarfararþjóf ur“ fékk hann vegna þess að hann athafnar sig oftast á meðan íbúar húsanna eru við jarðarfarir eða messur. Les hann dánartil- kynningarnar og aflar sér á þann hátt hentugs áttavita? Enginn veit það, en menn halda það. Þetta byrjaði í sumar. Tilkynn ingar um smástuidi fóru iðúiega að berast rannsóknarlögreglunni í Gautaborg. Fyrst iögðu menn ekki mikinn trúnað á þetta, en smám saman fór að renna upp fyrir mönnum ijós að alvara var á ferðum. Enginn getur gefið aðra iýsrngu á honum en þá, að hann sé á milli þrítugs og fertugs og mjög dularfullur, stundum gangandi, stundum á hjóli. Spurn ingin er, hvar hann hafi miðstöð sína, eða hvort hann hafi yfir- höfuð nokkra. Ekki hefur hann neitt fast skipulag á ránsferðum sínum, því þá væri hann fyrir löngu í járnum. Honum skýtur upp hvar sem er í suðurhluta landsins. Men:i vita það, að hann hefur mjög prúða framkomu, því að hátt hentugs áttavita? Enginn lögreglan veit að hann hef- ur gefið sig á tal við fólk og 1 spurt. Einmitt vegna þessarar I framkomu hefur engum dottið í * hug að þetta væri sjalfur „jarð- ’ arfararbjófurinn“, og alls ekki | lagt á minnið hvemig hann leit I út. — Tja, hann leit út eins og | hver annar, segir' fólk. I Einnig er hann mjög snyrti- legur i allri umgengni. Hann lyftir upp nokkrum blaðabunk- um, tekur peningana, eins og hann viti nákvæmlega hvar þá er að finna. Allt annað lætur hann kyrrt liggja og ieggur allt á sama stað. sem í óreiðu hefur farið. Oft hafa húseigendur því ekki áttað sig á að innbrot hefur verið framið í híbýlum þeirra fvrr en mörgum dögum seinna. Við þetta hefur dýrmætur tími farið til spillis. Lögreglan stend- ur uppi ráöalaus og segir ein- ungis, að hann hafi skollann ekki heppnina með sér til eilífðar, og honum verði því náð fyrr eða seinna. MARGIR HEIMILISLAUSIR Gautaborg hefur til umráða 800 rúm fyrir heimilislaust fólk til að liggja í yfir næturna. Venju lega nægir þetta, en slíkur vet- ur sem ríkt hefur í ár hefur neytt ennþá fleiri til að flýja á náðir borgarinnar. Þessu fólki hefur orðið að úthýsa. Sefur það þá undir beru lofti, í undirgöngum, tröppum og innan um vörurnar á hafnarbakkanum og leitar sér skjóls bar fyrir næturkuldunum. Þó einkennilegt.megi virðast hef- ur fólk þetta iifað af þennan fimbulvetur. Það er eingöngu í Gautaborg og Stokkhólmi, sem slík opinber næturherbergi finn- ast og hefur það í för með sér að fleiri húsnæðislausir laðast þang að en e’.Ia. ÍSLENZKS ATHAFNAMANNS MINNZT í BLÖÐUM HÉR Þegar Gisli J Johnsen konsúll varð 75 ára, birti eitt af blöð- um Goutaborgar, Göteborgs Posten, mjög vel skrifaða og vingjarnlega grein um þennan mikla íslenzka athafnamann. Það var Harry Hjörne, sem greinina' skrifaði, pn hann er aðalritstjóri þessa stóra blaðs. Hann lýsir bemskudraumum hins tvítuga unglings og lýsir framkvæmdum hans í Vestmannaeyjum frá byrj- un til þessa dags. Hann segir frá hinuim stórhöfðinglegu gjöfum, sem hann hefur gefið sjúkrahús- inu í Vcstmannaeyjum og síðast IGREIN í Morgunblaðinu 13. þ. m., er sagt frá nýja fjósinu í Þrándarholti í Gnúpverja- hreppi. Meðal annars er rætt um „mjaltahús“. i viðbyggingu við hjarðfjósið og fyrirkomulag á vélbúnaði við mjaltirnar. Um þetta segir svo: ,,Er hér um að ræða algera nýjung, sem að vísu verður ekki fyrir komið nema í hjarðfjósum.“ Þetta er mikill misskilningur, en raunar eðlilegur, þar sem um er að ræða sérfræðileg atriði á sviði mjaltavéla og vélmjalta. Eftir allri lýsingu að dæma, verða í Þrándholti notaðar mjaltavélar af svonefndri ,,realeaser“-gerð, og kýrnar mjólkaðar í sérstöku mjaltafjósi eða mjaltaklefa, eins og lang oftast er gert þegar slíkar vélar eru notaðar. Þó er einnig alltítt að nota ,,realeaser“ mjaltavéla- lagnir við útimjaltir, og það var til slíkra nota að þetta fyrir- komulag var fyrst upp tekið á Norðurlöndum, fyrir rúmlega 20 árum, eftir fyrirmynd frá ensku- mælandi þjóðum, og fylgdi nafn- ið með, en fyrst munu slíkar vél- ar hafa náð útbreiðslu í Nýja Sjálandi snemma á þessari öld. Sömuleiðis er hægt að nota þetta fyrirkomulag í venjulegum básafjósum. þó það sé fátíðara. Skorta mun hér, sem annar- staðar á Norðurlöndum, gott orð í stað enska orðsins „realeaser“ (borið fram relíser), hefi ég ekki aðra tillögu nú í bili, en að nefna þetta sjálfvirkar mjaltavélar, til aðgreiningar frá þeim mjalta- vélum, sem svo eru gerðar og notaðar, að vélföturnar eru born- ar úr einurri bás í annan og mjólkin borin úr fjósi út í mjólk- urhús o. s. frv. — En ekki er þetta endanleg lausn né nafn- gift. En það sem leiðriétta þarf í hinni nefndu grein, er þetta. Notkun sjálfvirkrar mjaltavéla- lagnar og mjaltavéla, er á engan hátt sérstaklega bundin við hjarðfjós. í þúsundum fjósa, í þeim löndum, sem ég til þekki, um vélanotkun, er sá háttur á hafður, að kýrnar eru mjólkað- ar í sérstöku mjaltafjósi, þar sem fyrir er komið „realeaser1*- mjaltavélalögn í sambandi við mjólkurhús, við hlið mjaltafjóss- ins. Þetta er gert algerlega án tillits til þess hvort fjósið er básafjós eða hjarðfjós, en hér í álfu eru básafjósin nær einráð ennþá sem komið er, en hjarð- fjós fyrir mjólkurkýr eru sem næst nýjung. í básafjósunum eru kýrnar leystar til mjalta hver af annarri. Þær labba úr bás sín- um út í mjaltafjósið, og inn aft- ur á bás sinn að lokinni mjölt- un. Kemst þetta fljótt í vana, svo að engum erfiðleikum veldur. Þetta þurfa bændur að vita, sér- staklega þeir er búa stórbúum við mjólkurframleiðslu, að það er ekkert því til fyrirstöðu, að mjólka kýrnar í sérstöku mjalta- fjósi með 2—4 mjaltabásum og með „realeaser“-mjaltavélum, í stað þess að leggja mjaltavéla- lögn um fjósið allt, þó að fjósið sé básafjós. Tel ég réttmæta þróun að taka upp þennan hátt á mjöltun víða þar sem eru stór kúabú, það sparar vinnu við mjaltirnar og gerir mjaltastarfið auðveldara og léttara en ella. Að því er nær til hjarðfjós- anna skal það tekið fram, að ekki er sjáanlegt, að mjölti.in verði öðruvísi fyrirkomið svo vel sé, en að hafa sérstakt mjalta- fjós við hliðina á hjarðfjósinu, eins og í Þrándarholti, og er þá nær sjálfgefið að nota sjálfvirkar („releaser*'.' mjalt.a- vélar, en sem sagt, það er alger misskilningur að þeim vefði ..ekki fvrir komið nema i hjar'ð- fjósunv*. Þessi leiðrétting mín dreguj á engan hátt úr þeim miklu þokt- um, sem þeir Þrándarholtsmenn eiga skilið fyrir bjartsýni <ig áræði, að byggja hið umrædda hjarðfjós og taka um leið upp þá nýjung að nota sjálfvirkar mjaltavélar, fyrstir mannt héx a landi. Engum mun Ijúfara ao þakka þetta en mér, sem hefi verið j 35 ár að bauka við að leiðbeina bændum um tækni og framkvæmdir í búskapnum, hver ætli árangurinn hefði svo sem orðið, ef bjartsýni- bæandanna hefði eigi notið við? Hitt er svo gæfunni fyrir að þakka, hve fáir bændur hafa brennt sig á því að kaupa og nota þ&3 sem ég hefi bent þeim á. 18. marz 1956. Árni G. Eyla.nds. i — Afmæií Frh. af bls. 21 sinn að miklu fjarri feðraslóð hefir hann jafnan fylgzt með málefnum og atburðum hér heima og föstum rótum bundinn við æskustöðvar og ættjörð Harin er heitur í lund og trölltryggur, frændrækinn og hjálpsamur svo af hefir borið. Hygg eg að Kristján sé einn þeirra fati ; manna, sem öllum vilja hjái.uiJ.Í | og ekkert mega aumt sjá. j Vinir og kunningjar Kristjans hér heima hefðu helzt óskað að | mega hafa hann hjá sér á sjötugs- ( afmælinu í góðum fagnaði Þar ( ' sem þess var ekki kostur senda þeir honum heillaóskir i fjar-iV ' lægðina og óska þess að honu n ' I endist heillir og hamingja til ■ hinztu stundar. Jafnframt þakka þeir Kristjáni ævistarfið Harn hefir verið góður fulltrúi íslend- inga í Danmörku og staðið ágæt- lega í sinni mikilsverðu stöðu. t Hópurinn, sem ólzt upp á ísa- ! firði. samtímis Kristjáni, ei nú orðinn fámennur og dreifður, en þeir, sem enn eru eftir, senda I Kristjáni lækni kærar afmælis- ] kveðjur frá ísafirði og gömlum ísfirðingum með þakklæti fyrir glaða og góða æskudaga. Heimilisfang Kristjáns er: Agnetevej 6, Hasseris Aalborg. Arngr. Fr. Bjarnason. I en ekki sízt björgunarbátnum, sem hann gaf Slysavarnafélaginu og hefur hlotið verðskuldaða at- hygli hér Ritstjórinn segir að konsúllinn leggi mjög mikla áherzlu á samvinnu milli íslands 'og Svíþjóðar, og þess vegna sé hann óánægður með þá erfiðleika, sem lagðir hafa verið í veginn fyrir beinum flugsamgöngum milli landanna. Ennfremur segir Gísli, í samtali, að hann vonist til að sænskir íslandsvinir slái ! hring um þetta mál og kryfji það til mergjar. Gtiðm. Þór Pálsson. Drenprlnn stofnu peninpnnm í FYRRADAG kom 15 ára ungl- ingur í mjólkurbúð eina hér i bænúm. Bað hann stúlkuna sem afgreiddi að láta sig hafa frahsk- brauð. Síðan bað hann um rióvu Stúlkan var nýlega byrjuð og sagði drengurinn henni að nótu- blöðin væru geymd fyrir innan, eftir að hún hafði leitað þeirrá árangurslaust frammi í búðinni. Á meðan var strákurinn einn frammi í búðinni. Þegar stúlkan kom aftur var hann horfinn og fljótt varð hún þess vísari ; ð hann hafði stolið um 400 kr. i peningum úr peningaskúfíu. Um pað bil klukkustund siðar kemur drengurinn í búðina aft- ur. Stúlkan kannast strax við hann, en hann varð_ fyrri til en hún og sagðist kommn þangað til þess að skila peningunum sem hann hafi tekið. Kvaðst hann hafa fengið samvizkubit rétt á eftir að hann var kominn út á götuna með peningana. E:i svq hafi klukkutími farið í það, að telja kjark í sjálfan sig að fara nú aftur í búðina og skila peningunum. Hann gat svo sann-. arlega ekki hugsað sér að vera þjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.