Morgunblaðið - 21.04.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1956, Blaðsíða 1
16 sáður 12. Landsfundur Sjálístæðismanna settur. — Ljósm. P. Thomsen. LÍFSGÆÐIN ERU EKKI LENGUR SÉREIGN FÁMENNRA HAGSMUNAHÓPA HELDUR SAMEIGN DUGMIKILLAR ÞJÓÐAR Á 17 ára valdatímabili hefur Sjálfstœðisflokkurinn haft forystu um alhliða uppbyggingu þjóðfélagsins og jöfnun lífskjaranna Ræða Ólafs Thors forsæfisrábherra, formanns Sjálfstæðisflokksins á Landsfundinum á fimmtudagskvöldið HIÐ MIKLA TRAUST, sem kjóscndur landsins hafa sýnt okkur, höfum við borið gæfu til að launa með því að koma miklu góðu til leiðar. Sýnið okkur meira traust og við munum láta Tleira og meira gott af okkur leiða. Þannig komst Ólafur Thors forsætisráðherra m. a. orði í merkri ræðu, er hann flutti á Landsfundi Sjálfstæðisílokksins í fyrrakvöld fyir troðfullum sölum Sjálfstæðishússins við Austurvöll. Voru þá komnir til fundarins 807 fulltrúar úr öllum héruðum landsins og úr öllum stéttum og starfshópum þjóðfélagsins. Er þetta langsam- iega fjölmennasti Landsfundur, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið. í gær voru enn nokkrir fulltrúar ókomnir til fundarins. ölafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins setti fundinn og hauð fulltrúa velkomna. Fundarstjóri var kjörinn Jón Páhnason alþingismaður á Akri og fundarritarar þeir Alfreð Gíslason bæjar- fógeti, Keflavík, og Bjarni Halldórsson, bóndi, Uppsölum í Skaga- firði. Þá flutti Ólafur Thors yfirlitsræðu sína um stjórnmálaþróun- jna frá síðasta landsfundi og stjórnmálaviðhorfið í dag. Stóð ræða hans á þriðja klukkutíma og var hin merkasta. Rakti hann atburði •íslenzkra stjórnmála undanfarin ár, gerði grein fyrir hinu mikla •starfi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið í þágu alþjóðar og benti á þau einstæðu óheilindi Framsóknarflokksins, sem lægju til grundvallar svikum hans við hin fjölmörgu umbótamál, sem riúverandi ríkisstjórn var mynduð um og hcfur beitt sér fyrir. En úr því friðar var ekki völ, þá er að berjast, sagði Ólafur Thors. Úr þessu mun ekki standa á okkur Sjálfstæð- ismönnum. Ræðu forsætisráðherra var tekið með langvar- andi lófaklappi og var auðsætt að mikill einhugur ríkti meðal landsfundarfulltrúa. Ræða Ólafs Thors fer hér á eftir í heild. Ólafur Thors forsætisráðherra flytur ræðu sína. — Ljósm. Ól.K.M. Sýnið okkur meira traast a§ viii mostan láta flcira og moira gott af okkui leiða SteASTI landsíundur Sjálf- stæðisflokksins, hinn 11. í röðinni, var haldinn hér í Reykja vík dagana 29. apríl til 3. maí 1953. Hann var íjölsóttasti og voldugasti stjórnniálaiundur sem fram að því haí’ði verið hér á landi. Gerði fundurinn margar og merkar ályktanir og yfirlýs- ingar er mörkuðu stefnu Sjálf- stæðisflokksins í Alþingiskosn- ingunum 1953, og í höfuðdráttum þá stjórnmálastrmu, er síðan hcfur verið fylgt SAMHELDNI SJÁLFSTÆÐISMANNA Ekki voru alljr með öllu ugg- lausir um hversu reynast myndi um samheldni Sjálfstæðismanna við síðustu Alþingiskosningar, og víst er um það, að andstæðing- arnir voru vongoðir og kampa- kátir. Þeir gerðu sér vonir um að misklíðin út af torsetakjörinu 1952 myndi veikja samtakamátt Sjálfstæðismanna og töldu því, Fjamhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.