Morgunblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 1
16 síður mMtúbifo 1.3- árgUngB, 98. tbl. — Þriðjudagur 1. maí 1956. PrentsmiðJ* M»ríaiubU8»il»t Allt vinnufært tólk hafi atvinnu v/ð arobæran atvinnurekstur Verkalýðsmálaneínd landsfundar Sjálfstæðisflokksins; aftari röð, talið frá vinstri: Ólafur Ágústsson, Raufarhöfn. Jón Bjarnason, Akranesi. Ingimundur Gestsson, Reykjavík. Elís G. Þorsteinsson, Búð- ardal. Árni Ketilbjamarson, Stykkishólmi. Magnús Sigurðsson, Stokkseyri. Stefán Magnússon, Sauð- árkróki. Sveinbjörn Hannesson, Reykjavík. Valdemar Ketilsson, Reykjavík. Fremri röð: Guðmundur Jónsson, ísafirði. Soffía Ólafsdóttir, Reykjavík. Friðleifur I. Friðleifsson, Reykjavík, Gunnar Helga'- son, Reykjavík. Þórarinn Eyíjólfsson, Keflavík, Sigurjón Jónsson, Rcykjavík. 2 flugslys 5 farast LONDON, 30. apríl. — Tvö flug- slys urðu í dag í Englandi —. og létust fimm manns. Fyrra slysið varð, er farþegaflugvél var að hafa sig til flugs af flugvelli ein- nm í S-Englandi. Sviptivindur bar hana út af brautinni — og kom hún niður á nefið. Einn flugmaður og stúlkubarn létust, en flestir farþeganna em meira eða minna særðir. Hitt slysið varð á þyrilvængju. Hlekktist henni á í lágflugi — og komst flugmaðurinn einn lífs af — af fjórum sem í henni voru. Dulles i Bandankjaþingi: EFLUM ENN SAMSTÖÐU LÝÐRÆÐISÞJÓÐANNA Washington 30. apríl. DULLES utanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt í dag ræðu í Bandaríkjaþingi. Ræddi hann um efnahagsaðstoð þá, er Banda- ríkin hyggjast veita öðrum þjóðum á þessu ári. Eisenhower forseti átti frumkvæðið að þessari nýju aðstoð, og er hún miðuð við það að styðja frjálsar þjoðir efnahagslega, til þess að þær efli sjálf- síæði sitt — og verði ekki hinni nýju nýlendustefnu Ráðstjórnar- ríkjanna að bráð. 6.672 MILLJ. DALLARA í þessari áætlun fer forsetinn fram á 4.672 milljónir dollara til aðstoðar þeim þjóðum, sem enn Enn getur Stalin drepið!! Stalin gnæfir hátt í Prag. PRAG: — Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort tékk- neska stjórnin hyggðist láta f jar- lægja risalikneskjuna af félaga Stalin, sem reist var í hjarta höfuðborgarinnar fyrir nokkrum árum. Þyngd höfuðsins eins er 52 lestir, og gæti það gefið til kynna hver stærð líkneskjunnar er. -— Almennt var búizt við því að eitt- hvað yrði gert til þess að afmá hana, eins og allt annað, sem minnir á Stalin. Komu nokkrir með þær tilgátur, að sennilega yrði aðeins skipt um haus, til þess að eyðileggja ekki algerlega þau miklu verðmæti, sem að sjálf- sögðu liggja í verki þessu. En nú hefur tékkneska stjórnin tekið af allan vafa — og birt tilkynningu varðandi líkneskjuna. Segir þar: „að líkneskjunni sé mikil hætta búin vegna jarðvatns, sem hafi að miklu leyti grafið undirstöð- una undan henni. Sé þetta mjög hættulegt, því að höfðinginn geti þá og þegar steypzt fram yfir sig — og valdið slysum. — Hafi stjórnin þess vegna ákveðið að láta fjarlægja líkneskju þessa — auðvitað eingöngu vegna slysa- hættunnar"!!!!! eru skammt á veg komnar — eða eru efnahagslega háðar öðrum ríkjum. Kvað Dulles það vera von Bandaríkjamanna, að takast mætti að efla efnahag þessara ríkja, sem aðstoðarinnar þyrftu með — og styrkja þar með sam- takamátt Vesturveldanna. EFLA BER SAMVINNUNA Dulles sagði, að svo virtist, sem Rússar legðu nú minni áherzlu á hernaðarlega ógnun og ofbeldi, og væri það ein- göngu vegna þess, að sam- takamáttur frjálsra þjóða hefði aukizt svo mjög á und- anförnum árum. Bæri að halda áfram að treysta þá samstöðu og efla — því það væri bezta tryggingin fyrir áframhaldandi sjálfstæði og frelsi lýðræðisþjóðanna. Komnir heim til Kreml MOSKVA, 30. apríl - Krúsjeff og Bulganin komu tii Moskvu í dag. Héldu beir stuttar ræður á flugvellinum og gáfu scutt yfirlit yfir Bretlandsförina. Fóru þeir horðum orðum um leiðtoga breska Verkamannaflokksins vegna 'ilmæla þeirra pess efnis, að þeir Moskvu-félagar beittu sér fyrir því að jafraðarmenn, sem sætu í fangelsi kommún- istaríkjunum, yrðu leystir úr haldi. Kvað Kxúsjefí tilmæli þegsi vera fram komin til þess að reyna að spilla áraagri heim- sóknarinnar. Kváðu þeir förina hafa heppnazt vel að óði'u leyti. Raunhœfasta kjarabótin að tryggja auksnn kaupmátt launaima Sambykkt Landsfundar Sjáifstæðis- flokksins um atvinnu og verkalýðsmál LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins voru gerðar eftirfarandi samþykktir um atvinnu- og verkalýðsmál: Landsfundurinn telur brýna nauðsyn bera til bess, að haldið verði áfram alhliða uppbyggingu atvinnuveganra með það að markmiði, að allt vinnufært fólk hafi atvinnu v?ð arðbæran at- vinnurekstur. Telur fundurinn í því sambandi nauðsynJegt að skapá fjölbreyttari atvinnuhætti með auknum nytjum á náttúruauðæfum landsins og nákvæm rannsókn sé látin fara fram á því, hvaða atvinnugreinar eru arðbærastar fyrir þjóðarheildina og einstak- lingana og fjármagni og vinnuafH beint til þeina atvinnugeina, sem hagstæðastar teljast. NAUÐSYN STÓRIDJU • Fundurinn fagnar þeim stórframkvæmdum á sviði atvinnu- veganna, sem unnar hafa verið á síðari árum og berdir á, að reynsl- an hafi þegar sannað hagnýti stóriðju í landinu, sj manber Áburð- arverksmiðjuna o. fl., og telur að auka beri stótiðju til mikilla muna, og þá einkanlega með það fyrir augum a3 afla og spara erlendan gjaldeyri. Sé íslenzkt fjármagn ekki fyrir hendi til slíkra stórframkvæmda, telur fundurinn að afla beri erlends fjár til þeirra. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeirri öru þróun, sem orðið hefur í skipasmíði landsmanna á síðari árum og þá sérstaklega að tekizt hefur að smiða stór og vönduð' stálskip hér heima. Telur fundurinn að stefna beri að því að allar skipasmíðar geti farið fram innan lands og komið verði upp, svo fljótt sem verða má, fullkominni dráttarbraut og þurrkví. AUKINN KAUPMÁTTUR LAUNANNA • Sjálfstæðismenn vara við þeirri hættu á sviði efnahagsmála, er kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur leitt af sér og sem valdið hefur því, að mikilvægustu atvinnuvegír þjóðarinnar eru nú reknir með tapi, sem bæta verður upp með óeðlilega miklum skattaálögum á þjóðina. Telur fundurinn þetta ástand mjög hættu- legt efnahag landsmanna og komi harðast niður á lægst launuðu stéttunum. Leggur fundurinn því sérstaka áherzlu á þá skoðun Sjálfstæðismanna, að raunhæfasta kjarabótin launþegum til handa sé aukinn kaupmáttur launanna. ENDURSKODUN VÍSITÖLUNNAR • Sjálfstæðisflokkurinn telur rétt, að visitala framfærslukostn- aðar verði endurskoðuð í þeim tilgangi að hún sýni sem réttasta mynd af verðlagsbreytingum, og verði nú þegar hafizt handa í því efni. GÓD SAMVINNA LAUNÞEGA OG VINNUVEITENDA 0 Sjálfstæðismenn telja nauðsynlegt að auka skilning og bæta sambúð launþega og vinnuveitenda í þeim tilgangi að þessir aðilar starfi saman að því að efla atvinnuvegina og bæta lífskjör þjóðar- innar. Telur fundurinn, að tillaga sú, er Sjálfstæðismenn fengu samþykkta á Alþingi um rannsókn á greiðslugetu atvinnuveganna sé líkleg til að stuðla að auknum skilningi milli þessara aðila. ÚTRÝMING ATVINNULEYSIS • Fundurinn álítur að finna verði leið til að útrýma hinu árs- tiðabundna atvinnuleysi, sem t'ólk i mörgum kauptDnum og kaup- stöðum víða um land á við að búa á vissum tímum ársins. Ber að haga framkvæmdum á þessu sviði þannig, að um varanlega lausn geti verið að ræða með uppbyggingu traustra atv.iimufyrirtækja. KOMMÚNISTAR OG DÝRTÍÐIN • Sjálfstæðismenn minna á fyrri varnaðaroroð sin í sambandi við þá hættu, sem verkalýðssamtökunum stafar ai kommúnistum og hversu þeir nota verkalýðssamtökin blygðunarlaust í þágu ílokkssamtaka sinna. Benda Sjálfstæðismenn á, í því sambandi, undirbúning og fram- komu kommúnista i verkfallinu s.l. vor, sem fyrst og fremst var stefnt að því að lama efnahagskerfi þjóðarinnar og koma fram- leiðslunni á vonarvöl. Þessi framkoma kommúnist' hefur leitt af sér stóraukna dýrtið, og nýjar álögur á þjóðina op; margs k*nar Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.