Morgunblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLABIB Þriðjudagur 1. maí 1956 Rdiasfiveig Minnlngarorð 3. febrúar 1898 22. april 1956 MEÐ andláti frú Rannveigar Bjaínasen síðastliðið sunnudags- kvöld þagnaði engin sterk og áberandi rödd hjá íslenzku þjóð- inni, heldur ein hin hljóðasta, mildasta og miskunnsamasta. Frú Rannveig var gift Óskari Bjamasen, umsjónarmanni í Há- skóla íslands og þar hafa þau hjóhin átt heima síða”. háskólinn tók til starfa suður á Melum. Áður en hún giftist, var hún yfir hjúkrunarkona x Vestmannaeyj- um, og það er ekki erfitt að hugsa sér hana sem vin sjúk- linga. „Der gar et stille tog / igjennem kampens buider / med bönn pá alle sprog“, skrifaði Bjömstjerne Bjömson. Ein þeirra hljóðu, hjálpfúsu og biðjandi mannvina var einmitt 'nún, baeði sem hjúkrunarkona og hús- freyja. í mörg ár hefur hún sjálf veBið veik. En þó að manni dyld- ist | ei, hvað þjáningar hennar voru stundum miklar, kvartaði hún ekki. Hún bar örlög sín sem hljóð hetja. Sumt af því, sem stendur í þekktu íslenzku kvæði, er eins og það væri ort um hana; Hún fór að engu óð,' var öllum mönnum góð, og hún vann verk sín hljóð . . Rannveig var Ijóðelsk kona, og hún hlustaði gjarnan á tónlist. Hún var góð og fínge . ð sál, sem hafði góð áhrií á atia þá, sem þekktu hana. í návist hennar opnaðist hugurinn eins og blóm í birtu. Enginn þurfti að átta sig eða vera á verði í orðum sínum, þar sem djúp'ir skilning- ur og einlæg mannúð hennar réðu lögum. „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa", stendur á altarinu í háskólakapellunni. Hún var frjáls, og einmitt af því gerði hún líka aðra frjálsa. Hún hafði vissulega 'engi búizt við brottför Nanusiu ættingjar hennar líka. En að hún skyldi verða svo bráðkvödd, mun þó hafa komið öllum á óvart. Börn þeirra hjóna, Baldur, sem er yfirvélamaður hjá Loft- leiðum, og Ethel, sem er gift íslenzkum flugmanni og hefur undanfarið átt heima í Hollandi, gátu ekki náð að sjá móður sína á lífi, eftir hún veiktis' alvarlega sunnudagskvöld. Mér var hún ei.ns og góð móðir. Sem heimagangur hjá þeim hjónunurn Rannveigu og Óskari allt síðan ég kom hingað námsmaður til landsins, hefur heimili þeirra reynzt mér hinn bezti griðastaður. Þarna voru frá fyrstu stundu optiar dyr í ókunnu landi, mannlegt traust í heimi tignar, ljúfur vorþeyr í jökla- veldi. í slíku heimilí er enginn útlendingur; því þar »em einlæg hjörtu mar.na riætasl. eru öll landamæri l égómi. Gæzka hennar og hugarró gleymi ég aldrei. Öll framkoma hennar bar öruggan vott um það, að sál hennar hafði fundið annan og æðri heim, þangað sem hún leitaði athvirfs. Lað er eng- in huggun betri fyrir þá, sem lifa hana. Við kveðium þig, Rannveig, með innilegu þa.íklæti. Ekki sízt munu smábörnin sakna þín. Það stendur skrifað í Háskól- anum: „Vísindii; efla alla dáð“. En aðeins hið góða og göfuga hjarta framkvæmir mannleg góð- verk, — þau góðverk, sem geta bjargað heiminum. Að því verki Bjarisasen vannst þú, Rannveig. — Guð blessi þína góðu sál. — Við minn- umst þín æfinlega. Reykjavík, 28. apríl 1956. Ivar Orgland. FRÚ RANNVEIG BJARNASEN andaðist að heinnli sínu 22. apríl og Var jarðsett í gær. — Hún fæddist á Seyðisfirði 22. apríl 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Guðmundsson, út- gerðarmaður, og Þóra Jónsdóttir, sem enn er á lífi á níræðisaldri. Rannveig fluttist ung til Vest- mannaeyja með foreldrum sínum og ólst þar upp. Hún lærði hjúkr- un og starfaði árin 1918—25 sem hjúkrunarkona á franska spítal- anum í Vestmannaeyjum. Rækti hún það starf af mikilli prýði og var sæmd minnispeningi franska hermálaráðuneytisins árið 1923 fyrir sérstaka alúð og umhyggju- semi við franska sjúklinga. Frú Rannveig giftist 31. des. 1925 Óskari Bjarnasen, þá full- trúa bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum. Til Reykjavíkur fluttust þau hjón árið 1936. Gerðist Óskar umsjónarmaður háskólahússins, þegar flutt var í það og hefur gegnt því starfi síðan. Þau hjón eignuðust tvö börn, Baldur, yfir- flugvélastjóra hjá Loftleiðum, og Ethel, sem fyrst átti Garðar Gísla son flugmann, er fórst með „Glit- faxa“, en síðar Hallgrím Jónsson flugmann, sem hefur starfað und- anfarið hjá hollenzka flugfélag- inu K.L.M., en tekur nú við starfi hjá Loftleiðum. Rannveig sál. var um allmörg ár heilsutæp, en heilsa hennar hafði farið mjög batnandi síð- ustu árin. Það kom því mjög á óvart, er hún lézt skyndilega fyrra sunnudag úr hjartabilun. Frú Rannveig var góð kona og hæglát og vann öll störf sín af mikilli trúmennsku. Hún var ást- rík eiginkona og móðir, og var allur bragur á heimili hennar til fyrirmyndar. Að henni er mikil eftirsjá öllum þeim, sem henni kynntust. __________________P. S. Sandgerðlnpr unnu SANDGERÐI, 3. maí — Á sunnu- daginn kom knattspyrnuflokkur frá íþxóttabandalagi Hafnar- fjarðar í heimsókn til Sandgerðis og lék við Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði. Sandgerð- ingar unnu með 6:3. Með flokknum kom Albert Guðmundsson, og eru Sandgerð- ingar mjög þakklátir bonum fyr- ir þann áhuga, sem hann hefur sýnt knattspyrnulífi staðarins. Vona Sandgerðingar að eiga meiri sainskipti við Albert og Hafnfirðinga í framtiðmni. —Axel. Skrifstofum og afgreiðslu Tryggingastofn- unar ríkiúns verður lokað 1. maí TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Tek aftur til starfa í byrjun maí. DANÍEL FJELDSTED héraðslæknir. N Ý 4ra herb. íbúð í Hlíðunum er til leigu nú þegar til tveggja ára. Mikil fyrirframgreiðsla nauðsyn- leg. Tilboð merkt: „9332 — 1765“ sendist Mbl. Biíreiðar til solu Chevrolet fólksb. 1951. 4ra m. Renault. 1955. Fiat 1100 og jeppar. BIFREIÐASALA Stefáns Jóbannssonar Grettisgötu 46. Sími 2640. TIL SÖLU Barna-, dömu- og herra- sundfatnaöur fyrirliggjandi. Davíð $. Jiínsson & Co. hl. Þingholtsstræti 18 — Sími 5932 Akranes Verkstæðishús um 200 ferm. uð stærð á góðum stað í bænum er til sölu. Nánari upplýsingar veitir VALGARÐUR KRISJÁNSSON lögfr. Sími 398, Akranesi. Stúlka óskast í verzlun hálfan daginn. Uppl. í BREIÐABUK danskur svefnsófi, tveir armstólar o. fl. Upplýsing- ar í síma 81567. TIL LEIGU í nýju húsi í Vesturbænum 4 herb. íbúð 14. maí n. k. í 1 árs fyrirframgreiðsla. — I Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, — merkt: „Góð íbúð — 1805“. Sveitastörf 12 ára drengur óskar eftir sveitastörfum í sumar heizt í Borgarfirði eða nágrenni, er vanur. Uppl. í síma 80828. — Ráðskona óskast Vantar ráðskonu á fámennt heimili í sveit á Suðuriandi. Uppl. á Bollagötu 12 næstu daga. Dönsk skrifstofustúlka, sem talar lítilsháttar íslenzku, vill taka að sér bréfaskriftir á þýzku og dönsku. Tilboð merkt: „Skri'fstofuvinna — 1807“, sendist afgr. Mbl. HILMAR FOSS lögg. skjalaþýð. & dómt. Hafnarstræti 11. — Simi 4824. Keilavík — Njarðvík Fullorðin kona óskar eftir herbergi sem fyrst. (Helzt með eldunarplássi). — Upplýsingar gefnar í sima 292 J, Keflnvíkui'flugvelli. Verð fjarverandi mónaðariíma Jónas Ejarnason íæknir \\\m\i - íw Lykteyðandi og iufthreinsand'. unaraerm Njótið ferska loftsins tnisan húsa ali’ árið. áðalumboð: ÓLAFUR GtSLASON & CO. H. T. Sími 8137* ftfýlegmr Sumarbúsiaöur við Álftavatn til sölu. — Tilboð sendist Mbl., merkt: „Við vatnið“ fyrir miðvikudagskvóld Vantar 4ra-5 manna bil helzt enskan. Ekki eldra model en ’50. Staðgreiðsla. — Pppl. í síma 7735 milli kl. 12—4 í dag. Vteglusaman pilt eða stúlku vantar okkur í verzlunina nú þegar. — Uppl. í verzl. í dag 1. maí, kl. 5—7. Silli & Valdi, Laugavegi 43. ÞAÐ ER ÓDÝRT AÐ VERZLA í > kjörbuðinni — 8 I S Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.