Morgunblaðið - 08.05.1956, Page 9

Morgunblaðið - 08.05.1956, Page 9
Þriðjudagur 8. maí 1956 MORGUNBLAÐIÐ 9 Fyrir nokkrum árum brann skólahúsið á Laugarvatni. En nú hefur húsið aftur fengið sinn reisulega og staðarlega svip, því að lokið er endurreisn gömlu burstanna,- Enn er þó eftir að innrétta þær og búa heimavistarnemendur í mörgum litlum húsum umhverfis. Mynd þessa tók ljósmyndari Mbl. fyrir nokkrum dögum. Snjór hafði fallið í fjallshlíðina fyrir ofan, síðasta vorhretið. SkóScsetrið á Laugarvatni J. grein KanpstaBaæskan sækir sveitaskól ana í mjög vaxandi mæli í FYRRI viku fóru blaðamenn Morgunblaðsins í skyndiheim- sókn á menntasetrið að Laug- arvatni, en þar eru nú starf- andi 4 skólar: Menntaskólinn, Héraðsskólinn, íþróttakennara skólinn og Húsmæðraskóli Suðurlands. Fóru blaðamenn- irnir í stutta heimsókn í þessa skóla og ræddu við skólastjóra og nemendur. — Hér fer á eft- ir fyrsta greinin og fjallar hún um heimsóknina til Bjarna Bjarnasonar skólastjóra Hér- aðsskólans. I' HÉRAÐSSKÓLANUM á Laug- arvatni var skólastjórinn, Bjarni Bjarnason, að kveðja Bjarni Bjarnason skólastjóri kveður nemendur sína í 1. og 2. bekk. nemendur sína úr I. og II. bekk. Af því tilefni var fáni á stöng á túnflötinni fyrir ofan skólann. — Nú hefur Laugarvatnsskóli feng- ! ið á sig hinn fyrri svip, er burst- '• irnar, sem brotnar voru niður, er skólinn stórskemmdist í eldi 1 hér á árunum, hafa verið endur- byggðar. Við brugðum okkur þangað til þess að vera víðstadd- 1 ir er skólaslit færu fram, og að þeirri athöfn lokinni, ræddum við nokkra stund við Bjarna skóla- stjóra. Skólaár það sem nú er um það bil að kveðja okkur hér á Laug- arvatni, sagði Bjarni Bjarnason, er hið 28. í vctur hafa nemendur verið 93 að tölu. Um skólastarfið er það að segja að það hefur gengið allvel, en fé- lagslífið er ekki eins öflugt og æskilegt væri, sagði Bjarni, og taldi hann ástæðuna vera einna helzt þá, hve nemendur væru ungir, en þeir eru 13—18 ára. Skólafélag starfar og gefið er út skólablað. Nemendur héraðsskólans eru úr öllum landshlutum. En mjög áberandi er hve margir ungling- anna, sem hingað koma til náms eru frá kaupstöðum, t.d. Reykja- vík, upplýsti Bjarni, þriðji til fjórði hver nemandi væri úr Reykjavík. Hafa þeir margir hverjir verið byrjaðir nám í öðr- um skólum og hafa þeir sezt í alla bekki skólans, er þeir hafa komið ningað. VANDI HEIMAVISTAR- SKÓLANNA Nú langar mig til þess að koma átilsháttar inn á mál, sem svo mjög snertir heimavistarskólana og gerir starfsemi þeirra um margt vandasamari en skólana í bæjunum, t.d. Revkjavíkurskól- anna, sagði Bjarni Bjarnason. Forráðamönnum og kennurum heimavistarskólanna er miklu meiri vandi á höndum í sam- skiptum sínum við æskufólkið, sem skóla þeirra sækir, en starfs- bræðra okkar í bæjunum, þar sem nemandinn er ekki í heima- vist skóla síns. Að loknu dags- verki í bæjarskólunum eru nem- endurnir lausir við skólann þann daginn og geta farið sínu fram, Heimavistarskólanemandinn verð ur aftur á móti að eyða frístund- um sínum í skólanum, innan veggja heimavistarinnar. — Þar verður óhjákvæmilegur heima- vistaragi að ríkja, sem við for- ráðamenn og kennarar berum á- byrgðina á. Innan þessa heimilis- agaramma okkar, gengur nem- endunum misjafnlega vel að skilja nauðsyn hans og haga sér í einu og öllu samkvæmt honum. Það reynir því mikið á ábyrgð- artilfinningu þessa æskufólks. Ég verð að segja það sem mína persónulegu skoðun, að áber- andi er ábyrgðar- og araleysi meðal æskufólks nú á tímum. Tel ég þetta eitt allra mesta alvörumál skólaæskunnar í dag, sagði Bjarni. KJARNI MALSINS: NÁMSUPPLAG OG ÁHUGI þessa máls, er hlýtur að vera það Ég minntist á það áðan, að að- sókn nemenda úr kaupstöðum landsins væri stöðugt að aukast hér hjá okkur, sagði skólastjór- inn. Þetta stafar m.a. af því að foreldrar og forráðamenn ungl- inganna, vænta meiri námsárang urs í héraðsskólum landsins en í skólunum í margmenninu. Þetta er þó ekki eins einhlýt ráðstöfun og menn virðast ætla og þeim hættir við að yfirsjást kjarni þessa máls og hlýtur að vera það sem úrslitum ræður: nefnilega námsupplag og námsáhugi, sagði Bjarni Bjarnason að lokum. NEMENDURNIR KVADDIR í salnum, þar sem Bjarni kvaddi hina ungu nemendur sína, var hlýtt á ræðu skólastjór- ans með mikilli athygli. Vor- prófin eru öllum minnisstæður Frh. á bis. 10 Nemendurnir hlýða á kveðjuræðu skólastjórans. Fyrir sumura þeirra er þetta e. t. v. dómsdagsræða, því nú eru einkunnirnar afhentar. Nú uppsker hver nemandi eins og hann hefur sáð, ágætiseink- unn eða fall. Glerverksmibjan tekin til starfa á ny: Skilar fullum afköstum of>; góðu gleri UM TVEGGJA mánaða skeið hefur glerverksmiðjan við EUiðaár- vog verið starfrækt, eftir að tekizt hafði að ráða fram úr fjárhagsvandræðum verksmiðjunnar, — Er framleiðslan nú komin upp í 12 tonn á dag af rúðugleri, sem er af erlendum kunnáttu- mönnum talið jafngott ef ekki betra en það erlenda gler, sem flutt er inn til landsins. Á fyrra ári voru um 3 milljónum króna eytt af gjaldeyristekjum þjóðarinnar til kaupa á rúðugleri. SAMBÆRILEGT VIÐ ERLENT GLER Það var á s.l. vetri, sem fjár- hagserfiðleik.arnir urðu svo alvarlegir, að framleiðslan lagð- ist niður. En um líkt leyti, þetta var í desember, var búið að koma glerframleiðslunni í það horf, að glerið var fyllilega sambærilegt að gæðum og það, sem flutt heí- ur verið til landsins. Það höfðu safnazt allmiklar birgðir af úrgangsgleri og af því hefur verksmiðjan selt mikið til húseigenda, sem bráðabirgða- gler í hús. Hefur það verið selt fyrir miklu lægra verð, en hægt er að framleiða það Í3Trir. UNNIÐ ALLAN SÓL ARHRIN GINN | mörku, starfar nú hjá verksmiðj- unni, og sagði hann blaðamönn- um er þen: skoðuðu verfcsm. í gær, að glerið, sem nú kæmi úr vélum verksmiðjunnar, væri sér- lega gott gler, m. a. íyrir það hv& spennan í því væri lítil. Maður þessi hefur með höndum flokkuh glersins. Ingvar Ingvarsson sagði frá því er hann sýndi hráefni það, sem glerið er unnið úr og keypt er erlendis frá, að hráefni til fram- leiðslunnar væri ódýrt, en rúm- lega helmingur framleiðslukostn aðarins liggur í vinnulauna- greiðslum. GLERSKORTUR Að lokum skýrði hann frá því, Það er erfitt að taka Ijósmynd af glerinu úr verksmiðjunni. Það er svo gagnsætt að það sést varla. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) fcr í marzmánuði s.I. tók fyrirtæki, sem stofnað var að tilhlutan Framkvæmdasjóðs, Glergerðin h.f., sem Sveinn S. Einarsson verkfræðingur er framkvæmda- stjóri fyrir, við rekstri verksmiðj unnar, er það tók hana á leigu af eigendum Glersteypunnar, sem byggði verksmiðjuna. Síðan hef- ur glerverksmiðjan verið í gangi ' og skilar nú fullum afköstum, j um 12 tonnum á dag af rúðugleri og vinna við framleiðsluna 65 menn, en þar er unnið ailan sól- arhringinn. ' SÖGUSAGNIR Ingvar Ingvarsson forstjóri Glersteypunnar skýrði blaða- mönnum frá þessu í gær, sem hé) hefur stuttlega verið rakið um starfsemi og erfiðleika verksmiðj unnar. Sagði Ingvar, að alls kon ar sögusögnum hefði verið þvrlaf upp um fyrirtækið, en hann kvaðst líka vona, að þegar fram- leiðsla og rekstur verksmiðjunn ar væri kominn á fastan grund völl, myndi hún með glerfram- leiðslu sinni sýna . það og sanna svo eigi verði um villzt, að gler- verksmiðjan og framleiðsla glers hér á lantíi eigi fulkominn til- verurétt. Nú þegar verksmiðjan er aft- ur tekin til starfa og mestu byrj- unarörðugleikarnir yfirstignir, þá getum við boðið gott rúðuglei j hvbrt heldur er einfalt eða tvö- í falt. I DANSKUR STARFSMAÐUR Danskur maður, sem verið hef- ur í nær 20 ár í gleriðnaði í Dan- að verksmiðjunni hefðu borizt fyrirspurnir erlendis frá um gler- kaup, en á heimsmarkaðinum er mikill hörgull á gleri. Ef rekstur verksmiðjunnar gengur nú vel og framleiðslan líkar, pá kvaðst hann sannfærður um, að mögu- leikar myndu verða á því að flyjta út rúðugler í allstórum stí’l, og að því ber að sjáifsögðu að stefna, sagði Inngvar. Fullgerð rúðan reunur upp úr vélinni í sífelldri lengju. — En sjálfvirk tæki hluta glerið plötu af vissri stærð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.