Morgunblaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 10
MORGUNBLABIB Þriðjudagur 8. maí 1956 Itiírla Emil ►dfeirsson í O 1 mmningarorð — Tilkynning Atlantshafsráðsins apríl 1944. D. 29. apríl 1956 HANN var rúmfastur á Lands- spltalanum í allan vetur, og þó nojíkru lengur, þessi ungi, bjarti og friði sveinn, því að hann kom þahgað 20. ágúst í fyrrasumar og vajr þar þangað til tíu dagar voru aftþessu sumri, nema hvað hann mún hafa fengið að koma heim til- sín sem snöggvast á jólunum. Hánn var ekki nema á tólfta ár- inú, þegar hann kom, til að ganga uridir sjúkdómsraun, sem hver og einn, þótt eldri væri, myndi biðja frá sér tekna. Ástvinum hans var fljotlega tjáð, af læknum, að ekki mýndi verða um bata að ræða. Eq stríðið varð lengra en í fyrstu vap hugað. feg hafði ekki séð hann fyrr, en égLþekkti móðurina, sem sat við hvjílu hans, frú Önnu Oddgeirsson frá Sauðanesi, og séra Þórð afa haíis, sem þar var líka oft við hiið hennar, því að þau eru sveit- urfear mínir. Sýn af þessu tagi er ekki óalgeng á slíkum stað, þar seÐn harmi lostnir ástvinir reyna aðj miðla þeim, sem í stríðinu stendur, af styrk sálar sinnar, og« brosað er, til hughreystingar, í gegnum tár. En fleirum en mér raftri til rifja það, sem þarna var aff gerast. Sá, sem ævilokanna beið, var svo ungur, og þó svo æðrulítill, baráttan svo löng, með skjni sínu og skuggum, en þau, serii við hvíluna sátu, vissu, að vonin er verndarengill lífsins, og þó var það að þessu sinni aðeins von. Sjálfur átti hann líka þessa von og vissi þó að hanr var alvarlega veikur, en ætla má, að börn skynji ekki návist dauðans á sama hátt og þeir, sem full- orðnir eru. Hann verður kvaddur í dag hinztu kveðju. Þess mun þá minnzt af beim, sem nánastir eru, er móðir hans kom heim með hann, að Sauðanesi, á vordegi fyrir tólf árum, og hve kær sá vorgestur varð afa og ömmu og öllum þar heima. Þar lifði hann sín fyrstu bernskuár, fram til níu ára aldurs, en var eftir það með móður sinni hér syðra á vetrum og (gekk hér í barnaskóla. Þar og amjars staðar kom í ljós, að hann vaíj efnisbarn og þroskaður eftir a!cfri. Sagan er stutt af þeim, sem héðan fer fyrir aldur fram, minn- ingSn, ljúf og sár, því ríkari í hu|a þeirra, sem eftir eru, móð- urinnar, sem misst hefir sinn einkason, aldurhnigins afa, sem misst hefir sinn „augastein", móðurbróður og nafna þar heini.a á bernskuslóðum og annarra ná- kominna. En á vegi eilifðarinnar halda kynslóðirnar væntanlega áfram hinni miklu göngu lífsins, hvort sem þær hverfa seint eða snemma út fyrir sjóndeildar- hririginn hérna megin. Við hin tökum undir það, sem við höfum sv4 oft heyrt haft yfir við helgar tiðjr: Guð huggi þá, sem hryggð- in eiær. Frh. af bls. 1 Að svo miklu leyti, sem þessi stefna Sovétríkjanna felur í sér að dregið hefir úr viðsjám og að Sovétstjórnin hefir viðurkennt áð styrjöld sé ekki óhjákvæmileg, er henni fagnað af Atlantshafs- ríkjunum, sem ávallt hafa stutt þessa skoðun. Nú er svo komið að hægt er að gera sér vonir um að þær grund- vallarreglur í stofnskrá Samein- uðu þjóðanna, sem ráðið hafa samskiptum þjóðanna í Atlants- hafssamfélaginu muni er tímar líða einnig ráða samskiptum Sovétríkjanna og Vesturveld- anna. Þær ástæður, sem lágu til stofn unar Atlantshafsbandalagsins eru enn í gildi. Ekkert hefir miðað í þá átt að leysa tiltekin, stórkost- lega þýðingarmikil vandamál Evrópu, svo sem sameiningu frjáls Þýzkalands, sem verður að leysa á þann hátt að það sam- rýmist eðlilegri nauðsyn allra að- ila og öryggi. Vestrænar þjóðir geta ekki slakað á viðbúnaði sinum, þar til þessi vandamál hafa verið leyst og þar til samkomulag hefir náðst um afvopnun, sem sjái fyrir nauð synlegu öryggi allra, og fullnægj andi eftirliti hefir verið komið á. Herbúnaður Sovétríkjanna heldur stöðugt áfram að aukast. Öryggi er þess vegna lífsnauðsyn og Atlantshafsríkin verða að halda áfram að efla fyrst og fremst samheldni sína og styrk- leika. Horfurnar um þessar mundir virðast þó gefa tilefni til þess að Atlantshafsríkin taki upp ný verkefni í þágu friðarins. Þau eru staðráðin í því að leysa þessi verkefni af hendi með sama krafti og þau sýndu er þau byggðu upp varnarkerfi sitt og sem sýnt verður í viðhaldi þessa kerfis. Þær staðfesta hátíðlega að stefnu þessari muni verða haldið áfrajn af þeim sameiginlega og hún byggð á eindrægni, samstöðu og samstarfi þjóða, sem eiga sér sameiginlegar hugsjónir og sem standa saman til varnar frelsinu. Atlantshafsráðið telur það tíma bært og gagnlegt fyrix þátttöku- ríkin í Atlantshafssamfélaginu að rannsakaðar verði aðrar að- gerðir, sem hægt sé að gera nú til þess að greiða enn frekar fyrir sameiginlegum hagsmunamálum þeirra. Til þess að gera ráðinu kleift að inna af höndum þessi verkefni, komu ráðherrarnir sér saman um að skipa nefnd þriggja ráðherra til þess að vera ráðgef- andi um aðferðir til þess að bæta og auka samvinnu Atlantshafs- þjóðanna á þeim sviðum sem ekki eru hernaðarleg, og stofna til meiri einingar innan samfélags Atlantshafsþjóðanna. Þriggja manna nefndinni var falið að skila áliti sínu eins fljótt og auð- ið væri. Fyrst um sinn hefir ráðið kom- ið sér saman um: a) Að láta endrum og sinnum rannsaka stjórnmálaleg viðhorf í efnahagslegum vandamálum, b) Að efla efnahagslega sam- vinnu milli þátttökuþjóðanna og leitast við að koma í veg fyrir árekstra í stefnu þeirra í alþjóð- legum efnahagsmálum og stuðla að jafnvægi og velsæld, c) Að fela föstum starfsmönn- um ráðsins að fylgjast með efna- hagslegum vandamálum, með hliðsjón af þeim hugmyndum, sem settar eru fram hér að ofan og með hliðsjón af tillögu, sem utanríkisráðherra Frakka, Pineau bar fram, þar sem hvatt er til þess að sett verði á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem starfi undir stjórn þeirra. Þátttökuríkin í Atlantshafs- bandalaginu hafa samkvæmt sátt mála þeirra skuldbundið sig til að „vernda frelsið, sameiginlegar erfðir og menningu þjóða sinna, sem byggð er á kenningum lýð- ræðisins, einstaklingsfrelsi og réttarskipulagi". Fyrstu sjö árin, sem þau hafa starfað saman hafa borið greini- legan ávöxt og eflt tengslin milli þeirra. Meðlimir Norður-Atlants- hafsbandalagsins eru staðráðnir í því að standa enn sem fyrr sam- an, og vera trúir hugsjónum sínum. Þeir horfa öruggir fram á veg- inn.“ Skólasetrið á Laugarvatni Framh. af bls. 9 atburður, hvort heldur skóla- gangan verður löng eða stutt. — Flestir voru áhyggjulausir á svipinn, en nokkrir efablandnir meðan skólastjórinn sagði frá úr- slitum prófanna. Nokkrir úr hvor um bekk, voru með ágætiseink- unn. Er nöfn þeirra voru nefnd, beindust augu allra að þessum duglegu nemendum. — Fáeinir höfðu því miður ekki náð prófi að þessu sinni, en þeirra nöfn voru ekki nefnd. Kennarar voru viðstaddir skólaslitin. Er Bjarni hafði gert grein fyrir úrslitum vorprófsins, ávarpaði hann nemendurna og kom hann víða við í ræðu sinni. Minnti á hve margt væri girnilegt og glæsilegt á að líta allt í kring. Finna mætti þar vissa tegund af gæfu og ógæfu. Það nægði ekki að hafa handa á milli nóg af ver- aldlegum auði. Samfara alls- nægtarlífi þyrfti að fara gott hjartalag siðsamrar og iðjusamr- ar þjóðar. Hann benti nemendun- um á að margir þeirra gætu skil- að betri námsárangri. Hann sagði að það væri mikil ógæfa fyrir hvern þann nemanda, sem hefði hæfileika, að nota þá ekki, meðan á skólanámi stendur. SVEIT ASKÓLAR í ÖLDUDAL Þá ræddi skólastjórinn nokkuð um þær hugsjónir sem við sveita skóla landsins hafi verið tengdar er þeir voru stofnaðir og risu hver af öðrum. — Kvað Bjarni mikla breytingu hafa á þessu orð ið.og sú hugsjón væri um þessar mundir í öldudal. Kvaðst Bjarni vilja hretja nem endurna til þess að kynna sér rækilega skóla sinn, tilgang hans í þágu menningar þjóðarinnar. 'Sagði Bjarni að þetta kæmi mjög fram í kvæði sem Þorsteinn Gíslason hafi flutt Laugarvatns- skóla á vígsluhátíð hans árið 1928. Las Bjarni kvæðið í heild. Hann bað hið unga skólafólk að skoða þessi ávarpsorð, sem vin samlega ábendingu, töluð til þess af velvilja og um leið kvaðst hann vilja hvetja nemendurna til þess að nota hvorki áfengi né tóbak. Nemendur vissu að á þessu hefði því miður orðið misbrestur, sem spillt hefði félagslífinu fyrir nemendum. Þá minnti hann á það mikla hugsjónarmál íslendinga, að klæða landið skógi á ný. Nem- endur rirólans gróðursetja í Laug arvatnsskógi allmikið magn trjá- plantna á hverju vori, og er tím- ar líða mun þar vaxa upp fallegur skógur. Skólaslitaávarpi sínu lauk Bjarni Bjarnason með því að flytja nemendum þakkir sínar og kennurum skólans fyrir samstarf íð á skólaárinu og kvaðst hann vonast til þess að fá að sjá sem flesta úr hópnum næsta vetur. Lauk svo athöfninni með því að kennarar og nemendur risu úr sætum sínum og var þá sungið „ísland ögrum skorið“. Nemendur kvöddu síðan okólastjóra og kennara með handabandi í salnum. í forstofu skólans voru farangurshlaðar því að flestir ætluðu heim samdæg- urs. Skólaárinu 1955—’56 hjá I. og II. bekkingum Héraðsskólans á Laugarvatni var lokið. Framund- an var sumarið, sól, starf og auk- inn þroski. Hún vissi án þess uð snúa sér við, að hann hafði ekkert séð í leiknum. Það var hið blæ- fagra hár hennar .... svo hreint og eðlilegt.. .. með mjúkum björtum liðum, sem tók at- hygli hans . , . allt af þvegið úr Bandbox. bandbox Fljótandi fyrir venjulegt hár. Crem fyrir þurrt. umpöH GLOBUS H. F. — Hverfisgötu 50 — Sími 7148 Gillette tryggir fljótan rakstur Þér getið nctað Gillette blöðin í allar rakvélar, en Gillette „Rocket" rakvélin tryggir fljótasta raksturinn og kostar með blöðum 37,00. 10 Blá Gillette Blöð í málmhylkjura kr. 15,50. Ef þér notið ekki nú þegar Bláu Gilíette blöðin í málmhylkjunum þá byrjið á því strax í dag. Þau flýta fyrir rakstrinum og í þessum umbúðum kosta blöðin ekkert meira. Prestkosning fer fram í Vestmannaeyja prestakalli n. k. sunnudag 13. maí. — Kjörfundur hefst kl. 10 árdegis. Verður nánar skýrt frá tilhögun kosningarinnar í vikublcðunum í Vestmannaeyjum. Prófasturinn í Kjalarnesprófastsdæmi Garftar Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.