Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. mai 1956 Ljósmyndari Morgunblaðsins, Ól. K. Magnúss., tók þessar myndir tj rir skömmu a fyrstu opinberu æfingu drengjahljómsvcita Austur- og Vesturbæjar. Efri myndin sýnir áheyrendur, en hvert sæti i Skátaheimilinu var setið.. Borgarstjórinn, Gunnar Xhoroddsen, er fremst á myndinni tii vinstri, ásamt Jónasi B. Jónssyni, fræðslu- málastjóra. Neðri myndin er af Lúðrasveit Vesturbæjar, en stjórn- andi hennar er Paul Pampichler. Hnitastefnan grelur nndan réf*?r- vitund þjéðfétagsborgaranna Slíkt stjórnarfar hlýtur oð enda annaðhvort með harðstjórn eða stjórnleysí og spillingu Athyglisverð grein eftir dr. Jóhs. Nordaí I ÁGÆTRI grein, sem dr. Jóhannes Nordal skrifar í nýútkomið oss ekki í freistni", gerir hann að umtalsefni þær hættur, sem almennri löðhlýðni og réttarvitund þjóðfélagsborgaranna stafar af hinni viðamiklu lagasetningu, sem siglt hefir í kjölfar síauk- inna opinberra afskipta af daglegu lífi bogaranna, sér í lagi slíkra aukinna afskipta á sviði efnahagsmála. Á þeim örlagaríku tímamótum, sem nú eru, þegar kjósendur standa gagnvart því áð velja rnilli hafta- og ofstjórnarstefnu vinstri flokkanna svonefndu ann- ars vegar og stefnu einstaklings- frelsisins hins vegar, er grein dr. Jóhannesar vissulega þörf hug- vekja, og þykir því rétt að birta úr henni nokkrar setningar. ÓHÓFLEG OG ÞVINGANDI LÖGGJÖF FREISTAR TIL LÖGBROTA í grein sinni kemst dr. Jó- Sænskur náimstjþkur SAMKVÆMT tilkynningu frá sænska sendiráðinu hafa sænsk stjórnarvöld ákveðið að veita námsmanni frá Danmörku, Nor- egi, Finnlandi eða íslandi fjög- urra mánaða námsstyrk háskóla- árið 1956—1957. Styrkurinn verð- ur væntanlega 440 sænskar krón- ur á mánuði, ennfremur ferðá- styrkur að fjárhæð 300 sænskar krónur. Styrkurinn er einkum ætlaður mönnum, er hafa hug á að stunda sjálfstætt framhalds- nám við sænskan háskóla. Til mála kemur, að styrknum verði skipt milli tveggja umsaekjenda, og fengi hvor umsækjandi þá styrk til tveggja mánaða náms-j dvalar. Umsóknir um styrkinn sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. maí n.k. í umsókn skal taka fram fullt nafn og heimilisfang, fæð- ingarár og stöðu, ennfremur fylgi umsókninni staðfest afrit af próf- skírteinum, vottorð um sænsku- kunnáttu, nákvæm greinargerð um, hvernig umsækjandi hyggst verja námstímanum, svo og með- mæli ef til eru. Svenska Institut annast val styrkþega. (Frá menntamálaráðuneytinu) Raab falin stjórnar• myndun í Austurríki Flokkur hans vann mikið á í kosningunum — skoriir aðeins 1 þingssii á hreinan meirihluia í hinu nýja þingi Vínarborg, AUSTURRÍSKI forsetinn Theódór Körner fól Júlíusi Raab, fyrrverandi stjórnarforseta að mynda nýja stjórn, eftir að flokkur hans, Kaþólski flokkurinn, hafði unnið mikið á í kosning- imum, er fóru fram í Austurríki s.l. sunnudag. Kaþólski flokkur- [ inn fékk átta þingsætum fleira en í síðustu kosningum — og skortir 1 nú aðeins eitt þingsæti til að hafa hreinan meirihluta í hinu nýja ,)ingi. Kaþólski fiokkurinn hefur tii þessa haft stjórnarsamvinnu við Jafnaðarmenn, og þess er vænzt, að svo verði áfram, þar sem Jafn- aðarmenn unnu einnig nokkuð á — fengu tveim þingsætum fleiri en í síðustu kosningum. Búizt er þó við því, að það kunni að ganga í allmiklum brösum að mynda nýja stjórn, þar sem Kaþólski flokkurinn mun — vegna síns glæsilega kosningasigurs — setja sín helztu dagskrármál á oddinn sem skilyrði fyrir stjórnarsam- vinnu við Jafnaðarmenn. hannes m. a. svo að orði: „Sú saga hefir endurtekið sig hvað eftir annað, að óhófleg og þving- andi löggjöf hafi aukið svo mjög freistingar manna til lögbrota, að smám saman hefir verið graf- ið undan réttarvitund þeirra og löghlýðni. Slíkt stjórnarfar hlýt- ur að enda annað hvort í harð- stjórn, er beygir alþýðu manna til undirgefni, eða í stjórnleysi og spillingu.“ Og ennfremur segir dr. Jó- hannes: „Hér hefir verið sett marg- visleg löggjöf, sem virðist hafa verið til þess eins fallin, að kenna mönnum að iítilsvirða lög og rétt. Er þar fyrst að geta bannlaganna, sem mikill hluti þjóöarinnar var einhuga um að sniðganga. Og síðan hefir margt bætzt við, t. d. óréttlát og illframkvæmanleg skattalöggjöf, gjaldeyris- og innflutningshöft og ýmiskon- ar hömmr á sviði efnahags- máia. Afleiðingin hcfir verið margvísleg spilling, svartur markaður, smygl, okur og| m4jum önnur lögbrot, scm margir telja vera orðið alvarlegt þjóðfélagsmein.“ vegar er lagasetning og bein af- skipti ríkisvaldsins, hms vegar hið frjálsa hagkeí'fi. Fyrri leið- in er mun erfiðari í framkvæmd. Hún krefst dyggra þjóna ríkis- valdsins, sem geta sýní árvekni og framtak í starfi án þess að hljóta fyrir það sérstaka kjara- bót, en jafnframt staðizt þær freistingar, sem óhjákvæmilega verða á vegi þeirra. Sé of mikið á lagt, er meira í húfi en stjórn efnahagsmála ein, því að hætt er við, að virðingarleysi fyrir öllum lögum og rétti fylgi fljótt á eftir." „Það er því höfuðnauðsyn, að þjóðfélagið sé þannig skipulagt, að heiðarleiki og skyldurækni borgi sig og ekki séu lagðar í götu hvers manns ógerlegar freistingar til lögbrota. Hið frjálsa hagkerfi er í mörgum efnum heppilegasta leiðin að þessu markmiði. Ef rétt er á haldið sameinar það hagsmuni einstaklingsins og þjóðfélagsins á hinn hagfelldasta hátt. Með þessu er ekki sagt, að einkarekstur sé ætíð bezta skipulagið. Opinber rekstur og þá einkum samvinnurekstur geta vel samrýmzt frjálsum mark- aði.“ í SlykMáéirói Stykkishólmi, 15. maí. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags- ins Skjaldar í Stykkishólmi, var haldinn i gærkveldi í Samkomu- húsinu. Var hann vel sóttur og umræður fjörugar. í stjórn voru kosrjir Jón ísleifsson, verzlunar- maður, formaður, meðstjórnend- ur Ólafur P. Jósson, héraðslækn- ir, Ágúst Bjartmars, trésmíða- meistari, Björgvin Þorsteinsson, verkamaður, Árni Ketilbjarnar- son, kaupmaður, Hinrik Finns- son, verzlunarmaður og Árni Helgason, stöðvarstjóri. Sigurður Ágústsson alþingis- maður ræddi stjórnmálaviðhorf- ið og atvinnu og framtíðarmál- efni sýslunnar. Með þessum fundi er hafinn kosningaundirbúning- urinn af háifu Skjaldar. — Árni ÚRSLIT KOSNINGANNA Úrslit kosninganna urðu þau, að Kaþólski flokkurinn fékk 82 þingsæti, en hafði áður 74, Jafn- aðarmenn fengu 75, höfðu áður 73, Þýzki flokkurinn fékk 5, hafði áður 14 og kommúnistar 3, höfðu áður 4. Kaþólski flokkurinn og Jafn- aðarmenn hafa haft með sér stjórnarsamvinnu s.l. 10 ár. Er herir Bandamanna hurfu brott frá Austurríki s.l. haust, varð mismunurinn milli þessara tveggja flokka skýrari, og leiddi það til kosninganna. ★ Aðalágreiningsmálið í kosnJ íga baráttunni var rekstur olíufram leiðslunnar í Austurríki. Er her náminu lauk voru olíulindirnar, sem verið höfðu á valdi sovézka hersins, afhentar austurríska rík- inu. Jafnaðarmenn vilja, að þar Verði um ríkisrekstur að ræða, Júlíus Raab — sigurvegari í kosningunum. sn Kaþólski flokkurinn tekur einkaframtak fram yfir. Einnig deila flokkarnir um rekstur flug- samgangna, og vilja Jafnaðar- menn ríkisrekstur en Kaþólski flokknrinn vill fela einkafyrir- tækjum reksturinn. „PAPPAKOMPLEX" UMBÓTAMANNANNA Dr. Jóhannes spyr nú enn- fremur: „Hvaða leið eiga Islend- ingar nú að velja? Á að herða löggæzluna og framfylgja bók- staf laganna með oddi og egg, eða á að breyta lögur.um sjálf- um og sníða þau betur við hæfi þjóðarinnar? Mörgum mun finn- ast, að í hinu síðara felist sið- ferðislegur veikleiki: Það eigi að slaka á kröfunum og gefa hinum eigingjörnu tilhneigingum manna lausan tauminn. Þannig hefir umbótamönnum allra tíma hætt við að hugsa. Þeir hafa vilj- að móta aðra eftir hugsjónum sjálfra sín og æst þá því til mót- þróa. Þess vegna hafa svo margar byltingar og trúarhreyfingar endað í harðstjórn“. UM TVÆR LEIÐIR AÐ VELJA? Um hina heppilegustu skipan efnahagsmálanna kemst dr. Jó- hannes þannig að orði: „Þótt margt hafi breytzt á einni öld er enn yfirleitt um tvær leiðir að velja, til &ð stjórna efnahagsstarfseminni. Annars HIÐ DYRA EFTIRLIT OG LÖGGÆZLA Dr. Jóhannes kemst enn svo að orði: „Mest er um vert, að nýta þann aflgjafa, sem eigin hags- munir einstaklingsius eru, í stað þess aff mikill hluti af orku þjóðfélagsins fari til einskis í fánýtu eftirliti og löggæzlu.“ Hér er á einkar Ijósan hátt gefin skýring á orsökum þess ömurlega ástands, ekki ein- göngu í efnahagsmálum, heldur einnig í réttarfars- og siðgæðis- sem haftaöngþveitið leiddi yfir þjóðina undir forystu haftaflokkanna árin fyrir seinni heimsstyrjöldina og aftur árin 1947—’50. Auk hins almenna skorts á öllum sviðum blómgvað- ist í ríkum mæli alls konar okur- starfsemi og spilling, sem hið dýra og viðamikla eftirlit stjórn- arvaldanna fékk ekki rönd við reist. Það varð og ekki til þess að bæta siðferðið, að allir vissu að þetta eftirlit var ekki óhlut- drægt. Með það fóru fyrst og fremst pólitískir gæðingar stjórn- arvaldanna, menn sem voru ó- fúsir til þess að gera „óvina- fagnað“ með því að kæra ein- staklinga og fyrirtæki sem að einhverju leyti voru í tengslum við þeirra flokk. Þeim mun meiri áherzla var á það lögð að klekkja á þeim fyrirtækjum og einstaklingum, sem ekki voru á réttri „línu“. Það skal að lokum undirstrik- að með orðum dr. Jóhannesar sjálfs, að stefnan í efnahagsmál- um hefur áhrif á miklu fleiri þætti þjóðlífsins en efnahags- málin ein. „Þjóðfélagið er allt ein órofa heild og meðferð efna- hagsmála hefir ekki áhrif á af- komuna eina, heldur á lífsskoð- un manna og siðgæði, list þeirra og trú.“ Aðalfundur Fasteignaefgenda* féS. ræ5ir fryggiragamáE ♦ O Bezt að AKGLÝSA í : m ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ lORGUNBLAÐINU AÐALFUNDUR Fnsteignaeig- endafélags Reykjavíkur var hald- mn 30. april s. 1. Á fur.dinum var einróma sam- þykkt að undirbúa pað, að hús- eigendui í Reykjavík stofni trygg ingafélag í þeim aðaltúgangi að taka brunatryggingar húsa i um- dæmi Reykjavíkur í sjnar hend- ur eins fljótt og verða má. Ennfremur voru rædd ýmis mál fasteignaeigenda. Úr stjórn félagsir.s áttu aðlagningameistari. ganga fortuaður félagsins Jón Sigtryggsson Jón G. Jónsson, verkstjori og Jón Guðmundsson, skrifstotumaður. Þeir voru allir endurkjörnn’ Fyrir l stjórninni eru Alfreð Guðmundsson, skrif- stofustjóri og Ólafur Jóhanne3- son kaupmaður. í varastjórn voru endurkjöm- ir: Geir Hallgrímssor.. hdl., frú Þórey Þorsteinsdóttii kaupkona og Sighvatur Einarsoon, pípu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.