Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 16
Veðrið í dag; Austan og suðaustan gola. — Skúrir. „Fegurð lífsins" x Sjá blaðsíðu 9. •£§§£ ítrekuð fjárskipti eru DalamÖnnum þung í skauti BÆNDUR í vesturhluta Dalasýslu og tveim hreppum Stranda- sýslu, þar sem fjárskipti fara nú fram í annað sinn, hafa lýst því yfir á fjölmennum fulltrúafundi, sem haldinn var í Búðardal, að þeir telji aðgerðir ríkisvaldsins þeim til stuðnings algerlega ófullnægjandi. Kom fram á fundi þessum mikill uggur um að erfiðleikar bænda á svæði þessu myndu valda landauðn. Margir bændur myndu flosna upp af svæðinu, ef ekkert væri frekar aðgert. BUIÐ AÐ SKERA NIÐUR I TVEIM HREPPUM Fundur þessi var boðaður af sauðfjárveikivörnunum og mættu á honum fulltrúar bænda úr öll- um þeim hreppum í Dalasýslu og Strandasýslu, þar sem skera verð ur niður. Á fundinum mættu einnig Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri sauðfjárveiki- varnanna, og Jón Sumarliðasor á Breiðabólsstað. Vegna þess að þurramæði varð vart að nýju í þessu fjárskipta- hólfi, var sl. haust skorið niður í Laxárdal og Hvammssveit. Hef- ur það svæði verið sauðlaust í vetur. Ætlunin er að skera niður í öðrum hreppum hólfsins næsta haust, en að bændur í Laxárdal Augíýsendur A L L A R AUGLÝSINGAR, þurfa að hafa borizt auglýs- ingaskrifstofunni í allra síðasta lagi fyrir kl. 12 á hádegi daginn áður, en þær eiga að birtast. Björgunarbáturinn leggur að Loftsbryggju BjÖrgunarháturinn kominn eftir allerfiða sjóferð EFTIR all-erfiða sjóferð, kom hinn nýi björgunarbátur, Gísli J. Johnsen, hingað til Reykjavíkur á annan í hvíta- sunnu og var mannfjöldi við Loftsbryggju, þar sem báturinn lagðist að bryggju. Hingað kom báturinn frá Færeyjum, þar sem höfð var viku viðdvöl m. a. til þess að sænski vélamaðurinn, sem kom með bátnum gæti jafnað sig eftir slæma byltu, sem hann fékk er báturinn hreppti ofsaveður við Færeyjar, en þá braut hann í sér þrjú rif. Þegar báturinn kom á móts við Skerjafjörð, komu í hafnarbáti í veg fyrir hann, forsetahjónin svo og gefandinn, Gísli J. Johnsen og kona hans. Sigldu þau síðan inn á Reykjavikurhöfn.— Við stutta móttökuathöfn að lokinni stuttri siglingu með allmarga gesti inn- anborðs, á innri höfninni, kom báturinn aftur að Loftsbryggju þar sem fram fór stutt móttöku- athöfn. Séra Óskar J. Þorláksson vígði hinn glæsilega björgunar- bát til starfsins: Björgunarstarfs í Faxaflóa. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti ávarp og fagn- aði komu skipsmanna og bátsins og lagði áherzlu á þann stórhug, sem gefendur hefðu sýnt. -— Kon- ur í kvennadeild Slysavarnafé- lagsins buðu síðan gestum til kaffidrykkju. Voru þar fluttar ræður og afhenti frú Rannveig Vigfúsdóttir 5 þús. kr. að gjöf, sem verja skal til endurbóta á björgunarbátsskýlinu í Örfirsey, en þar á að geyma bátinn, og veitti Guðbjartur Ólafsson þess- ari höfðinglegu gjöf móttöku í nafni SVFÍ. — Ræður fluttu við þetta tækifæri Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra, Gísli J. Johnsen stórkaupmaður og dr. Ásmundur biskup Guðmundsson. Mikill mannfjöidi skoðaði bát- inn á annan í hvítasunnu og þótti öllum báturinn hinn veglegasti. Árni Valdimarsson sjóliðs- foringi, sigldi bátnum heim og lét hann og skipverjar vel yfir sjóhæfni hans. og Hvammssveit fái líflömb nokkru síðar um haustið. Fulltrúafundurinn var haldinn á Búðardal sl. föstudag. Fundar- stjóri var Ásgeir Bjarnason, Ás- garði og fundarritarar Ólafur Einarsson, Þórisstöðum í Bitru, og Torfi Sigurðsson, Hvítárdal. Þá reifaði Sæmundur Friðriks- son málið, ræddi um nauðsyn þess að skera niður allt fé í þessu hóifi og hvernig haga mætti framkvæmdum við það. MIKLAR UMRÆÐUR Síðan tóku bændur til máls og létu þeir almennt í ljós miklar áhyggjur vegna erfiðleika þeirra í fjárskiptunum. Bentu þeir á hvernig öil aðstaða þeirra væri margfalt örðugri, heldur en þeg- ar fjárskiptin 1947 voru fram- kvæmd. VERÐMISMUNURINN Að lokum var samþykkt til- laga að skora á ríkisvaldið að greiða bætur fyrir verðmismun- inn á skorinni á og keyptu líf- lambi. En fyrir hverja skorna á munu bændur fá að meðaltali um 270 krónur, meðan þeir verða að greiða að meðaltali 435 krón- ur fyrir hvert líflamb. Þá var skorað á sauðfjársjúk- dómanefnd að senda greinilegar upplýsingar heim á hvern bæ um þau atriði, sem voru fyrir hendi, þegar samið var um fjárskipta- lögin. Þá var samþykkt að æska bess, að allar uppbætur yrðu greiddar í peningum, en ekki skuldabréf- um. Og að iokum var samþykkt tillaga þar sem skorað var á framleiðsluráð landbúnaðarins að fjárskiptahólfið yrði látið ganga fyrir um sumarslátrun. I fjárskiptanefnd fyrir svæðið voru kjörnir: Sæmundur Guð- jónsson, Borðeyrarbæ; Sigtrygg- ur Jónsson, Hrappstöðum; Geir Sigurðsson, Skerðingsstöðum; Baldur Gestsson, Ormsstöðum og Torfi Sigurðsson, Hvítadal. Borgarstjórinn fremstur á mynd- inni, talar í brúnni á björgunar- bátnum, en m.a. á myndinni eru að baki borgárstjórans, gefend- urnir, Gísli J. Johnsen, stórltaup- maður og kona hans, Guðm. G. Pétursson, fulltrúi hjá SVFÍ og Bjarni Benediktsson, ráðherra. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Virk sprengja SÉRFRÆÐINGUR lögrcglunn ar í sprengjum, Þorkell Steins son, fór í gær austur að Gler- augnavatni uppi á Mosfells- heiði. Drengir, sem þar voru í sumarbústað um hvítasunn- una, fundu sprengju þar hálfgrafna, ofna mosa. Þarna er hún búin að liggja frá því á styrjaldarárunum. Sprengj- an var allstór og virk og varð allmikið jarðrask er hún sprakk í loft upp. ' SSiórmmálsefunalar Sfúifstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN boðar til almennra stjórnmála- funda á Akureyri og í Barðastrandarsýslu nú í vikunni. Frum- mælendur á fundunum verða: Ólafur Thors, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, börgarstjóri, Jónas Rafnar, alþm. og Magnús Jónsson, alþm. Þyriivængja flylur lesðangur til rannsóba á heiðagæsinni MERKILEGAR rannsóknir í varpstöðvum heiðagæsarinnar inni í Þjórsárverum, eru um það bil að hefjast. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur komið til liðs við dr. Finn Guðmundsson, sem hefur þessar rannsóknir með höndum, og leggur það til þyrilvængjur, sem flytja á leiðangursmenn og útbúnað allan inn á rannsóknarsvæðið. Varpstöðvar heiðargæsarinnar í Þjórsárveri við rætur Hofs- jökuls, eru taldar þær mestu, sem vitað er um og talið, að þar séu um varptímann milli 15—20 þús. fuglar. Fuglafræðingar hafa ver- ið í varpstöðvunum síðari hluta júlímánaðar því þá er fært þang- að landleiðina. Flugher varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, hefur nú boðið dr. Finni Guðmundssyni aðstoð við að framkvæma mikilvægar rann- sóknir í varplandi heiðargæsar- innar og hefur yfirstjórn flug- hersins boðið að senda þyril- vængju með vistir og útbúnað fyrir slíkan leiðangur. Dr. Finn- AKUREYRI Sjálfstæðisfélögin á Akureyri og nærsveitum halda almennan stjórnmálafund á Nýjabíó á Akureyri fimmtudaginn 24. maí kl. ur hefur tekið þessu vinsamlega 8,30 s.d. Frummælendur á fundinum verða: Ólafur Thors, forsætis- ^ T J ’ 1 ráðherra og alþingismennirnir Jónas Rafnar og Magnús Jónsson. barðastrandarsýsla Sjálfstæðisflokkurinn heldur þrjá fundi í Barðastrandarsýslu í dag og á morgun. Fyrsti fundurinn verður í kvöld á Bíldudal og hefst kl. 9. Á morgun, fimmtudag, verður haldinn fundur í Tálkna- firði kl. 4 s.d. og á Patreksfirði kl. 9 um kvöldið. Frummælendur á fundunum verða: Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra og Gunna* Thoroddsen, borgarstjórL tilboði. I dag verður þyrilvængja send austur á Ásólfsstaði og í dag leiðangursmenn dr. Finns: þeir Björn Björnsson kaupm. frá Neskaupstað, sem taka mun fuglamyndir í leiðangrinum, svo og tveir Menntaskólanemar héð- an úr bænum, Jón B. Sigurðs- son og Agnar Ingólfsson, 5. bekk- ingar, sem nýlega hafa lokið prófi upp í 6. bekk skólans. Þeir verða dr. Finni til aðstoðar við athug- anir hans og rannsóknir. Á morgun leggur svo leið- angursstjórinn upp frá Keflavík og í annarri þyrilvængjunni verð ur alls konar leiðangursútbún- aður og eru Ásólfsstaðir fyrsti áfanginn, en annað kvöld er svo ráð fyrir gert að hægt verði að fljúga inn í Þjórsárver, þar sem leiðangurinn mun setja upp bækistöðvar sínar. G°rt er rá3 fyrir að dr. Finnur Guðmunds- son og félagar hans hafi viku viðdvöl í óbyggðum og munu þeir hafa til umráða báðar þyril- vængjurnar, en til Ásólfsstað* verða allar vistir fluttar meS herbílum, sem yfirstjórn varn- arliðsins leggur til. Hæsfiréflur gefur úf kjörbréfið DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur tilkynnt að það hafi sent öll gögn varandi forsetakjör Ásgeirs Ásgeirssonar til Hæstaréttar, sem gefur út kjörbréf forseta. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.