Morgunblaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 9
Föstudagur 25 'rnaí 1956 MOkGUTSBLAÐlÐ < Bandamannasaga: Óvinir braskaranna Sýslunefnd Dalasýslu á aðalfundi. Talið frá vinstri: Torfi Sigurðsson oddviti Hvítadal, Guðmundur Guðbrandsson, Hóli, Hörðudalshrcppi, Þorsteinn Jónsson hreppstjóri Jörva, Kristinn Indriðason hreppsljóri, Skarði, Geir Sigurðsson, SkerðingsstöSum, Friðjón Þórðarson, sýslumaður, Sigtryggur Jónsson hreppstjóri, Hrappstöðum, Guðmundur Ólafsson oddvili Ytra-Felli, Magnús Jónsson, Ballará og Jón Sumarliðason hreppstjóri Breiðabólsstað. Frá sýslufundi Dalasýslu MÖRG mál voru tekin fyrir á sýslufundi Dalasýslu, sem haldinn var í Búðardal 16. og 17. maí s.l. Sóttu fundinn sýslunefndar- menn úr hinum 9 hreppum sýslunnar, en í forsæti var Friðjón Þórðarson sýslumaður. Áætlaðar tekjur sýslusjóðs eru 87 þúsund krónur. Á fundinum voru lesnir upp og samþykktir reikningar sýslu- sjóðs einnig reikningar allra hreppa og þeir úrskurðaðir. Hér verður og skýrt frá fleiri mál- um, sem ákveðin voru á fund- inum. Sérstök nefnd, sem haft hefur til meðferðar vegamál sýslunn- ar almennt skilaði áliti og sam- kvæmt því var samþykkt að taka upp nokkra nýja sýsluvegi. Þá voru ítrekaðar áskoranir til Al- þingis um að taka í tölu þjóð- vega veginn fram Laxárdalinn norðan Laxár og veginn í Dag- verðarnes. Þá var skorað á stjórn vegamála ríkisins að láta gera brú á Flekkudalsá á Fellsströnd ekki síðar en á árinu 1957. ENDURBYGGING SÆLINGSDALSLAUGAR. Ungmennasamband Dalamanna sótti um allháan styrk eða 25 þús. kr. til endurbyggingar sund- laugar að Sælingsdalstungu. Hér er um all merkilegt mál að ræða. Bygging núverandi sundlaugar árið 1927 var stórmerkilegt á- tak. Var það fyrsta yfirbyggða sundlaugin, sem byggð var á landinu. Nú er þetta sundlaugar- hús farið að láta mikið á sjá og er það .hugmynd Ungmennasam- bandsins að reisa þarna útisund- laug og félagsheimili. Var fræðsluráði sýslunnar falið að hlutast tll um 1 samráði við Hjálparbeiðni EIN AF ungu konunum, sem missti mann sinn með vélbátnum „Verði" í vetur er mjög bág- stödd. Hún stendur nú ein uppi með þrjú kornung börn. Hún getur ekki stundað vinnu utan heimilis, en opinberir styrkir hrökkva skammt, þegar ekki er á annað að ganga. Ekki er heldur um neina tryggingar að ræða, þar eð maðurinn var aðeins ráð- inn á bátinn til skamms tíma. Vel gæti það orðið til mikils léttis fyrlr þessa ungu konu ef gott fólk vildi veita henni stuðn- ing með fjársöfnun. Margt smátt gerir eitt stórt. Ef margir leggja saman er oft hægt að bæta úr böli og skapa öruggari framtíð- arhorfur, en hitt er þó enn meira virði, að þeir sem mest verða að líða finni samúð og skilning góðra manna og kvenna, þannig skapast að nýju trú á lífið og bjartsýni þeirra, sem þjást. Mun Morgunblaðið veita fram- lögum fólks viðtöku. Göngum heil að göfugu málefni. Árelíus Nielsson. viðkomandi aðilja, að fyrir næsta aðalfund sýslunefndar liggi fyrir ýtarleg áætlun um skipulag og kostnað þeirra mannvirkja til menningar og félagsstarfsemi, sem fyrirhugað er að gera í Laug í Sælingsdal. í sýslunefndinni var ákveðið að hækka um helming styrk til Ungmennasambandsins og hækka verulega styrk til sundkennslu í Hörðudal. En sundfélagið þar hef- ur sundlaug í Laugardal, er skerst út úr Hörðudal. í lögum um dýralækna frá ár- inu 1947 er ákveðið, að dýralækn- ir slculi vera búsettur í Búðar- dal. Ekkert hefur þó verið gert enn til að framkvæma ákvæði (Ljósm. Þ. Th.) laganna þar að lútandi. Er það e. t. v. sérstaklega aðkallandi vegna þess, að mæðiveiki hefur aftur komið upp í hhita af Dala- sýslu. Sýslunefndin ítrekaði nú mjög ákveðið fyrri áskoranir sín- ar til Landbúnaðarráðherra, að láta nú ekki lengur dragast að skipa dýralækni skv. lögunum. Ákveðið var að hækka styrk til Búnaðarsambands Dalamanna um helming. Samþykkt var að mæla með því að Halldóri Þórð- arsyni búfræðinema frá Bieiða- bólstað yrði veittur styrkur úr Þorvaldars j óði. í nefndir var kosið sem hér segir. í vegamálanefnd: Guðmundur Guðmundsson Hóli, Sigtryggur Jónsson Hrappsstöðum, Guðmund ur Ólafsson Ytra Felli og Torfi Sigurðsson Hvítadal. í allsherjanefnd: Jón Sumar- liðason Breiðabólstað, Þorsteinn Jónsson Jörva, Geir Sigurðsson Skerðingsstöðum, Baldur Gcsts- son Ormsstöðum og Kristinn Indriðason Skarði. ÞVERT yfir fsland, frá syðsta og nyrzta kjördæminu teygja sig tveir langir armleggir inn yfir landið, yfir byggðir og öræfi. Það eru óvinir brasWaranna, sem ætla að fara að takast í hendur, valdir fulltrúar hinnar heiðarlegu viðskiptasefnu, sem Hermann Jónasson prédikar. Annan armlegginn á Áki Jakobs- son, frambjóðandi Ilræðslu- bandalagsins á Siglufirði, en hinn Helgi Benediktsson í Vestmanna- eyjum, hin forna fyrirmynd Framsóknar-æskunnar. Áki Jakobsson er gamall línu dansari úr kommúnistaflokkn um. En Alþýðuflokkurinn hefir slátrað alikálfi, Erlendi Þorsteins- syni, og Framsókn öðrum rýr- ari, Jóni Kjartanssyni bæjar stjóra, — fyrri frambjóðendum sínum á Siglufirði — rétt eins og það væri hinn glataði sonur þeirra sambýlishjónanna, sem þau hefðu endurh'eimt. Víst er Áki glataður sonur, en ekki son- ur þeirra, lieldur Stalíns. ★ ★ ★ En gömlu próventuhjónin gleðjast yfir hinu heiðarlega barni, sem þau halda að þau eigi. Þar er nú ekki braskaraeðlið. Það var nú raunar fyrst stað- hæft og loks meðgengið, að hann hefði staðið í makki við kommún- Ágæt hljómleikaiör sinióníu- hljómsveitnrinnnr til Norðurlnnds E' INS OG áður hefur verið skýrt frá efndi Sinfóníuhljómsveit Islands til tónleikaferðar til Norðurlands um hvítasunnuhelg- ina. í förinni voru 34 hljóðfæraleikarar, auk hljómsveitarstjóra, dr. Páls ísólfssonar. Einleikari á tónleikunum nyrðra var Egill Jónsson klarinettleikari. , AÐ SKJÓLBREKKU Flogið var til Akureyrar um hádegi annan hvítasunnudag, og hafði brottförin þá tafizt um 3 klukkustundir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir norðan. Frá flugvellinum á Akureyri var ek- ið rakleitt austur að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Á undan tónleik- unum þar bauð Kirkjukórasam- band Suður-Þingeyjarprófasts- dæmis hljómsveitannönnum til kaffidiykkju, og Páll H. Jónsson skáld og tónskáld á Laugum bauð hljómsveitina velkomna. Tónleik- arnir fóru síðan fram í hinu nýja og myndarlega félagsheimili að Skjólbrekku. Voru þeir vel sóttir, þrátt fyrir að vorannir standa nú sem hæst í sveitinni, og fóru að öllu leyti hið bezta fram. Var hljómsveitinni ákaft fagnað af áheyrendum, og í lok tónleikanna flutti hreppsnefndaroddviti sveit- arinnar, Jón Gauti Pétursson á Gautlöndum, ávarp og þakkaði hljómsveitinni komuna Jón Þór- arinsson framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar þakkaði fyrir hennar hönd hlýleg orð og ágætar móttökur. í AKUREYRARKIRKJU Að þessum tónleikum loknum var ékið tafarlaust til Akureyrar. Félagsmenn í Tónlistarfélagi Ak- ureyrar skiptu hljómsveitarmönn um á milli sín og buðu til kvöld- verðar á heimilum sínum þeim sem ekki áttu kvöldverðarboð hjá vinum eða venzlafólki. Þegar Hræðslu-Bandalag og Helgi Bene- ! diktsson. En að kenna Helga Benedikts- son við brask, það má ekki. Hvað er saklausara en að hann, Fram- sóknarforinginn, reyni að víkka samvinnusviðið með því að láta það einnig ná til kommúnista? Þetta heitir hjá honnm eins og Áka „að leita fyrir sér.“ Hvorki brask né brölt. ★ ★ ★ Er þetta nokkuð annað en það, sem koma skal samkvæmt „stefnu“—skránni? Er það ekki breiðfylking vinstri aflanna, sem kommúnistar fóru fram á fyrir kosningar? Og er það ekki ná- kvæmlega hið sama sem Her- mann Jónasson reyndi FYRIR kosningar, og bæði vill og verð- ur að gera EFTIR kosningar, ef honum á að takast að brölta upp í ráðherrastólinn? Nei, sjáið þið nú bara til pilt- ar, segir Hermann. Ef þið ætlið að fara að kenna Áka og Helga Ben. við brask, þá gætuð þið alveg eins kallað mig braskara. Þeir eru ekki braskarar fremur en ég. Dettur nokkrum manni í hug að kalla það brask, heldur Her- mann áfram, hvernig ég hefi far- ið með dr. Kristin? Gaf ég hon- um ekki stólinn, sem hann situr ista á Siglufirði um að bjóða sig í? Og hvað fékk ég á móti annað fram fyrir þá. En þetta var ekki en hans pólitísku : amvizku? brask hjá blessuðum drengnum. i' Þetta eru heiðarleg viðskipti, ekki Hann var aðeins að leita fyrirj brask. sér um breiðari grundvöll fyrirj Eða var það brask, þegar ég Hræðslubandalagið, af því aði tók til handargagns fyrir kosn- hann var svo hræddur um vel- ingarnar alla stefnuskrá Þjóð- gengni sinna nýju foreldra. varnar í varnarmálunum? Ég Helgi Benediktsson er ekki í gekk í hauginn að fornum sið og séð var, að brottförin frá Reykja- vík mundi tefjast svo sem raun varð á, var tónleikunum á Ak- ureyri frestað um eina klukku- stund, og hófust þeir kl. 10 um kvöldið. Fóru þeir fram í Ak- ureyrarkirkju.^og var hún þétt- skipuð áheyrendum. Kirkjan er sem kunnugt er ein hin glæsileg- asta á landinu, og kom nú einnig í ljós, að hún er hinn ákjósanleg- asti tónleikasalur. Voru þessir tónleikar mjög vel heppnaðir og hinir ánægjulegustu í alla staði. í lok tónleikanna kvaddi sér hljóðs Þórarinn Björnsson skóla- meistari og ávarpaði hljómsveit- ina með fagurri ræðu. Jón Þór- arinsson þakkaði fyrir hönd hljómsveitarinnar ávarp skóla- meistara, svo og stjórn Tónlistar- félags Akureyrar fyrir ágæta samvinnu við undirbúning tón- leikanna og einstökum félags- mönnum rausnarlegar móttökur. ÁGÆT FÖR Eftir tónleikana bauð stjórn Tónlistarfélagsins til kaffi- drykkju í gildaskála Hótel KEA og flutti þar ræðu formaður fé- lagsins, Stefán Ágúst Kristjáns- son, en dr. Páll ísólfsson svaraði. Hljómsveitarmenn flugu flestir heimleiðis um kl. 2 um nóttina. Tónleikaför þessi tókst í alla staði svo vel sem bezt verður á kosið og mun verða minnisstæð bæði þeim, sem þátt tóku í henni, og þeim sem sóttu tónleika Sin- fóníuhljómsveitarinnar nyrðra. kjöri í þessum kosnirigum, jafn sjálfsagður fulltrúi Ilræðslu- bandalagsins sem hann þó sýn- ist vera. ★ ★ ★ Um það hefir verið deilt, hvers- vegna þetta héti Hræðslubanda- lag. Að því er Helga snertir er slík deila þó ástæðulaus. Alþýðu- blaðið hamrar á því, að menn eigi að vera HRÆDDIR VIÐ frambjóðendur þess. Margir eru hræddir við Helga, — viðskipta vinirnir. Og Helgi er HRÆDDUR SJÁLFUR. Auk margs annars við það, að Hræðslubandalagið hafi enga von um að koma að manni í Vestmannaeyjum. Því hefir hann unnið að því leynt og ljóst, að afla frambjóðanda kommún- ista fylgis meðal sinna hræddu vina. — Loks er Hræðslubanda- lagið sjálft HRÆTT UM Helga, — að hann missi kjörgengið, þeg ar minnst vonum varir. Líklega hefir það ráðið úrslitum um að hann fékk ekki að bjóða sig fram. En Vestmannacyingar þekkja sameiginlega fangamarkið „H.B.“, náði saxinu góða af draugsa. En ég Iét Framsókn borga Þjóðvörn með öðrum hníf — í bakið. Þetta hétu hnífakaup í mínu ungdæmi. ★ ★ ★ Og varla fer nokkur maður að kalla það brask, þótt ég léti Framsókn og fjósamann hennar skiptast á nokkrum sauðum fyrir kosningarnar. Endilanga strand- lengjuna, allt frá Akureyri aust- ur um land og að landamærum Gullbringu- og Kjósarsýslu er hver kratakind soramörkuð und- ir okkur. Það er fögur sjón. Hvað um það, þótt við vikjum fjósamanninum nokkrum geld- ám vestanlands og norðan? Ekki er það brask, þótt við viljum eiga þarfan þjón á þingi. Og hvernig ætti Alþýðu-Fjósi að koma nokkrum manni á þing áa okkar aðstoðar. Hermann lítur upp úr eintal- inu með breiðu brosi og horfir inn yfir jöklana. Hann sér hendur Áka Jakobs- sonar og Helga Benediktssonar mætast í hlýju handtaki yfir Þjófadölum. ÞJikiö um rer a Mosielissveit Refaveiðarnar hefjasf um næslu mánaðamó! MOSFELLSSVEIT er nú mjög mikið um ref, og ekki minna en í fyrravor, eftir því sem grenjaskytta þeirra Mosfellssveit- armanna tjáði Morgunblaðinu í gær, en það er bóndinn að Miðdal Tryggvi Einarsson. I FLAKKA NIÐUR Á MILLI BÆJA Er refurinn nú orðinn svo ágengur, að hann er mjög farinn að ónáða fé, einkanlega lambær. Er orðin algeng sjón að sjá rebba vera á flakki niður á milli bæja. REFAVEIÐARNAR AÐ IIEFJAST Refaveiðarnar fara nú að hefj ast, eða um næstu mánaðamót. Er þess nú aðeins beðið að yrðling- arnir stáipist í grenjunum, svo hægt sé að „hreinsa þau“, eins og það er kallað. SKAUT REF VIÐ KRÓKATJÖRN Síðastliðinn fimmtudag skaut Tryggvi bóndi fullorðinn ref, við Krókatjörn, rétt fyrir ofan Mið- dal, skammt frá gamla Þingvalla veginum. Hafði hann þar gerzt mjög ágengur við fé. Þessi tjörn var rangt nefnd í frétt í blaðinu í fyrradag og nefnd Gleraugna- tjörn. Á þessum slóðum voru 1 fyrravor skotnir 36 refir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.