Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 2
MORGVISBLAÐIÐ í'ímmtudagur 14. júni 1956 LONDON i gær. — Shepiloff, hinn nýi utanríkisráðherra Rússa ogr sérfræðingur þeirra í málefn- um Austurlanda nær, ætlar að koma við í Aþenu á heimleið frá Egyptalandi. Þar mun hann enn gera hrið að Atlantshafsbanda- laginu, en á það leggja Sovétrík- in höfuðkapp um þessar mundir að leggja NATO að velli. Færeyskur togari með metaf la FYRIR nokkru var skýrt frá því í Þórshafnarblaðinu „Dagblaðið“ að færeyski nýsköpunartogarinn Fiskanes, sem er rúmlega árs- gamall, hefði sett aflamet. Segir blaðið, að á þessu ári hafi Fiskanes alls landað 2580 tonnum af fiski og myndi það vera afla- met nýsköpunartogara. Blaðið getur þess að heimildir séu fyrir því að einn hinna risa stóru frönsku togara muni hafa verið með 2600 tonna ársafla. Segir blaðið afla Fiskaness vera salt- fisk. Við þessa frétt er svo sem engu að bæta, en fróðlegt væri að vita hvaða ísl. togari væri með mestan afla eftir eins árs veiðar. AÞENU, 12. júní: — Gríski utan- ríkisráðherrann lýsti yfir bví í dag, að ekkert væri hæft í þeim orðrómi, að Grikkir og Bretar hefðu rætt Kýpurdeiluna á laun undanfarið. Ágætur og fjölsóttur fundur í Garbakreppi Hreppsbúar eindregnír i stubningi við Sjálfsfæðisflokkinn AF A R fjölmennur kjósendafundur var haldinn í Garða- og Bessastaðahreppi á Álftanesi í fyrrakvöld. Á fundinum mætti töluvert á annað hundrað manns, sem sýndi nær einróma stuðning við þingmann kjördæmisins, Ólaf Thors, forsætisráðherra. Miklar umræður urðu á fundinum, sem stóð til kl. tæplega eitt eftir mið- nætti. Framsöguræðu fluttu þeir Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Jóhann Hafstein, alþm. Fluttu þeir báðir langar og ýtarlegar ræður um helztu málefni kosningabaráttunnar og stjórnmálaþróunar und- anfarinna ára. Var báðum ræðumönnum afburða vel tekið af fundarmönnum. ’Að framsöguræðum loknum tóku nokkrir hreppsbúar til máls. Eyjólfur Jóhannsson, framkv.stj., flutti glögga ræðu um ýmis mál- efni héraðsbúa og forgöngu Ólafs Thors við úrlausn þeirra jafn- framt því, sem hann rakti ýmis atriði í forustu Ólafs í lands- stjórnarmálum. Þá talaði Haraldur Sigurðsson, Steinsholti, sem verið hefur and- stæðingur Sjálfstæðismanna — sagðist að vísu hafa sitt hvað enn út á þá að setja — en endaði mál sitt með yfirlýsingu um það, að hann mundi nú að þessu sinni kjósa Ólaf Thors. KOMMÚNISTI „UTAN FLOKKA“! Einn íundarmanna, Jóhann Sumarskóli MR. EDWIN C. BOLT er vænt- anlegur hingað í dag, 14. júní, og mun sumarskóli Guðspekifélags- ins að Hlíðardal byrja tveim dög- stöðu hreppbúa með Sjálfstæðis um síðar, hinn 16. júní. Lagt verð ur af stað frá Guðspekifélagshús- inu sama dag, kl. 2 e. h. — Fólk er beðið að mæta stundvíslega með farangur sinn, svo að hægt verði að leggja af stað stund- víslega. Að sumarskólanum loknum mun Mr. Bolt halda nokkra fyr- irlestra hér í Reykjavík. Hallgrímsson, sagðist ekki tala fyrir neinn flokk, en fundarmenn brostu af því að þarna var á ferðinni umboðsmaður „þjóðar- innar“ á Þórsgötu 1, sem eins og aðrir kommúnisíar viija nú ekki lengur kannast við fylgi sitt við kommúnismann. Fékk þessi flugu maður kommúnismans verð- skuldaða hirtingu hjá Ólafi Thors — en fundarmenn vorkenndb véslings manninum. EINDREGINN STUÐNINGUR VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN Þá töluðu þrír fundarmanna, Þórður Reykdal á Lindbergi, Gunnar Sveinbjörnsson, Brekku, og Einar Halldórsson, bóndi, Set- bergi, sem allir fluttu ágætar ræður til stuðnings Ólafi Thors og Sjálfstæðisflokknum. í lok fundarins talaði forsætis- ráðherra öðru sinni- og var hon- um óspart fagnað af fundar- mönnum. Fundurinn var mjög ánægju- legur og sýndi eindregna sam- flokknum og alveg sérstaklega með Ólafi Thors. Fundarstjóri var Einar Hall- dórsson, Setbergi. Það, sem Tíminn skrökvar um land- búnaðarvélarnar ÞAÐ HEFUR verið eitt af rógsmálum Tímans að í ár hafi verið torvelduð gjaldeyrissala til kaups á landbúnaðar- vélum. Enn vitnar „Tírninn" í árið 1953, sem hafi verið hið gullna og góða ár í þessum efnum eins og öðru, sem varðar gjaldeyri. Það er rétt að láta opinberar tölur tala um þetta efni, svo allt verði ljóst: Á árinu 1953 nam gjaldeyrissala vegna kaupa á land- búnaðarvélum, sem eru á frílista eða leyfisbundnar, og varahlutum til þeirra 3,6 millj. kr., 1954, 9,8 millj. kr., og 1955, 15,4 millj. kr. og FYRSTU FIMM MÁNUÐI ÞESSA ÁRS 17.9 miilj. eða a. m. k. hérumbil 5 sinnum meira en á sama tíma árið 1953. Samt talar „Tíminn“ um torveldun á gjaldeyrissölu vegna kaupa á landbúnaðarvélum. „Tíminn“ segir líka að nú sé kominn „svartur markaður" á hjólbarða og er raunar ekki óeðlilegt þó ýmsir góðir Framsóknarmenn hér í Reykjavík yrðu fyrstir til að finna lyktina af ÞEIM markaði. En skýrslur gjaldeyrisbankanna sýna að árið 1953 námu gjaldeyrisútlát til hjólbarðakaupa 3.3 millj. kr,, árið 1954, 4.8 miilj. kr., 1955, 3 miilj. kr. og FYRSTU FIMM MÁNUÐI ÞESSA ÁRS 4.1 millj. kr. eða tæpri 1 millj. kr. meira en á sama tíma árið 1953. Það ætti að vera of sncmmt fyrir Framsóknarmenn að hlakka yfir svörtum markaði á hjólbörðum. En ef þeir kom- ast sjálfir til valda, stendur vafalaust ekki lengi á því að þeir skapi slíkan markað. Flugmálin ið svo mjög bætt að heita má að um gerbyltingu hafi verið að ræða. Það, sem gerzt hefur í þessu efni er í stuttu máli það að komið hefur verið upp flugvitum og talstöðvum í sambandi vð þá, til leðbeiningar fyrir flugvélarnar. Jafnframt hefur öll leiðbeiningar starfsemi á jörðu aukizt mjög mikið, svo sem með nýrri flug- stjórnarmiðstöð á Akureyri, sem Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í kvöld MIKIL eftirspurn hefir verið eftir aðgöngumiðum að tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, sem haldnir verða í Þjóð- leikhúsinu í kvöld kl. 8,30. Eru þeir glæsilegustu, sem Sinfóníu- hljómsveitin hefir haldið, enda hefir verið til þeirra vandað svo sem frekast er kostur. eftir Weber, og loks forleikur að tónleikarnir líka óvenju athyglis- óperunni „Tannháuser“ eftir verðir, því að bæði er efnisskráin mjög fjölbreytt og nýstárleg. og auk þess kemur fram í fyrsta skipti á þessum tónleikum þýzki hljómsveitarstjórinn Wilhelm Schleuning. Hann er víðkunnur hljómsveitarstjóri í Þýzkalandi og hefir auk þess stjórnað tón- leikum og óperusýningum víða um Evrópu og hvarvetna getið sér hið bezta orð. Sérstaka athygli munu vekja á þessum tónleikum tvö verk eftir Stravinsky: Hið fyrra er Pulcin- ella, ballett-svíta, samin upp úr stefjum eftir Pergolesi, en hann er m. a. höfundur óperunnar „Ráðskonuríki", sein nýlega hefir verið sýnd hér viða um iand á vegum Rikisútvarpsins og alls staðar vakið hinn mesta fögnuð. Hitt verkið eftir Stravinsky er „Eldfuglinn", eitt glæsilegasta tónverk hans og hið fyrsta, er vann honum heimsfrægð. Önnur viðfangsefni eru tilbrigði eftir Brahms um stef eítir Joseph Haydn, sem flestir Brahms-unn- endur telja meðai fegurstu verka tónskáldsins, þá tvær stórbrotnar óperuaríur, sem Þorsteinn Hannesson syngur með hljóm- sveitinni, önnur úr „Fidelio" eftir Beethoven en hin úr „Freischiitz" blaðið hefir fregnað, að þessir tónleikar muni verða einhverjir Wagner. Forráðamenn Sinfóníuhljóm- sveitarinnar telja, eftir því sem Rógsherferð Tímans gegn slysavarnardeild mólmælf FYRIR nokkrum dögum birtist í Framsóknarblaðinu Tímanum svo rætin og ógeðfelld árásar- grein á fund, sem haldinn var í slysavarnardeildinni - Unni á Patreksfirði, að stjórn slysavarn- ardeildarinnar hefur ekki getað látið hjá líða að mótmæla svo svívirðilegum rætnisskrifum um slysávamastarfsemi. Vegna róg- burðargreinar þessarar hafa Mbl. borizt eftirfarandi athugasemdir: Athugasemd frá Magnúsi Sig- urðssyni: Skólaslit Húsmæðra- skóla Reykjavíkur í GÆRDAG fóru fram skólaslit Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Var þar með lokið 15. starfsári skólans. í vetur stunduðu nám : skólanum 189 stúlkur. Voru 40 þeirra í heimavist, 48 í dagskól- anum og 101 á kvöldnámskeiðum. FÆRÐU SKÓLANUM BLÓMAGJAFIR Viðstaddir skólaslitin að þessu sinni, voru 10 og 5 ára nemendur skólans. Færðu þeir skólanum mjög fagrar blómakörfur. Einnig færðu heimavistarnemendur sið- astliðins vetrar skólastjóranum blómakörfu við skólaslitin. BAUÐ GESTI VELKOMNA Skólastjórinn, frk. Katrín Helgadóttir, bauð gesti velkomna. Þakkaði blómagjafirnar og hlý- hug í garð skólans. Ræddi hún um starf skóJans í stórum drátt- um. Engin breyting hefur orðið á kennaraliði skólans þetta ár, og kvað skólastjórinn samstarf kennara hafa verið með ágætum og þakkaði hún þeim samvinn- una. „AUÐS AFLAR IÐIN HÖND“ Vék hún síðan tali sínu til^. Ég harnia það, að erindi mitt um slysavarna og mannúðar- mál skuli vera notað í Tíman- um til ómaklegrar árásar á slysavarnarsveitina og reynt meS því að sundra einingu samtakanna, auk þeirrar lítils- virðingar á dómgreind um 60 félagskvenna, er sátu fund- inn. Hefði verið mannlegra að beina örvum illgirninnar beint að mér. Síðar mun ég svara róggrein þessari nánar. Magnús Sigurðsson. Athugasemd frá stjórn slysa- varnardeildarinnar Unnar: Undirritaðar í stjórn kvenna deildarinnar Unnar á Patreks- firði, lýsum því yfir, að við teljum það ekki samboðið virð ingu okkar né þess málefnis, sem við vinnum fyrir að svara jafn svívirðilegum rógi, sem borinn er á deUdina í dagblað- inu Tíminn 12. júní, af manni, sem ekki þorir að láta nafns síns getið. í stjóm slysavarnardeildarinnar: Þórunn Sigurðardóttir, Kristbjörg Olsen, Sigríður O. Hansen. hinna nýútskrifuðu nemenda. — Þakkaði hún þeim samveruna í vetur og komst svo að orði í ræðu sinhi: Ekkert starf er svo smátt, að ekki beri að leggja við það alúð, því sannarlega mun hvert verk lofa eða lasta þann, sem leysir það af hendi. Við dáum vinnuna, og það á hún sannarlega skilið, því auðs aflar iðin hönd og stjórnsemin stjórn- ar búi. Hér hefur mikið verið unnið í vetur. Reynizt nú vaxnar því starfi sem lífið mun leggja ykkur á herðar, því alla tíð ber að muna, að heimilin eru horn- steinar þjóðfélagsins og hús- mæðurnar þar, hinn skapandi máttur. Sagði skólastjórinn skól- anum síðan slitið. RAUSNARLEGAR VEITINGAR Að skólaslitunum loknum, var gestum og nemendum boðið til kaffidrylckju í salarkynnum skól- ans. Voru þar frambornar rausn- arlegar veitingar. nær til flugvéla yfir norður og norð-austurhluta landsins. Áður var aðeins ein slík miðstöð á Reykjavíkurflugvelli, en hún náði ekki til flugvéla, að jafnaði, nema svo sem hálfa leið til Akureyrar. Liggur í augum uppi að hér hefur flugöryggið verið bætt stórkost- lega. f sambandi við flugöryggið hef- ur verið komið upp ratsjártækj- um í sambandi við flugvöllinn á Akureyri og er fyrirhugað að koma slíkum tækjum upþ við fleiri flugvelli. FLUGUMFERÐIN Eins og öllum er vitanlegt hefur notkun flugvéla í land- inu stóraukizt á síðustu árum og má þakka það því sem áður var talið, aukningu flug- valla og bættu flugöryggi. Síðan 1953 að Ingólfur Jónsson tók við stjórn flugmálanna hefur tala farþega með flugvélum auk- izt um 35% og er það gífurleg aukning á svo skömmum tíma. Á þessu ári má búast við að flug- vélarnar muni flytja um 80 þús- und manns þða sem svarar helm- ingi allra íslendinga og er þá utanlandsflug vitaskuld meðtalið. Auk þessa sem talið hefur ver- ið mætti telja ýmislegt fleiri við- víkjandi flugmálunum sem komið hefur verið til leiðar í ráðherra- tíð Ingólfs Jónssonar, en margt af því er tæknilegs eðlis, sem ekki er unnt að gera grein fyrir í blaðagrein eða er að öðru leyti þess eðlis, að of langt yrði að rekja það allt. Af þeim dæmum, sem þegar hafa vcrið tekin um þá ger- byltingu, sem hefur orðið í flugmálum landsins undir sljórn Ingólfs Jórtssonar. ætti það að vera nægilega Ijóst, hve öflugan stuðning hann hefur veitt flugmálunum, sem eru orðin svo þýðingarmikill þátt- ur í lífi landsmanna. WASHINGTON, 12. júní: — Eisenhower forseti hvatti Banda- ríkjaþing til að breyta samþykkt inni um að skera efnahagslega aðstoð við erlend ríki niður um 1,1 miljarð dollara. Fól forsetinn ráðgjafa sínum, Sherman Adams, að ræða við leiðtoga beggja flokk- anna í þinginu um þessi mál. Líðan Eisenhowers eftir skurð- aðgerðina er góð, og hefir hann nú daglega fótavist. Hann ræddi við ráðgjafa sína í dag. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.