Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 4
4 MORCVNBT/AÐIÐ Fimmtudak'ur 14. júnt 1956 STAKA Foringinn Hermann telst aðeins miðiungi merkur, því mestur hiuti lífs hans er valdastrit. En Hermann er glíminn og Hermann er feikna sterkur en helúur lítið fyrir skynsemi og vit. Og hann hefar ekki þurft þess í Framsóknarflokknum, því flokkurinn spilar lítið á slíkar nótur. Hans ideal af yfirgeneral sínum er iign af heila, en tröllaukinn vinstri fótur. I dag er 166. dagur ársins. Fimmiudagur 14. júní. 9. vika sumars. Árdegisílæði kl. 10,42. Siðdegisfiæ&i kl. 23,02. SlysavarSstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á sama stað kl. 18—8. — Sími 5030. NæturvörSur er í Reykjavikur- apóteki, sími 1760. Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austurbæj- ar og Vesturbæjar-apótek opin daglega tii kl. 8, nema á laugar- dögum til kl. 4. Holts-apótelc er op- ið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13— 16,00. — • Veðrið • I gær var hægviðri um allt land og víða léttskýjað við strönd ina. Smáskúrir sums staðar í inn- sveitum. Kl. 15.00 var 9 stiga hiti í Reykjavík. 8 stig á Akur- eyri, 7 sig á Galtarvita og 6 stig á Dalatanga. Heitast var á Eyr- arbakka 13 stig, en kaldast á Dalatanga 6 stig. Hiti í London kl. 12 var 15 stig, París 15, Berlin 19, Kaup- mannahöfn 16, Stokkhólmi 15, Osló 14 Þórshöfn 17 og New York 23 stig. • Afmæli • í dag er Sigurður Jónasson, • bóndi í Svansvrk í Reykjafjarð-1 arhreppi 70 ára. Sigurður er fæddur hér í Reylcjahreppi og hefir alið áilan aldur sinn þar og búið um 40 ár, jafnan í röð fremstu bænda sveitarinnar. Dug legur og framsýnn um marga hluti er Sigurður. Tekið hefir hann mikinn þátt I opinberum störfum í sveit sinni. Var um langt skeið hreppsnefndarmaður o.fl. Kvæntur er Sigurður Berg- þóru Jónsdóttur hinni mestu mvndarkonu. Flefir heimili 'þeirra orð á sér fyrir myndarbrag. P. P. Sextug verður í dag frú Ingi- gerður Þorsteinsdóttir, ekkja Oddg Magnússonar bónda í Skaftafelli. í dag er frú Ingigerð ur stödd á heimili bróður síns, Guðjóns, Heilu á Rangárvöllum. • Brúðkaup • Föstudaginn 15. þ.m. verða gef- in saman í hjónaband í Canada, Lilja Maria Eylands (Valdimars J. Eylands), 686 Banning St., Winnipeg og Barry Bruce Day. S.l. sunnudag voru géfin saman' af séra Garðari Svavarssyni ung frú Þuríður Björnsdóttir og Kjart an Baldvinsson. Heimili þeirra verður að Grundargerði 10. • Hjónaefni • S. 1. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Guðbjörg Guð- jónsdóttir, verzlunarmær, Rauð- arárstíg 30 og Eðvarð Ólafsson, rafvirkjanemi, Kirkjuvegi 9, — Hafnarfirði. S. 1. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Minný Péturs- dóttir frá Akranesi og Svanberg Finnbogason frá Dýrafirði. Á sjómannadaginn opinberuðu trúlofun sína ungfrú Katrin Jó- hannsdóttir, skrifstofum., Ránar- götu 3 og stud. med. Egill Jacob- sen, Ránargötu 26. Garðar Gíslason, stórkaup- maður og kona hans eru stödd hér í bænum. — Þau er að hitta í Þjóðleikhúskjallaran um í dag, fimmtudag 14. júni, kl. 3,30 til 5,30 e.h. Það er sjúkt skemmtanalíf, þar sem áfengi er í hávegum haft. — TJmdzemisstúlcan. • Skipaíréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss var væntanlegur til Reykjavíkur á miðnætti 13. þ.m. Dettifoss fór frá Hull 8. þ.m. til Leningrad og Kotka. Fjallfoss fór frá Rotterdam 12. þ.m. til Ham- borgar. Goðafoss fór frá Reykja- vik 11. þ.m. til New York. Gull- foss fór frá Leith 12. þ.m. til Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Siglufirði í gærdag til Dalvík ur, Húsavíkur, Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og þaðan til Ham borgar og Leningrad. Reykjafoss fór frá Húsavík í gærmorgun til Faxaflóahafna. Tröllafoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Siglu- fjarðar og Akureyrar og þaðan til Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Tungufoss er í Reykjavík. Skipadeild S. í. S.: Hvasaafell er í Stettin. Arnar- fell er í Þorlákshöfn. Jökulfell er í Hamborg. Dlsarfell er í Sku- denes fer áleiðis til Austur-Þýzka- lands og Riga. Litlafell losar á Norðurlandahöfnum. Helgafeli er á ísafirði. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er væntanleg til Reykja- víkur í kvöld. • Flugíerðir • Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 17,45 í dag frá Hamborg og Kaup mannahöfn. Flugvélin fer til Glas gow og London kl. 08,00 í fyrra- málið. Væntanleg aftur til Rvíkur kl. 23,45 sama dag. Sólfaxi fer til Osló og Kaupmannahafnar kl. 11,00 í fyrramálið. — Innanlands- flug: 1 dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egils- staða, Isafjarðar, Kópaskers, Pat reksf jarðar, Sauðárkrólcs og Vest- mannaeyja (2 ferðir). — Á morg- un er ráðgert að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Egilsstuða, Fag- urhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavík ur, Hornafjarðar, ísafjarðar, — ICirkjubæjarklausturs,' Vestmanna eyja (2 ferðir) og Þingeyrar. I.oflleiðir h.f.: Edda er væntanleg kl. 09,00 í dag frá New York. Flugvélin fer kl. 10,30 áleiðis til Osló og Luxem- borgar. Saga er væntanleg kl. 19,00 frá Hamborg, Kaupmanna- höfn og Bergen. Flugvélin fer kl. 20,30 til New York. Stúdentar M.R. 1951 halda skemmtifund í kvöld kl. 9 í Tjarnarkaffi, uppi. Frá Fjáreigendafélaginu Breiðholtsgirðingin verður smöl uð á laugardaginn kemur kl. 2. Áríðandi er, að allir, sem eiga fé í girðingunni, mæti við smölunina, því að allt geldfé verður tekið úr girðingunni og fllutt til fjalls. Orð lífsins: Að endingu, hræður, allt sem er satt, allt sem er sómasamlegt, allt sem er rétt, allt sem er hreint, allt Sönn veiðtsaga. Stangaveiðimaður í Noregi fór á silungsveiðar upp til heiða og hafði ófríska konu sína með. Hann var stöðugt að veiða oy þegar frúin varð lasinn og þurfti í skyndi að fara til borgarinnar, lét hann það ekki á sig fá, en hélt veiðunum áfram. Eftir að 8 dag- ar voru liðnir frá burtför konunn ar, sendi hann svohljóðandi skey ti: — Met í dag — 6 punda urriði. — Framúrskarandi fríður. Daginn eftir fékk hann svar- skeyti, svohljóðandi: — Metið slegið — 9 punda drengur — ófríður — líkur þér. ★ —- Heldur þú að maður geti orðið vitlaus af ást? — Á því er enginn vafi, annars myndi enginn gifta sig. ★ Sjálfskaparvíti. — Dóttir yðar hefur lofað að verða konan mín. — Nú, já, það þýðir ekki að koma til mín, ég hef enga samúð með yður. Þér máttuð vita, að illt hlytist af þessu hangái yðar hér fimm kvöld í viku. sem er alskuvert, allt sem er gotí afspurnar, hvað sem er dyggð, og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. (Fil. 4, 8.). Frá Verzlunarmannafél. Reykjavíkur Gróðursetningarferð í Heiðmörk í kvöld. Lagt af stað frá húsi fé- lagsins í Vonarstræti 4 kl. 7. — Félagsmenn fjölmenni. — Stj. Gagnfræðaskólanum £ Vonarstræti verður sagt upp fósfcudaginn 15. júnl kl. 11 f.h. • Útvarpið • Fimmtudagur 14. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Danslög (plötur) 20.30 Tónleikar (plötur). — 20,50 Erindi: Veðrið í maí o. fl. (Páll Bergþórsson veðurfræðingur). — 21.15 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Svartfugl“ eftir Gunnar Gunnarsson; XVIII. (FT"1' undur les). 22,10 „Baskerv' hundurinn“, saga eftir Sir A hur Conan Doyle; XII. (Þorste'nn Hannesson les). 22,30 Sinfón' ’ ir tónleikar (plötur). — 23,10 Dag- skrárlok. Fösludagur 15. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 11.15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 20,30 Tónleikar Sinfón- iuhljómsveitar íslands í Þjóðleik- húsinu; fyrri hluti. Stjórnandi: Wilhelm Schleuning. 21,10 Upp- lestur: Indriði Indriðason les. vor- lcvæði eftir Gunnar S. Hafdal. — 21,25 Samsöngur: Comedian Har- monists syngja (plötur). 21,45 Náttúrlegir hlutir (Ingólfur Da- víðsson magister). 22,10 Garð- yrkjuþáttur: Þorvaldur Þorstelns- son framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrlcjumanna talar um fram- leiðslu og sölu grænmetis. 22,25 Létt lög (plötur). — 23,00 Dag- skrárlok. yður lil þrefaldrar liamingjti, herra GuSmundur. ★ Skoti. — Hvers vegna tekurðu svona löng skref, strákur, þegar þú geng ur upp stigann, sagði Slcoti við son sinn. — Það geri ég til að spara tepp ið, faðir minn. — Gott, gott, drengur minn, en gættu þess að rífa ekki buxurnar þínar. ★ vncrtgurJiajjhw FERDIIMAIMD Of stórar buxur Bjartsýni. — Hvað marga ert þú búinn að fá?, spurði forvitinn náungi, veiði- mann, er var að dorga. —- Ef ég næ í þennan sem ég er að reyna við núna og einn í við- hót, þá verð ég húinn að fá tvo. ★ Og enn meiri bjartsýni. — I gær munaði litlu að ég eign aðist híl. — — Nú, hvernig stóð á því? — Þegar ég lcom út, stóð nýr Fofd fyrir framan húsið hjá mér. Eg þekkti eigandann og sagði við hann: „Viltu gefa mér bílinn?“ — Og þú skilur, ef hann hefði sagt já, í stað þess'að segja nei, þá ætti ég bílinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.