Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 8
8 MORCUNHLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júnl 195§ Áttrœður í dag: Garðar Gíslason stórkaupmaður GARÐAH GÍSLASON stórkaup- maSur er áttræður í dag. í hálfa öld hefur hann komið mjög mikið við íslenzka verzlunarsögu. Hann hefur verið brautryðjandi á ýmsum sviðum í íslenzku við- skiptalífi. Hann hófst af sjálfum sér og kom með framsýni og hagsýnifótum undii umfangs- mikil og öflug fyrirtæki. Hann rak bæði innflutnings- og útflutn- ingsverzlun og fekkst ekki sízt við sölu íslenzkra afurða og aflaði þeim markaða víða um lönd og lagði mikla áherzlu á vöruvönd- un. Heildverzlun hans hér í Reykjavík er löngu þjóðkunnugt fyrirtæki og traust. Á seinni ár- um rak Garðar einnig aðra sjálf- stæða verzlun í New York og rekur enn, um skeið með útibúi í Suður-Ameríku og rak viðskipti víða um lönd, m. a. talsvert við Austurlönd. Hafði hann þá um- fangsmiklar skrifstofur og margt fólk í þjónustu sinni vestra. Garðar Gíslason stofnaði um- boðsverzlun í Leith 1901 og seldi ýmsar íslenzkar afurðir í Bret- landi. Hann setti upp útibú í Reykjavík 1903 og fluttist sjálfur heim hingað 1909. Hér í Reykja- vík bjó hann og starfaði lengi. Átti hann og fyrri kona hans, frú Þóra, hér hið fegursta heimili, þar sem vinir þeirra mættust við rausn og mannfagnað. Frú Þóra var hin ágætasta kona og hug- 'úfi þeirra, sem þekktu hana. Af íslenzkri verzlun er mikil uga og merk frá því hófst ís- jnzkt verzlunarfrelsi og mikil aunasaga og hetjusaga í senn af jaráttunni, sem á undan hafði arið fyrir því að öðlast þá Jrjálsu, íslenzku verzlun. Verzl- unarfrelsið er ekki nema aldar- gamalt og lengi framan af þeim tíma var enn þröngt um íslenzka verzlun. Um seinustu aldamót og upp úr þeim hefst fyrir alvöru sá uppgangstími, sem síðan hefur staðið, með ýmsum sveiflum að vísu, en allt um það skapað nýtt líf, nýja velmegun og nýja, þrótt- mikla trú á landið og möguleika þess og framtíð. íslendingar tóku sjálfir í sínar hendur verzlunina á undra skömmum tíma, um- steyptu hana og endurbættu, gerðu hana þjóðlega og trausta og felldu hana að kröfum og þörfum þjóðarinnar sjálfrar, og allur arður verzlunarinnar lenti nú í landinu sjálfu. Þetta er af- rek þeirra, sem gerðu heildverzl- unina íslenzka. í þeirra hóp var Garðar Gíslason brautryðjandi, einn af þeim, sem mest lagði af mörkum ,kom með margar nýj- ungar og hlífði sér hvergi. Ég kann ekki sögu fyrirtækja iians í einstökum atriðum. Sjálfur ætti hann að skrifa minningar sínar, því að saga hans er mikill þáttur í allri verzlunarsögu þjóð- arinnar á starfstíma hans. Bræð- ur hans tveir, sem fallnir eru frá, skrifuðu, hvor á sína vísu, fork- unnar góðar og fróðlegar minn- ingabækur, þeir Ingólfur læknir og séra Ásmundur, og Garðar kann líka vel að segja frá. Auk verzlunarinnar sjálfrar hefur Garðar Gíslason látið til sin taka ýmis önnur mál, einkum þau, sem skyld eru viðskiptum. Er þar fyrst að nefna samgöngu- mál. Hann átti hlut að stofnun Eimskipafélagsins og var í fyrstu stjórn þess. Hann var líka einn af þeim fyrstu, sem létu flugmálin til sín taka. Skólamál verzlunar- stéttarinnar hafa einnig verið áhugamái hans og var hann lengi í stjórn Verzlunarskólans og beitti sér á sínum tíma fyrir kaupum á nýju skólahúsi. Hér er þess enginn kostur að skrifa ítarlega ævi Garðars Gísla- sonar. Hann cr nú staddur hér heima á áttræðisafmæli sínu, en hefur seinni árin verið búsettur í New York. Haía margir landar notið þar gestrisni hans og konu bónda, sem hans, og langar mig í því sambandi sérstaklega að minnast Garðars, sem húsbónda hinna ungu og óreyndu. Frábær prúðmennska hans og skilningur einkennir hann í því efni eins og öðru, flestum eða öllum öðr- um betur. Ég minnist hans líka sem athafnamannsins. Dugnaður hans og elja eru óþrjótandi og óhemju starfsmaður er hann að hverju, sem hann gengur, hvort heldur það er fyrir sjálfan hann eða verk, sem honum hafa verið falin innan séttarinnar. Garðar Gíslason hefur alla tíð verið farsæll kaupsýslumaður og notið mikils álits innan stéttar- innar, sem utan. Ég hefi, sem starfsmaður hans í öll þessi ár, hlotið að fylgjast með starfshátt- um hans, sem og gangi verzlunar- innar jafnt á velgengnisárum, sem þeim erfiðari og ávallt fund- ið inn á sama hugarfarið, — hvernig sem annars áraði í verzl- un hans, — skyldurækni og heið- arleik í öllum viðskiptum, jafnt gagnvart útlendum, sem innlend- um viðskiptamönnum. En slík- um mönnum, sem honum verður þá líka stundum það á, að vænta þess sama af öðrum. Flestir þekkja þá hlið við- skiptalífsins að á löngum og oft ströngum starfsferli athaina- mannsins vilja á stundum koma fyrir óhöpp, sem ekki er mögu- legt að sjá fyrir, er þá allmisjafnt hvernig við slíku er brugðizt. — Þekki ég engan, sem hann ■— að öðrum ólöstuðum — sem betur hefir tekizt að ráða fram úr þeim vanda að gera alla ánægða. Á þeim 55 árum, sem liðin eru síðan Garðar Gíslason byrjaði verzlun sína, er óhætt að fullyrða að oft hafi verið á brattann að sækja og við margvíslega erfið- leika að stríða, og um Garðar Gíslason má segja, að hann hafi verið einn af vormönnum okkar í hinni íslenzku verzlunarstétt. Hvað, sem segja má annað um þann stóra hóp, sem hin frjálsa islenzka verzlunarstétt er orðin á þessum árum, er það óbilandi sannfæring mín, að hún hafi alla tíð haft af að státa fjölmörgum ágætismönnum, sem unnið hafa ævistarf sitt með þeim ágætum að Ijóma leggur af, — og á Garð- ar Gíslason þar veglegan og var- anlegan sess. Það fer því varla hjá því, að þegar verzlunarsaga íslendinga verður skráð, verði þáttar hans þar getið, enda erfitt að sjá, hvernig sú saga yrði skráð án þess. Að endingu óska ég þess alls hugar, að ævikvöld Garðars Gísla sonar verði fagurt og heiðríkt og fjölskyldu hans allri óska ég gæfu og gengis um alla framtíð. Þorsteinn Jónsson. Garðar Gíslason, stórkaupmaður hans, frú Pinu. Hún er listelsk og fyrirmannleg kona, sem búið hefur manni sínum gott heimili í önnum dagsins. Því að enn er Garðar Gíslason starfandi maður, þótt nokkuð hafi hann dregið saman seglin sjálfur og ungu mennirnir tekið við. Hann er með hugann við framkvæmdir og framfarir. Honum hefur langa starfsævi ekki fallið verk úr hendi og verið fullur áhuga. Hann hefur verið fjölhæfur og mikil- hæfur maður, sem nú má líta yfir árangursríka og góða ævi. Nafn hans heyrir til íslenzkri verzlunarsögu. Þótt margir minn- ist hans í dag sem kaupsýslu- og framkvæmdamanns, minnast vin- ir hans ekki síður ýmislegs þess í fari hans, sem síður er kunnugt útí frá og minna ber á i erli dags- ins. Hann er bókelskur maður og á gott bókasafn og fróður um marga hluti utan verzlunarmála. Hann er prýðilega hagorður og bregður enn alloft fyrir sig góð- um vísum í vinahóp. Hann er rausnarmaður og hverjum manni glaðari á góðra vina fundi og vinir hans eru margir. V. Þ. G. í TILEFNI áttræðisafmælis Garð ars Gíslasonar í dag vill stjórn Árvakurs h.f. flytja honum beztu árnaðaróskir um leið og hún þakkar honum allt það starf og þann stuðning, sem hann veitti félaginu og Morgunblaðnu á bernskuárum þeirra. Garðar Gíslason var formaður félagsstjrónar Árvakurs h.f. á árunum 1928—1934 og minntust þáverandi meðstjórnendur hans oft á það, hve skjótur og úrræða- góður hann hefði verið að leysa þann mikla og margvíslega vanda, sem þá bar að höndum. Síðan hann hvarf úr stjórninni, hefur hann samt alltaf fylgzt vel með gangi málanna og fagnað því, ef vel hefur gengið. Garðari Gíslasyni er vissulega ekki færð önnúr afmælsgjöf betri en að sjá Morgunblaðið dafna og að núverandi starfsmenn þess og stjórn standa fast á þeirri stefnu, sem hann markaði í formannstíð sinni, að styðja frjálst viðskipta- líf til eflingar sönnum framförum í hvívetna. Haraldur Sveinsson. ÞEGAR ég á þessum merku tima- mótum í ævi Garðars Gíslasonar, rifja upp í hugann hart nær fjöru tiu ára persónuleg kynni mín af honum, sem húsbónda, verður mér það efst í huga að votta hon- um virðingu mína og þakklæti. Tel ég það alla tíð hafa verið gæfu mína að njóta slíks hús Hlutabréf Eimskip ekki innkölluð TILLAGA stjórnar Eimskipafé- lags íslands, á aðalfundi félags- ins s. 1. laugardag, um innköllun hlutabréfa, náði ekki tilskyldum fjölda atkvæða til að ná fram að ganga. Tillagan um smíði eða kaup á olíuskipi var samþykkt. Birgir Kjaran hagfræðingur gerði grein fyrir reikningum fé- lagsins, sem samþykktir voru Þrír menn áttu að ganga úr stjórn Eimskip, en þeir voru all- ir endurkjörnir, þeir: Einar B. Guðmundsson formaður félags- stjórnar, Birgir Kjaran hagfræð- ingur og Richard Thors fram- kvæmdastjóri. Einnig var Hjört- ur Jónsson kaupmaður endurkjör inn endurskoðandi. Grettir Eggertsson mætti á fundinum sem fulltrúi Vestur-ís- lendinga og flutti hann ávarp og kveðjur að vestan, á fundinum. Var hann endurkjörinn í stjórn Eimskipafélagsins fyrir hönd Vestur-íslendinga. Einnig sat bróðir hans, Ragnar, fund þenn- an. — Aðalfundarstörfum stjórnaði Lárus Jóhannesson, hrl., en fundaritari var Björgvin Sigurðs son, framkvæmdastjóri. shrifar úr dagiega lífinu IBRÉFI frá K.K. segir m.a.: Umferðarnefnd hefur að und- anförnu verið að gefa upplýsing- ar um ýmislegt sem hún hafi gert eða hafi á prjónunum til að bæta úr umferðarerfiðleikunum. Er hér um ýmsar ágætar úrlausnir að ræða. En einn allra stærsti vandinn í umferðarmálum okkar sr bifreiðarstæðin. Ein helzta úrlausn umferðar- málanefndar í því virðist eiga að vera að setja upp stöðumæla. Þetta er nú gott og blessað. Það gæti virzt hentugt til að tak- marka stöður bifreiða við aðal- umferðasvæðið að setja upp slík tæki. Nokkurs verður þó að gæta í því sambandi sem gerir þetta að frágangssök að mínu úliti. Stöðumælar þeir sem hér er talað um eru vélfræðilega séð. samband af tveimur tækjum, sjálfsala og klukku. En það er staðreynd hér í borg og marg- sinnis reynt, að svo virðist sem hvorugt þessara tækja geti hald- izt við á götunum. Sjálfsalar og klukkur ÞAÐ hafa verið gerðar tilraunir með sjálfsala. 'Að vísu hefur tekizt að halda frímerkja-sjálf- sölunum í pósthúsinu í gangi. En þeir eru inni í húsi, er vel gætt og mikið viðhald á þeim. Á mið- nætti er anddyri pósthússins lokað. En einnig hefur verið reynt að setja sjálfsala upp á götunum og það fengið sorgleg endalok. Tækin hafa jafnskjótt verið eyðilögð af skemmdarvörg- um að næturlagi. Og hvað þá um klukkurnar. Eru þær ekki líka hin sama eilífa sorgarsaga. Hér hafa hinir fær- ustu úrsmiðir ætlað að einkenna verzlanir sínar með glæsilegum útiklukkum. En það hefur ætíð farið á sömu leið. Hin íslenzka veðrátta hefur grandað þessum tækjum svo að vísarnir hafa aldrei sýnt hinn rétta tíma. Þetta vildi ég aðeins benda á, áður en farið væri að eyða stór- um fjárhæðum til kaupa á tækj- um, sem hætt er við að komi að litlu gagni. K.K., Hver á réttinn. ræðir um fleira viðvíkj- andi umferðarmálum í bréfi sínu. Þar segir hann m a.: — Hins vegar sakna ég þess, að umferðarnefnd skyldi ekki nú nota tækifærið til að kveða upp úrskurð sinn í einu litlu máli, sem þó er svo ótrúlega þýðing- armikið. Allir sem aka bifreið- um um bæinn hafa kynnzt því, hve erfitt er fyrir bifreiðar að komast út úr bifreiðastæðurn t.d. á Laugaveginum eða í Austur- stræti. Óslitinn straumur bifreiða eftir götunni hindrar að bifreið- arnar til hliðar komist inn í um- ferðarstrauminn. Hér þyrfti um- ferðarnefnd að kveða upp úr- skurð um það, að bifreiðar sem eru að fara úr stæðum „hafi rétt- inn“. Slíkt myndi mjög auðvelda umferðina og flýta fyrir þvi að bifreiðastæði losni. K. K. K Gasvélarnar einskis nýtar. OKKRIR gasnotendur" skrifa mér á þessa leið: Kæri Velvakandi! Við leyfum okkur að biðja Vel- vakanda að koma þessari fyrir- spurn til réttra hlutaðeigenda: Hvað eigum við að gera við gaseldavélar okkar, gasapparöt að meðtöldum pottum og pönn- um, sem nú er ekki hægt að nota við rafmagnseldamennsku, þegar gasstöðin er lögð niður? Þetta eru ennþá ágæt áhöld og of góð til að fleygja á öskuhaugana. Kaupir þessi áhöld nokkur maður til nokkurs hlutar? Þetta eru ekki svo litlir peningar fyrir hvert heimili, að þurfa nú allt í einu að kaupa ný áhöld og eldavél“. Ég held, að það mætti svara þessu eitthvað á þessa leið: Áhöld in, svo sem pottana og pönnurn- ar má vel notast við á rafmagns- eldavélunum. En eldavélarnar sjálfar eru einskis nýtar. Þannig endurtekur sig alltaf sama sagan þegar ný og fullkomnari tækni ryður sér til rúms. Fólkið í sveit- unum sem nú fær rafmagn fleyg- ir olíulömpunum og kolaeldavél- um. Og þegar gasstöðin er lögð niður verða allir kílómetrarnir af gaspípum í jörðinni verðlausir kaupa ný áhöld og eldavél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.