Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júní 3956 Barnið krefst óskeikullar réttlætiskenndar, — segir Arngrimur Kristjánsson á 20 ára afmœli Melaskólans ;M ÞESSAR mundir hefir Mela- kólinn starfað í 20 ár. Af þeim tíma hefir skólinn starfað 10 ir í hinu glæsilega skóla- húsi á Melunum. í tilefni af þessum tímamótum var efnt til samkomu í skólanum fyrir for- ?ldra barnanna og aðra, sem skól- xnum eru tengdir. Fór hún fram .íýlega. — Við það tækifæri flutti skólastjórinn Arngrímur Kristjánson ræðu, þar sem hann .akti þróun skólans og fer hér 'i eftir kafli úr henni: Tvímælalaust er sá viðburður merkastur og heilladrýgstur, í sögu skólahalds í þessu bæjar- hverfi, að skólinn skuli þegar hafa fengið til afnota, hið nýja glæsilega skólahús, sem ég full- yrði að er ekki síður hagfeldur og skemmtilegur vinnustaður, en hann er fagur og íburðarmikill, eins og annars almennt orð fer af. Fyrir slíkan stórhug og fram- sýn, er mér ljúft og skilt vegna barnanna og kennaraliðsins að þakka fræðsluyfirvöldunum, bæjarstjórn, og þá sérstaklega borgarstjórum er farið hafa með framkvæmdastjórn, þau ár er skólahúsið hefur verið í bygg- ingu. Þessi síðustu 10 ár, frumbýlis- ár skólans í nýju skólabyggmg- unni, meðan húsið var enn að verða til, var að ýmsu leyti, hvorutveggja skemmtilegt og lærdómsríkt timabil, fyrir alla hlutaðeigandi — eldri sem yngri. Aðstæðurnar voru þá, einnig að öðru leyti skemmtilegar og lokkandi. Þær buðu heim glað- værð, tilhlökkun og bjartsýni, um að úr myndi rætast innan stund- ar. Ég vil þá í þessu sambandi, góðir tilheyrendur, biðja yður, að skilja ekki orð mín svo, að ég telji að störf okkar hér við stofnunina séu, eða hafi verið frábær eða óvenjuleg umfram störf annarra. Nei, að sjálfsögðu hefur okkur öllum orðið sitthvað á eins og öðrum, sem við kennslu og upp- eldisstörf fást. Hinn margbreytilegi innri maður, hvers og eins barns krefst svo næms skilnings og óskeik- ullar réttlætiskenndar, að það væri ósanngjarnt að ætlast til þess að kennari væri ávallt og æfinlega óskeikull í dómum sín- um. Kastaði sér á eft- ir bremiivíns- flöskuniii Fjöldi fólks varð vitni að sj^d gæfum atburði suður í Tívolí- garði á sunnudagskvöldið. — I góða veðrinu notuðu margir leiktækin í garðinum og m .a. var hið stóra Parísarhjól í gangi. — Svo var það, að hjól- ið var stöðvað fyrir gesti sem vildu fara í hjólatúr. — í hjól- inu, svo sem tvær mannhæðir frá jörðu, sat sætkenndur ná- ungi. Hugðist hann nota tæki- færið meðan stanzað var, að fá sér einn gráan úr flösku, sem hann hafði í vasanum, en þá vildi slysið til. Hann rnissti flöskuna sem féll til jarðar. — En máttur brennivínsins er mikill. Eigandi flöskunnar gerði sér lítið fyrir og kastaði sér á eftir flöskunni sinni — Hann stóð ekki upp aftur sjálf ur. Hann hafði fótbrotnað við fallið og hlotið önnur meiðsl. I stað þess að fara í París- arhjólinu í nokkra hringi, í góða veðrinu, var honum í skyndi ekið í sjúkrabíl í Lands spítalann; þar sem hinn brotni fótur var lagður í gipsumbúð- ir. — Cuðhrandshiblía til væntanlegra áskrifenda. Munið, að áskriftum lýkur í lok þessa mánaðar. Upplagið aðeins 500 eintök. Þeir, sem vilja tryggja sér bókina, ættu sem fyrst að hringja í síma 5210 og eftir kl. 6 síðd. í síma 6658. Útgefandi. Sigurður íhugar orsakir afiatregðunnar. — Garðar Finnsson, afla- kóngur á línuveiðum, dáist að karli. Methufi í utorku og úthuldi mannsvísa var gerð um Lárus á árabátaöldinni: Heppinn Lárus hugaður, hátt þótt báran rísi. Björninn ára bezt líður, bæði knár og liðugur. Lélegasta þorskanetavertíð í þá daga, gaf aðeins 12 fiska í hlut, en þá var farið á handfæraveiðar og beitt hrognkelsaræksnum og varð þá afkoman betri. Sigurður gæti sagt frá mörgu, sem á dagana hefir drifið. Hann fylgist vel með í stjórnmálum og efnahagsmálum og telur því ó- þarfa eyðslu að „spandera“ á sig myndatöku og mörgum oi-ðum á prenti, eftir misheppnaða vertíð og taprekstur. — Undanfarnar vetrarvertíðir og einnig í vetur, beitti Sigurður línu-„stubbinn“ sinn og sendi á sjóinn, með einum báti í dag en öðrum á morgun." — Gerði síðan að aflanum sjálfur er á land kom. — Sjómenn á Akra- nesi hafa ánægju af því að inn- byrða þorsk og ýsu fyrir þennan athafna-öldung, sem trúir því fastlega að framtíðin beri í skauti betri afkomu og bjartara hugar- far fyrir þennan höfuðatvinnu- veg, sem hann hefir svo lengi fengizt við. — Ef stjórnin er sterk og nýtur trausts áhafnarinnar, og handleiðslu þeirrar, sem Sigurð- ur hefir notið um æfina, strand- ar skútan ekki. — Sigurður JörundsSon var heiðr- aður af Sjómannadagsráði Akra- ness árið 1955. J. Þ. SXGURÐUR JÖRUNDSSON frá Melstað á Akranesi er rúmlega 91 árs gamall, ekki hár í loftinu, en hefir verið hraustur á sál og líkama. — Hann hefir stundað sjómennsku og fiskveiðar frá 13 ára aldri, eða í 78 ár og er það met, sem verðskuldar að því sé haldið á loft. Sigurður hefir ekið „stubbnum" um borð í alþekktu árabáta-aldar flutningatæki. Sigurður reri sina fyrstu vertíð á fjögra manna fari með bónd- anum og formanninum Lárusi Ottesen frá Stóru-Býlu í Innri- Akraneshreppi. — Lárus var föð- urbróðir Péturs Ottesen alþm., sem er, eins og þjóð veit, jafn- vígur til sjós og latids í starfi og stjórnmálum. — Þessi for- REYKVIKINGAR fjölmcnnið og mætið stundvíslega Sjálfstœðisfélögin í Reykjavík Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík VÖRÐUR — HVÖT — HEIMDALLUR — ÓÐINN Næstkomandi föstudag, 15. júní, kl. 20,30 halda Sjálfstæðismenn í Reykjavík Reykjavíkurhátíð Sjálfstæðismanna í Tívolí Stutt ávörp flytja: Jóhann Hafstein Pagnhildur Kelgadóttir Bjarni Benediktsson Gunnar Thoroddsen Skemmtiatriði: LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR LEIKUR Stjórnandi: Pþul Pampichlers KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR SYNGUR Stjórnandi: Ragnar Björnsson GAMANVÍSUR: Baldur Hólmgeirsson EINSÖNGUR: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari Undirleik annast: Asgeir Beinteinsson GAMANVÍSUR: Hjálmar Gíslason DANS. Hjómsveit Björns R. Einarssonar leikur. KL. 23,30 syngja óperusöngvararnir Stina Britta Melander og Einar Kristjánsson einsöng og tvísöng. Undirleik annast dr. Victor Urbancic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.