Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 13
Fimmluda^ur 14. júni 1956 MORCUNBZAÐ1Ð 13 Bandamannasaga: Tal eðo búktal SÚ SAGA er löngu landfræg, að eitthvert mál hafi verið borið undir dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra, og hafi hann þá svarað: „Ég veit ekkert um það. Hermann er ckki í bænum." Menn brostu góðlátlega að þess- arri sögu, og sumir hugðu hana hnyttinn tilhúning. settan saman til þess að lýsa ástandinu innan Framsóknarfiokksins _ og þeim álirifum, sem vitað var að ráð- herrann var undir frá formanni flokksins. En eins og ætíð, var dr. Kristni virt þetta á betra veg, og gamanið.sem menn hentuað sam- bandi þeirra Hermanns var græskuiaust. En það hcfir komið í ljós, að meirl alvara býr á bak við þetta tiisvar en flestir gerðu sér í hugarlund í fyrstu. ★ ★ ★ Hermann Jónasson er ekki græskulaus maður. Metnaður hans er að vera æ fremstur á sínu sviði, glímukóngur, forsætisráð- herra, flokksformaður, — og nú im langt skeið hefir metnaðurinn beinzt að því að fá það eftirmæli að vera mestur undirhyggju- maður sinna samtíðarmanna á íslandi. Ef Hormann Jónasson hefði tekið alvarlega skyldur sínar sem stjórnmálamanns, bar honum að taka sæti í rikisstjórn þeirri, sem mynduð var eftir kosningarnar 1953. Jafnvel þótt honum sé virt til vorkunnar, að hann er þannig skapaður, að ekkert sæti er nógu hátt fyrir hanrr annað en forsæt- isráðhcrra-stóllinn, mátti vænta þess af honum sem flokksfor- ingja, að hann styddi þó a. m. k. þá stjórn, sem flokkur lians stóð að, þótt sjálfur kysi liann að sitja utan gátta. Þeim mun frcmur mátti vænta þessa sem liann sjáifur valdi einkavin sinn dr. Kristin Guðmundsson skattstjóra frá Akureyri til þess að setjast í það sæti, sem lionum sjálfum bar að fyila. En það vita allir, sem nokkuð hafa fylgzt með þjóðmálum, að Hermann hefir ekki unnið að framgangi nokkurs máls á kjör- tímabilinu, heldur setið hjá og liugsað um það eitt, hvenær hann gæti komið hælkrók á stjórnar- samvinnuna. Allt miðaðist við þá von, að forsjónin mætti aftur leiða hann tii sætis í þann sess, sem lionum finnst hann einn eiga að prýða allra sinna samtíðar- manna. ★ ★ ★ Framan af beið hann eftir mál- efnum, — þó ckki málcfnum, sem lægju honum á hjarta, því að þau eru ekld til, nema þctta eina. Ilann beið eftir málefnum, sem hentugt væri að nota ríkisstjórn- inni til falls, — einhverjum ágreiningi, þar sem Framsóknar- flokkurinn hefði tekið upp af- stcðu, sem væri líklegri til vin- sælda en afstaða Sjálfstæðis- manna. Þegar ágreiningurlnn um af- greiðsiu máia sagði ekki til sín innan ríkissf jórnarinnar, varð að skapa hann. Það er frægt, <ið forð- um voru miklir hlutir skapaðír af engu, — og hví skyldi kappinn Hermann þá iáta sér það í auguni vaxa. Hið undarlega óðagot með af- greiðslu þingsályktunartillög- unnar um brottrekstur varnar- liðsins er frægasta afrekið í þessu „sköpunarverki" Hermanns. Nú er það að vísu í hans höndum orðið „málið, sem ekkert liggur á.“ Aðfarir hans í málinu vekja æ meiri furðu innan lands og utan, með hverjum degi sem líður, ★ ★ ★ Sú hliðin, sem að þjóðinni snýr, ábyrgðarleysið, yfirdrepsskapur- inn og tvískinnungshátturinn, hefir þegar verið gcrð margfald- lega að umtalsefni á opinberum vettvangi, og um það hneyksli verður ekki þagnað, meðan saga þessarrar aldar er lesin á Islandi. En það er annað hneyksli. sem hér verður að gera að umtals- efni: MEÐFERÐ HERMANNS Á DR. KRISTNI GUÐMUNDS- SYNI. Það var Hermann Jónasson og enginn annar, sem valdi þennan vei látna borgara Akureyrar- bæjar til utanrikisráðherra. Dr. Kristinn hafði gegnt kennara- störfum og skattstjórastörfum á Akureyri með sóma. f stjórn- málum hafði hann alls enga reynslu, nema ef það skal telja að sveitungar hans höfðu ekki treyst honum til að fara með um- boð þeirra á Alþingi. Þekking hans á utanríkismál- um var þaðan af minni. Hið eina, sem „Timinn“ hefir getað talið honum til ágætis í því efni, er tungumálakunnátta. Hann getur ÞAGAÐ á nokkrum tungumál- um. Ósjálfstæði dr. Kristins í skoð- unum á utanrikismálum spurðist fljótt út fyrir múra Stjórnarráðs- ins. Hitt var mönnum lengi miður ljóst, hvort það stafaði af van- metakennd — liann' fyndi til smæðar sinnar — eða af því. sem líklegra sýnist, að HANN HAFI BEINUÍNIS SAMIÐ VID HER- álANN UM AÐ FARA ALLTAF I SMIÐJU TIL HANS Svo mikið er víst, að ferðirnar í smiðjuna eru orðnar ærið margar. Og svo mikið er cnnfremur víst, að hann breytir í mörgu gegn þvi, sem náttúrugreind hans seg- ir honum. Hvernig yrði — svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt — þögn hans á Framsóknarþinginu. þeg- ar varnarmálin voru rædd, skýrð með öðru móti. En liann lætur ætíð sína eigin dómgreind víkja fyrir hollustunni við Hermann. ★ ★ ★ ■Þennan trúnað hefir Hermann nú launað dr. Kristni með því að gera hann að lieims-viðundri. Það er ekki að furða þótt „Tíminn“ segi frá því með sigurhrosi á vör, þegar liann fréttir, að fjöldi er- lendra blaða og útvarpsstöðva ætli að senda hiiígað sérstaka fréttarritara fyrir kosnine-arnar, til hess að horfa á viðundrið. Sjálfur þykist Hermann hvergi koma nærri, felur sig á bak við dr. Kristin. Klókindin eru þau, að geta kennt honum um allt sem miður fer. Það er dr. Kristinn, sem er látinn leika hið grátbros- lega hlutverk, ekki aðeins fyrir landa sina, heldur fyrir víðsjá heimsins. Eftir kosningar heldur Hcr- mann að hann geti þvegið liendur sínar og sagt — þegar hann fer að tala um „brcyttu viðhorfin" aftur — að öll glapnarskotin hafi verið þcssum viðvaningi að kenna. Matið, sem Hermann og flokk- urinn hafa á dr. Kristni, kemur fram i því, hvernig þeir þakka honum frammistöðuna. Það er vitað, að hann hafði mikinn hug á að fá að bjóða sig fram til bings. Ekki var um það að ræða að honum væri boðið öruggt sæti. Ekki treystu þeir honum heldur i framboð, þar sem nokkur vafi gæti leikið á um úrslit. Hann fór ioks ekki fram á meira en AD MEGA FALLA annaöhvort í cðru sæti á listanum i Eyjafirði eða á Barðaströnd. Jafnvel það var lionum of gott. HONUM HEFIR ÞEGAR VER- IÐ HENT Á FJÓSHAUG»NN. Það eru þakkir flokksins fyrir frammistöðuna. ★ ★ ★ En Hermann fær ekki dulizt. Þjóðin veit, að dr. Kristinn er ntáilaus, og hún þekkir rödd búk- talarans. Hvert mannsbarn vissi, Grenja- sættin hvers orð það voru. sem lesin { voru i útvarpið á þriðjudags- i kvöldið og kölluð „athugasemd • frá utanríkisráðherra." \ Enginn ásakar dr. Kristin um 1 að hafa samið þetta fávisa og; ósyífna plagg. Það skiptir ekki | EITT sinn VQru ná?rannar> sem mali, t hvaða stigaherbergi talað ■ . , ... „ . ,. . . S ems og stundum vill verða voru var ínn a dr. Kristin að þessu ( b sinni, en röddin þekkist. Dr.' engir vinir. Báru þair hvor á ann- Kristni gæti aldrei dottið sú,- an bæði stuld og róg og annað ósvinna í hug að segja, að hann \ rniður fagurt hátterni. áliti undirbúning helztu stór-S ,, .; Siðan bar svo við að þeir burftu mala forsætisraðherra, vfirmanni! sinum í stjórninni, óviðkomandi. \ ai® saman á greni á sameig- En þessu var útvarpað i hans s inlegu afréttarlandi. Tókust þá nafni. Það er þvi 1‘kast, að Her- | sættir með þeim nágrönnum að mann sé hættur að hafa svn mik-1 kaiia Um sátt þessa ortu sveit. jo vlð að svna npmim^bað sem ? hann scmur og birtir narni utan-1 unSar Þeirra ^ágranna: ríkisráðherra. S i Saman þeir lágu og sátu um Á ★ ★ i rebba, Dr. Kristinn mun bljúgur taka j samninga gerðu um vináttu á sig vansæmdina af þessu sem S trygga: öðru. • Siggi átti að hætta að stela frá Þjóðin veit, að hann gerir það s Stebba fyrir vinskap við annan mann. en ) og Stebbi átti að hætta að ljúga þótt hún virði honum það til ^ nokkurrar vorkunnar, gcrir liún \ kröfur um meiri manndóm hjá) utanríkisráðherra sínum. upp a 'Sigga. Mörgum finnst sáttmáli þeirra ^ Haraldar og Hermanns ekki ósvip Það cr leitt að þurfa að kveða s aður grenjasætt þeirra Sigga og upp svo harðan dóm, en hjá því i Stebba. Einum yrðling hafa þeir verður ckki komizt. Dr. Kristinn ^ °g náð úr greni þeirra kommún- hefir verið svo mikil mannleysa s ista, þ. e. Áka Jakobssyni, og hafa í ráðherrasæti, að MEÐFERÐ | Þegar pokað yrðlinginn eins og FRAMSÓKNAR Á HONUM ER \ siður er grenjaskytta, er þeir MAKLEG. ) svældu þá úr grenjum og fluttu lifandi með sér til byggða. Túnin eru víða brún undan saitbruna BORG, Miklaholtshreppi, 11. júni — Sauðburði er nú viðast hvar lokið, og hafa verið góð lamba- höld. Þó hafa nokkur brögð verið á því að ær hafa látið lömbum. Þá hefir nokkuð borið á því, að ær hafa fengið „doða“ bæði á undan og eftir burði Ær eru með langfæsta móti tvílembdar nú í vor, enda ástæða til vegna hinna hröktu heyja. Veðráttan hefir verið afar um- hleypingasöm, ýmist bleytu- hryðjur eða kuldi og frost, hefir því sprettu farið mjög litið fram vegna kuldans. Tún líta því illa út með sprettu. Eftir feikilega mikið vestan rok, sem gerði um mánaðamótin síðustu, skóf svo miklum sjó á land að tún eru víða brún að sjá, undan bruna saltsins. Þá hefir trjágróður allur visnað og fölnað vegna saltbruna. — Páll. Myndu róostofonir til stöðvunnr dýrtíðinni stöðvn verklegnr irnmkvæmdir ? TIMINN boðar lesendum sínum þá speki nú fyrir helgina, að tillögur ráðherra Siálfstæðis- flokksins um auknar niðurgreiðsl- ur vöruverðs hefðu haft í för með sér stöðvun allra verklegra fram- kvæmda. Það er nú út af fyrir sig ein- kennilegur boðskapur, að ráð- stafanir til þess að stöðva dýr- tíðina hljóti að draga verulega úr verklegum framkvæmdum. Það ætti ekki að veiw ágreining- ur um það, að undirstaða slíkra framkvæmda er sparifjármynd- un þjóðarinnar, en skilyrði henn- er er einmitt traust á verðgildi peninganna. Sú var og einnig höfuðástæðan fyrir því, að Sjálf- stæðismenn töldu annað óverj- andi, en að gerðar væru ráðstaf- anir til þess að stöðva áframhald- andi vöxt dýrtíðarinnar. Tilgangurinn með tillögum Sjálfstæðismanna um aulcnar nið- urgreiðslur úr ríkissjóði til þess að stöðva vöxt dýrtíðarinnar í bili var sá, að komið yrði á þann hátt í veg fyrir það, að dýrtíðin yrði óviðráðanleg áður en svig- rúm hefði gefizt til þess að fram- kvæma varanlegri ráðstafanir til stöðvunar verðhækkana. Það er á misskilningi byggt, þegar því er haldið fram, að ráðstafanir til þess að stöðva verðbólguna, hafi í för með sér einhverja gífur- lega kjaraskerðingu og byrðar fyrir almenning í landinu. Skyn- samlegar ráðstafanir í þessa átt ættu einmitt að vera öllum í hag, öðrum en þeim sem reka spá- kaupmennsku og óheilbrigð við- skipti í von um hagnað í skjóli verðbólgunnar. Engin ástæða er því til að ætla, að hagsmunasam- tök almennings muni verða til þess að bregða fæti fyrir slíkar ráðstafanir. Hins vegar hlýtur undirbúningur slíkra ráðstafana að taka sinn tíma, og því töldu Sjálfstæðismenn óhjákvæmilegt að gera bráðabirgðaráðstafanir í þessu efni. Á hinn bóginn var Sjálfstæðis- mönnum auðvitað ljóst, að þess- ar ráðstafanir myndu hafa í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð. Er áætlað, að þau hefðu numið 20—30 millj. kr. á þessu ári. Sjálf- stæðismenn töldu afgreiðslu fjár- laga þó það varlega, að ekki hefði verið nauðsynlegt að sjá fyrir nýjum tekjustofnum eða sparnaði á útgjöldum ríkissjóðs um leið og tillögurnar voru lagð- ar fram, heldur hefði mátt bíða átekta og sjá, hvernig afkoman yrði fyrri helming ársins, en gera þá á haustþingi ráðstafanir til fjáröflunar, ef nauðsyn bar til. Fjárhæð sú sem um var að ræða var ekki stærri en svo, að ein- hver úrræði til tekjuöflunar eða sparnaðar hefði átt að vera hægt að finna án þess að slíkt hefði í för með sér tilfinnanlegar byrð- ar fyrir almenning eða niður- skurð nauðsynlegra verklegra framkvæmda.' Má í þessu sam- bandi á það benda, að heildar- upphæð fjárlaganna er nú 660 millj. kr. þannig að kostnaður við niðurgreiðsluna hefði aðeins num ið 3—4% af þeirri upphæð. Það eru þvi hinar fáránlegustu blekkingar, þegar því cr haldið fram að tillögur Sjálfstæðis- manna um stöðvun dýrtíðar hcfðu stofnað verkiegum framkvæmd- um í þágu dreifbýlisins í hættu, heldur er hið gagnstæða sönnu nær, að stöðvun veröbólgunnar er skilyrði fyrir því, að þessum framkvæmdum verði lialdið áfram með eðlilegum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.