Morgunblaðið - 14.06.1956, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.06.1956, Qupperneq 16
16 MORCUNTir 4 fíJÐ Fimmtudagur 14. júní 1956 Jón Sveinsson írá Þangskala HÍinningarorð HANN DÓ á Elliheimilinu Grund þann 4, þ.m. og verður jarð- unginn frá Dómkirkjunni í dag. Hér er einn af merkismönn- .m Skagafjarðar til moldar geng- nn. Hann var allan sinn langa ildur vorsins maður, sífellt full- ír af glaðværð, glettni og glamp- indi vonum, þannig er vorhug- írinn alltaf fullur af grósku og jleði hins bjartsýna manns. Hann var greindur ágætlega, hagorð- rr prýðilega, og mikill mannvin- ir, enda áreyðanlega aldrei gert einum manni rarigt til viljandi. Ein af hans lífsvenjum mun afa verið sú að gera aldrei öðr- am það sem hann vildi ekki að sér væri gert og taka ætíð svari þess manns eða þeirra sem í var hnjóðað og byggðist sú afstaða á þeim almennu sannindum að enginn er alvondur frekar en al- góður og skapast því réttara mat á hverjum einum ef báðar hiið- ar eru dregnar fram til álits. Jón var af óskólagengnum manni óvanalega vel menntaður og bókfróður einkum í íslenzk- um sögnum eldri og yngri og íslenzkumaður ágætur og hafði svo gott vald á málinu í frá- sögn sinni og orðræðum að un- un var á að heyra. Mér er enn í mynni frá mínum barns og unglingsárum á Veðramóti þegar til baðstofu barst sú frétt að Skagamenn bæðust gistingar (sem var ærið oft) var fyrsta spurning okkar systkina, er Jón á Þangskála með, væri svo fór Ný sending: dragtir stutfjakkar sumarkjólar í fjölbreyttu úrvali _ QJlfo* Aðalstrætí Dragtir Hattar Hálsklútar Hanzkar MARKAÐURINN LAUGAVEGI 100 fagnaðarkliður frá manni til manns, því enginn var okkur meiri aufúsagestur en hann, og bar einkum tvennt til, hann var alltaf vinur æskunnar eins og hann yfirleitt var mannvinur og svo hitt sem öllum viðstöddum var fengur í, þar sem var glað- værð hans og frábær frásagnar- list, því þegar hann sagði frá, hvort sem var ævintýrum, ís- landssögu eða veraldarsögu þá gneistaði mælskan og orðfimin þannig af honum að ævintýri og viðburðir stóðu fyrir manni í ljóslifandi myndum. Enda var minnið alveg óvanalegt og traust Það var eins og hann myndi allt sem hann hafði lesið og það var mikið, og ekki lesið aðeins til að lesa, heldur til að skilja og muna. Hann vann oft mikið að kennslu barna og unglinga t. d. hér í Reykjavík alllangt fram á 9 tug æfinnar, kenndi bæði ísl., dönsku og önnur gagnfræðafög, og var talinn ágætur kennari á sinni tíð. Nokkrír þættir úr lífsferli Jóns eru þessir: Hann var fæddur í Hólakoti á Reykjaströnd í Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu 24. maí 1867, ólst þar upp hjá foreldrum sínum Sveini Gíslasyni og konu hans og dvaldist þar til 25 ára aldurs og stundaði þá auðvitað öll þau stÖrf til lands og sjávar eins og þau gerðust í þá daga. Þótti hann þá strax ötull og vaskur til allra verka og meðal annars afburða klettagöngumaður, það ér að Náttúrulœkningafétagið setur upp t§öld fyrir hœlisgesti í Hveragerði VEGNA mikillar eftirspurnar eft- ir rúmi í Hressinarhæli Náttúru- lækningafélagsins í Hveragerði, hefir félagið látið setja upp 10 fjögurra manna tjöld í landi hæl- isins, í hvömmum vestan megin Varmár. í hverju tjaldi er einn dívan eða rúm, og trébotn er í hverju tjaldi. Tjöld þessi verða leigð út í sumar handa þeim, sem eyða vilja sumarfríi sínu í kyrrð og ró og njóta hressingar og hvíld- ar. Ætlast er til þess að allir tjaldbúar séu í kosti hjá hælinu, og neyti hinnar heilnæmu jurta- tæðu, sem þar er framreidd. Eitt af áhugamálum félagsins er að kenna almenningi heilsu- samlega lifnaðarhætti, meðal ann ars í mat og drykk. Héfur félagið því ákveðið að selja gestum, sem að garði bera, lausar máltíðir og gefa mönnum þannig kost á að kynna sér mataræði hælisins. Mjög algengt er og óðum að fær- ast í vöxt að Reykvíkingar skreppi eftir vinnu á kvöldin aust ur í hressingarhæli til að fá sér að borða í hinum vistlegu salar- kynnum hælisins. Athygli skal vakin á því, að veitingar eru aðeins seldar á venjulegum matrriálstímum kl. 12 til 13 og kl. 19 til 20, svo og te kl. 15 til 15,30. Á öðrum tímum er ekki hægt að afgreiða veiting- ar, þar sem slíkt mundi valda gestum hælisins of miklu ónæði. Samgöngur við hressingarhælið eru mjög hagkvæmar í sumar. Bifreiðastöð Steindórs hefur 2 ferðir á dag til Hveragerðis, og kemur við í báðum ferðum á hæl- inu, auk þess er ein ferð frá Bif- reiðastöð íslands. Hvert rúm er nú skipað í hæl- inu og allt til júlíloka. Hins veg- ar mun félagið reyna að útvega gestum herbergi úti í Hveragerðis þorpi eftir því sem hægt er segja fimur og hugdjarfur við að klifra eftir kindum og bjarga þeim úr sjálfheldum i kletta- gljúfrum Tindastól Meðan hann var í Hólakoti hafði hann úti öll spjót til að afla sér menntunar og fróðleiks, en sökum heimilis anna og fá- tæktar komst hann ekki í skóla, hvar hans hugur stóð þó mjög til. en hann kom því þó þannig fyrir að hann fékk notið tilsagn- ar einn vetur hjá Jóni Guðmunds- syni barnakennara á Sauðárkróki, sem var gagnfræðingur frá Möðru völlum og nam Jón þar hjá hon- um öll gangfræðafögin svo sem Norðurlandamál, ensku, ísl. nátt- úrufræði einkum grasafræði, sögu o. íl. Þetta nám varð honum hald- gott vegánesi gegnum allt hans langa líf. Ekki veit ég hvar Jón fékk sína söngmenntun en hitt cm nfci MlSPIfS mm. ii ..ca. CORN FUKIS 'JKM ii'kikirva JBC Byrjið daginn með því að borða Kelloggss CORN FLAKES H. BENEMKTO & CO. HF. Hafnarhvoll — Sími 1228 ©NDVEGISSKYRTA AD DÓM veit ég að söngstjóri var hann bæði í Fagranesi og Ketukirkju um 30 ára skeið og samtímis því í safnaðarstjórn um árabil í Ketukirkju og einnig í sveitar- stjórri í Skefilstaðahrepp í mörg ár. Þegar hann var 29 ára giftist hann Maríu Sveinsdóttur, Jóna- tanssonar bónda á Hrauni á Skaga, mestu fríðleiks og greind- arkonu sem reyndist honum ást- úðleg eiginkona og ástrík móðir barna þeirra, meðan heilsa og kraftar entust. Þau reistu bú á Þangskála á Skaga árið 1896 og bjuggu þar til ársins 1929 eða í 33 ár, þá missti Jón sína ágætu konu eftir margra ára heilsuleysi hennar sem eins og nærri má geta skap- aði honum miklar raunir og erf- iðleika við að framfleyta þeirra stóra heimili, því börn áttu þau hjón 10, dó eitt þeirra í æsku, 2 uppkomin en 7 lifa öll hið prýði- legasta fólk eins og þau eiga kyn til. Þegar Jón missti konu sína voru 2 börn þeirra enn í ómegð 9 og 11 ára drengir og brá Jón þá búi og fluttist til sonar síns séra Jóns Skagans, að Berþórs- hvoli í Landeyjum. Þar og síð- an eða í 27 ár naut Jón hjá þess- um syni sínum og hans ágætu konu Sigríði Gunnarsdóttur þeirrar aðstoðar og umönnunar, sem bezt verða í té látin frá ást- ríkum syni til elskaðs föður. Fyrir ári síðan veiktist Jón svo hann þarfnaðist sjúkrahússvistar og fór hann þá á Elliheimilið Grund og dvaldist þar, þar til yfir lauk. Ég kom þar til hans seinnipart- inn í vetur sem leið og þá var hann enn það hress og hreyfur að við gátum skrafað margt í gamni og alvöru og enn hélt hann vel sínum sálarkröftum og sjón og heyrn og málfari og sagði margt vel sem fyrr. En nú er hann farinn blessaður karlinn. Hann átti góða heimvon og nú hefir sú von rætzt. Ég kveð hann vin- ar kveðju fyrir hönd allra okk- ar systkina og allra gömlu sveit- unganna í Skagafirði og bið ykk- ur börnum hans allrar blessunar og veit að þið eigið oft eftir að gleðjast við minningu um ykkar ágæta og velgefna íöður. Blessuð sé minning hans. Sig. Á. Björnsson frá Veðramóti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.