Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. júní 195S MORGUNBLAÐ1Ð VT Oddný Thorarensen — minning FRÚ ODDNY lézt í sjúkrahúsi I hér í bæ að kvöldi hins 28. maí s.l. Fædd var hún á Eski- firði 22. apríl 1909 og var hún því aðeins á miðjum aldri eða tæplega það. Foreld'rar Oddnýj- ar voru Jón Kjartansson bóndi í Eskifjarðarseli og fyrri kona hans Anna Jónsdóttir bónda á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði, Sig- urðssonar, og konu hans Oddnýj- ar Marteinsdóttur. Jón Kjartans- son í Eskifjarðarseli mun hafa verið, — þótt ekki kunni ég að rekja það hér, — náinn afkom- andi Eyjólfs snikkara Ásmunds- sonar, sem kallaði sig ísfeld. Var hann mjög kunnur maður eystra og reyndar víðar á fyrri- hluta síðustu aldar og er víða getið í sögnum frá þeim tíma. Ég, sem þetta skrifa, þekkti frá Oddnýju Thorarensen ekkert fyrr en eftir 1938 og veit þess vegna fátt um bernzku hennar og uppvaxtarár. Þó er mér það kunnugt, að ung að aldri átti hún námsdvöl í Danmörku um skeið, og eins hitt, að á árun- um kring um 1930 mun hún hafa unnið meira og minna hjá bróður sínum, Óla ísfeld veit- ingamanni. Fáum árum síðar giftist hún svo Stefáni Thorar- ensen lögregluþjóni. Eignuðust þau einn son, er Sigfús heitir, og er hann þessa dagana að ljúka stúdentsprófi sínu. Varla mun sá dagur, að á síð- um Reykjavíkurblaða sjáist ekki grein skrifuð í minningu horfins samferðarmanns, — svo margir eru þeir, sem kveðja, — og fleiri þó. Svo algengt er þetta og sjálf- sagt, að fáir umfram nánustu skyldmenni og vini þess, sem dáið hefur, veita því athygli sína. öðru máli gegnir þó þeim við- víkjandi, sem ferðast hafa með talsverðum hávaða og gný og gert sig þekkjanlega frammi fyr- ir alþjóð með opinberum fyrir- gangi. Þeim hópi manna tilheyrði Oddný Thorarenssen ekki og sennilega hefði hún aldrei kunn- að við sig þar. Þetta er ekki sagt henni til lofs fyrst og fremst, þess er fremur getið til að sýna, hver hún var. Hún var í hópi þeirra meðal þjóðarinnar, sem enn fá unnað lífi hins kyrrláta friðar á heimili og vilja þar helzt vera. Gáfur þessarar konu og hæfi- leikar hennar aðrir lágu þeim í augum uppi, sem kynntust henni. Þeir þekktu þetta allt: Einstakt léttlyndi hennar, spaugs yrði hennar og hnittin tilsvör, frábært þrek hennar, þegar svo skyndilega syrti að og síðast en ekki sízt þekkja þeir heimili hennar, sem hún gaf svo mikið af snyrtimennsku sinni og alúð. Frú Oddný Thorarensen var ein hinna hljóðlátu í landinu. Hróff- ur hennar, mannkostir hennar og hæfileikar urðu því lítið kunnir út fyrir vinahópinn, sem að visu var stór, Svo er fyrir að þakka, að margir eru þeir á landi hér, er svipað mætti segja um. Þeir eru og hafa verið kjarni íslenzkr- ar þjóðar, fagnaðarboðskapurinn um það, að íslenzkt þjóðlíf mun lifa, hvað sem á dynur. Vinir og kunningjar frú Odd- nýjar Thorarensen og þó einkum ástvinir hennar eru nú lostnir þungum harmi við fráfall hennar á miðjum aldri. Um það þýðir engin orð að hafa, enda eru þau þeim mun þýðingarminni, sem þau eru fleiri. Atburðurinn getur aldrei gleymst þeim, sem um sárast eiga að binda hans vegna. Hitt er annað mál, að þegar frá líður, verð- ur minningin um konuna sjálfa harminum yfirsterkari. Þeir, sem þekktu þessa mikil- hæfu og ágætu konu munu ætíð minnast hennar í djúpri bökk og hljóðlátri virðingu Stefáu Jo>.— A ÆVINNI kynnist maður ein- staka fólki, sem svo er farið, að ákjósanlegast væri að hafa það alltaf í návist sinni. Þegar það fellur frá í blóma lífsins og fyrir aldur fram er stærra skarð fyrir skildi en unnt er að gera sér grein fyrir í skjótri svipan. Ein slíkra kvenna var frú Odd- ný Thorarensen, Auðarstræti 17 hér í bæ, kona Stefáns Thoraren- sens, en hún lézt þann 28 f.m. Ég kynntist frú Oddnýju fyrir tæpum aldarfjórðungi og hefi verið svo lánssamur að halda traustri vináttu við hana og mann hennar óslitið síðan. Heimili frú Oddnýjar var einn af þeim fáu stöðum, sem alltaf dró að sér fjölmennan vinahóp, sem fór vaxandi eftir því sem árin liðu. Allir glöddust yfir að eiga að koma þangað hvort held- ur var til gleðskapar eða alvar- legri hluta. Húsmóðirin tók hverj- um, sem að garði bar, með sömu alúðinni og glaðværðinni og þar á aldrei neinn mannamunur. í hennar húsum urðu allir öruggir og glaðir. Með framkomu sinni og sérstæða þokka, gáfum og hjartahlýju, vann hún sér á svip- stundu vináttu allra sem henni kynntust. Hún var ein þeirra kvenna, sem gera lífið léttara og tilveruna bjartari. — Vinir hennar og vandamenn fylgdu henni til hinstu hvíldar í gær, hryggir í huga en þakklátir forsjóninni fyrir að slík kona hafði verið til. Ólafur Sveinbjörnsson. Ekki missir sá er fyrstur fær. Nú er tækifæri að fá keyptan sumarbústað, aðeins 18 km frá bænum. Bústaðurinn stendur við veiðivatn. Tilboð merkt: „Einstakt tækifæri“ — 2631, sendist afgr. Morgunbl. fyrir 19. þ. m. Stúlka vön blaðaafgreiðslu, getur fengið atvinnu nú þegar. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 17. þ. m. merkt: Rösk. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1875. Verzlunarhúsnæði til leigu í nýlegu íbúðarhverfi. Búðarstærð ca. 45 ferm., ásamt geymslu ca. 60 ferm. — Tilboð er greini fyrirframgreiðslu sendist Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: „Nýlendu- vöruverzlun 2628“. FRIDEIM Heimsviðurkennd merki tryggjn gæðin Friden-fullátómatiskir kalkulatorar Addo-X rafmagns-samlagningavélar. Multo-margföldtinarvc.ar Addo-hand samlagningavélar Huginn-búðarkassar Addo-bókhaldsvélar Höfum fyrirTiggjandi eða getum útvegað með stuttum fyrirvara: Addo-X samlagningarvélar, ntargar tegundir: handvélar, rafmagnsvélar, með kreditbalans, með grandtotal, breiðum vals o. fl. Multo-margföldunarvélar, af 5 gerðum. — Addo-bókhaldsvélar af 4 gerðum og stærðum. — Huginn.búðarpen- ingakassar, traustir, fyrirferðalitlir og fallegir, 6 gerðir og stærðir. Það margborgar sig að kaupa aðeins vönduðustu gerðir af reiknivélum og búðarkössum Skoðið vinsamlega sýningu okkar í Skemmuglugganum. Magnús Kjaran umboðs- og heildverzlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.