Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 2
MORCIJTS'BLAÐIÐ Miðvikudagur 27. fefer. 1957 Hekla gamla i vetrarbúningi Á miðri myadinni er toppgígurinn, sem myndaðist í síðasta gosi, og eru barmar hans 50—60 m. háir. í baksýn rennur Þjórsá — og sést norður yfir Kerlingafjöll. — Ljósm. Henning Finnbogason. Árnesingafélagið í Keflavík minnisf tíu ára afmælis síns KEFLAVÍK, 21. febr. — Árnes- ingafélagið í Keflavík minntist 10 ára afmaelis síns sl. laugar- dag með hófi í bíókjallaranum. Jakob Indriðason, formaður fé- lagsins, setti hófið og stjórnaði því. Voru margar ræður fluttar og mikið sungið, þá er borðhald stóð yfir. Sæmundur G. Sveins- son rakti sögu félagsins í stór- um dráttum. Ingimundur Jóns- son, kaupm., fyrsti form. félags- ins og einn aðalhvatamaður að stofnun þess, ræddi um hina gömlu og góðu daga heima í Ár- nessýslu. Kom hann víða við og var ræða hans hin skemmtileg- asta. ■ Þá talaði Jakob Indriðason og minntist í ræðu sinni heima- byggðarinnar, ræddi hann þær miklu framfarir, sem hafa átt sér stað sl. 10 ár. Stjórn Árnes- ingafélagsins í Reykjavík var boðin í afmælishófið og flutti formaður þess, Hróbjartur Bjarnason, kaupm., kveðjur og árnaðaróskir frá félaginu og gat um gjöf er síðar yrði afhent. Dr. Guðni Jónsson talaði um sjúkrahús og byggðasafn Árnes- inga, og hvatti hann menn til að styðja þessi menningarmál. Þá las hann söguþátt og kvæði „vís- ur gamals Árnesings" eftir Eirík frá Hæli. Þorlákur Jónsson flutti ávarpsorð og árnaði félaginu allra heilla. f hófinu söng kvart- ett Árnesinga búsettra í Kefla- vík. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Núverandi stjórn félagsins skipa: Jakob Indriðason formað- ur, Sæmundur G. Sveinsson, Ás- dís Ágústsdóttir, Einar Ólafsson og Skúh Oddleifsson. — Ingvar. EDW.4RD G. ROBINSON SELUR MÁLVERKASAFN SITT NEW YORK, 26. febr. — Bandaríska stórblaðið The Dagskrá Alþingis SAMEINAÐS ALÞINGIS mið- vikudaginn 27. febrúar 1957: 1. Fyrirspurnir: a. Olía frá varnarliðinu. — Ein umr. b. Fræðsla í þjóðfélags- og þjóð hagsfræðum. — Ein umr. c. Álitsgerðir um efnahagsmál. — Ein umr. 2. Kosning 4 manna og jafn- margra varamanna í stjórn at- vinnuleysistryggingasjóðs til næsta þings eftir almennar al- þingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu samkvæmt 2. gr. L nr. 29 7. apríl 1956, um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. gr. nýafgreiddra laga frá Al- þingi. Kosning eins endurskoðanda reikninga byggingarsjóðs fyrir þann tíma, sem eftir er kjör- tímabilsins frá 1. jan. 1954 til 31. des. 1957, í stað dr. Björns Björnssonar, sem er látinn, sbr. 9. gr. í. nr. 36 16. febr. 1952, um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaup- stöðum og kauptúnum. i. Verndun fiskimiða umhverfis íslands, þáltill. — Hvernig ræða skuli. Endurheimt handrita frá Dan- mörku, þáltill. — Hvernig ræða skuli. Björgunarbelti í skipum, þál- till. — Hvernig ræða skuli. ?. Sameign fjölbýlishúsa, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 3. Fiskileitarskip, þáltill. — Fyrri umr. New York Herald-Tribune hefur skýrt frá því, að leik- arinn frægi Edward G. Ro- binson hafi nýlega selt mál- verkasafn sitt, sem er „eitt bezta einkasafn með myndum eftir nútímamálara sem til er,“ eins og blaðið kemst að orði. — Kaupandinn er M. Knödler og Co. í New York, sem er alþjóðleg málverka- sala. —- Robinson seldi 58 myndir á meira en 3 milljón- ir dollara. Robinson, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í bandarískum glæpamyndum, hóf málverkasöfnun sína fyr- ir 25 árum. í safni hans eru m. a. málverk eftir Cezanne, Picasso, Renior, Toulouse- Lautrec o. fl. Sendiherra islands í Sviss í DAG afhenti dr. Helgi P. Briem forseta Svisslands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Sviss með búsetu í Bonn, Þýzkalandi. Frá Utanríkisráðuneytinu. Rtuigar upplýsingar Tímans om iélagslegn uppbyggingu SÍF EFXIRFARANDI hefur Mbl. borizt frá framkvæmdastjór- um S.Í.F.: í leiðara Tímans, þriðjudag- inn 26. febrúar 1957, þar sem um ræðir atkvæðisrétt félags- manna S.Í.F., segir svo orð- rétt: — „Samkvæmt lögum S.Í.F. skal hver sá, sem afhendir salt fisk til útflutnings, fá eitt at- kvæði fyrir hverjar 25 smál. Enginn má þó fá meira en 8% af atkvæðamagninu fyrir þann saltfisk, sem hann sjálf- ur leggur fram. Til viðbótar má hann þó fara með atkvæði í umboði annarra, og eru eng- ar hömlur á því, hvað mikið atkvæðamagn hann fer með á þann hátt. Þannig er fullkom- lega fræðilegir mögnleikar fyr ir þvi, að einn maður geti far ið með meirihluta atkvæða á aðalfundi S.Í.F.Vitanlega býð- ur þetta skipulag þeirri hættu heim, að meginhluti atkvæða lendi í höndum fárra manna, — og þar með yfirráðin yfir fyrirtækinu — eins og líka raunin hefur orðið.“ TU Jeiðréttingar á þessari rangfærslu Tímans, skal hér birt orðrétt 12. gr. laga S.Í.F., IDunskur próiessor ó vegum Búnaðarfél. íslunds A", forfallalausu kemur prófessor K.A. Bondorff, forstöðumaður stofnunar fyrir jarðvegs- og jurtarannsóknir í Lyngby í Dan- mörku, hingað til lands um næstkomandi mánaðamót og dvelur hér dagana 1.—5. marz. Flytur hann hér þrjú erindi á vegum Búnaðarfélags íslands, í I. kennslustofu Háskólans; tvö þeirra fjalla um jarðvegsrann- sóknir og hið þriðja um O.jS.E.C. og áburðarmálin, en prófessor Bondorff er formaður áburðar- nefndar O.E.E.C. í París. Nánari tilhögmi dagskrár fyrir erindi þessi verður tilkynnt síð- ar, en aðgangur að þeim er öllum heimill svo sem húsrúm leyfir. Sérstaklega skal á það bent, að allir ræktunarmenn, og þeir, Skákmeistari AKUREYRI, 26. febr.: — Skák- þingi Norðlendinga lauk hér í gær. Efstur í meistaraflokki og þar með skákmeistari Norður- lands varð Ingimar Jónsson, sem hlaut 4% vinning af 5 möguleg- um. Annar varð Margeir Stein- grímsson með 3, og efstur í 1. fl. varð Magnús Stefánsson en í 2. fl. Páll Jónsson. Keppni í ungl- ingaflokki er ekki enn lokið, en þar eru nú efstir eftir 7 um- ferðir Ólafur Kristinsson, Gler- árþorpi, með 614 vinning og Sig- fús Jónsson, Samkomugerði, 4 v. Að lokinni verðlaunaafhend- ingu var keppni í hraðskák og vann Ingimar Jónsson alla kepp- endur, sem voru 13. Næstir voru Júlíus Bogason með 11 v. og Jón Ingimarsson 1014 v. — J. er vinna að leiðbeiningum og til- raunum í þeim efnum, og enn- fremur náttúrufræðingar og verk fræðingar, munu einkum hafa gagn af erindum prófessorsins. Einvígi Pilniks og Friðriks GERT ER NÚ ráð fyrir að ein- vígi þeirra Pilniks og Friðriks hefjist í næstu viku, en aðeins er eftir að ganga frá formsatrið- um. Verða tefldar 6 skákir og tvær að auki ef þeir verða jafnir eftir sex skákir. í kvöld klukkan átta teflir Pilnik fjöltefli í Sjómannaskól- anum og er öllum heimil þátttaka. sem einmitt fjallar um þetta atriði, og hljóðar svo: „Hver þátttakandi í félaginu hefur eitt atkvæði fyrir hverja 500 pk. eða 25 smáL Brotum undir helmingi þess magns skal sleppt, en helm- ingur og meira hækkað upp. Magnið miðast við útflutning næsta ár fyrir aðalfund. Þó má enginn þátttakandi fara með meira atkvæðamagn fyr- ir sjálfan sig eða aðra en 8% af atkvæðamagni þvi, sem hef ur rétt til þess að hafa full- trúa, er fara með atkvæði á fundum félagsins, áður en tak- mörkun er gerð skv. þessari grein“. Einkennilegt má virðast að Tíminn skuli rangfæra þessi mál á jafnaugljósan háít, og auðvelt hefði verið að fá rétt- ar upplýsingar um þetta atriði hjá stjórn S.Í.F. eða sam- vinreumönnum, sem vitanlega hafa einnig lög þessi undir höndum. Nýja Bímaðaríé- lagslmsið f ær ekki f járf estin garleyf i Á MORGUNFUNDI á búnaðar. þingi í gær, sagði Sæmundur Friðriksson framkvæmdastjóri, búnaðarþingfulltrúum frá bygg- ingarframkvæmdum við hið mikla stórhýsi sem Búnaðarfé- lagið lætur byggja vestur við Hagatorg. Skýrði Sæmundur m.a. frá því að fjárfestingarleyfi til framkvæmda á sumri komanda, væru ekki fengin. Hefði verið gert róð fyrir því, að kjallari hússins og tvær hæðir yrðu steyptar í sumar. — Sæmundur kvaðst þó ekki vera með öllu vonlaus um að fjárfestingarvaldið leyfði þessar framkvæmdir m. a. af því að ekki þyrfti til þeirra neina lántöku. Upplýsti hann enn fremur að þegar væri búið að kaupa mikið af byggingarefni tii hússins, sem verður sameign Búnaðarfél. íslands að % og að 14 Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Enginn fundur verður á bún- aðarþingi í dag. Stórvirk slysavarnadeiid Nokkrar kindur lýnast trá húsi VALDASTÖDUM, 24. febrúar: — Það bar til sl. miðvikudag að Hjarðarnesi á Kjalarnesi, að nokkrum gemlingum var sleppt út úr húsi, sem ekki er í frá- sögur færandi. Munu þeir hafa verið 12 að tölu. Á meðan bóndinn brá sér inn nokkra stund, hurfu þeir allir, og hafa ekki sézt síðan. Er þó búið að leita allmikið, bæði uppi í Esju, en þar munu þeir sézt síðast, og eins hefur verið leitað með sjónum. Ein ær mun hafa verið með gemlingunum, en hún stóð eftir, er þeir fóru. Þegar menn voru að leita að þessum kindum, er hurfu, fundu þeir tvær aðrar kindur, frá Ólafi bónda Eyjólfssyni í Saurbæ á Kjalarnesi á svonefndum Bleik- dal, sem skerst inn í Esjuna, að vestanverðu._____ —St.G. PATREKSFIRÐI, 22. febrúar. — Ólafur Jóhannesson kom hingað í gærmorgun af veiðum til Pat- reksfjarðar eftir viku útivist. Var hann með 140—150 lestir af fiski. Er verið að landa fiskinum í dag og fer hann til vinnslu í hrað- frystihúsin. í GÆR komu form. og gjald- keri slysavarnadeildar kvenna í Keflavík á skrifstofu Slysavarna- félagsins og afhentu félaginu 40 þús. kr., sem er framlag hennar til Slysavarnafélags íslands fyrir síðastliðið ár, en alls námu árs- tekjur deildarinnar um 54 þús. krónum. Er hér um að ræða alveg frá- bærilegan dugnað slysavarna- kvenna í Keflavík, en þar hafa sömu konur farið með stjórn mörg undanfarin ár. Gjaldkeri deildarinnar, frú Kristín Guð- mundsdóttir baðst undan endur- kjöri sem gjaldkeri, en hún hefur átt sæti í stjórn deildarinnar allt frá stofnun hennar fyrir 26 árum. Hún féllst þó á að taka sæti í varastjórn. Stjórn deildar- innar skipa nú: Jónína Guðjóns- dóttir form., Sesselja Magnús- dóttir' ritari og Helga Þorsteins- dóttir gjaldkeri. í varastjórn í sömu röð: Guðný Ásberg, Elín Ólafsdóttir og Kristín Guð- mundsdóttir. ★ Þá hefur stjórn slysavarna- deildarinnar Ingólfs ákveðið í til- efni af 15 ára afmæli sínu að leggja fram 100.000 — eitt hundr- að þúsund krónur — í væntan- lega björgunarstöð fyrir Reykja- vík, en nú standa yfir samningar við hafnarstjórn um framtíðar- stað fyrir Slysavarnafélagið við Reykjavíkurhöfn. — (Fréttatil- kynning frá SVFÍ). Skók-keppnin 2. BOR» Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.- Sv. Kristinss.) ABCDEFGH & á \A abcdefgh Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 36. De7—eS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.