Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 77 fobr. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 3 AtkvæBagreiðslan um fjárlögin: Margar merkar tillcgur Sjálf- stæðismanna ielldar IGÆR fór fram atkvæóagreiðsla í Sameinuðu ]>ingi um fjárlögin. Aliar tillögur þær er fjárveitinganefnd bar fram sameiginlega voru samþykktar, en allar tillögur minnihlutans felldar. Sömuleiðis voru allar tillögur einstakra þingmanna felldar nema tillaga um fjárframlag til hrossaræktarbúsins á Kirkjubæ á Rangárvöllum. MISMUNUR GERÐUR Á HVORT BÆNDUR ERU FYRIR SUNNAN EÐA NORÐAN Viðhaft var nafnakall um 10 tillögur, sem allar voru felldar. Tillagan um það að gera öllum bændum jafnt undir höfði, sem fengið höfðu hallæris. og ó- þurrkalán var felld, stóðu Sjálf- stæðismenn einir með tiHögunni. Þessi tillaga minnihluta fjár- veitinganefndar var í samræmi við tillögu, sem þeir Ingólfur Jónsson og Sigurður Ólafsson höfðu borið fram fyrr á þinginu um að gera óafturkræf lán til bænda á óþurrkasvæðinu. En sem fyrr segir var tillagan um þetta felld af stjórnarliðinu, en hins vegar samþykkt að gefa eft- Er þessi rjúpa að deyja úr skæðri farsótt? UM síWustu helgi fór ljósmynd- ari Mbl. ÓI. K. M. upp í Heið- mörk. Varð hann þá var við nokkrar rjúpur þar og þótti hátta lag þeirra undarlegt.Þær hreyfðu sig lítt úr stað og voru mjög spak ar. Gat Ólafur gengið alveg upp að rjúpunni, scm sést á myndinni. Og ekki nóg með það, heldur gat hann tekið fuglinn upp. Virtist honum rjúpan vera máttfarin og jafnvel eitthvað veik. Voru fleiri rjúpur þarna í kring með sama markinu brenndar. Nú mun einmitt vera að því komið að rjúpnastofninum á að fara að fækka og spurði Mbl. Finn Guðmundsson fuglafræðing um það, hvort hann héldi að hér væri um niðurfallssýski hjá rjúp unni að ræða. Finnur kvaðst ekki geta sagt neitt um þetta með vissu. Nátt- úrufræðingar vissu aðeins að rjúpnastofninn hryndi niður með fárra ára fresti, þegar hann væri orðinn mjög stór. Ekki vissu nátt úrufræðingar með hverjum hætti þetta yrði, hvort það væri sjúkdómnir sem ylli þessu, eða einhverjar aðrar ástæður. En hann upplýsti að nú i vetur hefðu margir tekið eftlr því, að háttalag rjúpunnar er mjög óvenjulegt. Fyrst i vetur tóku menn eftir því, að hún var ein- kennilega spök og kom heim á bæi. Síðar i vetur hefur rjúpan sézt í skemmtigörðum i Reykja- vík, en dæmalaust er að hún heimsæki borgina. Finnur sagði Mbl. að hrun rjúpnastofnsins væri eitt af merkilegustu rannsóknarefnium náttúrufræðinga. Óvíða væru eins góð skilyrði til rannsókna á því og hér á landi, en því miður væri svo illa búið að náttúruvís- indum hér, að náttúrufræðingar hefðu ekki efni né ástæður til að einbeita sér að þessu rannsókn- arefni. ir lánin, sem veitt voru til bænda á Norður- og Austurlandi. Var sú tillaga samþykkt samhljóða. FELUT AÐ LEGGJA NIÐUR SENDIRÁÐ Tillagan um að leggja niður sendiráð íslands í Stokkhólmi var felld með 37 atkvæðum gegn 6, en 6 greiddu ekki atkvæði og 3 voru fjarverandi. FELLT AÐ HÆKKA LÁN TIL FRYSTIHÚSA Þá sameinaðist stjórnarliðið um að fella tillöguna um að láns- heimild ríkisstjórnarinnar til frystihúsa o. fl. yrði hækkuð úr 60% í 80%. í byrjun þessa þings höfðu nokkrir þingmenn stjórn- arinnar borið fram þingsálykt- unartillögu um að skora á ríkis- stjórnina að auka aðstoðina við frystihúsbyggingar þær, sem í smíðum eru. Þeir hinir sömu gengu nú úr þingsalnum, er þessi tillaga kom til atkvæða, en flokksbræður þeirra sameinuðust um að fella tillöguna. MENNTAMÁLARÁÐHERRA Á MÓTI STÚDENTUM Þá var og að viðhöfðu nafna- kalli felld tillaga Ragnhildar Helgadóttir um að Stúdentráði yrði veitt 25 þús. í stað 10 þús. kr. Það sem einkum vakti at- Endurheimt íslenzku handritanna Stjórnarbreyting á Spáni MADRID, 25. febr. — Franco einvaldsherra tilkynnti í dag víðtækar breytingar á ráðu- neyti sínu. Er sú breyting at- hyglisverðust að þáttui- fas- istaflokksins Falangista verð- ur miklu minnl í nýju stjórn- inni. f fráfarandi stjórn áttu þeir sex ráðherra, en nú að- eins þrjá. í stað þeirra þriggja fasista sem niður falla koma tveir tæknimenntaðir óflokks- bundnir menn og einn fulltrúi kaþólsku klrkjunnar. — Þá hefur verið stofnað nýtt ráðu- neyti, sem fer með húsbygg- ingamál. NÝLEGA var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um end- urheimt íslenzkra handrita frá Danmörku. Flutningsmenn: Pétur Ottesen, Sveinbjörn Högnason. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkis stjórnina að beita sér fyrir því við dönsk stjórnarvöld, að orðið verði við ítrekuðum kröfum ís- lendinga um, að skilað verði aftur hingað til lands íslenzkum hand- ritum, fornum og nýjum, sem borizt hafa héðan til Danmerkur og geymd eru í söfnum þar, svo sem safni Árna Magnússonar. Tekur þetta einnig til þeirra ís- lenzku handrita, er konungur landsins hefur fengið héðan fyrr á tímum og enn eru varðveitt í Danmörku. GREINARGERÐ fslendingum er það að vonum mikið áhuga- og kappsmál að fá því til vegar komið, að dönsk stjórnarvöld skili aftur hingað til lands íslenzkum handritum, sem þangað hafa borizt og geymd eru í dönskum söfnum. Hér er um að ræða dýrmæta bókmenntafjár- sjóði, sem varða sögu vora og menningu. Það eru ekki skiptar skoðanir um það hér á landi, að íslending- ar séu réttir eigendur þessara handrita. Þau eru hugsuð og sam- in af hérlendum mönnum, skrif- uð á íslandi og varðveitt þar leng- ur eða skemur, og íslenzkur er uppruni þeirra að öllu leyti. Hinn eini eðlilegi vettvangur til varð- veizlu og hagnýtingar handrit- anna er Háskóli fslands. Þar er miðstöð allra íslenzkra fræða nú orðið, og öll gögn til iðkana þeirra eiga að vera á íslandi. En það skortir mikið á, að svo sé, meðan geymd eru í Danmörku um 4300 Þingsályktunartill. Péturs Ottesen og Sveinbjörns Hognasonar íslenzk handrit og sum af þeim hin merkustu allra handrita vorra. Handrit þessi bárust á sín- um tíma til Danmerkur með ýms- um hætti, en langsamlega mest fyrir framgöngu hins mikla safn- ara Árna Magnússonar, sem ferð- aðist um allt land við samningu jarðabókarinnar, og fyrir ásælni danskra konunga, einkum þeirra Friðriks III. og Kristjáns V. Báð- ir þessir konungar sendu erind- reka til fslands í þessu skyni. Sópuðu þeir að sér handritum og forngripum. Komust þessir menn- ingarfjársjóðir vorir að vísu ekki allir á danska grund, en voru samt glataðir íslendingum, því að mikið af handritum og forn- gripum, sem Kristján V. hafði lát- ið safna, týndust, er skip það, sem þeim var komið í til flutnings, fórst í hafi á leið til Danmerkur. Var með þessu höggvið skarð í bókmenntaauðlegð þjóðar vorrar og annað ekki minna við brun- ann í Árnasafni. fslendingum hef- ur því orðið dýr flutningurinn á handritum vorum og forngripum til Danmerkur, þótt Danir verði við kröfu vorri um að skila því aftur, sem enn er óglatað af þess- um dýrmætu fjársjóðum. Til flutnings á handritum vor- um og forngripum til Danmerkur er, svo sem alkunnugt er, þannig stofnað, að íslendingar eiga bæði lagalegan og siðferðilegan rétt til að krefjast þess af Dönum, að þeir skili þeim aftur. Þykir ekki ástæða til í þessari greinargerð að rökstyðja það frekar. Nú um skeið hefur orðið nokk- urt hlé á því, að Alþingi léti málið til sín taka á þann veg að fela ríkisstjórninni að hefja nýja sókn í málinu. Danir kusu fyrir nokkru nefnd til þess að athuga handrita- málið út frá kröfu íslendinga um heimflutning á handritum. Sumir líta svo á, að rétt væri að doka við og sjá, til hverrar niðurstöðu þessar athuganir hinnar dönsku nefndar leiddu. Ef til vill hafa verið runnar undan rifjum ein- hverra þeirra manna, er nefnd þessa skipa, tillögur þær um lausn á þessu máli, sem ríkis- stjórn Danmerkur sendi íslenzku stjórninni 1953. En þær tillögur voru þess eðlis, að ríkisstjórn og Alþingi vísuðu þeim algerlega á ■bug. Það er vitað, að þrátt fyrir afstöðu danskra stjórnarvalda eins og hún birtist þá er fjöldi manna í Danmörku, sem skilur sjónarmið íslendinga, telur kröf- ur þeirra á fyllstu rökum reistar og leggur eindregið til, að við þeim verði orðið. íslenzkur mað- ur, sem dvalizt hefur um skeið í Danmörku, Bjarni Gíslason rit- höfundur, hefur tekið drengilega og röggsamlega í strenginn með löndum sínum í þessu máli. Hefur hann ferðazt um Danmörku þvera og endilanga og haldið fyrir- lestra um málið. Hefur þetta orð- ið fslendingum hinn mesti styrk- ur, enda er almenningsálitið í Danmörku okkur hliðhollt í mál- inu. Nú er því tími til þess kom- inn, að Alþingi taki mál þetta upp að nýju og feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir framgangi þess. Orðalag á þessari þingsálykt- unartillögu er hið sama og var á tillögu um þetta efni, sem sam- þykkt var á Alþingi 1950. hygli við þessa atkvæðagreiðs’* var að menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjálfstæðismenn greiddu henni allir atkvæði. EKKERT FÉ TIL VIST- HEIMILIS STÚLKNA Á sömu leið fór með vistheina- ili fyrir stúlkur samkv. lögum um vernd barna og unglinga. — Gylfi gerði þar þá grein íyrir atkvæði sínu að þar sem ríkis- stjórninni væri nú heimilt að kaupa jörð til þessara nota væri ekki ástæða til þess að veita þetta fé. Hins vegar gerði Jóhann Haf- stein þá grein fyrir sinu atkvæði að einmitt sökum þess að nú ætti að kaupa jörð fyrir þá starfsemi, sem hér væri um að ræða, væri nauðsyn á þeirri fjárveitingu, sem tillagan gerði ráð fyrir. ÓSK STÉTTARSAMBANDSINS SYNJAÐ Þá var felld tillaga Jóns Sig- urðssonar um að greiða úr ríkis- sjóði jafnháa upphæð og tekin er af neyzlumjólk í verðmiðlunar- sjóð mjólkur á yfirstandandi ári eða allt að 2 millj. kr., enda gangi fé þetta til verðjöfnunar á vinnslumjólk til mjólkurbúa utan fyrsta verðjöfnunarsvæðis. Tillaga þessi er samhljóða sam- þykkt er fundur Stéttarsambands bænda gerði einróma á fundi sín- um norður á Blönduósi í haust. Er hér um að ræða mikið hags- munamál bænda á Norðurlandi, þar sem mestur hluti mjólkur- framleiðslu þeirra fer til þess að vinna úr henni en lítið af henni er selt sem neyzlumjólk. Um þessa tillögu fór sem hinar að Sjálfstæðismenn stóðu einir með henni. EKKI GERT Vffi HÖFNINA Á SKAGASTRÖND Tillaga Jóns Pálmasonar um að láta gera við þær bilanir, er orðið hafa á hafnargarðinum á Skagaströnd vegna ofviðra, enda sé það verk framkvæmd eftir til- lögum vitamálastjóra og undir hans stjórn var einnig felld með 27 atkv. gegn 19 að viðhöfðu nafnakalli. KOMMANUM SNÝST HUGUR Þá vakti það athygli að tillaga minnihlutans um að taka 25 millj. kr. lán til hafnargerða var felld. Meðal annars hafði nýbak- aður varaþingmaður kommúnista borið fram við aðra umræðu til- lögu svipaðs eðlis, en hann hafði dregið hana til baka og greiddi nú atkvæði gegn þessari tillögu. HROSSARÆKTARBÚIÐ FÆR STYRK Margar fleiri merkar tillögur voru felldar og þeirra ekki sér- staklega getið hér. Sem fyrr seg- ir var aðeins ein tillaga sam- þykkt sem ekki var borin fram af fjárveitinganefnd sameigin- lega, eða af meiri hluta hennar, en það var tillagan um að veita til hrossaræktarbúsins á Kirkju- bæ 35 þús. kr. Afengissalan á Akureyri EINS og kunnugt er, var útsala frá Áfengisverzlun ríkisins opn- uð á ný á Akureyri í byrjun janú- armánaðar, samkvæmt atkvæða- greiðslu er fór fram meðal bæj- arbúa í síðastl. nóvembermánuði. Utsölunni var lokað í þrjú ár. _ Eftir skýrslu yfirlögregluþjóns á Akureyri í blaðinu Degi 13. febr. voru 22 menn sektaðir fyrir ölv- un á almannafæri í janúar 1957, en á sama tíma 1956 voru 8 sekt- aðir fyrir sama. Fjórir menn voru sviptir ökuleyfi fyrir ölvun í jan. 1957, en einn á sama tíma 1956. Vínsmygl komst einnig upp í janúar 1957. (Frá Áfengisvarnaráði).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.