Morgunblaðið - 27.02.1957, Page 6

Morgunblaðið - 27.02.1957, Page 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. febr. 1957 Kvikmyndir: CILITRUTT Ný islenzk kvikmynd ÞAÐ má segja, að íslenzk kvik-| mjög til þess að draga úr spennu myndagerð sé enn á bernsku skeiði, enda á hún ekki langa sögu að baki sér. Brautryðjand- inn mun hafa verið Loftur heit- inn Guðmundsson ljósmyndari, en fyrsta kvikmynd hans „Ævin- týri Jóns og Gvendar“, var gerð 1922. Síðan hafa ýmsir hér feng- izt við kvikmyndagerð, oftast stutta leikþætti eða þjóðlífslýs- ingar. Hafa mest látið til sín taka á þessu sviði þeir Kjartan Ó. Bjarnason prentari og Óskar Gislason ljósmyndari. Og nú hafa bætzt í hópinn tveir ungir menn og dugandi í þessari grein, þeir Ásgeir Long og Valgarður Runólfsson. Snemma árs 1953 hófu þeir undirbúning að kvik- myndinni „Tunglið, tunglið taktu mig“, ævintýramynd um för Konna litla í rakettuflugvél til tunglsins. Var sú mynd tilbúin til sýningar vorið 1955 og hefir hún verið sýnd víða um land. Snemma vors 1954 hófust þeir félagar svo handa um gerð kvik- myndar út af þjóðsögunni al- kunnu um bóndakonuna lötu og Gilitrutt. Var töku myndarinnar að fullu lokið í júlímánuði 1956, en klippingum og samsetningu ekki fyrr en í októbermánuði. Var filman þá send til London og þar gerð af henni tvö eintök Komin er út kennslúbók í Esper- anto eftir Magnús Jónsson frá Skógi, en tíu ár eru nú síðan hann hóf kennslu í Esperanto. Magnús segir m. a. í formála: „Áhugi á Esperanto-námi hefur aukizt hvarvetna undanfarið, einkum síðan UNESKO viður- kenndi kosti málsins. Kennslu- bók í Esperanto með íslenzkum skýringum hefur þó ekki verið fáanleg í fjölmörg ár, þrátt fyrir öra eftirspurn. Það er því til að bæta úr brýnni þörf, að kver þetta kemur á markaðinn. Sjálf- gefið er, að í svona lítilli bók er ekki hægt að koma fyrir full- komnum skýringum og alhliða orðaforða en orðstofnar í Esper- anto eru nú um 8 þús. Þess er þó vænzt, að þeir, sem með kost- gæfni kynna sér bókina, geti bjargað sér af sjálfsdáðum til frekari leikni í meðferð málsins. og á þau sett segulbandsrönd og I Esperanto er auðveldara að læra myndarinnar og þeim sterku áhrifum, sem sagan býr yfir. — Myndin er þögul, þ. e. persón- urnar tala ekki og þar er á sá verulegi galli að leikendurnir virðast ekki bæra varirnar. Hefði vissulega farið betur á því, að þeir hefðu gert það í samræmi við orð þularins. Húsið var á frumsýningunni þéttskipað, að mestu ungum áhorfendum, sem létu óspart í ljós hrifni sína og ánægju, enda er ekki vafi á þvi, að kvikmynd þessi á eftir að eignast marga vini ekki sízt meðal ungu kynslóðar- innar. Ego. Kennslubók í Esperanto ettir Magnús Jónsson frá Skógi komin út mun það í fyrsta sinn sem sú að ferð er höfð við íslenzka kvik mynd. Hér verður saga þessarar kvikmyndar eigi nánar rakin, en þess skal þó getið, að margs kon- ar erfiðleika, bæði fjárhagslega og tæknilega, hafa þeir félagar orðið að yfirstíga áður en kvik- myndin „Gilitrutt" varð til, en með dugnaði og þrautseigju hafa þeir náð furðugóðum árangri. — Framleiðendur myndarinnar eru, sem áður segir, þeir Ásgeir Long og Valgarður Runólfsson, leik- stjóri var Jónas Jónasson, en myndatökuna annaðist Ásgeir Long. Loftur Guðmundsson rithöfundur, hefur samið text- ann, en Róbert Arnfinnsson leik- ari, er þulur. Gilitrutt var frumsýnd í Bæj- arbíói í Hafnarfirði sl. sunnudag. Var þá fyrst sýnd kvikmyndin „Tunglið, tunglið taktu mig“, vel tekin mynd og gerð af góðri hug- kvæmni. Ég held, að það fari ekki milli mála, að með myndinni „Gili- trutt“ hafi verið stigið drjúgt spor fram á við í íslenzkri kvik- myndagerð. Myndatakan sjálf er yfirleitt góð að því er einstök atriði snertir, lýsingin hefir oft tekizt einkar vel og sviðið, bæði úti og inni vel valið og mjög í samræmi við efni þjóðsögunnar. Þá eru og mjög glæsilegir draum- heimar bóndakonunnar, er leiða huga áhorfandans inn í töfraver- öld „Þúsund og einnar nætur“. Atriði þetta raskar að vísu heild- arsvipi myndarinnar og klýfur efnið, en það gleður augað, enda mun það aðallega ætlað „til skrauts". Leikendurnir, sem fara með aðalhlutverkin, Ágústa Guðmundsdóttir, er leikur hús- freyjuna, Valgarður Runólfsson, er leikur bóndann og Martha Ingimarsdóttir, er leikur Gili- trutt, gera hlutverkum sínum góð skil. Ágústa er fríð kona og glæsi leg, bóndi hennar geðþekkur og Martha stórbrotin í gerfi tröll- konunnar. Þá leysir og Róbert Arnfinnsson vel af hendi hlut- verk þularins. — Þetta er allt betri hliðin á þessari kvik- mynd. En annmarkarnir eru einnig nokkrir. Einna mest áberandi er það hversu hæg og langdregin atburðarásin er, eins og reynt hafi verið fyrst og fremst að teygja myndina svo að hún entist í fulla kvöldsýn- ingu.Hafa þessi vinnubrögð orðið en önnur tungumál, og nú er hér notuð aðferð, sem nemendunum ætti að rynast aðgengilegri áður hefur tíðkazt í tungumála- kennslubókum hér“. *Ennfremur segir: „Kennslubók þessi er samin eftir „Systematisk kurs í Esperanto" eftir Seppik— Malmgren, 8. útgáfu, en Svíinn Ernfrid Malmgren hefur verið einn fremsti forvígismaður Esper antohreyfingarinnar síðastliðin 30 ár, og leyfði hann mér að færa bók sína í íslenzkan búning með þeim breytingum, sem ég hygði heppilegar". Þetta er önnur kennslubókin í Esperanto, sem gefin er út hér á landi. Hin, eftir Þorstein Þor- steinsson,, fyrrum hagstofustjóra, kom út 1909 og er löngu ófáan- leg. STYKKISHÓLMI, 23. febrúar — Fjórir bátar voru á sjó í gær og var afli misjafn, frá 4—8 lestir. Sömu bátar eru á sjó í dag. Sjó- veður er gott. —Árni. Hvað eru skip Eimskipa- félagsins að gera? Eimskipafélag íslands hefur látið Mbl. í té skrá yfir verk efni skipa félagsins Eru þau öll önnum kafin við margs- kyns flutninga til og frá landinu. Verkefni skipanna hafa verið og eru sem hér segir. Brúarfoss er í Hamborg og fermir þar fullfermi af ýmsum vörum til Reykjavíkur. Skipið fer frá Hamborg í byrjun næstu viku. Eftir útlosun mun skipið ferma um 700 tonn af frystum fiski til Hamborgar og um 250 tonn af frystu hvalkjöti til New- castle. Dettifoss mun lesta 1500 tonn af frystum fiski til Venspils í Rússlandi, einnig um 1800 tunn- ur af síld. Ekki er enn ákveðið hvar skipið fermir vörur til ís- lands. Fjalfoss fór frá London 19. febrúar, eftir að hafa affermt þar um 900 tonn af skreið. Skipið er nú að losa fiskimjöl og aðrar vör- ur í Rotterdam og mun ferma matvörur og stykkjavörur í Rotterdam, Hamborg, Andwerp- en og Hull. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur um 13. marz. Goðafoss affermir frystan fisk í byrjun næstu viku í Riga. Skip- ið mun lesta fullfermi af bygg- ingavörum o. fl. í Gdynia og bíl- um í Ventspils til íslands. Goða- foss er væntanlegur til íslands um miðjan marz. Gullfoss er í áætlunarferðum: Reykjavík — Hamborg — Kaup- mannahöfn — Leith — Reykja- vík og mun verða í þeim ferðum þar til í maí, en þá hefjast sum- ar ferðirnar til Leith og Kaup- úr shrifar daglega lifinu Góður árangu NÝLEGA var skýrt frá því í fréttum, að Valdimar Örn- ólfsson hefði unnið ágætt afrek, þegar hann fyrir skömmu sigraði í svigi á skíðamóti sem fram fór í Frönsku-Ölpunum. Hér var um að ræða stúdentamót og tóku þátt í því keppendur frá 20—30 löndum. Má því segja, að hlutur Valdimars sé hinn prýðilegasti. „í alþjóðlegri skíðakeppni" ÞEGAR skýrt var frá þessu hér í blaðinu á sínum tíma, var komizt svo að orði, að þetta væri í fyrsta skipti sem íslend- ingur sigrar á skíðamóti erlendis. Hef ég fengið bréf, þar sem þessi ummæli eru gagnrýnd. Er þar bent á, að ungur Hafnfirðingur, Páll Jónsson að nafni, hafi sigrað á skíðamótum vestur í Banda- ríkjunum 1952. Úrklippur úr ís- lenzkum blöðum sem fylgdu bréf. inu sýna ótvírætt, að Páll hefur náð ágætum árangri í Bandaríkj- unum og mega skíðaunnendur vel minnast þess, þegar þeir ræða um afrek íslenzkra skíða- manna á erlendum vettvangi. En það rýrir á engan hátt þann orð- stír sem Valdimar gat sér á stúdentamótinu. Hefði raunar átt að segja, að hann sé fyrsti íslend- ingurinn sem ber sigur úr být- um í alþjóðlegri skíðakeppni. Þá hefði á engan hátt verið hallað á Pál og aðra þá íslendinga sem unnið hafa skíðakeppni í útlönd. um, ef einhverjir étu. Ég læt svo útrætt um mál þetta og vona, að hlutaðeigendur geti allir verið ánægðir með málslok. Skautasvellið EFTIRFARANDI bréf barst okkur nýlega: Undanfarið hefur viðrað mjög vel fyrir iðkendur skautaíþrótt- arinnar. Hefur vatni verið spraut að á íþróttavöllinn og fengizt þar sæmilegt svell. Svell þetta virðist nær ein- göngu ætlað börnum, því kl. 22 eru allir reknir heim. En mér er spurn: Hvers vegna? Yfirleitt er sá tími á ári hverju, sem hægt er að stunda hina hollu og göfugu skautaíþrótt, svo stutt- ur, að full ástæða er til að nýta hann til hins ýtrasta. Er því ástæða til, að ekki eingöngu börn- in, heldur einnig þeir fullorðnu, sem yndi hafa af að bregða sér á skauta á fögrum vetrarkvöldum, eigi kost á að stunda þessa hollu íþrótt. Mjög varð ég undrandi, er ég sl. sunnudagskvöld kom að lok- uðu svellinu á íþróttavellinum í því stilluveðri og stjörnuskini, sem þá var. Ekki skorti frostið í þetta sinn og væri því gaman að fá að vita, hvað olli þessu. Mjög hafa verið uppi raddir um það, að skemmtilegra hefði verið, ef svellinu á Tjörninni hefði verið haldið við og því er ég sannarlega sammála. Ef borið er saman það ýtsýni, sem blasir við manni á Tjörninni, við það bárujárnsgrindverk og hina tómu áhorfendapalla, sem umlykja svellið á íþróttavellinum, sést strax, hvers vegna allir kjósa Tjörnina fram yfir íþróttavöll- inn. Mikið fjármagn er notað árlega til eflingar íþróttaiðkunum. í- þróttamenn streyma utan á hin ýmsu mót, sem þar eru haldin. Sumir eru landi sínu til sóma, en aðrir snúa heim við lítinn orðstír. Byggð eru félagsheimili, íþróttavellir og sundhallir, en þegar til kastanna kemur að halda við svellinu á Tjörninni, virðist á öllu stranda. Þess ber að minnast, að til eru aðrir í- þróttamenn en þeir, sem skráðir eru félagar í hinum ýmsu íþrótta- félögum. Að lokum vil ég bera fram þá ósk mína, sem jafnframt mun vera ósk allra iðkenda skauta- íþróttarinnar í Reykjavík og ná- grenni, að þeir, sem hlut eiga að máli, sjái um að svellið á Tjörn- inni verði lagfært við fyrsta tækifæri. — G. J. Athugasemd frá Læknafélafinu VELVAKANDI góður! Vegna smáklausu sem birtist í dálki yðar föstudaginn 22. þ. m. og undirritað er „Kona“, óskar stjórn Læknafélags Reykjavíkur að taka fram eftirfarandi: f lögum frá Alþingi um al- mannatryggingar frá 29. marz 1956 eru ákvæði þess efnis, að læknishjálp utan sjúkrahúsa sé ekki að fullu tryggð hjá sjúkra- samlögum á 1. verðlagssvæði (þ. e. í Reykjavík og stærri kaup- stöðum landsins) og beri sam- lagsmönnum þar að greiða heim- ilislækni kr. 5.00 fyrir hvert við- tal á lækningastofu og kr. 10.00 fyrir hverja vitjun. Samkvæmt samningum milli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem tóku gildi um síðastliðin áramót, ber meðlimum Sjúkrasamlags Reykjavíkur að greiða fyrir alla heimilislæknisþj ónustu sem að ofan getur, og voru greiðslur S j úkrasamlagsins til lækna lækk- aðar með hliðsjón af þessu nýja fyrirkomulagi. Er því ekki um neina kauphækkun til lækna að ræða í þessu sambandi. — Stjórn Læknafélags Reykjavíkur. mannahafnar. Gefin hefir verið út áætlun fyrir Gullfoss allt ár- ið 1957. Sú nýbreytni var tekin upp í vetur að láta skipið sigla frá Reykjavík til Hamborgar til þess að það notist betur til flutn- ings á íslenzkum útflutningsaf- urðum. Lagarfoss fór frá Vestmanna- eyjum 21. febr. með um 1200 tonn af frystum fiski til New York. Eftir affermingu í New York, um 6. marz, mun skipið ferma fóður- vörur og stykkjavöru til Reykja- víkur. Tröllafoss fór frá Reykjavík 17. febrúar með um 600 tonn af lýsi, saltfiski og öðrum afurðum til New York. Hann, ásamt Lag- arfossi mun ferma þar 4000—• 4500 tonn af matvörum og fóður- vörum, einnig pappír og stykkja- vöru. Gert er ráð fyrir að Trölla- foss fari frá Ameríku um 10. marz áleiðis til fslands. Reykjafoss affermdi um 15. febrúar fullfermi af skreið og öðrum íslenzkum afurðum í Rotterdam. Skipið fermdi síðan fullfermi af hveiti, sekkjavörum og ýmsum vörum í Rotterdam og fór þaðan sl. föstudag áleiðis til Reykjavíkur. Gert er ráð fyr- ir að skipið fermi fullfermi af skreið, fiskimjöl, lýsi o.fl. til af- fermingar í Rotterdam og Ham- borg. Tungufoss affermdi í London um 12. febr. um 1300 tonn af salt- fiski. Skipið fermdi síðan vörur í Antwerpen, Rotterdam, Hull og Leith og fór þaðan 20. þ.m. áleið- is til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að Tungufoss fermi 600 tn. af brotajárni og um 400 tonn af skreið og fiskimjöli til Megin- landshafna. Skip Eimskipafélagsins hafa undanfarin ár, hér um bil und- antekningarlaust, siglt fullfermd frá fslandi til Evrópu og full- fermd frá Evrópu til íslands. Jafnframt því að anna flutning- um til og frá íslandi, hafa þau mjög tíðar viðkomur á hin- um ýmsu höfnum við strönd ís- lands. Tröllafoss hefir að mestu verið í siglingum milli New York og Reykjavíkur og siglt þaðan fullfermdur og haft að meðaltali 600—800 tonn af vörum frá fs- landi til New York í hverri ferð. Tjarnarbíó : Konumorðingjarnir MYND þessi, sem er í litum, er gerð af Rankfélaginu brezka. — Fjallar hún um prófessor, sem er alkunnur glæpamaður og hef- ur nokkra skuggalega náunga í þjónustu sinni. Þeir fremja bankarán, sem tekst fullkomlega, en verður þeim félögum þó til lítillar gleði, einkum vegna óaf- vitandi afskipta ekkjunnar gömlu, frú Wilberforce, sem prófessorinn er leigjandi hjá. Ber margt skringilegt við eíftir bankaránið og má segja, að allt sé í uppnámi milli þeirra félag- anna unz yfir lýkur. Mynd þessi er skemmtileg og oft bráðfyndin skopstæling á hin- um ,traditionellu‘ glæpamyndum, og afbragðs vel leikin, enda vald- ir leikarar í hverju hlutverki, svo sem Alec Guinness, er leikur prófessorinn,Cecil Parker, er leik ur „majorinn" Danny Green, er leikur Stóra rauð og síðast en ekki sízt Katie Johnson í hlut- verki frú Wilberforce. Ego. PATREKSFIRÐI, 22. febrúar. — Hér er nú staddur orgelsmiður frá Walker-verksmiðjunum í Ludwogsborg í Þýzkalandi, til þess að setja upp pípuorgel í Eyrarkirkju. Mun hann ljúka því verki í næstu viku. Maður þessi ferðast um og setur slík orgel upp. Héðan fer hann til Stykkis- hólms og setur þar upp pípuorgeL — KarL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.