Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVIVBLAÐJÐ Miðvilcudagur 27. febr. 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Tilroun til uð brjótu niður sumtök irumleiðendu FFRAMLEIBSLU sjávarafurða má telja áhættusamari en flesta eða alla aðra framleiðslu- starfsemi, sem stunduð er hér landi. Fram að viðskiptakreppunni miklu, sem gekk yfir löndin í byrjun fjórða tugs aldarinnar var lítið um samtök meðal framleið- enda sjávarafurða. í>ó höfðu ver- ið stofnuð fisksölusamlög og þóttu gefast vel. Það var þó ekki fyrr en 1932, að fiskframleiðendur mynduðu allsherjarsamtök um sölu á salt- fiskL Hér skal ekki rakin saga þessara samtaka, sem hlutu nafnið „Sölusamband ísl. fiskframleiðenda“. En einmitt nú gefst sérstakt tækifæri til að minnast lítillega á þessi samtök fiskframleiðenda. Tilefnið er, að eftir að hafa stundað þá iðju í meira en áratug að rógbera sam- tökin hafa þeir, sem að þeirri þokkalegu iðju hafa staðið, feng- ið í sínar hendur völdin í landinu og hyggjast nú ganga milli bols og höfuðs á samtökunum. Forystuna í rógsiðjunni hafa kommúnistarnir haft, en við ýmis tækifæri hafa bæði Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn fylgt þeim dyggilega. Niðurrifsöfl að verki Þessir flokkar höfðu ekki farið lengi með völdin þegar í ljós kom, að þau skyldu notuð til að eyði- leggja þessi samtök fiskframleið- enda og var þegar fyrir jól boð- að, að fram yrði borið frumvarp um útflutningsmál. Frumvarpið kom svo fram, og enda þótt ekki væri sýnilegt, að í því fælust nein þau ákvæði, sem ekki eru þegar í eldri lögum, leyndi sér ekki af því, sem segir í athugasemdum við frumvarpið, svo og af því, sem stjórnarliðið sagði við fyrstu umræðu um málið og loks af því, sem kom fram í stjórnarblöðun- um, að samtökin skyldu eyðilögð. í trylltum æsingaskrifum stjórn- arblaðanna var hamazt á þessum samtökum framleiðenda og engar sakir voru svo svæsnar, að ekki væru þær bornar á forystumenn samtakanna og það enógu síður þótt þær hefðu áður verið marg- hraktar. Framleiðendur svara fyrir si;sf En svo gerðist það, að fiskfarm- leiðendur koma saman til fundar á vegum Sölusambandsins til þess að bera saman ráð sín út af frumvarpinu. Áður hafði stjórn Sölusambandsins sent þingnefnd þeirri, sem málinu var vísað til, sitt álit og bent á hætturnar, sem af því leiddu, að gera þær breyt- ingar á útflutningsfyrirkomulag- inu, sem boðað hafði verið við flutning frumvarpsins. En nú fengu meðlimir Sölu- sambandsins sjálfir þ.e. saltfisk- framleiðendur, tækifæri til að segja sitt álit. Það mun lengi verða eftir því munað hvernig framleiðendur snerust hér við hinni tilefnislausu árás á sam- tök þeirra. Á fundinum voru milli 70 og 80 fulltrúar víðs vegar að af land inu. Ekki einn einasti þeirra fann hjá sér hvöt til þess að mæla bót frumvarpi ríkisstjórnarinnar eða þeirri herferð, sem stjórnar- flokkarnir hafa hafið gegn Sölu- sambandinu. Að lokum var svo samþykkt tillaga sem fel'ur í sér harðorð mótmæli gegn frumvarpinu. Gegn tillögu þessari voru greidd aðeins 4 atkvæði en allur þorri fulltrúa fylgdi tillögunni. Þetta vel úti látna svar fisk- framleiðenda við árásum stjórnar liðsins hefir farið svo fyrir brjóst- ið á kommúnistum, að þeir hafa leitt málið hjá sér að mestu síðan. Þeim mun undarlegra er að lesa í blaði Framsóknarmanna, Tímanum, villandi frásagnir af þessum fundi og starfsreglum Sölusambandsins.Sýnir það raun- ar, að Framsóknarmenn hefir ekki síður sviðið undan tillögu fiskframleiðenda en kommúnista. Bæði á sunnudaginn og í gær reynir Tíminn að rangtúlka lög Sölusambandsins. Er tilraun gerð til að sýna fram á, að allt vald í samtökunum geti safnazt á hend ur fárra aðila og svo hafi það einnig orðið, segir blaðið. En hér eru lögin sjálf og reynsla 25 ára ólygnust. í 12. gr. laga Sölusambands- ins segir svo um atkvæðisrétt full trúa: „Þó má enginn þátttakandi fara með meira atkvæðamagn fyrir sjálfan sig eða aðra en 8% af atkvæðamagni því, sem hefir rétt til þess að hafa fulltrúa, er fara með atkvæði á fundum fé- lagsins“. Er furðulegt, að Tíminn skuli grípa til augljósra ósanninda til að villa mönnum sýn og dylst ekki hvaða hvatir liggja þar á bak við. Kaupfélögin og S.Í.S. sátu hjá Þessi árás Tímans á samtök fiskframleiðenda gefur tilefni til að vekja athygli á hver þáttur fulltrúa S.f.S. og kaupfélaganna var á þessum fundi. Það kom sem sé í ljós, að þessir fulltrúar vildu ekki taka þátt í skollaleik vinstri stjórnarinnar með samtök fiskframleiðenda en kusu að sitja hjá við atkvæða- greiðsluna. Það leynir sér ekki, að hin snöggu viðbrögð útvegsmanna og fiskframleiðenda við þeirri skemmdarstarfsemi, sem stjórn- arliðið hefir fyrirhugað gegn samtökum þessara aðila, hafa komið mönnum í stjórnarbúðun- um á óvart og sett þá út af laginu. Má því segja, að af öllu þessu hafi það gott hlotizt, að útvegs- menn og fiskframleiðendur hafa sýnt á ótvíræðan hátt, að þeir munu ekki láta svipta sig þeirri vörn, sem samtökin hafa reynzt þeim. UTAN UR HEIMI Rólegi maðurinn — sem er oð skáka Presley í\ tæplega einu ári hafa selzt 11 milljónir hljómplatna með Elvis Presley. Hér mun vera um algert met að ræða — segja menn vestra. En Elvis Presley er mjög ánægður með árangur- inn. Hann heldur áfram að syngja og láta öllum illum lát- um, ekur um í Kádilják — og slær um sig, þegar viðeigandi er. En halastjörnurnar standa aldrei kyrrar á himinhvolfinu. Þær koma í ljós, standa stutt við, og eru oft horfnar áður en varir. Og þannig er það einnig með dægurflugur, eins og Pres- ley. Þeir tímar virðast nú skammt undan, að Presley neyð- ist til þess að aka í gömlum Chevrolet — og selja Kálilják- in. Ný stjarna er að rísa úti við sjóndeildarhringinn, og hefur hún haft slæm áhrif á hag Pres- leys. i: I g vil miklu heldur hyra Pat Boon á hljómplötu en að sjá Elvis Presley með eigin augum", sagði ung stúlka fyrir skömmu, sem dáð hefur Presley. Þannig er það víst með fleiri: Pat Boon er að sigra. Boon þessi er frá Tennessee, 22 ára gamall stúdent, kvæntur — og á þrjú börn, stúlkur — 2V2 árs, 15 mánaða og 4 mánaða. Á vissan hátt svipar honum til Presleys, því að Boon gerir meira en að syngja. Hann dansar. En dans hans er mjög viðfelldinn. Langt frá því að vera á nokkurn í frímínútum situr Boon á tröpr- um skólans — og les. hátt klúr. Tvö ár eru liðin síðan Boon byrjaði að syngja, og vin- sældir hans hafa farið stöðugt vaxandi. Á þessum tveim árum hafa selzt átta milljónir hljóm- platna með lögum hans. Þetta er ekki mikil sala miðað við árssölu plötum Presleys. En það er líka stutt síðan Boon byrjaði að dansa. ★ ★ Pelann verður að velgja fyrir f jöggurra mán aða stúlku. N afn hans og hlióm- plötur hafa þotið sem eldur í sinu um öll Bandaríkin. Þegar hann kemur fram og skemmtir á opin- berum samkomustöðum verður lögreglan að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að bjarga því, sem bjargað verður. Ekki er hér átt við hús og húsmuni — heldur áhorfendurna — og söngvarann sjálfan, því að troðningurinn er það mikill, að minni máttar er hætt við að troðast undir. — Að lokinni skemmtuninni hópast all- ir áhorfndur utan um Boon. O túlkumar vilja fá — þó ekki væri nema að snerta manninn. Margar reyna að rífa úr klæðum hans — og eiga pjötl- urnar til minningar um „ódauð- legan mann“. Þær, sem eru öllu vogaðri, biðja um koss, en ekki er vitað til þess að slíkar óskir hafi verið uppfylltar, því að Boon er giftur, eins og áður grein- ir. Þær hæglátari láta sér nægja að biðja um rithandarsýnishorn, lindarpenna, vasaklút eða skó- reim — hluti, sem fást í næstu búð. En hvað um það. Lögreglan á fullt í fangi með að halda aftur af unga fólkinu, og áreiðanlegt er, að ekki yrði það miklu for- vitnara og ákafara, enda þótt Boon þessi væri maður frá ann- arri stjörnu. að honum er ákaft fagnað. En allt dettur í dúnalogn, þegar hann byrjar að syngja — og áheyrendur hlusta á hann, eins og hvern annan söngvara. P, H .ljómleikar Boons eru mjög frábrugðnir rock and roll samkundum Presleys. Samkomu- húsaeigendur verða að hafa við- gerðarmenn í vinnu í heila viku eftir að Presley hefur látið ljós sitt skína í húsakynnum þeirra, en sömu menn koma eftir hverja hljómleika til Boons, „rólega mannsins", eins og þeir kalla hann, og biðja hann að halda aðra. Það er að vísu mikill hávaði í salnum er Boon gengur inn, því at Boon er giftur æskuvinkonu sinni, skólasystur og jafnöldru, Shirley, frá Tenn- essee. Búa þau í átta herbergja íbúð í New Jersey, en Boon nem- ur við Columbía-háskólann. Áður lifði hann og fjölskyldan á 44 dollurum á viku, og Boon skipti um bleyju á yngsta barninu á kvöldin. Nú hefur hann 10 sinn- um hærri upphæð úr að spila en nú syngur hann líka fyrir lands- lýð — á kvöld'n. Vinsældir Boons aukast með hverjum deginum sem líður, hljómplötur hans verða æ eftir- sóttari, hann er orðinn vinsæll sjónvarpsgestur — og fyrir nokkr um dögum undirr. hann samn- inga til sjö ára við kvikmynda- félag eitt í Hollywood. En hvað verður um aumingja Presley? Sumir segja, að innan skamms muni vinsælasti þéttur óskalag- anna verða sá, að plötur hans verði brotnar við hljóðnemann (með miklum hávaða). Skipaáætlamir UNDANFARIN 3 ár hefur Eim- skipafélagið gefið út áætlun fyr- ir nokkur skip, svo sem Reykja- foss, Fjallíoss og Brúarfoss milli Hamborgar, Rotterdam, Ant- werpen, og Hull og ýmissa hafna á íslandi. Félagið hefui' nú orðið að fella áætlanir niður. Sökum hinnar lélegu afkomu varð ekki hjá því komizt að hætta við slíka áætlun, enda mun skipspláss notast bet- ur með því að sigla skipunum utan áætlana, vegna þess hve flutningar til og frá íslandi eru óreglulegir og háðir árstíðum. 15 þúsund blöð á viku ÍSLENDINGAR virðast mjögj fengið upplýsingar um innflutn- sólgnir í erlend blöð, ef dæma 1 ing á Norðurlandablöðum — og má af innflutningi þeirra. Eða! í hverri viku eru flutt inn í land- hvað haldið þið, að hann sé mik- ið 15 þúsund eintök af þeim. — ill, lesendur góðir? Við höfunr' Það er ekkert smáræði! — En væri nú ekki ástæða til að flytja inn líka mikið af þeim bókum,, sem gefnar eru út á Norðurlönd- um ár hvert? Við höfum lítið séð af þcim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.