Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 27. febr. 1957 MORGVW BLAÐIÐ 15 Sæmílegt hjá Akranesbátum AKRANESI, 26. febrúar. — All- w fjöldinn af bátunum héðan sækir nú svo langt að þeir eru 1% til 2 sólarhringa í róðrinum. Fara þeir ýmist vestur fyrir jökul eða suður og langt út af Garðskaga. Eru því bátarnir á öllum timum sólarhringsins ým- ist £ róðri eða að koma að. f gær fengu 20 bátar samtals 160 lest- ir og er það 8 lestir til jafnaðar á bát. Aflahæstir voru Böðvar með 13,7 lestir, Höfrungur með 12% lest og Heimaskagi með 12 lestir. Aflinn þykir á stundum mjög blandaður. T. d. fór Sigurfari laugardagsróðurinn vestur fyrir jökul og kom með 10% lest. Af því voru 4,5 lestir þorskur, 3 lest- ir keila, 1,5 lestir ýsa, 1 lest langa og hálf lest karfi og skata til samans. — Oddur. Glatt á lijalla ÞEIM, Gunnari Schram, Helga Tryggvasyni, Óskari Hallgríms- syni og Stefáni Gunnlaugssyni, sem nú dveljast £ Bretlandi í boði brezka utanríkisráðuneytisins, var haldið samkvæmi í London 21. febrúar. Voru þar boðnir sendiherra fslands í London, full- trúar íslendingafélagsins á staðn- um, brezkir þingmnn og fulltrúar ýmissa samtaka, þ. á m. brezkra verklýðsfélaga. (Frétt úr Times of London). Félagslíl Þjóðdansafélag Reykjavíkur Síðustu námskeið vetrarins hefj- ast í dag, miðvikudaginn 27. febr. í Skátaheimilinu.. — Gömlu dans- arnir, byrjendur kl. 8. — íslenzk- ir dansar og fl. kl. 9. Þjóðdansar, framhaldsflokkur ki. 10. — Inn- ritun á sama stað. — Stjórnin. Sundmót f.R. verður í Sundhöllinni 7. marz. Keppt verður í: 400 m. og 100 m. skriðs. karla. 200 m. bringus. karla. 100 m. baks. karla. 200 m. bringus. karla 100 m. baks. karla. 100 m. skriðs. drengja. 50 m. bringusundi drengja. 50 m. flugsund drengja. 100 m. skriðsund kvenna. 50 m. bringusund telpna. 3x100 m. þrí- sund karla. — Þátttökutilkynning ar skulu herast til Jónasar Hall- dórssonar í síma 7633, Sundhöll Reykjavíkur, fyrir 1. marz. Sunddeild Í.R. I. O. G. T. St. Mínerva nr. 172 Fundur í kvöld kl. 8,30 á Frí- kirkjuvegi 11. Umræður um bann- lagaályktun þingstúkunnar, o. fi. —- Æ.t. St. Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30 (yngri utjórna). Flokkakeppnin heldur á- fram. B-flokkur skemmtir með út- varpsleikþætti, uppiestri og fleiru. Félagar! Fjölmennið á þennan fund. — Æðsti templar. Góð rækjnveiði BÍLDUDAL, 25. febrúar: — Hér hefir verið kalt veður að undan- fömu 2—8° frost, en stillt. Þrír bátar stunda rækjuveið- ar og hefur af] inn verið mjög góður. Bátarnir mega ekki veiða nema 450—500 kg hver á dag, því meira magn er ekki hægt að vinna, og eru þó flestar konur í þorpinu við rækjuframleiðslu. Hefir hvað eftir annað komið fyr ir, að bátarnir hafa verið búnir að fá hið leyfilega aflamagn fyrir og um hádegið. Hér er því mikil vinna, einkum fyrir kvenfólk. Annar línubátanna sem héðan rær, hefir róið alla vikuna og aflað 4—5 tonn í róðri. Er það Vörður og er afli hans í febrúar um 70 tonn. Hinh báturinn hefur verið bilaður, en er nú aftur byrj aður róðra. F. PILTUR eða STÚLKA óskast til afgreiðslustarfa. Sími 82245. Samkomur Skógarmenn K.F.lj.M. Aðalfundur Skógarmanna verð- ur í kvöld, miðvikudagskvöld, 27. febr. kl. 8,30. Venjuleg aðalfund- arstörf. —- Stjórnin. KristniboðshúsiS Betanía Laufásvegi 13 Alm. samkoma í kvöld kl. 8,30. Gunnar Sigurjónsson talar. Allir velkomnir. Innilegt þakklæti til ykkar allra, sem sýnduð mér vinar- hug á sjötugsafmæli mínu, 15. febrúar sL Sigríður Pálsdóttir, BíldudaL Þakka hjartanlega auðsýnda vináttu á sextugs-afmælinu 21. febrúar sl. Ingvar Jónsson. Önfirðingar Sunnanlands Árshátíð verður i Tjamarcafé sunnudaginn 3. marz kl. 9. e.h. — Aðgöngumiðar afhentir hjá Gunnari Ásgeirssyni, Hafn- arstræti 22. STJÓRNIN. V A N W O O D BABY - BU Hljóðfæraverzlanir Sigríðar Helgadóttur sf., Lækjarg. 2 og Vesturveri Unglinga vantar til blaðburðar í Baldursgotu Kringlumýrí Seltjarnames Skólavörðustíg Tilkynning frá Samvinnusparisjóðnum Frá og með 1. marz næstkomandi verður afpreiðsiutími Sam- vinnusparisjóðsins sem hér segir: Opið alla virka daga kl. 10—12.30 og kl. Z—4-30 nema laugardaga kl. 10—12,30. Samvinnusparisjóðurinn Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur Skemmfifund í Tjarnarcafé föstudaginn 1. marz kl. 8,30 síðdegis. Til skemmtunar: Litmyndir úr öllum áttum. Hjálmar Gíslason syngur nýjar gamanvísur. DANS. Haukur Morthens syngur með hljómsveit Aage Lorange. Aðgöngumiðar hjá Bókabúð Lárusar Blöndal, Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. Eiginmaður minn og faðir okkar EINAR jÓNSSON bifreiðarstjóri frá Vík í Mýrdal andaðist í Heilsuvernd- airstöðinni 22. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 1. marz og hefst kl. 1,30 eftir hádegi. Athöfninni verður útvarpað. Kristín Pólsdóttir og dætur. Maðurinn minn og faðir okkar BJARNI M. PÉTURSSON Aðalstræti 22, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarð- arkirkju í dag kl. 2. Herdís Jóhannesdóttir «g böm. Jarðarför SIGRÍÐAR JÓNASDÓTTUR fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. þ.m. kL 1,30. F.h. vandamanna. Viggó E. Gislason. Útför móður minnar STEINUNNAR SIGURBORGAR HALLVARDSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni fimmtud. 28. þ.m. kl. 2.30. Hallvarður Rósinkarsson. Útför systur minnar STEINUNNAR BJÖRNSDÓTTUR frá Bjarnastöðum í Grímsnesi, sem andaðist 19. þ.m. fer fram frá Mosfelli í Grímsnesi, laugardaginn 2. marz kl. 2 e.h. Guðmundur Björnsson, Strandeyrarbakka. Innilega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur sam- úð og sendu okkur gjafir, eða sýndu á annan hátt hlý- hug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar BERNÓDUSAR ÞORKELSSONAR Aðalbjörg Bergmundsdóttir og börn, Borgarhóli, Vestmannaeyjum. Innilega þakka ég öllum fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför konu minnar GUÐRÚNAR HERSILÍU JÓNSDÓTTUR Sérstakt þakklæti til Kvenfélags Lágafellssóknar. Sigurður Eiríksson, Lundi. Við sendum ástúðar þakkir og kveðjur, öllum þeim fjöl- mörgu, nær og f jær, fyrir stórfelda hjálp, vináttu og sam- úð, fyrst I veikindum dóttur okkar BJARGAR KRISTÍNAR og síðar við útför hennar. Við biðjum Guð að veita ykkur öllum styrk á ókomnum árum. Rósa Árnadóttir, Sigurjón Jónsson, Garðarsbraut 40, Húsavík. Innilega þökkum við auðsýnda samúð við andlát Ðg jarð- arför eiginmanns míns, föður og sonar LÚTHERS H. SIGURÐSSONAR Sérstaklega vildum við þakka eigendum Kassagerðar Reykjavíkur hf., fyrir þeirra sérstæðu hjálpsemi og vin- semd. Lovísa Jóhannesdóttir, Sigríður Lúthersdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Hafdís Lúthersdóttir, Sigurður Guðnason, Sigríður Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.