Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 49. tbl. — Fimmtudagur 28. febrúar 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Folskir dollaraseðlar streyma frd Ungverjalandi út um nllo Evrópn -— . • ■> f » .# i « Litlu munaði, að yfirmaður 8. hers Bandaríkjanna í Austurlöndum, White hershöfðingi, og kona hans, færust, þegar kviknaði í flugvél, sem þau voru í. Vélin var að búa sig undir flugtak, þegar kviknaði í henni. Flugmaðurinn stöðvaði hreyflana í skyndingu og fyrirskipaði farþegum og á- höfn að yfirgefa vélina. Komust menn nauðuglega út. — Eldsupptök voru í farangursgeymslunni þar voru rafmagnsleiðslur í ólagi og kviknaði i út frá þeim. Myndin sýnir brennandi vélina. IJnnið bak við tjöldin New York, 27. febrúar iLLSHERJARÞINGIÐ var kvatt saman til fundar í dag til þess að ræða um brottflutning ísraelsherja af egypzku landsvæði. Það kom mönnum almennt á óvart, að enginn skyldi kveðja sér hljóðs um málið, svo að fresta varð umræðum. A’ -A- Bak við tjöldin er unnið kappsamlega að samningu til- lagna, sem miðað gætu í sam- komulagsátt. Hafa beir Eisen- hower og Mollet ræðzt við í dag ■— og ákveðið er, að þeir ræðist einnig við á morgun. Dulles og Pineau áttu fund með sér í dag ' Sérliver skerðing er hættuleg BRtíSSEL, 27. febr. — Nor- stad, yfirherforingi Atlants- hafsbandalagsins, lagði á- herzlu á það, er hann átti fund með fréttamönnum í dag, að sérhver skerðing á herstyrk bandalagsins stefndi land- vörnum lýðræðisþjóðanna í voða. Sagði hann, að aðrar þjóðir yrðu að taka á sig þunga bagga, ef Bretar sæju sig tilneydda að minnka her sinn. Á föstudaginn mun At- lantshafsráðið ræða fækkun í herliði Breta í V-Þýzkalandi — og auk þess ræddi Dulles við fulltrúa ísraelsmanna hjá S. Þ., Eban — og utanríkisráðherra ísraels, Goldu Meir. Á Almennt er álitið að viðræð- urnar hafi verið byggðar á grund velli tillagna þeirra, er Lester Pearson bar fram í gær þess efnis, að ísrael skyldi þegar hverfa með her sinn frá Akaba- flóa, en S. Þ. gæfu áður trygg- ingu fyrir frjálsum siglingum. Seinni fréttir herma, að aðal- fulltrúi Bandaríkjanna hafi fyllilega látið það á sér skilja í kvöld, að Bandaríkjamenn mundu styðja þvingunarað- gei-ðir gegn ísrael, ef ekki rættist úr hið bráðasta. ■ár Seinustu fregnir herma, að Bandaríkin hafi sent ísrael enn eina orðsendingu þar sem Israels menn séu hvattir til þess að fara með herlið sitt frá Gaza-svæðinu og Akabaflóa þegar 1 stað — af frjálsum vilja til þess að forðast allar þvingunaraðgerðir af hálfu S.Þ. Dulles afhenti Eban orð- sendingu þessa, er þeir ræddust við í dag. Flugvélin gat ekki lent Milwaukee, Wisconsin, 27. febrúar. NEYÐARKALL barst frá stórri farþegaflugvél skömmu eftir að hún hafði hafið sig á loft af flugvellinum hér. Hafði nefhjól hennar laskazt í flugtakinu og taldi flugmaðurinn ekki hægt að lenda á því, en ekki var heldur hægt að draga það upp Flugvél þessi er af gerðinni Constellation, frá Capital Air- lines. Ekki var nema 21 farþegi með flugvélinni — og hafði hún eldsneyti til níu stunda flugs. Þegar var allt öryggislið flug- vallarins boðið út, brunabílar eru í varðstöðu um allan völl — svo og sjúkrabílar og lögreglan hefur lokað öllum nærliggjandi vegum. Flugvélin mun sveima yfir flug- vellinum þar til benzín þrýtur, eða þar til tekst að gera við Flugvirki leiðbeinir áhöfn inrii úm loftskeytastöðina við við- gerð á hjólinu. Aðstaða til við- gerðarinnar er samt mjög erfið þar sem hjólið er niðri. Eru flug mönnum allar bjargir bannaðar meðan svo er, því að magalending er mjög hættuleg, ef eitthvert hjól anna er niðri. Seint í gærkvöldi höfðu engar nánari fregnir bor- izt af afdrifum flugvélarinnar — og farþeganna. Rottur vuldu hungursneyð MANILA: — íbúar um 25 sveitaþorpa í Suða astur- Manila líða nú mikið hungur vegna þess að milljónir af rottum hafa lagzt á akrana. Áætlað er, að rotturnar hafi eytt nær allri uppskerunni á þessu landssvæði, og í Sam- ar-héraðinu hafa íbúarnir, sem eru um átta þúsund, orð- ið að leggja sér til munns jurtarætur og fleira því um líkt til þess að halda lífinu. Ástandið versnar samt með bverjum deginum sem líður, því að rottuherskararnir eru aú farnir að leggjast á allt, sem tönn á festir — líka jurta- rætur. Úfsendarar Kadars dreifa þeim medal flóttamanna Kaupmannahöfn: — AGENS NYHEDER" skýrir frá því á forsíðu, að kommún- istastjórn Kadars í Ungverjalandi hafi látið dreifa fölsuðum dollaraseðlum út um alla V-Evrópu. Alþjóðalögreglan, INTERPOL, hefur nú tekið málið til rannsóknar — og þegar er komið í Ijós, að hér er um mjög víðtæka dreifingu að ræða. Minnir þetta á aðferðir nazistanna fyrir styrjöldina, er þeir trufluðu allt viðskipta- líf í Evrópu með því að koma í umferð ógrynni falsaðra steri- ingspunda. D' Þessara fölsku seðla varð fyrst vart í Austurríki ekki alls fyrir löngu. Þjóðbankinn í Vín lét INTERPOL þegar vita og komst lögreglan á sporið. Tveir flóttamenn, veit- ingakona og þjónn, höfðu flú- ið til Austurríkis frá Ungverja landi. Vonu þau með allmikið af dollurum meðferðis — en er þau hugðust skipta þeim í þjóðbankanum í Vín, komu svikin í ljós. Segir konan, að Ungverji einn, sem búið hafi í gistihúsi, er hún starfaði við, hafi greitt sér þjónustu með dollurum þessum. ★ Ekki liggja neinar sannanir fyr ir um sannleiksgildi sögunnar, en hins vegar þykir sannað, að kommúnistastjórnin ungverska hefir sent fjölda manns út af örk- inni — sem flóttamenn — yfir til Austurríkis, til þess að koma hin- um fölsuðu dollaraseðlum í um- ferð. Ekki hafa fengizt neinar sönnur á því, hvort seðlarnir eru prentaðir í Budapest, eða hvort þeir eru fengnir að láni hjá einhverju „vinveittu ríki“. Seðlarnir eru mjög vel gerðir, því að svo mikið er víst, að margir bankar í Austurríki höfðu veitt þeim viðtökni, sem góðum og gildum gjaldmiðli, áður en svikin komust upp. Einn bankanna hafði t.d. skipt 30,000 fölskum dollurum í aust urríska mynt. Allir voru föls- uðu dollararnir komnir trá flóttamönnum. ★ Eftir að INTERPOL hóf rann- sókn málsins, bárust bönkum í Framh. á bls. 2. Aldrei til tunglsins" // Sendifulltrúi Bandaríkjaima Búdapest kvaddur lieim WASHINGTON 27. febrúar: — Edward T. Wailes, sendifulltrúi við bandaríska sendiráðið í Buda pest, hefur verið kvaddur til Bandaríkjanna eftir að Banda- ríkjastjórn hefir neitað harðlega ásökunum stjórnar Kadars, þess efnis, að sendifulltrúinn hafi gegnt störfum án þess að hafa sýnt embættisbréf sín ungversku kommúnistast j órninni. Segir í orðsendingu banda- ríska utanríkisráðuneytisins um þetta efni, að Wailes hafi verið skipaður sendifulltrúi við sendi- ráðið í Budapest í júlí sl. — með Ræða við Kreml BÚDAPEST, 27. febr.: — Tals- maður ungverska utanríkisráðu- neytisins skýrði frá því í dag, að seinni hluta næsta mánaðar mundu hefjast viðræður milli fulltrúa ungversku stjórnarinnar og stjórnarinnar í Kreml um efnahags-, hernaðar- og stjórn- mál. Ekki var látið uppi hvar viðræðurnar eiga að fara fram. samþykki ungversku stjórnarinn- ar. En hann hafi ekki horfið strax austur um haf, þar eð hon- um hafi verið falið verkefni að vinna úr í Washington. Þegar þessu starfi lauk, hafi hann haldið til Ungverjalands. Framhald. á bls. 2. WASHINGTON, 27. febrúar. — Dr. Lee de Forest, sem þekktur er undir nafninu „faðir elektronu vísindanna“ sagði í útvarpsfyrir- lestri í Washington, að mönnun- um mundi aldrei takast að kom- ast til tunglsins, enda þótt geim- fluginu fleygði svo fram, að við gætum sent fjarstýrð skeyti yfir á aðrar stjörnur. Sagði de Forest, að enginn mannslíkami mundi þola tunglferð — hversu vel, sem farartækið væri útbúið. Á margt fleira drap hann í fyrirlestrinum — og m. a. það, að innan tíu ára yrði hægt að koma upp fullkomnu sjónvarps- neti, sem næði yfir alla jörðina. Slys á „Umonak“ GODTHAAB: —• Grænlandsfarið „Umanak", sem lenti í ofviðri undan Hvarfi á dögunum — og lengi var óttazt um, hefur öðru sinni komizt í hann krappan á sömu slóðum. Undanfarna daga hefur skipið orðið að halda kyrm fyrir undan Hvarfi vegna veðurs. Hefur vindhraðinn aldrei farið niður fyrir 12 vindstig. í þess- um ólátum varð banaslys um borð. Vindhviðá felldi háseta einn, sem var á þiljum uppL Féll hann aftur fyrir sig, niður stiga, hálsbrotnaði — og var þeg- ar örendur. Ungverska lögreglon sýnir ofríki við eriend sendiróð Búdapest, 27. febrúar. VOPNAÐIR ungverskb- lögregluþjónar og borgaraklæddir mcnn umkringdu í dag bandaríska, brezka, franska og austurríska sendiráðið í Búdapest. Skoðaði lögreglan skilríki allra þeirra, er fóru inn — og komu út úr sendiráðunum. Nokkrir Ungverjar, sem komu út úr sendiráðum þessum, voru handteknir og fiuttir burt í lokuðum bifreiðum. Þetta er þriðji dagurinn í röð, sem ungverska lögreglan stendur vopniið um sendiráð þessara fjögurra landa — og setur táhnanir í veg sendiráðsmanna og fleiri. Vitað er, að sendi- ráðin hafa kært framferðið til stjórna sinna, en enn er ekki ljóst hvað gert verður til þess að reyna að stemma stigu fyrir ofríkl þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.