Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. ebr. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 3 „Drottning víkinganna“ dvaldist 40 mínútur á íslandi í gær Ætlar aS stanza hér einn dag á heimleiðinni DROTTNING VÍKINGANNA“, sem Norðmenn búsettir í New York velja á ári hverju í október, úr hópi álitlegra stúdína og senda til Noregs til þess að viðhalda tengslum milli ungs fólks í gamla heimalandinu og þess er búsett er vestanhafs, kom við hér á íslandi í gærmorgun á leið sinni til Noregs. Hún var meðal farþega í Loftleiðaflugvélinni Heklu, sem kom að vestan rétt p| fyrir kl. 8 í gærmorgun og hélt áfram til Ósló eftir um það bil || 40 mínútna stanz. Með „drottningunni", sem að þessu sinni var ft valin Christin Abrahamsen, var móðir hennar frú Ida Nesseth Abraham'sen og Karsten Roedder, blaðamaður við Nordisk Tidende í New York. Er þetta í 3ja sinn sem Loftleiðir flytja „Drottn- ingu víkinganna" frá New York til Noregs. AF NORSKU FORELDRI Til þess að verða „Drottning víkinganna", þarf að uppfylla vissar kröfur. Stúlkan þarf fyrst og fremst að vera af norsku for- eldri í báðar ættir, vera norsku- mælandi, stúdent og síðast en ekki sízt þarf útlit hennar og framkoma öll að vera aðlaðandi. Hún þarf að geta komið óaðfinn- anlega fram hvar sem er og vera landsmönnum sínum til sóma. Þetta er mikil vegsemd, en ekki með öllu vandalaus. Nokkru eft- ir að valið hefur farið fram er hún send í heimsókn til Noregs og þar kemur hún fram á ýmsum stöðum í mánaðartíma. TIL RJUKAN Ungfrú Abrahamsen er 23 ja ára gömul. Foreldrar hennar eru Adolph Abrahamsen frá Lakse- vág í Bergen og Ida Nesseth frá Lærdal í Sogni. Fað- irinn er húsgagnasmiður í New York. Christin er fædd vestra. Hún á að koma fram á Holmen- kollen-vikunni í Noregi en einnig í Rjukan, á sólarhátíðinni. Það er henni sérstakt gleðiefni. Iðnaðarhéraðið Rjukan liggur inn á milli hána fjalla Suður- Noregs. Þar sést sólin ekki í nærfellt fimm mánuði ársins, ekki ósvipað og á nokkrum stöð- um á íslancli. En þegar sólin kemur upp fyrir fjallatindana, drekka Rjukanbúar ekki aðeins „sólarkaffi" heldur halda „sól- arhátíð" og er það ein mesta há- tíð ársins. Þá ekur „sólprinsinn" um götur þorpsins á skreyttum vagni sem fyrir eru spenntir hvítir hestar, umkringdur þern- um, þjónum og alls kyns verum. Ungir sem gamlir þyrpast út á götur og stíga til að fagna sólar- prinsinum, sem stöðvar för sína á veglega skreyttu hátíðasvæði Nú ætlar „Drottning víkinganna“ að setja svip sinn á þessa hátíð og fagna sólaruppkomunni með Rjukanbúum. „ÞAD VAR BARA SKÝ“ Fréttamaður Morgunblaðsins átti stutt viðtal við ungfrú Abra- hamsen og fylgdarlið hennar meðan það beið þess að flugvél- in héldi áfram í gær. Hún lét vel af förinni og kvaðst hafa sofið vel um nóttina. -— Ég leit út um gluggann ein- hvern tíma í morgun, sagði hún, þegar farið var að birta, og sá eitthvað hvítt, geysistórt. Ég hugsaði strax, að þarna væri einn af hinum hrikalegu jöklum íslands kominn í augsýn og vakn- aði nú alveg og ætlaði að fara að virða landið fyrir mér. En ég varð fyrir vonbrigðum, því þetta var aðeins risastórt ský en ekk- ert ísland. Það var ekki laust við að brosað væri að mér fyrir þetta. — En hvernig leizt yður svo á landið? — Það er alveg dásamlega fallegt, það sem ég hefi séð úr flugvélinni. En mest gaman þótti mér að fljúga yfir Reykjavík. * ÆTLAR AÐ VERÐA LEIKRITAHÖFUNDUR Christin Abrahamsen stund- ar nú nám við Columbiaháskól- ann. Hún leggur aðaliega stund á enskar bókmenntir. Hún ætlar sér að verða leikritahöfundur og er þegar byrjuð að skrifa leikrit. Meðan hún var í menntaskóla tók hún virkan þátt í öllu skólalífi og var m. a. í ritstjórn mánaðar- rits sem fjallaði um bókmenntir og gefið var út af nemend- um í skólanum. Háskólanám sitt hóf hún við hinn kaþólska Fordham-háskóla, fór þaðan eft- ir eitt og hálft ár í St. Olafs Col- lege í Northfield í Minnesota og er nú í Columbíaháskólanum. Meðfram náminu kennir hún ensku við unglingaskóla á Long Island. HEFUR ÁHUGA Á MÁLARALIST — Hvernig eyðið þér svo frí- stundum yðar? — Ég hef mjög gaman af að mála, en mest geri ég að því að skrifa í frístundum mínum. Ég tek einnig þátt í íþróttum, hef mjög gaman af sundi. Ég fer mik- ið í leikhús og á konserta, og dansi hef ég gaman af, einkum nýjustu dönsunum. KOMA VH) Á ÍSLANDI í HEIMLEIÐ — Þegar við komum til baka, sagði Christin Abrahamsen, er við kvöddumst, getur verið að við stönzum á íslandi einn dag. Ég vona að minnsta kosti að svo verði. Sigurður Magnússon, fulltrúi Loftleiða, bauð Christin og fylgdarliði hennar í ökuferð um bæinn, meðan flugvélin stóð við. Var tíminn naumur, en nægði þó til þess að ferðafólkið fékk ofur- litla hugmynd um legu bæjar- ins og sá helztu byggingar. Allt var það mjög hrifið af útsýninu og fegurð landsins, enda var veð- ur sérstaklega gott. Það óskaði þess allt að mega koma hingað aftur og litast betur um. M. Th. Sjómannakabarettsýn- ingar að hefjast á nýjan leik „Drottning víkinganna“ Christin Abrahamsen stígur úr Heklu á Reykjavíkurflugvelli. — Ljósm. Pétur Thomsen. — Hafið þér komið til Noregs áður? — Nei, þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað. En ég á þar marga ættingja, flesta í Bergen. En þótt ég hafi aldrei komið þangað áður, þá þykir mér vænt um allt sem norskt er. Ég held að mér sé í blóð borin ást á öllu því, sem Noregi tilheyrir. NÚ ER í uppsiglingu Sjómanna- dagskabarettinn 1957 og hefjast sýningar 9. marz n. k. í Austur- bæjarbíói. Upphaflega var ráð gert að hafa þessar sýningar í fyrravetur, en af því gat ekki orðið sökum lömunarveikifarald- urs þess, er þá geisaði. Fólkið sem skemmtir er úr heimskunnum sýningarflokki, sem gengur undir nafninu Wond- ers of the World (Undur verald- ar). Listir þaer, sem leiknar eru, þykja fremur í ætt við galdra, en það, sem venjulegir menn geta tamið sér með langri þjálfun. — Fólkið er af mörgu þjóðerni: Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Englendingar, Skotar, Belgíumenn, Suður-Afríkumenn og Indíánar. í hópnum er „handalausi undra maðurinn". Hann fæddist hand- leggjalaus, en hefir náð svo mik- illi leikni í að nota fætur og tær að með þeim getur hann flest, sem rétt skapaðir menn vinna með höndunum. Eitt af sýningar- atriðunum er að fá einhvern á- Fyrstu skýjakljúfarnir í í bænum 10 og 12 hæða hús FYRSTU skýjakljúfar Reykjavíkurbæjar munu rísa inni við Há- logaland, að suðvestanverðu í slakkanum og verða þar fimm stórbyggingar 10 og 12 hæða hús. — Var hæð þessara húsa endan- lega ákveðin á fundi bæjarráðs á föstudaginn. 'Stórbyggingar þessar, sem allar verða íbúðarhús, verða við götu, sem hlotið hefir nafnið Sólheim- ar. Er þarna með allra fallegustu húsastæðum hér í bænum, og þaðan er mjög víðsýnt. ★ Skýjakljúfarnir verða í tveim röðum. í þeirri fremri verða tvö 10 hæða hús, en í aftari röð verða þrjú hús, öll tólf hæða. í tíu hæða húsunum verða 40 íbúðir. Hefir byggingafélaginu Framtak, sem ungir menn hér í Reykjavík hafa stofnað, verið úthlutað ann- arri þessara lóða. ★ Byggingarfélag prentara reisir tvö hinna þriggja 12 hæða húsa og verður í hvoru þeirra 60 íbúð- ir. Óráðstafað er því byggingar- leyfi annars 10 hæða húsanna, og eins 12 hæða. Prentarar munu hefja byggingarframkvæmdir jafnskjótt og aðstæður leyfa og byggja bæði húsin samtímis. ★ Þessi stórhýsi verða öll samkv. síðustu kröfum, sem gerðar eru í nágrannalöndum okkar um slík hús. Þar er að því stefnt, að þrátt fyrir fjölbýlið, verði hvert heim- ili eins mikið út af fyrir sig og um væri að ræða einbýlishús. Er sú skoðun almenn, að næst því að búa í einbýlishúsi, sé heppi- legast að búa í slíkum skýjakljúf- um, þar sem íbúðir skipta tugum. Ökumenn í Garði slofna bindindisdeild FYRIR skömmu var suður í Gerðum stofnuð deild Bindindis- félags ökumanna og voru stofn- endur 32 að tölu. Var deildin stofnuð fyrir frumkvæði vörubílstjórafélagsins þar og gerðust allir félagsmenn, sem eru 10 að tölu, aðilar að deildinni. Formaður hennar er Vilhjálmur Halldórsson og meðstjórnendur Gunnar Sveinbjörnsson og Einar Tryggvason. horfendanna upp á leiksviðið, þar sem hann rakar gestinn! Þá er „beinlausi maðurina*. Hann hefir fengið þetta viður- nefni vegna þess að listir haiui benda til þess að í líkama hans fyrirfinnst ekki bein, virðist fyrirfinnist ekki bein, virðist tuskubrúða en venjulegur maður. Næst er „sterkasti maður í heimi“. Hann nefnist Herkules. Hann er ekki nema 149 cm á hæð. Þó kvað hann draga strætisvagn, fullsetinn farþegum, með tönn- unum einum. Auk þess lyftir hann 500 pundum með munnin- um. Einnig er „jafnvægiskóngur- inn“. — Indíáninn Beáver, sem «r mesta listaskytta og fakír. — Flugfimleikamennirnir Jacora leika furðulgustu listir. Stjórnandi hópsins Crossini, er nefndur hefir verið „arftaki“ töframannsins Hoadinis sýnir stórfurðuleg atriði. Ætlar hann að heita þeim 10 þús. sterlings- pundum eða um hálfri milljón króna, er leikið getur eftir eina af þrautum þeim, er hann leysir. Nokkur fleiri atriði verða á kabarettinum. Eins og áður er getið hefjast sýningar í Austurbæjarbíói 9. marz n. k. og verður frumsýn- ingin kl. 8. Eftir það verða sýn- ingar kl. 7 og 11.15 e. h. dag hvern.' Sérstakar barnasýningar verða á laugardögum og sunnu- dögum. Jóhannes Geir sýnir myndir í Regn- boganum JÓHANNES GEIR Iistmálari sýnir um þessar mundir nokkrar pa itelmyndir í húsakynnum verzlunarinnar Regnbogans í Bankastræti. En í verzlain þessari e svo til hagað, að fólk geti gengið að vild um búðar- svæðið og skoðað myndirnar í ró og næði. Myndirnar eru einnig til sölu þar. Myndir þessar eru allar frá Reykjavík. Eru það myndir frá höfninni og ýmsar haust- og vetr- armyndir af húsum í bænum. Jóhannes Geir er ungur mál- ari, sem hefur stundað nám, fyrst í Handíðaskólanum og síðan í Listakademíunni í Kaupmanna- höfn. Hann hélt eiua sjálfstæða sýningu fyrir nokkrum árum i Listvinasalnum. Aðalfundur Fél. ísl. hljóð- færaleikara HLJÓÐFÆRALEIKARAR. í dag, á 25 ára afmæli félags- ins, er aðalfundurinn. Sjaldan, eða aldrei fyrr í sögu félags- ins, hafa jafnaðkallandi mál beðið úrlausnar aðalfundar, Mál, sem núverandi stjórn hefir hrint í framkvæmd, en virðist hins vegar komin í ó- göngur með. Það verður því fróðlegt að beyra hvernig stjórnin hyggst leysa úr því algjöra öngþveiti, sem er að myndast, eða hvort hún sér sitt óvænna og leggur árar í hát og felur öðrum mönnum forystuna. Mætið því allir sem einn á fundinn og gerið þetta að fjöl- mennasta fundi í sögu félags- ins, en gætið þess jafnframt, að vera skuldlausir til síðustu áramóta til að njóta fullra réttinda á fundinum. Hljóðfæraleikari. Bændaiundur í Ausl- ur-Skaf lafe II ssýslu HÖFN, Hornafirði, 26. febrúar: Hinn árlegi bændafundur Austur Skaftafellssýslu var haldinn í Mánagerði 23.—25. febr. sl. Að venju tóku margir bændur þar til máls um mörg hagsmunamál, svo sem samgöngumál og menn- ingarmál, vatnamál og sand- græðslu. Þá var rætt um verðlags mál landbúnaðarins og margt fleira. Voru gerðar ýmsar álykt- anir í málum þessum. —G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.