Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 28. ebr. 1957 ísiand aðili að bind- indissambandi STJÓRN Bindindisfél. ökumanna hér á landi hefur nú sótt um aðild að alþjóðasambandi bind- indisfélaga ökumanna, sem að- setur hefur í Svíþjóð. Mun þetta samband ná til fjölmargra landa í fjórum heimsálfum, en ekk- ert slíkt félag hefur enn verið stofnað í Afríku. Stjórn Félags íslenzkra hljóðfæraleikara. Félag íslenzkra hljóð- færaleikara 25 ára IDAG, fimmtudag, á Félag íslenzkra hljóðfæraleikara 25 ára starfsafmæli. Var félagið stofnað 28. febrúar 1932. Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag í Breiðfirðingabúð, en aðalafmælis- hófið verður 5. marz að Hótel Borg. Meðlimir félagsins eru nú 120. Stjórn FÍH átti fund með blaðamönnum í gærdag í þessu tilefni, og skýrði formaður, Gunnar Egilsson, frá stofnun félagsins og starfsemi þess. TILDRÖGIN AÐ STOFNUN FÉLAGSINS Tildrögin að félagsstofnuninni voru þau, að í febrúarmánuði 1932, skrifuðu þeir Bjarni Böðv- arsson og Þórhallur Árnason, ís- lenzkum hljóðfæraleikurum bréf, þess efnis, að ástandið væri þannig í atvinnumálum að nauð- synlegt væri, að hljóðfæraleik- arar stofnuðu með sér samtök. Um það leyti var fremur erfitt fyrir hljóðfæraleikara að fá at- vinnu. Nokkru síðar héldu hljóð færaleikarar undirbúningsstofn- fund, þar sem 16 þeirra voru mættir. UNDIRBUNINGSNEFND KOSIN Á þessum fundi var kosin nefnd, sem falið var að undir- búa stofnun félagsins. Átti hún einnig að semja uppkast að lög- um þess. í nefnd þessari áttu sæti Bjarni Böðvarsson, Þórhallur Árnason og Páll ísólfsson. Boð- uðu þeir til stofnfundar 28. febr. og var hann haldinn. Fjórtán hljóðfæraleikarar voru þar mætt ir. Megintilgangur félagsins var að skapa hljóðfæraleikurum við- unandi atvinnuskilyrði og rétta hlut þeirra gagnvart erlendum hljóðfæraleikurum. FYRSTA STJÓRNIN í fyrstu stjórn félagsins sátu þessir menn: Bjarni Böðvarsson, formaður, Theódór Árnason og Guðlaugur Magnússon. Var strax gert að lögum í fé- laginu, að fslendingar mættu leika á móti útlendingum á veit- ingahúsum. Varð það síðar að einu aðalbaráttumáli félagsins í mörg áir og veittist þó erfitt að fá rétt íslenzkra hljóðfæraleikara viðurkenndan, sagði formaður, en því máli lauk með fullum sigri. Náði það sérstaklega fram að ganga vegna ötullar fram- göngu Bjarna Böðvarssonar, sem var driffjöðrin í allri starfsemi félagsins meðan hans naut við, en hann var formaður þess í 19 át, HEFUR LÁTIÐ TIL SÍN TAKA Síðan hefur félagið látið mik- .ð til taka á ýmsum sviðum. Það stofnaði á sínum tíma danshljóm sveitir, er léku í útvarp og á veit- ingastofum. Það gekkst fyrir sin- fóníuhljómleikum 1944. Á síð- ustu árum hefir það enn haslað sér völl. Það hefur stofnað Hljóm listarskólann, en hann hefur nú starfað í um það bil hálft ár og eru 60 nemendur innritaðir í hann. Þá rekur það ráðningar- skrifstofu, sem útvegar hljóð- færaleikurum atvinnu og fara mörg hundruð ráðningar í gegn um hana árlega, sagði formaður. Þá hefur félagið stofnað inn- kaupasamband til kaupa á hljóð- færum, með sem hagkvæmustu mótL SÓTT UM UPPTÖKU í SNII Árið 1935 gekk Félag íslenzkra hljóðfæraleikara í Alþýðusam- bandið. Fyrir alllöngu gerðist það aðili að Álþjóðasambandi tónlst- armanna og nú hefur það sótt um upptöku í Samband norrænna hl j ómslistarmanna. Nýlega hefur félagið hafið út- gáfu blaðs, er nefnist Tónlistar- blaðið og kemur út annan hvern mánuð. NÚVERANDI ST.TÓRN Núverandi stjórn félagsins skipa: Gunnar Egilson, formaður Björn R. Einarsson, ritari, Vil- hjálmur Guðjónsson, gjaldkeri. Formenn félagsins frá upphafi hafa verið: Bjarni Böðvarsson, Sveinn Ólafsson, Svavar Gests. Þorvaldur Steingrímsson og nú- verandi formaður Gunnar Egils- son. Félagið rekur starfsemi sína í Breiðfirðingabúð. Fullorðin kono og telpa fyrir bíl I FYRRAKVÖLD á hálkunni og austanbylnum sem gerði munaði litlu að slys yrði á aldraðri konu og lítilli telpu. Urðu þær fyrir bíl, en sluppu lítið meidd- ar. Gerðist þetta á móts við Hverfisgötu 76, um kl. 7,40. Kon- an, sem leiddi telpuna við hönd sér var komin út á miðja göt- una er þær urðu fyrir bílnum. Bílstjórinn hafði reynt að hemla en við það snerist bíllinn í hálf- hring á götunni og rann með framhjólin upp á gangstéttina. Konan og telpan féllu á götuna. Telpan litla marðist nokkuð en föt konunnar rifnuðu. Maður- inn, sem bílnum ók, hélt á brott leiðar sinnar án þess að koma út úr bílnum. Með honum var einn maður — Vill lögreglan skora á mann þennan að koma til viðtals nú þegar, svo og á allt það fólk er gefið gæti upplýsing- ar mál þetta varðandi. Hilmar Jónsson • HANDRITIN HEIM AFHENDING íslenzku handrit- anna er aftur komin á dagskrá. Tveir þingmenn hafa tekið upp þráðinn, þar sem fyrr var frá horfið 1950. Sveinbjörh Högna- son og Pétur Ottesen bera nú fram á Alþingi tillögu um að Danir skili okkur öllum íslenzk- um handritum, sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn. Þetta eru gleðileg tíðindi. Eins og ég hefi áður rakið í grein í dagblaðinu Vísi um þetta mál, er siðferðileg- ur, sögulegur og jafnvel lagaleg- ur réttur íslendinga á handritun- um skýlaus. Það voru íslending- ar sem höfðu vit, þekkingu og á- huga á hinum fornu fjársjóðum, þegar fornlistarvinir í Danmörku tóku að rannsaka norræna sögu á 17. öld. í dag eru það íslending- ar svo til eingöngu, sem vinna við handritin, þótt þau séu í öðru landi. Danir sýna þeim ekki meiri virðingu en það, að til skamms tíma hafa þeir geymt Ámasafn í lítilli kompu í Kaupmanna- höfn. Á okkar dögum, þegar reynt er ■með ráðum og dáð að stinga heil- brigðri þjóðerniskennd svefn- þorn og rugla svo dómgreind fólks, að það kunni lítil sem eng- in skil á sögu sinnar þjóðar þá hefur afhending handritanna stórpólitíska þýðingu fyrir okkur íslendinga. Hin alþjóðlega glæpamannadeild, er lýtur boði og banni rússneskra valdhafa hefur verið mjög athafnasöm hér á landi. Tilgangur kommúnista er að koma á allsherjar þrælahaldi. Til þess að það megi heppnast verða þeir að sverta allt hið feg- ursta og fullkomnasta, sem mann kynið hefur eignazt. Hér ltemur skýringin á fyrirlitningu Rússa- dindlanna á kristinni trú og ætt- sferifar úr daglega lífinu E1 Ekki til fyrirmyndar INN bréfritara minna hefur bent mér á viðtal í dagblaði hér í bæ, þar sem rætt er um þá íslenzku rithöfunda sem þekktir eru í Svíþjóð. Hann segir, að m. a. hafi verið minnzt á Gunnar Gunnarsson og Kiljan, eins og vera ber, en aftur á móti hafi ekki verið vikið einu orði að vin- sældum Kristmanns Guðmunds- sonar í Svíþjóð. Slík framkoma er á engan hátt til fyrirmyndar, því að auðvitað veit þessi „sér- fræðingur" í menningarskiptum íslands og Svíþjóðar, að margar bækur Kristmanns hafa verið þýddar á sænska tungu og hlotið miklar vinsældir. — Og senni- lega hafa fleiri íslenzkir rithöf- undar borið skarðari hlut frá borði en réttmætt er. 7—8 bækur MÉR er kunnugt um það, að bækur Kristmanns hafa hlotið ágætar viðtökur í Svíþjóð, bæði af gagnrýnendum og almenningi. Enda er nú svo kom- ið, að 7—8 bækur eftir hann hafa komið út á sænskum bóka- markaði. Og einmitt um þessar mundir eru Bjartar nætur fram- haldssaga í einu víðlesnasta viku- riti Svíþjóðar, Folket i Bild. — Ættu íslendingar frekar að fagna velgengni landa sinna á er- lendum vettvangi en reyna að fara í launkofa með vinsældir þeirra. Ef menn sjá ekki nema ákveðna hluti fyrir pólitískri of- birtu, verða þeir að fá sér sól- gleraugu. Og ef það dugar ekki, ættu þeir að hætta afskiptum af menningarmálum og helga sig pólitískri refskák. Góðir fslandsvinir UAR sem við erum byrjuð að ar bókmenntir erlendis er vert að minnast á hina ágætu menning- arfrömuði og íslandsvini sem tekið hafa að sér það erfiða verk að snara íslenzkum skáldskap á erlend mál. Þessi nöfn eru ótelj- andi og verða þau ekki öll talin upp hér, én minnast má á Peter Hallberg, Martin Larsen og Önnu Z. Osterman. Þau hafa öll unnið menningu okkar mikið gagn. — Við vorum að ræða um Krist- mann hér að framan og í fram- haldi af því má geta þess, að frú Anna hefur þýtt tvær bækur eft- ir hann á sænsku, Félaga konu og Kvöld í Reykjavík. En einkum hefur hún helgað sig verkum Davíðs Stefánssonar, þýtt eftir hann nokkur kvæði, s. s. Prólog- usinn að Gullna hliðinu, en það leikrit hefur hún þýtt með mikl- um sóma, svo og Landið gleymda og Solon Islandus sem vonandi verður gefinn út í Svíþjóð, áður en langt um líður. ísland stækkaði, ef , . . '17'IÐ íslendingar eigum að gefa ’ gaum að starfi þeirra manna sem þýða bækur okkar á erlend mál, svo að skammlaust sé, því að það hlýtur að vera stolt lítillar þjóðar að vera hlutgeng á menn- ingarmarkaði heimsins. Hitt er svo annað mál, að sennilega er ógerningur að þýða á erlend mál sum beztu verk íslenzkrar tungu, svo að nokkur mynd sé á og hygg ég, að mörg helztu ljóðskáld okkar gjaldi þess mjög. Ef Einar Benediktsson og Tómas Guð- mundsson væru t.d. til í góðum enskum þýðingum, yrði fsland áreiðanlega stærra í augum margra útlendinga en nú er. Og bundna málinu: haldið þið ekki að hún Kristrún gamla í Hamra- vík og himnafaðirinn mundu leggja undir sig heiminn, ef mál þeirra og samspil næði eyrum milljónaþjóðanna? K Pilsaþytur og námsafrek Heimavist M.A. 18. 2. ’57. ÆRI Velvakandi! Eitt er það umræðuefni, sem mjög hefur borið á góma í pistlum þínum undanfarið, þ. e. flutningur Húsmæðrakennara- skólans hingað norður. Vér höf- tala um Kristmann og íslenzk svo að við snúum okkur að ó- um rætt málið frá öllum hliðum, og niðurstaðan hefur ætíð orðið á einn veg: Hér skammt í frá stendur hús eitt, stórt, vandað og ónotað, sem byggt var til kvennaskólahalds. Sjáum vér eigi hvað mælir því í mót, að flytja L .-fsemi skólans hingað, og svo kynni að fara, að pilsaþytur hvetti oss til frekari námsafreka. Því beinum vér eindregnum til- mælum til hinna hæstráðandi, að hraðað verði sem mest, fram- kvæmd þessa máls. Hyggjum vér gott til sambýlisins. — Nokkrir menntlingar. jarðarást. Það er ekki út 1 loftið að fræðimenn og lygapennar hinn ar kommúnísku villimennsku kalla trúarbrögðin ópíum, líkja Beethoven við graðfola, telja að Jón Sigurðsson og höfundur Völu spár hafi verið á mála hjá auð- mönnum og Hallgrímur Péturs- son hafi ort Passíusálmana sök- um hugleysis. Af því stafi guðs- tilbeiðsla yfirleitt. Þessi viðbjóðs legi málflutningur er eðlilegur, þegar það er haft í huga að hér eiga meira en lítið breyskir menn hluta að máli — menn, sem fá erlent fé fyrir níð um mikil- menni og lof um úrhrök. Þar eð kommúnistar eru mjög sterkir hér á landi hafa íslendingar ekki farið varhluta af söguföls- unum þeirra. Samkvæmt sögu- skoðun marxista voru hetjur hins íslenzka þjóðveldis í líkingu við Gerplu-Þorgeir og dreng- skapur formanna ekki fólginn 1 annarri siðareglu en fylgja þeim að málum, er oftast lét vopnin útkljá deilumál. Skáldin kváðu ekki hafa haft aðra hugsjón hærri en lofsyngja illmenni. Sönnun: Þormóður í áðurnefndu riti. Hér ber allt að sama brunnL íslendingasögur og hin forna há- menning okkar er kommúnistum þyrnir í augum. Þess vegna verð- ur að yrkja sögurnar um, gera speki þeirra að viðurstyggð og siðferðisboðskap þeirra að eski- móa-sósíalisma, samanber Græn- landskaflann í Gerplu. — Á stríðsárunum lét Kiljan gefa út Laxdælu í nýrri og breyttri mynd. Alþingi felldi þann dóm yfir þessari útgáfustarfsemi, að hún væri þjóðinni til vanvirðu. f sama streng tóku tveir fræði- menn, Árni Pálsson prófessor og málfræðingurinn Björn Guðfinns son. Að sjálfsögðu hefur afstaða bolsa til handritamálsins markazt af innræti þeirra. Kiljan hefur lýst því yfir að við höfum ekkert við þau að gera á meðan ísland sé í Atlantshafsbandalaginu. Þar til við segjum okkur úr því sé bein hætta að íslenzk stjórnarvöld af- hendi allt Bandaríkjamönnum. Hið rauða skáld dæmir aðra eft- ir sjálfs sín hugarfari. Hann held ur að Bandaríkjamenn hagi sér eins og Rússar gagnvart ná- grönnum sínum. Menn, sem út- rýma heilum þjóðum eins og Kremlverjar, ættu ekki að víla fyrir sér að hnuppla nokkrum handritum. Skáldið gleymir þvL að Danir eru líka í Atlantshafs- bandalaginu og gætu samkvæint þessari heimsku Halldórs alveg eins selt Ameríkönum þau eins og íslendingar. Ég endurtek því að afhending handritanna hefur í dag stórpólitíska þýðingu. Með komu þeirra hingað gæti virðing okkar á mestu dýrgripum þjóð- arinnar vaxið. Nemendur nor- rænu deildarinnar — en hún hef- ur verið höfuðvígi kommúnista í Háskólanum — kæmust ef til víll á þá skoðun að Gunnar og Njáll hafi verið meiri menn en þeir, sem myrða saklaust fólk í Austur-Evrópu og skrifa vondar bækur alls staðar í heiminum. Stúdentar ættu að sanna ættjarð arást sína með því að fagna til- lögu þeirra Sveinbjarnar Högna- sonar og Péturs Ottesens. Sandnámi hætt Á BÆJ ARST J ÓRN ARFUNDI í gær var lögð fram fundargerð bæjarráðs frá 12. þ. m. þar sem ráðið fellst á tillögu bæjarverk- fræðings og deildarstjóra grjót- og sandnáms um að starfrækslu sandnáms sé hætt vegna efnis- skorts en vinnsla í grjótnárni verði hafin að nýju nú þegar. Urðu nokkrar umræður um þessa tillögu og var afgreiðslu hennar frestað til næsta fundar. Mun þá liggja fyrir greinargerð frá bæj- arverkfræðingi og deildarstjóra um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.