Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 8
8 MORGUNRLAÐ1Ð Fímmtudagur 28. ebr. 1957 Crtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Benzínhœkkunin og ríkissjóður ESS er skammt að minnast að í útvarpsumræðunum um þingsályktun Sjálfstæðismanna á dögunum, báru kommúnistar það blákalt fram, að verðhækkanir yrðu ekki í landinu. Hins vegar höfðu þeir ekki fyrir því að út- skýra fyrir landslýðnum hvernig unnt væri að leggja hundruð milljóna á þjóðina og þá fyrst og fremst með þeirri aðferð að leggja gjöld á vöru, öðru vísi en það kæmi fram í verðlagi. Þótt jafnframt væru sett fjarstæðu- kennd verðlagsákvæði, var þó fyrirsjáanlegt að ekki yrði kom- izt hjá verðhækkunum, svo ekki sé minnzt á aðrar afleiðingar, sem hér hljóta að koma til, svo sem vöruskort á ýmsum sviðum. En þær afleiðingar koma fyrst skýrt í ljós, þegar fram líða stundir og gamlar birgðir eru þrotnar og vörur með nýja álag- inu koma til sögunnar. Fyrsta stórhækkunin, sem al- menningur verður áþreifanlega var við, er nú skollin á. Verðið á benzíni og olíum hefur nú verið hækkað, eins og Þjóðvilj- inn hafði raunar verið að boða að undanförnu. Húsakyndingarolía hækkar um 18 aura og verður þar með 107 aurar lítrinn. — Benzínið hækkar um 31 eyri hver lítri. Enn hefur ekki verið til- kynnt um þá hækkun, sem verð- ur á olíu til togaranna, en hún er greidd niður úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin "leymdist! Ástæðan til hækkunarinnar stafar að hluta af hækkuðu inn- kaupsverði og hækkuðum flutn- ingskostnaði. En af þeim 31 eyri, sem benzinið hækkar um, fara 13 aurar í ríkissjóð, vegna hinna nýju álagna og verðtollshækk- unar. Er það því hin ósvífnasta blekking þegar Þjóðviljinn held- ur því fram í gærmorgun, að verðhækkunin „stafi eingöngu af verðhækkunum, sem orðið hafa erlendis eftir árás Breta og Frakka á Egyptaland". Það hefði mátt telja ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar okkar með! Auk þess flytja stjórnarblöðin í gær alls konar blekkingar, um hvað olíu- félögin hafi „heimtað" en ekki fengið og hverju það hafi munað. Tiloranprslaus blekkínnr Það skín út úr stjórnarblöðun- um í gær að þau eiga nú í örðug- leikum eftir öll stóryrðin í blöð- um og útvarpi um að hinar nýju álögur ríkissjóðs muni ekki hafa áhrif á verðlag í landinu. Þegar benzínið hækkar um 31 eyri fara 18 aurar af því til að mæta er- lendri verðhækkun en 13 aurar lenda í ríkissjóði og er þetta mið- að við síðustu verðákvörðun hér á undan á benzíni. Það hefði verið ólíkt hyggilegra af stjórnarflokk- unum að játa þessa staðreynd í stað þess að vera með dylgjur og gagnsæjar blekkingar. Það er vitaskuld fullkomlega vonlaust að halda því fram, að hin nýju gjöld á vörum hafi ekki áhrif á verðlag vara. Almenningur er ekki svo skyni skroppinn að hann trúi slíkri fjarstæðu og auk þess hlýtur reynsla hvers einasta manns að skera hér úr, þegar fram líða stundir. Af hverju stafaði „fortryggnin" ? ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti í gær frásögn af ræðu, sem utan- ríkisráðherra hafði haldið á fundi Alþýðuflokksfélaganna. Segir blaðið að ráðherrann hafi viðhaft þau ummæli að: „stjórnarand- staðan reyndi að sá tortryggni í garð íslands meðal erlendra á- hrifamanna, en mistókst.“ Þessi áróður um að Sjálfstæðismenn hafi ástundað að „ófrægja" land- ið út á við er nú orðin svo „slit- in plata“ að það er raunar furða að jafnglöggur maður og utan- ríkisráðherrann skuli bera sér slíka fjarstæðu í munn. Ef um „tortryggni" hefur verið að ræða í garð íslands, sem ekki skal farið út í hér, þá hefur hún ekki stafað af því, sem stjórnar- andstaðan sagði heldur af því hvað stjórnarflokkarnir bæði sögðu og gerðu. Ályktunin um uppsögn varnarsamninganna frá 28. marz f. á. og þá einnig sú aðferð, sem höfð var í því sam- bandi, var vitaskuld til þess fallið að vekja efasemdir í hug- um vestrænna bandamanna okk- ar, um einlægni íslendinga í sam- starfi vesturþjóðanna og er allt það mál svo alkunnugt að ekki er þörf á að rekja það hér. En við þetta bætist svo sú stað- reynd að kommúnistar voru tekn- ir inn í ríkisstjórnina og þar með varð ísland eina landið meðal vestrænna þjóða, þar sem erind- rekar Rússa eiga sæti en einmitt þetta fyrirbrigði vakti óhug með- al bandamanna okkar og þarf ekki frekar orðum að því að eyða. Enn má bæta því við að bæði fyrir og eftir kosningar féll margt óvarlegt orð, af hálfu stjórnarfíokkanna í blöðum þeirra og ræðum, sem snerta vestrænt samstarf og þátttöku fslendinga í því. Það ábyrgðar- leysi, sem stjórnarflokkarnir sýndu í utanrikismálum okkar var svo áberandi að það gat auðvitað engum dulizt. Þó ofan á yrði að fara aðra leið en álykt- unin frá 28. marz benti til, þá ber á það að líta að stærsti stjórnarflokkurinn eru kommún- istar og þeirra hug þekkja allir, jafnt innlendir sem erlendir, því kommúnistar eru alls staðar eins. Þegar því Alþýðublaðið talar um að erlendir áhrifamenn hafi orðið tortryggnir gagnvart okk- ur er það sízt af öllu sök Sjálf- stæðismanna scm ætíð stóðu fast með vestrænu samstarfi, heldur hinna, sem gerðu sig líklega til að rjúfa það og féliust í faðma við kommúnista. IITAN UR HEIMI Nýlendustefna kommúnismans 1 1)0S1 r staðreyndanna I fyrra létu Rússar af hendi Porkkala-skaga við Finna. Skaginn hefur verið rússnesk flotastöð allt frá lokum heims- styrjaldarinnar. Austurríkismönn um hefur tekizt að komast undan rússneskum yfirráðum og vinna sjálfstæði sitt á ný. Þar með eru allar tilslakanir Rússa í viðskiptum við aðrar þjóðir taldar. Stefna þeirra á öllum sviðum, í öllum heims- hlutum, hefur frá upphafi ver- ið hrein nýlendustefna. Kommúnistar um allan heim, málgögn þeirra og mál- pípur, hafa reynt að hreinsa skjöld hins kommúniska nýlendu- veldis — af öllum mætti. Það hef- ur verið reynt að gera eins mikið úr afhendingu Porkkalaskaga og hægt hefur verið. Sá atburður hefur átt að sanna, að kommún- istarnir í Kreml „séu vinir smá- þjóðanna". En í ljósi staðreyndanna sjá- um við, hve forystumenn al- heimskommúnismans eru ein- lægir „vinir smáþjóðanna". Atburðirnir í Ungverjalandi eru nærtækasta dæmið, en þeir eru ekki það eina. Því fer fjarri. Það eru staðreyndir: að Bessarábia og norðurhluti Bukoviu (í Rúmeníu) voru innlimuð í Ráðstjórnarríkin árið 1940. að Eystrasaltsríkin þrjú, Eyst- land, Lettland og Litháen, voru innlimuð í Ráðstjórnar- ríkin á styrjaldarárunum (sam kvæmt leynilegum samning- um við Hitler). fbúar þessara Brosið breiða — og það, sem bak við það býr. landa voru samtals 6.030.000 og voru hundruð þúsunda þeirra flutt nauguð í þrælk unarbúðir í Síberíu. Tugþús- undir flúðu land. Nú hafa Rúss ar miklar herstöðvar í löndum þessum. að norðurhluti Prússlands var innlimaður í Ráðstjórnarríkin í síðustu heimsstyrjöld og ein milljón manna á þann hátt flutt austur fyrir járntjald. að Rússar hófu landvinninga sína í Tékkóslovakiu í júní árið 1945 með því að innlima aust- andvinningar Rússa hafa verið tvenns konar: Unnin lönd og landssvæði hafa opinberlega verið gerð að ó- aðskiljanlegum hlutum Rússaveldis. Landamærin verið þurrkuð út og landssvæðin sett beint undir stjórnina í Kreml. Á hinn bóg- inn hefur innlimunin einnig verið dulbúin. Leppstjórnum hefur verið komið á fót í viðkomandi löndum — og landamæri látin hald- ast til málamynda. Hér birtist fróðleg skýrsla um landvinninga Rússa á undanförnum tveim áratugum. Er hún tekin u] blaðinu „Le Populaire de Paris“: Lönd innlimuð í Rússland Rúmenskt land........ Eystland............. Lettland ............ Lithauen............. Norð-Austur-Prússland Austur-Tékkóslovakía Austur-Pólland ...... Finnsk landsvæði* .... Tannu-Tuva .......... Japönsk landsvæði .... . Er hún tekin upp úr fransk Ferkilom. íbúafjöldi 50,200 3,700,000 47,400 1,122,000 65,800 1,951,000 55,700 2,957,000 14,000 1,187,000 12,700 731,000 181,000 11,800,000 45,600 450,000 165,800 65,000 46,100 433,000 Samtals: 684,300 24,396,000 Leppríki Albanía ........................... 28,700 1,186,000 Búlgaría ......................... 110,000 7,160,000 Tékkóslovakía .................... 127,700 12,463,000 Austur-Þýzkaiand ................. 111,100 18,807,000 Ungverjaland ...................... 93,000 9,224,000 Pólland .......................... 311,800 24,500,000 Rúmenía........................... 237,200 16,907,000 Kína............................ 9,700,300 450,000,000 Ytri Mongolia .................. 1,621,100 2,000,000 Norður-Kórea ..................... 125,000 9,100,000 Samtals: 12,467,400 550,447,000 Undir yfirráðum kommúnista eru því auk Rússlands samtals: 13,151,700 574,843,000 *) Skýrsla þessi er samin áður en Rússar afhentu Porkkala. urhluta landsins. Síðan koll- vörpuðu þeir lýðræðislegri stjórn landsins — og gerðu það að leppríki sínu árið 1948. að árið 1939 lögðu Rúfesar undir sig austurhluta Póllands — og árið 1944 tóku þeir einnig hluta Hitlers, vesturhlutann, og hafa haldið honum síðan. að Finnar urðu að láta af hendi tíunda hluta lands síns við Rússa eftir styrjöldina 1939. Aðeins Porkkala hefur verið skilað aftur. að lýðveldið Tannu-Tuva (í Mongoliu) var innlimað í Rúss land árið 1944. að Kurileyjar og helmingur Sak- halineyjarinnar (japanskt land) var innlimað sama ár. Þannig mætti lengi telja. Höfuðatriðið er, að milljónir manna í nágrannaríkjum Rúss- lands hafa með ofbeldi alþjóða- kommúnismans verið fluttar inn fyrir járntjaldið. Þ. e.: Með yfir- gangi og miskunnarlausu ofbeldi hafa kommúnistar fært landa- mæri sín út, innlimað lönd, sem ná yfir þúsundir ferkilo- metra. „Rock Around Ihe Clock", næsla mynd í Sljörnubíéi NÆSTA mynd, sem Stjörnubíó sýnir, verður hin fræga söngva- og dansamynd „Rock Around the Clock“ með Bill Haley í aðal- hlutverkinu. Óhætt er að segja, að mynd þessi hafi farið sigurför um heim inn, þótt ekki séu allir sammála um hana, því að hún hefir valdið „geðtruflunum“ víða um lönd, verið fordæmd og bönnuð. — BONN: — Þriðja hver bifreið, sem framleidd er í Vestur-Þýzka- landi, er frá Fólksvagna-verk- smiðjunum. — Á sl. ári voru framleiddir 1,073,084 Fólksvagn- ar og er það í fyrsta skipti 1 sögu fyrirtækisins, sem talan kemst yf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.