Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. ebr 1957 MORCUISBL 4fítn 9 MANNFJÖLGUN HÆTTULEGA ÖR ÞAÐ ER NÚ orSið langt síðan ríkið fór að hafa tölu á þegnum sínum og fylgjast með fjölgun þeirra. Við munum t.d. eftir hinni gömlu sögu um skipun Ágústusar Rómarkeisara, sem leiddi til þess að Kristur fæddist í Betlehem, en ekki í Nazaret. Þessi áhugi ríkisvaldsins á tölu þegna sinna hefur sízt minnkað á síð- ari árum, og af eðlilegum ástæðum. Flest menningarlönd hafa nú nákvæmar skýrslur yfir fjölda íbúanna, aldur þeirra, störf og kyn. Þessar skýrslur eiga ekki aðeins rætur að rekja til þarfa augna- bliksins, heldur eru þær líka nauðsynlegur liður í öllum áætlun- um um framtíðina. Nú er það augljóst mál, að á- ætlanir um fólksfjölgun í fram- tíðinni geta aldrei orðið nákvæm- ar. Jafnvel í löndum, þar sem fyrir liggja fullkomnar skýrslur um fæðingar, dauðsföll, meðal- aldur o. s. frv., getur brugðið til bggja vona um það, hver verði þróunin í framtíðinni. Að maður nú ekki tali um lönd þar sem manntalsskýrslur eru mjög ófull- komnar. Það virðist því næsta vonlaust verk að reyna að gera áæt í um fólksfjölgun í öllum heiminum, jafnvel þótt slík á- ætlun sé takmörkuð við næstu 25 ár. 30 MILLJONA AUKNING ÁRLEGA Manntalsskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur nú samt færzt þetta í fang á þeim forsendum, að samtökunum sé beinlínis nauð synlegt að hafa einhverjar tölur yfir fólksfjölgun í framtíðinni. En jafnframt bendir hún á, að taka verði slíkar tölur með varúð, og þá einkum þær er varða hin svo- nefndu vanræktu lönd. Samkvæmt skýrslum Mann- talsskrifstofunnar var fólksfjöld- inn í heiminum í árslok 1954 2652 milljónir. Þetta er há tala, en þá fyrst gerir maður sér grein fyrir þýðingu hennar, þegar þess er gætt, að í árslok 1949 var fólksfjöldinn 2504 milljónir. Á þessum 5 árum jókst íbúatala heimsins sem sagt um 148 millj., eða að meðaltali um 30 milljónir á ári, sem svarar til 80.000 á degi hverjum. ÁVÖXTUN FJÁR Fólksfjölgunin er þannig örari en nokkru sinni fyrr í sögu mann- kynsins og hlýtur að hafa í för með sér geysileg vandamál á næstu áratugum. Hinn kunni brautryðjandi manntals-áætlana, presturinn og hagfræðingurinn Thomas Robert Malthus, hélt því fram fyrir rúmum 150 árum, að fólksfjölgunin ætti sér stað sam- kvæmt „flatarmáls-lögmálinu“. Þessi vísindalega formúla verður bezt skýrð með dæmi úr fjár- málaheiminum, nefnilega vöxtun höfuðstóls. Fj ármálasnillingurinn J. P. Morgan sagði það með þess- um orðum: „Peningar framleiða peninga, og þeir peningar fram- leiða meiri peninga" Leggi mað- ur fjárhæð í banka með 4% vöxt- um, tvöfaldast hún á 17 árum. að fæðingar taka nú langt fram dauðsföllum. Þannig má segja, að SÞ hafi óbeint stuðlað að fólks- fjölguninni í vanræktu löndun- um með því að draga stórlega úr barnadauða og bæta lífsmögu- leika fullorðinna. Þær hafa leit- azt við að uppræta sjúkdóma, farsóttir og hungursneyðir, sem hingað til hafa dregið mjög úr fólksfjölguninni. Fyrir 20 árum dóu t.d. 20 af hverjum 100 börn- um á Ceylon, áður en þau náðu eins árs aldri, en nú er þessi tala komin niður í 8. En fæðingar- talan er jafnhá og fyrir 20 árum, eða 40 á hverja 1000 íbúa. Meðal- tala árlegra dauðsfalla hefur fall- ið úr 25 niður í 12 á hverja 1000 íbúa, og þannig er fólksfjölgunin tvöfalt meiri en fyrir 20 árum. Svipuðu máli gegnir um flest önnur lönd í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. RÁNYRKJA OG RÝRNANDI TEKJUR Þessi geipilega fólksfjölgun skapar mörg vandamál. Umfram allt leiðir hún af sér minna land og minni tekjur á hvern íbúa. — Þetta er sérstaklega viðsjárvert þar sem stór hundraðstala af íbúum heimsins lifir nú þegar við sárasta skort, og framleiðslan hefur enn sem komið er ekki haldið í við fólksfjölgunina. Víða um heim hefur fólk nú minna að bíta og brenna en það hafði fyrir síðari heimsstyrjöld. Þörfin fyrir aukin ræktarlönd hefur í þéttbýl- ustu löndum heims leitt til rán- yrkju og óhóflegrar eyðingar skóga, sem síðan hefur leitt af sér uppblástur landsins. FJÁRSKORTUR MESTUR í ÞÉTTBÝLUM LÖNDUM Fjárskorturinn er tilfinnanleg- astur í þéttbýlustu löndunum, því þau hafa löngum verið fá- tækust og tækni þeirra frum- stæðust. Þar hefur ekki verið hægt að taka upp nýtízku fram- leiðslutækni, leggja vegi og járn- brautir, byggja skóla og sjúkra- hús o. s. frv. Með sívaxandi fólks- fjölgun hlýtur fjárþörfin að verða æ brýnni, og það fé, sem tiltækt er, verður aðeins notað til að byggja sem flest hús, skóla, sjúkrahús og verksmiðjur, en minna lagt upp úr vandvirkni og endurbótum. Áður fyrr voru smitberar mikilvægur þáttur í takmörkun fólks- fjölgunar í heiminum. En með víðtæku fræðslu- og líknarstarfi S.Þ. hefur dauðsföllum fækkað til stórra muna. Á myndinni er indverskur kennari að sýna skólabörnum gríðarstórt líkan af mýra- köldu-mýflugunni, svo að þau þekki erkiíjanda sinn. ASÍA ER LANGÞETTBYLUST Vandamálið felst þó ekki að- eins í fólksfjölguninni sjálfri. — Skýrslurnar sýna aðrar athyglis- verðar staðreyndir. Af 2652 milljónum manna búa t.d. 1451 milljón, eða 55%, í Asíu einni, og samt er Asía aðeins 1/5 hluti af landflæmi jarðarinnar. Þannig er þéttbýlið mjög mismunandi frá álfu til álfu, og það getur vel Ieitt til pólitískra átaka og stofn- að heimsfriðinum í hættu. Árás- arhugur Japana á þessari öld á vafalaust að nokkru rætur að rekja til gífurlegrar fólksfjölg- unar á Japans-eyjum, þar sem íbúatalan þrefaldaðist og Japan varð eitt þéttbýlasta land í heimi, sem gat ekki brauðfætt íbúana vegna takmarkaðra ræktunar- skilyrða. ALDURSFLOKKAR Þá er skipting fólksins í ald- ursflokka einnig mikilvæg, en hún er mjög mismunandi í ýms- um löndum. Fólk á aldrinum 15—60 ára stendur venjulega und ir framleiðslunni. Þessi aldurs- flokkur verður sem sé að sjá sjálf um sér farborða ásamt með börn- um og gamalmennum þjóðfélags- ins. í Kanada og Bandaríkjun- um er hlutfallið 100 manns á aldrinum 15—60 ára á móti 55 börnum og gamalmennum, en í mörgum vanræktu landanna er síðari talan 80 eða meira. í sum- um löndum, t.d. Egyptalandi og Malaja, er hundraðstala barna næstum tvöfalt hærri en í Norð- ur- og Vestur-Evrópu. EIGUM VIÐ AÐ HÆTTA AÐ BERJAST VIÐ SJÚKDÓMA? Margir höfundar hafa haldið því fram, að mennirnir sjálfir eigi sök á vandanum, þar sem þeir hafi gert of mikið að því að útrýma sjúkdómum og öðrum „náttúrlegum hömlum" á fólks- fjölgun. Að þeirra áliti er það jafnmannúðlegt að láta fólk deyja umsvifalaust úr drepsótt- um og að láta það veslast upp smátt og smátt úr hungri. — En málið er bara ekki svona einfalt. Þótt maður sleppti hinni siðferði- legu hlið á sjónarmiðum slíkra höfunda, þá eru þau efnahags- lega og tæknilega séð fjarstæð. Til þess að auka framleiðsluna og bæta lífskjörin í vanræktu lönd- unum er það liöfuðnauðsyn að bæta heilbrigðisástandið, því lítil framleiðsla á venjulega rætur að rekja til sjúkdóma, sem veikja og mergsjúga íbúana. Hér er m.ö.o. um að ræða vítishring, sem rjúfa verður. IÐNVÆÐING KOSTAR OFFJÁR Ein leið til lausnar á vandan- um er iðnvæðing þéttbýlu land- anna, sem byggja efnahag sinn að mestu á landbúnaði. Allur mann afli, sem ekki er nauðsynlegur til að rækta jörðina, sé notaður til að framleiða útflutningsvörur. í rauninni er hér um það að ræða að breyta mannafla sem nóg er af, í „ræktarland", sem skortur er á. En það hefur komið á dag- inn, eins og svo oft áður, að lausnin, sem virðist sjálfsögð á pappírnum, er erfið framkvæmd- ar í veruleikanum. Það er nefni- lega stórkostlegt fyrirtæki að breyta landbúnaðarríki með lítið fjármagn í meiri háttar iðnaðar- ríki. Manntalsskrifstofa SÞ hefur t.d. komizt að þeirri niðurstöðu, að verði flutt til Asíu verkfæri og vélar, sem kosta mundu um 2000 dollara á hvern verka- mann, mundi það krefjast fjár- festingar, sem næmi um 300% af árlegum þjóðartekjum Banda- ríkjanna. Við fáum fyrst hug- mynd um þessa tölu, þegar við hugleiðum, að hagfræðingar telja 15% fjárfestingu af þjóðartekjum einstaks ríkis óvenjuháa hundr- aðstölu og að þjóðartekjur Banda ríkjanna eru 40% af þjóðartekj- um alls heimsins. Skrifstofan hef ur einnig komizt að raun urn, að eigi lönd Suðaustur-Asíu að ná jafnlangt í iðnaðarþróuninni og Japan hafði náð fyrir síðari heimstyrjöld, verði þau að fá verkfæri og vélar, sem kosta um 540 milljarða dollara. TAKMÖRKUN BARNEIGNA Þegar litið er á ofangreindar staðreyndir, verður eina hugsan- lega lausnin á þessu geigvænlega vandamáli TAKMÖRKUN BARN EIGNA. En það er annað en leikur að framkvæma slíka takmörkun. f sumum þéttbýlustu löndum heims er litið á börn sem sérstaka blessun. Þau hafa bæði efnahagslegt gildi og tryggja for- eldrunum virðingu samborgar- anna, auk þess sem þau eru trygging fyrir áhyggjulausum elliárum þeirra. Þetta sjónarmið er óhemju útbreitt, og einn Ind- verji orðaði það á þessa leið: „Hvert barn fæðist raunar með einn munn, en það fæðist svo sannarlega líka með tvær hend- ur“. Ennfremur eru trúarbrögðin Þrándur í Götu. Kaþólska kirkj- an er andvíg takmörkun á barn- eignum, og hún er mjöj: áhrifa- rík í S-Ameríku. Múhammeðs- trúin leggur ekki blátt bann við henni, en í Kóraninum segir Allah: „Verið frjósamir og marg- faldizt“, og taka margir synir hans það bókstaflega. KAPPHLAUPIÐ VIÐ TORTÍMINGUNA Jafnframt skortir margar frum stæðar þjóðir þekkingu og fjár- ráð til að takmarka barneignir. SÞ hafa í þessu efni unnið mikið og þarft verk í samráði við stjórnir viðkomandi landa. Er reynt að útbreiða þekkinguna á getnaðarvörnum og notkun þeirra, og sömuleiðis eru gerðar tilraunir með nýjar og ódýrar varnir. Árangur þessarar við- leitni hefur verið merkilega góð- ur, einkum í Indlandi, en þar hefur Nehrú forsætisráðherra mjög beitt sér fyrir takmörkun barneigna. Þetta má segja, að sé fyrsta Ijósglætan í síharðnandi kapphlaupi milli fólksfjölgunar og framleiðslu. Hér er í rauninni um að ræða kapphlaup mann- kynsins við tortíminguna. Ef þú, lesari góður, vilt gera þér grein fyrir, hve tvísýnt þetta kapp- hlaup er, þá máttu hugleiða, að meðan þú last þetta greinarkorn, hafa 1000 nýir munnar komið í heiminn, og þeir þarfnast fæðu sinnar. Þankar sveilamanns TVÖFALDAST Á NÆSTU 60 ÁRUM Fólksfjölgunin á sér stað með sama móti. Fyrir 100 árum var ár leg fólksfjölgun j heiminum að- eins 8 milljónir, ' fyrir 50 árum var hún 15 milljónir, og nú er hún orðin 30 milljónir. Sérfræð- ingarnir búast við, að hún verði orðin 50 milljónlr í lok þessarar aldar. Þær 2500 milljónlr manna, sem byggðu jörðina um miðja þessa öld, voru um það bil helm- ingi fleiri en íbúar heimsins árið 1850. Þar sem þessl tvöföldun tók 100 ár, er aftur á móti búizt við að íbúar jarðarinnar tvöfaldist aftur á næstu 70 árum. Þannig verða þeir orðnir 500 milljónir eftir rúm 60 ár. ÚTRÝMING SJÚKDÓMA EYKUR FÓLKSFJÖLGUN Það er ekki bara „flatarmáls- lögmálið“, sem kemur til greina, heldur og sú staðreynd, að með bættum lifnaðarháttum og auk- inni læknishjálp hefur meðalald- ur manna vei-ið lengdur, þannig Engin tíðindi frá umheiminum á sl. ári hafa orkað eins á hug manna hér í sveit og um landið allt og fréttirnar um hið glæp- samlega og grimdarfulla fram- ferði rússnesku kommúnistanna í Ungverjalandi. Það er sem hugsunin staðni — maður verði agndofa yfir slíkum ósköpum gagnvart menningarþjóð er ekk- ert hefir til saka unnið annað en vilja vera frjáls, og lifa í friði með öðrum þjóðum. Fólkið þarna er murkað niður sem gras, með stærstu drápsvél- um, Heimili og eignum sundrað, allt gj öreyðflagt, aðrir teknir höndum og fluttir nauðugir úr landi í fangabúðir eða þrælkun- arvinnu. Er allt réttlæti og guðlegt fram ferði að missa sitt gildi, kærleik- ur, sáttfýsi og mildi að verða d .utt hugtak? Höfum við íslendingar gert okkur fullkomlega Ijóst hverjar hörmungar hafa dunið yfir fólk- ið er fyrir þessu vaið, eða hvern- ig við myndum afbera þvílíkt böl ef yfir okkur kæmi, að ætt- ingjar og vinir yrðu strádrepnir eða að verða að flýja óðal og ætt- land allslaus? Jú, vissulega hefir verið mikið um þessi mál hugsað, rætt ög rit- að, og landsfólkið yfirleitt for- dæmt framkomu árásarmanna og fjöldamargir verið fúsir og fljót- ir til fjárframlaga til hjálpar hinu nauðlíðandi fólki. En því miður eru til nokkrir íslenzkir menn — kommúnista- forkólfar — er láta sér fátt um finnast samúð og hjálpsemi við Ungverjana, ætla herhlaupið gert eftir beiðni þess fólks er fyr ir varð, óumflýanlegt, til að berja niður uppreisn þeirra er frjálsir vildu vera og verða. Eru þeir íslenzku kommúnist- ar, er enn halda fram réttmæti þjóðmálastefnu rússneskra kommúnista eins og hún birtist í framkvæmd á Ungverjalandi, með óskertu viti? Eru þeir ekki með grautar- heila og gall í hjartastað? Halda þeir að unnt sé að láta marga fs- lendinga trúa því framvegis, að allt sem skrifað hefir verið til gagnrýni á kommúnískt stjórn- arfar, sé óróður einn og blaða- lygar, eftir að vitnin um afleið- ingar þess réttarfars eru flúin hingað og eru mitt á meðal vor? Það eru sem betur fer margir rnerkismenn og konur, er aðhyllzt hafa stefnu íslenzkra kommún- ista að undanförnu, sem hafa nú sagt skilið við þann flokk að fullu og öllu, og eflaust eru þeir fleiri en vitað er um. Eftir hanga aðeins tröllriðnir sovétdýrkend- ur, sem enginn er ann andlegu og efnahagslegu frelsi ætti að vinna með í nokkrum félagsleg- um samtökum, hvað þá heldur að sitja með þeim í ríkisstjórn. Það gegnir svo mikilli furðu að engu tali tekur. Það eitt mun nægja til að gjöra núverandi rík- isstjórn tortryggilega og óvin- sæla um land allt. Sveitamaður. Danskur ritstjóri gefur SÍBS bækling DANSKI ritstjórinn herra Einar Poulsen, frá fréttastofu radikala. flokksins í Danmörku, var hér á ferð með öðrum dönskum blaða- mönnum í sambandi við kon- ungskomuna í fyrra vor. Hefir hann síðan ritað margar greinar um íslenzk málefni, þ. á. m. greinina: „Island. En danskers indtryk af sagaöen“, sem birtist í árbók radikalaflokksins í des- ember sl. Nú hefir hr. Poulsen ritstjóri látið sérprenta lítið upplag af þessari gjein ásamt öðrum fróð- leik um ísland og gefið upplagið Sambandi ísl. berklasjúklinga. Ætlast hann til að það verði selt til ágóða fyrir Reykjalund. Þessi sending er nú komin og SÍBS er ritstjóranum mjög þakk- látt fyrir þann vinarhug, sem hann hefir sýnt Reykjalundi. Nokkur eintök af bæklingi þess um eru til sölu í skrifstofu SÍBS í Austurstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.