Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 16
Veðrið Austan kaldi. — Skýjað. Jtlwi0imMafoiií> 49. tbl. — Fimmtudagur 28. febrúar 1957 Manníjölgunin Sjá bls. 9. EKKERT ÞOKAST í SAM- KOMULAGSÁTT EFTIR þeim fregrnum, sem Mbl. hafði í gær af sáttafundi þeim er haldinn var síðdegis á þriðju- dag í vinnudeilunni á verzlun- aflotanum, varð hann árang- urslaus. í sáttaumleitunum þeim sem fram hafa farið undanfarna daga, hefur ekkert þokazt í sam- komulagsátt. Þessum lundi lauk, í hálfgerðum styttingi, um kl. iy2 í fyrrinótt. Sáttasemjari boð- aði þá ekki til frekari sáttafunda og var ekki farinn að boða nýjan fund síðdegis í gær. Tjurnargata 20 of lítil Ekki hægt ab halda jbar abalfund Ibju í GÆRKVÖLDI boðaði hin fráfarandi stjórn Iðju félags verksmiðjufólks til aðalfundar í Tjarnargötu 20. Fráfarandi formaður Björn Bjarnason setti fund og lýsti stjórnarkjöri. Tók hann það fram, að þar sem fundarhúsið Kyndill fær undanþágu OLÍUSKIPIÐ Kyndill lá fyrir utan Essostöðina í Örfirisey síðd. í gær og tók þar húskyndingar- olíu. Hafði Sjómannafél. Reykja- víkur veitt undanþágu til þessa flutnings, á nokkrar Vestfjarða- hafnir, þar sem olíuskortur er mjög yfirvofandi, t. d. eins og á Patreksfirði, þar sem olíubirgðir munu þrjóta í dag. Fleiri og fleiri skip stöðvast SJÓMANNAVERKFALLIÐ hef- ur nú stöðvað öll skip Skipaút- gerðar ríkisins. í nótt er leið stöðvaðist hið síðasta þeirra, en þá var Herðuberið væntanleg úr strandferð. Árdegis í dag kem- ur olíuskipið Hamrafell. Verði ekki verkfallið leyst er lokið verður við að losa úr því, verð- ur skipinu siglt annað hvort upp í Kollafjörð eða inn í Hvalfjörð og lagt þar. Ekki er hægt að leggja skipinu við neina bryggju hér. Strætisvagnar >avogs STRÆTISVAGNAR Kópavogs hefja ferðir milli Reykjavíkur og Kópavogs á morgun, 1. marz. Þann sama dag munu Landleiðir, sem haldið hafa uppi ferðum um Kópavogskaupstað með mikilli prýði, hætta ferðum. Strætisvagnar Kópavogs aka sömu leið um kaupstaðinn og Landleiðavagnarnir gerðu. Ferð- ir hefjast frá Reykjavík og frá Nýbýlavegi kl. 6,40 á morgnana og síðan eru ferðir milli Reykja- víkur og Kópavogs á 40 mín. fresti. væri svo lítið, væri ekki hægt að bjóða fundarmönnum upp á að standa hópum saman í tvo til þrjá klukkutíma. Bar Björn það undir hina nýkjörnu stjórn, hvort ekki mætti gera samkomulag um það að slíta fundi á fyrrgreindum forsend- um og boða til framhaldsað- alfundar síðar. Hin nýkjörna stjórn tjáði sig samþykka þessu og var fundi þá slitið. Mikill fjöldi hafði safnazt á fund þennan og stóð fólk í hópum frammi við dyr. Ekki var hinum nýkjörna formanni Iðju, Guðjóni Sig- urðssyni, gefinn kostur á að taka til máls og þakka félags- mönnum fyrir það traust er stjórn hans hafði verið sýnt við nýafstaðnar kosningar. Framhaldsaðalfundur verð- ur ekki haldinn fyrr en eftir 10. næsta mánaðar sökum þess að fráfarandi formaður, Björn Bjarnason, er á förum til út- landa til þess að sitja alþjóða- fund kommúnistiskra verka- lýðsfélaga. Kopí Sverrir Gíslason Sljórn Félags prent- myndasmiða ABALfundur Fél. prentmynda- smiða var haldinn á þriðjudags kvöld. Stjórn félagsins var sjálf- kjörin, en hana skipa: Sverrir Gíslason, form.; Jón Stefánsson, ritari og Árni Magnússon, fé- hirðir. Varamenn: Gunnar Heið- dal og Jens Halldórsson. Trún- aðarráð: Eggert Laxdal, Gretar Sigurðsson, Þorsteinn Oddsson og Einar Jónsson. Svalbarðsstrendingar krefjast verðjöfnunar Þingmabur Jbeirra neitar NÝLEGA GERÐU bændur á Svalbarðsströnd samþykkt um að krefjast verðlagsgrundvallarverðs fyrir mjólk sína. Samþykktin hljóðar svo: „Almennur fundur mjólkurframleiðenda í Svalbarðs- hreppi, haldinn 14. febrúar 1957, telur að ekki verði búið við það ranglæti lengur, að bændur utan verðlagssvæðis Suðurlands fái mikið lægra verð fyrir mjólkurlíterinn, kom- inn á vinnslustað, heldur en verðlagsgrundvöllur ákveður. Skorar fundurinn því á Alþingi og ríkisstjórn í samvinnu við framleiðsluráð landbúnaðarins, að gera nú þegar ráð- stafanir til þess, að allir mjólkurframleiðendur, hvar sem er á landinu, fái fyrir mjólk sina, komna á markaðsstað, eigi lægra veril heldur en verðlagsgrundvöllurinn gerir ráð fyrir“. TiIIaga þessi var samþykkt með öllum atkvæðum fund- armanna. Morgunblaðið vill geta þess í þessu sambandi, að í fyrra- dag er lokaatkvæðagreiðsla fór fram um fjárlögin, var felld tillaga Jóns Sigurðssonar á Reynistað, er fjallaði um verð- jöfnun til mjólkurframleiðenda utan verðlagssvæða á mjólkursölusvæði Reykjavíkur. Sameinaðist stjórnarliðið um að fella þessa verðjöfnunartillögu og var Karl Kristjánsson, þingmaður Suður-Þingeyinga einn þeirra er greiddi atkvæði á móti tillögunni. Svaraði hann þannig fundarsamþykkt tjölmennra samtaka úr kjördæmi sínu með því að greiða atkvæði á móti einróma ósk þeirra. a Hjólin Móðir og U bílnum festust sonur slösuðust svona skyndilega hætta að snú- ast í beinum eðlilegum akstri á mjög lítið keyrðum bíl. Bilaeftir- litið tók jeppann til athugunar. MFERÐARSLYS varð síðdegis í gær inni á Suðurlandsbraut á móts við Múla. Tvennt slasaðist, maður og kona, mæðgin. Var konan enn í slysavarðstofunni í gærkvöldi og var ekki þá fengin full vissa fyrir því hve alvarlega hún væri slösuð. Konan, sem heitir Fanney Guðmundsdóttir, á heima að Bústaðabletti 23. Gegn ósk 8 samtaka fiskframleióenda skulu lögin um útflutningssjóð samþykkt SVOFELLT nefndarálit um frv. til laga um sölu og útflutning sjávarafurða, var lagt fram á Al- þingi í gær, frá meiri hl. sjávar- útvegsnefndar: Nefndin hefir haft frumvarpið til meðferðar á nokkrum fundum og fengið um það umsögn eftir- talinna aðila: Landssambands ísl. útvegsmanna, Sambands ísl. samvinnufélaga, Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, Sölusambands ísl. fiskframleið- enda, Síldarútv'egsnefndar, Samlags skreiðarframleiðenda, Fiskifélags íslands, Alþýðusambands íslands, Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, Félags síldarsaltenda á Suðvest- urlandi. í stuttu máli sagt, er niðurstaða umsagnanna þessi: S.Í.F., S.H., Samlag skreiðarframleiðenda og félög síldarsaltenda mæla gegn frumvarpinu og sömuleiðis Lands Kveðja tíl Iðju ó Akureyri VII) þökkum barátíukveðjuna í Þjóðviljanum 23. þ. m. og höfum svarað henni á viðeigandi hátt. Iðnverkafólk í Reykjavík er svo félagslega þroskað að óstjórn og mis- notkun kommúnista á verkalýðsfélaginu verður ekki framar þoluð. Hin nýkjöma stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavik. samband ísl. útvegsmanna. Sam- band ísl. samvinnufélaga telur „heppilegast, að minnst tveir út- flytjendur séu löggiltir til að hafa á hendi útflutning á öllum sjáv- arafurðum". Síldarútvegsnefnd ræðir eingöngu um útflutning síldar og gerir athugasemdir í því sambandi. Alþýðusamband ís- lands mælir með því, að frv.verði samþykkt. Fiskifélags íslands seg ir: „Fáum vér ekki séð, að í frv. því, sem hér um ræðir, séu nokk- ur þau ákvæði, sem fyrrgreind (þ. e. gildandi) lög og reglugerð fela ekki í sér“. Að athuguðu máli leggur meiri hl. nefndarinnar (ÁKJ, GG, KGuðj) til, að frv. verði sam- þykkt. Telur meiri hl. rétt, að með sérstakri löggjöf verði nán- ar mælt fyrir um meðferð þess valds, sem ríkisstjórnin nú hef- ur samkv. lögum frá 1940. Um síldarútvegsnefnd villi meiri hl. taka það fram sérstaklega, að hún hefur að verulegu leyti sér- stöðu sem opinber stofnun, enda gerir meiri hl. ráð fyrir því, að heppilegt reynist, að hún starfi áfram á svipaðan hátt og verið hefur, sbr. lög nr. 74 1934. Það sem sérstaka athygli vek- ur við álit þetta er, að þótt nær enginn þeirra aðila, sem nefndin hefir snúið sér til um álit á frumvarpinu, sé því með mæltur, er meiri hlutinn samt með því, að það skuli sam- þykkt. Slysið varð með þeim hætti að jeppabílnum R-4932, sem er ný- legur rússneskur jeppi, var ekið eftir Suðurlandsbrautinni. Hon- um ók sonur Fanneyjar, Björn Sigurbjörnsson, Bústaðabletti 23. — Skyndilega festust bæði aftur- hjólin á bílnum. Við það snerist hann á götunni og í snúningnum rakst hann á ljósastaur við göt- una. Við höggið hrökk upp fram- hurðin á bílnum. Féll þá Fanney út úr honum niður á götuna, en nokkuð er hátt upp í sæti á þess- um bílum. Kom hún niður á sitj- andann. — Bjöm sonur hennar meiddist á höfði. Voru þau bæði flutt í læknavarðstofuna. Var þar fljótlega gert að meiðslum Björns. Fanney kvartaði mjög um eymsli í baki. Átti hún bágt með að beita fótunum svo nokkru næmi. Var hún enn til rannsókn- ar í slysvarðstofunni í gærkvöldi. Ekki gátu menn í gærkvöldi gefið skýringu á þessu undarlega fyrirbæri að afturhjólin skyldu r Utvegsmenn ræða greiðsluörðug- leika útgerðar- innar ÚTVEGURINN á nú við gífur- lega greiðsluörðugleika að stríða, og er það orðið hið mesta alvöru- mál fyrir útgerðarmenn um land allt. Hingað til Reykjavíkur hafa nú síðustu daga allmargir útgerð armenn lagt leið sína, fulltrúar Landssambands íslenskra útvegs manna. Hefur stjórn þess boð- að þá á fund hér í bænum til þess að ræða þetta mikla vandamáL í dag klukkan 2 síðd. hefst fund- ur þessi í fundarsal L.Í.Ú. og munu um 40 útgerðarmenn taka þátt í störfum hans. RAUFARHÖFN, 22. febrúar. — Unnið er nú af kappi við smíði nýs lýsishúss hjá síldarverksmiðj um ríkisins og einnig við þau íbúðarhús sem fokheld voru orð- in fyrir áramót. Sjósókn er engin héðan, enda flestir sjómenn á vertíð syðra. — Útlent skip losar hér áburð í dag. — Einar. Stjórnmálanámskeið Heimdallar í kvold STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ Heimdallar F.U.S. hefur nú staðið yfir í mánaðartíma og verið haldnir 6 fundir. Þátttaka í námskeiðinu hefur verið mjög góð. í kvöld kl. 8,30 verður námskeiðinu haldið áfram í Val- höll við Suðurgötu og hefst með því, að Indriði Pálsson, lög- fræðingur, flytur erindi um kjördæmaskipunina og störf Alþingis. Á eftir verður málfundur og að síðustu verður sýnd stutt kvikmynd. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslcga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.