Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 1
20 síður r 44. árgangur 51. tbl. — Laugardagur 2. marz 1958 Prentsmiðja Morgunblaðst! ísraeísstjórn iiyggst kaSSa heim allt herlið sitt írá Caza cg Akabaflóa Búizl við langri stjérnarkreppu HELSINGFORS, 1. marz: — Fréttamenn búast við, að stjórnarkreppan í Finnlandi irerði löng. Að vísu er hún ekki byrjuð enn, því að Kekkonen torseti hefir beðið Fagerholm forsætisráðherra að sitja á- fram um stund og gera tilraun til að jafna ágreining flokk- anna. Ólíklegt þykir, að það muni takast. — NTB. □- -□ Saga eftir Faulkner kvikmynduð KAUPMANNAHÖFN: — Nú á að fara að kvikmynda eina af skáld- sögum Williams Faulkner, sem fjallar um blaðamann í New Orleans. Bandaríska félagið Uni- versal tekur myndina, en aðal- hlutverkið leikur Roek Hudson. — Hudson hefir gert nýjan samn- ing við Universal og er þar gert ráð fyrir því, að hann leiki á næstu árum í 16 kvikmyndum fyrir félagið. Kvikmyndagagnrýnendur New York blaðanna hafa kjörið „La Strada“ beztu erlendu kvik- mynd ársins 1956. Bezta banda- ríska myndin var kjörin „f kring- um jörðina á 80 dögum“. — Beztu kvikmyndaleikararnir voru kjörnir Ingrid Bergman og Yul Brynner (,,Skalli“) fyiir leik sinn í „Anastasia." Bandaríkfasljórn fagnar yfirlýsingu Israelsmanna þess efnis New York, 1. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA ísraels, Golda Meir, lýsti því yfir á Allsherjarþinginu í kvölil, að ísraelsstjórn hefði ákveSið að kalla heim hersveitir sínar frá Gazaræmunni og E1 Sheik. Ráð- herrann lýsti því einnig yfir, að stjórn sín vildi, að yfirinaður her- liðs S.Þ. við Súez hitti yfirhershöfðingja Israels að máli hið fyrsta, svo að þeir gætu skipulagt í sameiningu brottflutning ísraelshers frá fyrrnefndum landsvæðum og fiutning gæzluliðs S. Þ. til þeirra. Aðalritari S. Þ., Dag Hammarskjöld, lýsti því yfir á Allsherjar- þinginu skömmu eftir að utanríkisráðherrann hafði lokið máli sínu, að hann mundi fyrirskipa hershöfðingja sínum að undirbúa við- ræðufund við ísraelsmexm hið fyrsta. Egypzki herinn beið mikinn ósigur í bardögunum við ísraelsmenn á Sinai-skaga. Fjöldi rússneskra skriðdreka var tekinn herfangi eða eyðilagður. Á mynd þessari sést einn skriðdrekanna ónýtur. YFIRLÝSING MEIRS Golda Meir sagði í ræðu sinni, að stjóm sín mundi fara að kröf- um Allsh.þingsins í s.l. mánuði, en þá var samþykkt ályktunartil- laga á þinginu þess efnis, að ísra- elsmenn drægju þegar í stað her- lið sitt inn flyrir landamæri ísra- els. Hún bætti því við, að ísra- □- -□ Nú er það Vysliinsky! MOSKVU, 1. marz. — í dag birtist í Isveztia, aðalmálgagni rússnesku kommúnistastjórn- arinnar, einhver hatramasta árásargrein, sem um getur í sögu blaðsins. Er herini beint gegn Andrei heitnum Vys- hinsky, fyrrum utanríkisráð- herra og aðalfulltrúa Rússa hjá S. Þ. — Er einkum ráðizt á kenningar Vyshinskys í lög- fræði og sagt, að hann hafi með framkomu sinni brotið niður réttarríki sósíalismans í Rússlandi. The Spirit of St. Louis Sitja á rokstólum PARÍS, 1. marz: — Fastanefnd Atlantshafsráðsins kom saman til Menon kallaður heimi NYJU DELI: Fréttamenn hér WASHINGTON: — f september 1953 fékk hinn heimsfrægi banda- ríski flugmaður, Charles Lind- bergh, Pulitzer-verðlaunin í bók- menntum fyrir ævisögu sína. Vakti bókin mikla athygli og hef- ir hún nú verið kvikmynduð með James Stewart í aðalhlutverkinu. Þykir myndin hafa tekizt mjög Lindberg. vel og segja gagnrýnendur í Bandaríkjunum, að hún gefi eink- argóða og sanna mynd af hinni frægu flugferð kappans yfir Atl- antshaf. í flugvél sinni — The Spirit og St. Louis. í borg segja, að Nehrú hafi í hyggju að losa sig við Krishna Menon frá S.Þ. og gera hann þess í stað utanríkisráðherra Ind- lands. Gæti hann þá betur haft hönd í bagga með gerðum hans, en Menon hefir undanfarið sætt harðri gagnrýni á Allsherjarþing- inu vegna þjónkunar við komm- únista. — Fréttamenn segja enn- fremur, að breyting þessi verði gerð eftir þingkosningarnar. Þyk- ir líklegt, að Sir Sarvepalli Radhakrishnan, varaforseti taki við embætti Menons hjá S.Þ. og verði jafnframt sendiráðherra Indlands í Bandaríkjunum. fundar í dag. Er þetta í annað sinn sem nefndin kemur saman á stuttum tíma. Fundurinn í dag stóð aðeins yfir í tvær klukku- stundir. ★ ★ Ástæðan til þess, að fastanefnd- in hefir setið á rökstólum undan- farið, er sú ákvörðun Breta að fækka herliði sínu á meginland- inu. Verður síðar birt yfirlýs- ing um mál þetta frá Atlantshafs- ráðinu, en eins og kunugt er af fréttum, ★ ★ hefir Nordstad hershöfðingi varað við því, að herlið banda lagsþjóðanna á meginlandinu verði minnkað. Segir hann, að Bandarík jamenn verði að auka herlið sitt þar, ef Bretar kalla heim einhvern hluta liðs síns. Er verið að bola Nasser frá völdum? FRÉTTIR HERMA, að ýmis- legt bendi til þess, að Nasser verði ekki langlífur í stöðu sinni. í undirbúningi sé bylt- ing gegn honum og geti hún brotizt út þá og þegar. — Eins og kunnugt er, hefir 30 manna byltingarráð verið starfandi við hlið Nassers, en nú er svo komið, að það er óánægt með frammistöðu leiðtogans; eink- um hefir Nasser sætt gagn- rýnl vegna ófaranna í Súez- styrjöldinni. Þykir byltingar- ráðinu ævintýri Nassers vera orðin æðidýr egypzku þjóð- inni. Óljóst ástand i Egyptalandi Fréttamenn benda á, að margir byltingarráðsmenn eru kommúnistar eða standa þeim nærri. Einn valdamesti ráðs- maðurinn er Aly Sabry, yfir- maður egypzku upplýsinga- þjónustunnar í Afríkulöndum. Sumir halda því fram, að Nasser sé í raun og veru fangi sinna eigin ráðgjafa og stuðn- ingsmanna og í Súez-styrjöld- inni hafi honum naumlega tek- izt að koma í veg fyrir bylt- ingu með aðstoð hersins. — Þá benda fréttamenn einnig á, að Wafdistar og Bræðralag Múhameðstrúarmanna hafi eflt starfsemi sína til muna undanfarið þrátt fyrir það, að öfgaflokkar þessir hafa verið bannaðir. Af þessu má sjá, að engan veginn er ljóst, hvernig á- standið er í Egyptalandi og getur dregið þar til stórtíðinda á næstunni. elsstjórn vænti þess, að gæzlulið S.Þ. tæki við yfirstjórn Gaza- ræmunnar. Þá kvað hún það enn fremur ósk stjórnar sinna-r, að SÞ. stæðu vörð um lög og rétt í héröðum þeim, sem ísraelsmenn yfirgæfu nú, og efldu aðstoð við flóttamenn. — fsraelsstjórn fer þess á leit við S.Þ., að þær hverfi ekki frá Gaza fyrr en vanda- málin þar eystra hafa verið leyst, en ef líkur benda til, að allt muni lenda í sama fari og áður, muni hún grípa í taumana. ÚRSLITAÁHRIF Þá gat utanríkisráðherrann þess einnig í ræðu sinni, að ísraelsmenn mundu virða frjálsar siglingar um Akaba- flóa og sagði það von þeirra, að aðrar þjóðir færu að dæmi þeirra. Sagði ráðherrann, að yfirlýsing Eisenhowers þess efnis, að ekki kæmi til mála, að Egyptum héldist uppi að hindra siglingar ísraels um Akabaflóa og Súez, ef þeir drægju her sinn inn fyrir landamæri sín, hefði haft úr- slitaáhrif á ákvörðun fsraels- stjórnar nú. ÁN SKILYRÐA Lodge fulltrúi Bandaríkjanna hjá S.Þ. sagði, að Bandarikja- stjórn fagnaði yfirlýsingu fsraels manna og lagði hann á það á- herzlu, að siglingar yrðu frjálsar öllum skipum um Akabaflóa og Súez; indverski fulltrúinn kvað stjórn sína þurfa nokkurn tíma til að athuga yfirlýsingu ísraels- stjórnar, en Fawsi utanríkisráð- herra Egyptalands sagði 1 stuttri ræðu, að ísraelsmenn yrðu að flytja burt herlið sitt frá egypzku landi án nokkurra skilyrða. KOMMÚNISTAÁRÓÐUR Dulles lýsti því yfir í kvöld, að Bandaríkjastjórn hefði ekki veitt ísraelsstjóm neina tryggingu né hefði hún heitið því að veita henni sérstakan stuðning gegn Ar- abaríkjunum, ef hún kall- aði herlið sitt heim frá Gaza. Allt slíkt tal mætti rekja til kommúnistaáróðurs í Aust- urlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.