Morgunblaðið - 02.03.1957, Side 12

Morgunblaðið - 02.03.1957, Side 12
12 MORCUNBIAÐIÐ Laugardagur 2. marz 1957 Sjötugur: Guðmundur Bjarnason, Hæli HINN 28. des. sl. var margt umi manninn að Hæli í Flókadal. — Þangað streymdi fólk úr ýmsum áttum, sumt um langan veg að komið. Allt þetta fólk var í sömu er- indagjörðum, það var að hylla Guðmund Bjarnason sjötugan, og um leið að rifja upp margar glað- ar minningar og bæta nýjum við. En það hefur jafnan fylgt því að hitta Guðmund á Hæli, og svo var enn, því glaður og reifur fagnaði hann gestum, þótt hann væri nýlega búinn að líða þrautir og vera svefnlaus langan tíma. Hlýju og glaðværð stafaði frá honum sem fyrr, samfara prúð- mannlegri ró, en það eru eigin- leikar, sem jafnan hafa fylgt honum, meðal annarra mann- kosta.Enginn mun því hafa undr- azt þótt mannmargt væri í kring um hann á þessum merka áfanga í lífi hans. Guðmundur er fæddur að Hömrum í Reykholtsdal 28. des. 1886, sonur hjónanna Bjarna Sig- urðssonar bónda þar og konu hans Ingibjargar Oddsdóttur, frá Brennistöðum í Flókadal. Aðeins 9 ára gamall missti hann föður sinn. Ingibjörg móðir hans stóð þá ein uppi með fimm börn þeirra hjóna. Varð það til þess að hún brá búi á Hömrum og fluttist með allan hópinn sinn að Hæli í Flóka dal, og gerðist þar ráðskona hjá mági sínum, Þórði Sigurðssyni, sem þá var búinn að missa konu sína. Var Ingibjörg síðan á Hæli til æviloka. Þar ólst Guðmundur upp í hópi góðra systkina, ásamt einni fóstursystur, Vilborgu Jó- hannesdóttur, sem sxðar varð hús freyja í Geirshlíð í Flókadal. Á Hæli var búið stórbúi, jörðin stór og erfið, og búskapurinn rek inn bæði af kappi og forsjá. Varð þetta unga og uppvaxandi fólk því fljótt að leggja sig fram við heimilisstörfin, og mun það hafa orðið hollur sltóli undir þau lífs- störf er framundan biðu, enda varð þetta fólk góðir þjóðfélags- þegnar og prýðisfólk. Tveir bræð ur Guðmundar urðu stórbændur í héraðinu, búhöldar og fram- kvæmdamenn mikiir, þeir Sig- urður á Oddsstöðum í Lundar- reykjadal og Júlíus, hreppstjóri á Leirá í. Leirársveit. Einn bróð- irinn, Oddur, var lengi skósmiður í Reykjavík. Hann er nú látinn. Systir þeirra Helga, er einnig látin. Hún var lengi húsfreyja á Akranesi, gift frænda sínum Bjarna Gíslasyni smið. Eitt hið fyrsta, sem ég vissi um þetta fólk var það, sem ég heyrði föður minn tala um, hve gott væri að koma að Hæli og hvað unga fólk- ið þar væri mannvænlegt, skemmtilegt og aðlaðandi. Seinna komst ég að því, af eigin kynn- »m, að þetta hlaut hver maður að finna, sem eitthvað kynntist þessu fólki. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast Guðmundi á Hæli all- vel, og öll þau kynni hafa verið á þá lund, að ég get varla stillt mig um að gera tilraun til að skrifa um hann smáafmælis- grein, en því miður veit ég, að hún verður ekki svo úr garði gerð, sem ég vildi og vert væri. En eftir öll þau kynni, sem ég hef haft af Guðmundi, er hann mér í senn hugstæður og kær. Ég hef kynnzt honum bæði á sorgar- og gleðistundum, en sem betur fer hafa gleðistundirnar verið margfalt fleiri, því hann er hamingjunnar barn. Hann hefur tekið lífið sérlega réttum tökum, og þar með verið sinnar eigin gæfu smiður. Undir lífsstarf sitt bjó hann sig meðal annars með því, að ganga í Hvanneyrarskóla og naut þar handleiðslu hinna ágætu fræðara Halldórs Vil- hjálmssonar skólastjóra og Hjart- ar Snorrasonar og hefur það orð- ið honum drjúgt vegamesti, því annarrar skólagöngu naut hann| ekki. Vorið 1912 kvæntist Guð- mundur unnustu sinni, Helgu Jak obsdóttur frá Varmalæk í Bæjar- sveit, sem var hinn bezti kven- kostur. Foreldrar hennar, Jakob Jóns- son og Herdís 'Sigurðardóttir voru einhver mestu atorku og framkvæmdahjón síns tíma. — Helga var kona greind, glaðlynd og dugmikil, enda var það al- mannarómur, að gæfulega væri til þessa hjúskapar stofnað. Þórður bóndi á Hæli seldi nú hinum ungu hjónum í hendur jörð sína og bú, en dvaldist sjálf- ur á heimili þeirra til æviloka, og komst brátt að því, að traust það, er hann bar til hinna ungu hjóna var ekkert oftraust. — í höndum þeirra sá hann búið blómgast og jörðina batna og prýkka með hverju ári sem leið við nýjar umbætur, og hjá þeim átti hann góða ellidaga. Þrjú efnileg börn þeirra hjóna uxu upp og allt virtist leika í lyndi. En haustið 1928 dró skyndilega ský fyrir sólu. Helga veiktist af barnsburði og lézt eftir þunga legu. Varð nú Guðmundur að þola þá þungu raun, að sjá á eftir sinni ágætu konu, ásamt ný- fæddri dóttur ofan í gröfina. Eftir þetta áfall bjó Guð- mundur með ráðskonum um hríð, en kvæntist öðru sinni 1932. — Síðari kona hans var Stefanía Arnórsdóttir, Árnasonar prests í Hvammi í Laxárdal. Hún var þá ekkja, og átti þrjú börn á æsku- skeiði. Hún kom úr Reykjavík. Varð nú enn líf og fjör á Hæli, er komin var glæsileg kona með hópinn sinn til viðbótar hópn- um, er fyrir var. Auk þess eign- uðust þau hjón eina dóttur, Mar- gréti, sem nú er leikkona í Rvík. Ég kom aðeins einu sinni að Hæli í búskapartíð þeirra hjóna og kynntist Stefaníu því lítið, en sá strax, að hún hélt heimilið með glæsibrag, og gott var að koma að Hæli sem fyrr. Árið 1936 bregða þau hjón búi á Hæli. Stefanía fluttist aftur til Reykjavíkur með sínum börnum, en Guðmundur afhenti börnum sínum jörð og bú að Hæli og hef- ir dvalið þar síðan í góðu gengi. Tvö börn hans búa nú á Hæli, þau Jakob og Ingibjörg, ásamt tengdasyni Guðmundar, Ingi- mundi Ásgeirssyni frá Reykjum í Lundarreykjadal, sem kvæntur er Ingibjörgu. En Herdís, þriðja bam Guðmundar og Helgu, er gift Bimi Davíðssyni a Þverfelli í Lundarreykjadal. Allt er þetta prýðisvel gefið fólk, sem býr með mesta dugnaði og myndarbrag í fyllsta samræmi við hinn kröfu- freka nýja tíma. Veit ég að barna Ián Guðmundar muni nú ein mesta gæfa hans og gleði. Hér hef ég aðeins minnzt á bú- skaparferil Guðmundar á Hæli. En þar með er ekki öll saga hans sögð, þó að hann hafi verið hygg- inn framkvæmdabóndi, fluglið- ugur sláttumaður og öllverk leik- ið í höndum hans, samfara því að vera heimilisrækinn og um- hyggjusamur heimilisfaðir, þá hefur honum verið fleira til lista lagt. Ég hef stundu.n velt því fyr- ir mér, hver af eðlisþáttum Guð- mundar myndi hafa verið ríkast- ur, og niðurstaðan hefur alltaf orðið sú, að þrír af þeim hafi ver- ið líkt traustir og svo saman slungnir, að óhugsandi hefði ver- ið að aðskilja þá hvern frá öðrum þótt reynt hefði verið. Hann var í senn búmaður, íþróttamaður og listamaður. Þótt Guðmundur á Hæli hafi alla tíð starfað af kappi að alls konar búskaparstriti og lítt unnt sér hvíldar, þá álít ég að hann hefði jafnt getað sómt sér á leiksviði meðal hinna beztu leikara eða á söngsviði. í íþrótt- um hefði hann getað verið jafn hlutgengur. Hann var t. d. ágæt- ur glímumaður, bæði sterkur og I liðugur og jafnvígur til sóknar Fyrir skömmu birti bandaríski flugherinn þessa mynd af nýrri sprengjuflugvél, sem hann hefur nú tekið í notkun. Mun þetta vera hráðfleygasta sprengjuflugvél, sem smíðuð hefur verið. Er hún af gerðinni Convair B-58 „Hustler" og hefur svonefnda „delta“-vængi. Flugvél þessi getur flogið um háioftin, er knúin fjórum þrýstiloftshreyflum — og flýgur hraðar en hljóðið, en ekki liefur verið gefinn upp mesti hraði hennar. Allir eitt í slysavarnamálum og varnar, drengilegur og mjúk- ur í hreyfingum. Hann var þétt- ur á velli og þéttur á lund. Góð- látleg kímnigáfa er hbnum í blóð borin, en þó engu síður þung alvara, ef því er að skipta, enda svo traustur maður að allri skap- gerð, að allir hafa jafnan getað treyst honum. Hafa honum því verið falin ýmis trúnaðarstörf. I hreppsnefnd hefur hann setið langa hríð og var jafnan endur- kosinn, þar til við síðustu kosn- ingar að hann baðst undan end- urkosningu. f Ungmennafél. Reyk dæla var hann lengi einn af beztu starfskröftunum, og er nú búinn að vera lengi heiðursfélagi þar. í karlakórnu í Bræðurnir var hann axla V". allra traustasti félaginn. t ég trúað, að sá félagss' "i vart orðið svo langiífu. • . .,un bar vitni um, ef ekki IiíjjÍ r.otið við Guð- mundar á Hæli. Rödd hans er ein bezta bassarödd, sem ég hefi heyrt, enda er hann í báðar ættir af miklum raddmönnum kominn. Siigurður afi hans hafði verið raddmaður góður. Þá voru móð- urfrændur Guðmundar sumir orð lagðir söngmenn.Má þar til nefna Jón Jónsson, bónda í Deildar- tungu og Þorvald á Stóra-Kroppi, bróður hans, en þeir voru bræð- ur Ástríðar, síðari konu Böðvars Sigurðssonar á Skáney, ömmu Guðm. Böðvars á Skáney, lang- afi Guðmundar var talinn gædd- ur leikarahæfileikum og mikilli kímnigáfu, listasmiður, dugnað- ar- og drengskaparmaður. Þannig má víða í ættum Guðmundar sjá hina sömu hæfileika, sem svo hag lega hafa sameinast í honum sjálf um. Nú um nokkur ár hefur Guð- mundur verið nokkuð bilaður á heilsu, en virðist þó hafa fengið mikla bót á þeim sjúkdómi, sem mest bagaði hann um skeið, enda heldur hann óskertum andlegum kröftum, hlýju og glaðværð. Hann er einn þeirra manna, sem alla tíð hefur hvarvetna átt vinum að mæta. Á gleðimótum hefur hann verið uppsprettulind glaðværðar og ýmiss konar skemmtiatriða. í kringum hann var sem einhver hressandi blær, svo að jafnan var gott að vera í návist hans. Skipti þar engu máli, hvert um var að ræða skemmtisamkomur, söngæfingu, leitir, lestaferðir eða annað, að eftir hafði maður jafnan glaðar minningar að geyma. Og nú, við þessi merku tíma- mót í lífi hans, vil ég óska hon- um allra heilla og blessunar í framtíðinni, um leið og ég þakka honum öll hin góðu kynni. Einar Kristleifsson. Aðalíundur Yerzlunar- og skrðfsfofumannaíél. Suðurnesja haldinn KEFLAVÍK, 28. febr.: — Aðal- fundur Verzlunar- og skrifstofu- mannafélags Suðurnesja var hald inn í Bíókjallaranum hér í bæn- um 27. febr. Lýst var þar stjórn- arkjöri. Var formaður kosinn sérstaklega og hlaut kosningu Kristján Guðlaugsson. Aðrir í ÁVARP þetta flutti sr. Óskar J. Þorláksson, form. ING- ÓLFS, í Gamla-Bíói laugar- daginn 16. febr. í sambandi við 15 ára afmæli deildarinnar. En í tilefni af afmælinu hefur verið efnt til sýninga hér í Reykjavík á kvikmyndinni „Björgunarafrekið við Látra- bjarg.“ Var myndin sýnd fyr- ir troðfullu húsi og verður sýnd aftur á morgun í Gamla Bíói kl. 3 e. m. Háttvirtu áheyrendur! Slysavarnadeildin INGÓLFUR hefur nú starfað hér í Reykja- vík, sem sérstök deild, í 15 ár, var stofnuð 15. febr. 1942, með þeirri skipulagsbreytingu, er þá var gerð á Slysavarnafélagi ís- lands, en raunverulega mætti þó segja að deildin væri allmikið eldri, eða jafngömul slysavarna- félaginu sjálfu. Á þessum árum hefur deildin starfað í náinni samvinnu við Slysavarnafélag fslands, en eins og kunnugt er eru allar meiri háttar ákvarðanir teknar af að- alstjórninni og flestar fram- kvæmdir í slysavarnamálum í hennar höndum. Höfuðverkefni þessarar deildar, eins og annarra, hefur því verið að safna fé til framkvæmda slysavarnafélags- ins og á þessum 15 árum mun deildin hafa afhent slysavarna- félaginu sem næst kr. 620.000,00 kr. en það eru % af árstekjum deildarinnar hverju sinni, en auk þess hefur deildin lagt fram úr eigin sjóði allverulegar upphæð- ir við ýmis tækifæri. Af helztu viðfangsefnum ING- ÓLFS á liðnum árum má nefna þessi: Að hafa starfandi björg unarsveit, efna til björgunarsýn inga, gangast fyrir umræðufund- um um slysavarnamál og skrifa hvatningargreinar í blöðin og gangast fyrir sýningum fræðslu- kvikmynda og námskeiðum í meðferð björgunartækja og lífg- un úr dauðadái. Allir eru á einu máli um nauð- syn slysavarna, bæði á sjó og landi. Hlutverk slysavarnadeildanna yfirleitt er að fá sem almennasta þátttöku í slysavarnastarfinu, með því að leggja fram vinnu og fé til framkvæmda í þessum mál- um. Góð tæki til slysavarna kosta mikið fé og þau þarf stöðugt að endurnýja, eftir því sem tækn- inni fleygir fram. Slysavarna- deildirnar eiga að sjá um að stjórn voru kosnir: Vilborg Reimarsdóttir, Halldór Dungal, Guðni Jónsson, Hólmgeir Guð- mundsson, Páll Jónsson og Bent Óskarsson. í varastjórn eru Ing- ólfur Steinsson, Hermann Hjart- arson og Andrés Þorvaldsson. Á fundinum voru gerðar nokkrar lagabr. Á aðalfundinn komu aðeins 3 stjórnarmenn fyrrver- andi stjórnar félagsins: Formað- ur, ritari og varaformaður mættu þar ekki. slysavarnasveitirnar á hverjum stað séu búnar þeim beztu tækj- um sem völ er á, og dálítil fjár- framlög eru oft það eina, sem menn geta lagt af mörkum til þessara mála. Og hinar stærri deildir eiga að leggja svo ríflega til þessara mála, að Slysavarnafélagið geti stutt litlu deildirnar og haft góð björgunartæki á hinum afskekktu og oft hættulegu stöðum. í slysa- varnamálum á að ríkja hin víð- tækasta samhljáp og samvinna. ----------------o---- Á síðasta ári fékk slysavarna- fél. íslands dýrmæta gjöf, sem var björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen, sem staðsettur verður hér í Reykjavík. Nokkurt vandamál hefur ver- ið að finna bátnum góðan stað og búa svo um hann, að hann geti jafnan verið til taks, þegar á þarf að halda. Gamla björgunarskýlið í Örfir- isey er ekki nothæft fyrir þenn- an bát og verður að leggjast nið- ur, vegna breytingu á skipulagi hafnarinnar. En nú hefur hafnarstjórn á- kveðið annan stað við höfnina fyrir björgunarstöðina og verð- ur nú hafizt handa að undirbúa þar framkvæmdir og er til þess ætlazt að þar verði varanlegur samastaður fyrir slíka stöð. Tilkynningin um þennan nýja stað barst slysavarnafélaginu í gær og vegna þess að þetta hefur verið alveg sérstakt áhugamál „Ingólfs“ ákvað stjórnin í gær á fundi sínum ,að afhenda stjórn Slysavarnafélagsins 100,000,00 kr. úr sjóði sínum til byggingar þessarar björgunarstöðvar þegar framkvæmdir hefjast. Fjársöfnun félagsins á næst- unni rriun verða við það miðuð, að hægt verði að leggja sem mest fé í björgunarstöðina og hún komist sem fyrst upp. í tilefni af þessu afmæli „Ing- ólfs“, höfum við efnt til sýning- ar á kvikmyndinni „Björgunar- afrekið við Látrabjarg", en það var eins og kunnugt er eitt hið mesta afrek í sögu íslenzkra bj örgunarmála. Þessi mynd er sett saman eftir þeirri mynd, er Óskar Gíslason Ijósm. tók á sínum tíma. Mynd- in er búin til sýningar af þýzku kvikmyndafél. og í samkeppni um beztu fræðslumyndir í Þýzka landi hlaut þessi mynd fyrstu verðlaun og verður sýnd víðs veg ar um Þýzkaland. Myndin er nokkuð styttri en eldri myndir, og virðist hafa tekizt mjög vel að búa hana til sýningar. Eg vil svo ljúka máli mínu með því, að þakka Reykvíking- um drengilegan stuðning við slysavarnad. „Ingólf" á liðnum árum. Og það er eindregin ósk mín, að sem flestir Reykvíking- ar gerist félagar í „Ingólfi" og þar með virkir þátttakendur í því mikla velferðarmáli, er deildin vinnur að. Takmarkið er: Allir Reykvík- ingar þátttakendur í slysavarna- starfinu! Óskar J. Þorláksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.