Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. marz 1957 MORGVNBLÁÐIÐ 13 Grund taldi sig geta fram- krafið rikið um skaðabætur Dómur í máli út af vottorði Véla- og verk- smiðjueftirlitsins f HÆSTARÉTTI er genginn dóm- ur í máli er Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund höfðaði gegn ríkissjóði. Hér er um að ræða mál út af slysi er varð í hjúkr- unarheimilinu. Taldi Grund sig geta framkrafið ríkissjóð um skaðabætur er stofnunin varð að greiða stúlkunni er fyrir slysinu varð. Grund tapaði málinu. SLYS I ÞVOTTAHÚSINU Slys þetta varð í febrúar 1948. Áslaug Valdimarsdóttir frá Hell- issandi var þá starfstúlka í þvottahúsi heimilisins. Vann hún við strokvindu, sem var rafknú- in. Er hún var að starfi missti hún nokkra klúta á gólfið. Þegar hún beygði sig niður til þess að taka þá upp, vafðist hár hennar, sem var óvarið, utan um hreyfi- ás vindunnar. Stúlkan gat ekki stöðvað vinduna, sem fletti húð- inni af höfði hennar með hári, frá hægri augnabrún og aftur fyr- ir miðjan hvirfil, en þar slitnaði höfuðleðrið alveg frá höfðinu og losnaði þá stúlkan um leið. Eftir þetta lá hún í sjúkrahúsi í tvo mánuði. — Hún fór aftur að vinna um haustið. Árið 1951 fór stúlkan til Danmerkur til þess að fá lagfæringu á lýtum þeim er hún hafði hlotið við meiðslin. Fékk hún nokkurn bata að því er lýtin varðaði. MÁLSSÓKN Stúlkan höfðaði svo mál gegn Elli- og hjúkrunarh. Grund ár- ið 1952. Gekk dómur í bæjarþingi í því máli haustið 1954. Var þá stofnuninni gert að greiða Ás- laugu Valdimarsdóttur kr. 56. 161.13 með 6% ársvöxtum frá 5. sept. 1952. Næsta vor greiddi Grund nefnda fjárhæð að fullu til stúlkunnar. ÁSINN HÆTTULEGUR í forsendum þess dóms segir m. a. að hreyfiás vindunnar hafi verið hættulegur því fólki, sem við vinduna vann, þar sem hann hafi verið óvarinn en auðvelt hafi verið að setja á hann ör- yggishlíf og var þessi vanbún- aður talinn meginorsök slyssins, að því viðbættu að ekki hafi ver- ið nægilega fyrir stúlkunni brýnt af forráðamönnum, að hún not- aði höfuðklút við vinnu sína. — Rétturinn taldi að stúlkan hefði sýnt nokkra vangæzlu, þannig að Grund bæri gagnvart stúlkunni fébótaábyrgð af slysinu að %. SKOÐUNARVOTTORÐIÐ Skoðunarvottorð verksmiðju- og vélaeftirlits ríkisins báru með sér að farið hefði fram skoðun á vélakosti þvottahússins 18. á- gúst og 1. október 1947. Eftir fyrri skoðunina var krafizt til- tekinna lagfæringa, en við síð- ari skoðun var út gefið vottorð þess efnis að umbúnaður væri góður. í máli því er nú var kveðinn upp dómur í, Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund gegn fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs, segjast forráðamenn Grundar hafa talið að treysta mætti réttmæti vottorðanna og því talið ugglaust að umbúðnaður strokvindunnar væri á allan hátt löglegur. í vottorðinu, sem út hafi ver- ið gefið, sé samkv. þeim lögum sem eftirlitið starfi eftir, boðið að hreyfihlutar véla sem mönn- um geti stafað hætta af að nálg- ast skuli varðir, en ásinn í vind- unni, sem stúlkan lenti. í, hafi verið óvarinn. Vegna þessa eigi Verksmiðju- og vélaeftirlit ríkisins sök á því tjóni, sem Grund var gert að greiða. Því höfðaði Grund mál- ið gegn ríkissjóði og gerði kröfu um kr. 69,915,12 skaðabætur. DÓMUR HÆSTARÉTTAR f undirrétti var fjármálaráð- herra sýknaður af kröfum Grund ar, og Hæstiréttur staðfesti þann dóm og segir í forsendum Hæsta- réttar m. a. á þessa leið: Áfrýjandi (Grund) hefur skot- ið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. maí 1956. Hinn 9. okt. 1956 fékk hann gjafsóknarleyfi fyrir Hæstarétti og sér skipaðan talsmann. Hann krefst þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 69.915.12 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. apríl 1955 til greiðsludags og málskostnað í héraði t)g fyrir Hæstarétti. Stefndi (fjármálaráðherra) krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og hon- um verði dæmdur málskostnað- ur úr hendi áfrýjanda. Atvinnurekandi er skyldur til að ganga af sjálfsdáðum svo frá vélum sínum og búnaði þeirra, að öryggi starfsmanna hans sé tryggt, svo sem kostur er, og ber atvinnurekandinn því ábyrgð til skaðabóta á slysum, sem hljót- ast af ónógri rækslu þessarar skyldu. Ákvæði laga um eftirlit með verksmiðjum og vélum miða að því að efla almennt öryggi á vinnustöðum, en draga á engan hátt úr skyldum atvinnurekenda. Áfrýjandi getur því eigi fram- krafið ríkissjóð um skaðabætur, sem hann hefur orðið að greiða vegna mistaka um umbúnað véla sinna, þótt eftirlit af hendi rík- isins með vélunum kunni eigi að hafa verið framkvæmt með þeirri kostgæfni, sem skyldi. — Með þessum athugasemdum ber að staðfesta héraðsdóminn. Eftir atvikum þykir rétt, að hvor aðili beri sinn, kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Refur leggsf á fé í SKRIÐDALSHREPPI í Suður- Múlasýslu hefur meira borið á ref í vetur en venja er til þar um' slóðir. Skrifar bóndinn í Geitdal í Skriðudalshreppi, Snæ- björn Jónsson, til Morgunblaðs- ins, að hann hafi fyrir skömmu fundið útigöngukindur þar frammi á dalnum og voru þær skaddaðar eftir ref. Voru þetta ær og lamb. Hafði refurinn aðallega skaddað ána, og var hún illa rifin á snoppu og hálsi. Sá bóndinn til refsins er hann var að bekkj- ast til við kindurnar. Báðar voru kindumar magrar, enda átt við langvarandi hagleysi og hríðar að búa. Vó ærin 37 kg, en lambið 22 kg, er komið var með þau til byggða. Óvenjulegt er að finna útigöngufé á þessum slóðum. Þá segir Snæbjörn bóndi, að hreindýrin hafi leitað mjög til byggða undanfarið vegna hag- leysis og veðurhörku á afréttum. Kveður hann þau samt ennþá í góðum holdum. — Chana Framh. af bls. 11 verið stofnaður „United Gold Coast Convention" og hafði á stefnuskrá sinni að vinna Gull- ströndinni sjálfstæði. Flokkurinn hafði góðar fyrirætlanir, en lítið fylgi meðal almennings. Eftir að Nukrumah var gerður fram- kvæmdastjóri flokksins tók fylgi hans að aukast, því að Nukrumah hefur reynzt hinn frá- bærasti flokksforingi og e. t. r. um leið lýðskrumari. Hann ferð- aðist um allt landið og blés mönn- um í brjóst frelsisþrá. Á þeim tímum þótti hann einnig mjög byltingasinnaður og hvatti til verkfalla og skemmdarverka, meðan Bretar ekki létu að vilja þjóðarinnar. DRÝGIÐ DÁÐIR Eftir að hann gerðist for- sætisráðherra nýlendunnar hef ur hann unnið að uppbygging- arstörfum með Bretum í fullri einlægni. Og í stað byltingar- stefnu hefur hann nú um nokk urra ára skeið, hvatt þjóð sína til að drýja dáðir. Hann hefur blásið henni i brjóst menntun- arlöngun og vilja til að verða menningarþjóð. Hvarvetna um Gullströndina koma þeldökk- ir ungir menn nú saman til þess að læra að lesa. Þeir læra að lesa afrísk orð, sem eru stöfuð með latneskum bók- stöfum. Ghana er fyrsta sjálfstæða ríki Súdan-negra, því að Líbería, nokkru vestar í Afríku er ríki amerískra svertingja og í Súdan eru aðrir þjóðflokkar með í spil- inu. En fleiri þjóðflokkar Súdan- svertingja munu koma á eftir og krefjast sjálfstæðis. Þ. Th. I LESBÓK BARNANNA Struturinn R A S IVfl L S Rasmus hafði tekið að sér að afgreiða benzín, við tank úti í eyðimörk- inni. Hann fékk fína ein- kennishúfu og tösku und- ir peningana. 1 hvert sinn og bíll kom, dældi hann benzíni á bílinn, tók við borguninni og hneigði sig. Dag nokkurn, þegar hann hafði lokið við að setja benzín á áætlunar- bílinn, komu vinir hans negrarnir tveir, ríðandi á stóra flóðhestinum. Á ég líka að láta ykkair fá benzín? spurði Rasmus og hneigði sig. Nei, takk, sögðu negr- amir, við emm með nóg benzín sjálfir. Stóri bíll- inn okkar ekur af stað, um leið og við veifum grasvisk fyrir framan hann. Svo réttu þeir fram stöngina, sem dálítið af grasi var bundið við og strax ók bíllinn af stað. Hvað skyldi þetta nú vera? sagði Rasmus við sjálfan sig. Hann var á göngu í eyðimörkinni og sá þá krukku, sem var hálf af alla vega litum ibrjóstsykrí» Þessu verð ég að smakka á, brjóst- sykur er svo góður, hugs- aði Rasmus. Svo stakk hann höfðinu niður í glasið og byrjaði að tína brjóstsykurinn upp í sig. Einn, tveir, þrír, — og áður en hann vissi, var hann búinn með alian brjóstsykurinn. En ó, ó, æ, æ, — nú var höfuðið á honum orðið svo stórt, að hann náði því ekki með nokkru móti upp úr krukkunni aftur. Til allr ar hamingju komu vinir hans, negrarnir, og hjálp- uðu honum út úr þessum vandræðum. Það má sigrast á öll- um erfiðleikum. Jæja, hefurðu nokkurn tíma reynt að ýta tann- kreminu inn í hylkið aft- ur? Pabbi, veiztu hvað feiti maðurinn í fiskbúðinni vegur? Nei, hef ekki hugmynd um það. Hann vegur fisk. Ráðning á Sniglinum: 1. tóbak — 2. bakvið — 3. viðsmjör — 4. jörðin — 5. innsta — 6. stafrófið — 7. iðkar — 8. róar —■ 9. arkar — 10. kar. 1. árg. ^ Kitstjóri: Kristján J. Gunnarsson 2. marz 1957 Svona er hann litli bróðir LITLI bróðir er eitthvað í kringum tveggja ára gamall. Venjulega situr hann á gólfinu og rífur og tætir allt sem hann nær í. Nái hann í lestrarbók- ina þína, þá er hún ekki framar bók, hún liggur í sneplum á gólfinu. Tekur hann þá til eftir sig? Nei, ekki alveg, það verður þú að gera sjálf- ur. Aldrei er hann á- nægðari, en þegar umrót- ið er sem mest í kring um hann. Og hvernig hann getur sleppt sér og öskrað og hamast, þegar hann fær ekki það, sem hann vill. Ef þú leyfir honum ekki að krassa í myndabókina þína eða naga litina ætl- ar hann vitlaus að verða. Hann kastar sér á gólfið, sparkar öllum öngum og öskrar svo að þakið ætl- ar af húsinu. Sem betur fer, er hann fljótur að gleyma. Ef þú kítlar hann svolítið í magann, eða sýnir honum eitthvað skrítið, fer hann undir eins að skellihlæja. Það er ekki auðvelt að passa svona snáða. Palli og Pési komust að raun um það, þegar þeir voru einu sinni látnir einir um að líta eftir litla bróður. Þeir komu honum fyrir í barnaherberginu, en sett- ust sjálfir í næsta her- bergi við að læra lexí- urnar sínar. Þetta eru ljótu heimadæmin, sagði Palli. Skollinn hafi, sem ég botna nokkuð í þeim, sagði Pési, hvað eru 3A + %? Hvernig á maður að geta vitað það? Og báðir klóruðu sér í höfðinu og hugsuðu og hugsuðu, þangað til þeir voru truflaðir af óttalegum hlunk, sem heyrðist úr barnaherberginu. Litli bróðir hafði dottið ofan af stól og fór strax að öskra. Við verðum að láta hann hafa eitthvað að leika sér að, sagði Palli. Við skulum láta hann hafa bala með vatni í, sagði Pési, þá verður hann áreiðanlega róleg- ur. Svo fóru reiknimeist- ararnir aftur að glima við hina flóknu stærð- fræði. En litli bróðir skríkti og kunni sér ekki læti. Fyrst settist hann hjá balanum, og gutlaði í vatninu með höndunum, svo dálítið skvettist út á gólfið. Svo varð hann leiður á því og tíndi öll leikföngin upp í balann, kubba, bíla, brúður og myndabækur. Svo fór hann að svip- ast um eftir meira dóti og fann þá inniskóna hans pabba og nýja hatt- inn hennar mömmu, sem hann setti strax á kaf, á- samt dálitlum búnka af nýstífuðum skyrtum, og öðrum þvotti, sem var á borðinu. Síðan skreið hann upp í balann ofan á allt saman. En þá fannst honum of þröngt um sig, svo að hann kastaði öllu úr balanum niður á gólf- ið. Lítilli fötu hél. hann samt eftir, enda þurfti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.