Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 2. marz 1957 ^J\venLjóÉin °f k eimi KvemSéíasjiÖ HUi á J&hureyri 50 ára Það hsfur unnið ómefaníegf starf á sviði mannúðar eg menningarmáia HINN 4. febrúar s.l. varð hið landskunna kvenfélag, Hlíf, á Ak- ureyri, eða Kvenfélagið Hlíf, eins og það heitir fullu nafni, 50 ára. Félagið var stofnað 4. febrúar, 1907 að Strandgötu 1 Akureyri, heima hjá Hólmfríði Þorsteinsdóttur, konu Jóhannesar Stefáns- sonar verzlunarmanns, síðar ltaupmanns í Reykjavík. — Hólm- fríður varð fyrsti formaður félagsins. Hún var frumkvöðuil að stofnuninni. Ekki gegndi hún þó formannsstörfunum nema eitt ár, þar sem hún fluttist burt úr bænum. Starfaði hún mikið og vel fyrir félagið þann tíma sem hennar naut þar við. Núverandi formaður Hlifar, Elinborg Jónsdóttir. Félagið var upphaflega stofn- að sem hjúkrunarfélag og er talið að Hólmfríður hafi fengið hug- myndina um það hjá Sighvati Bjarnasyni bankastjóra. En Hólm fríður var víðförul kona, dvald- ist lengi í Kaupmannahöfn á yngri árum við nám. Einnig bjó hún um hríð á Sauðárkróki og mun hafa starfað þar í kvenfé- lagi. Um tilgang félagsins segir svo í félagslögunum: „Tilgangur félagsins er sá, að hjúkra sjúklingum í Akureyrar- kaupstað, einkum fátæklingum. Einmg að hjálpa örvasá gamal- mennum“. Strax á fyrsta ári hóf félagið útgáfu á riti sínu „Hlíf“, sem fyr- ir löngu er orðið útbreitt um allt landið. Einnig hófust félagskon- ur þegar handa um að afla fé- laginu tekna i ýmsan hátt O" m. Ilólmfríður Þorsteinsdóttir, fyrsti formaður Hlífar. a. með sjónleikum og hlutavelt- um. GI ÖDDU SJÚKA Strax fyrsta árið gengu Hlífar- konur á heimili og hjúkruðu sjúklingum án endurgjalds. Á jólum gáfu þær sjúklingum í sjúkrahúsinu jólagjafir og komu þar upp jólatré. Ekki voru tekj- ur félagsins þetta fyrsta ár þó nema ágóði af tveim hlutavelt- um og tveim leiksýningum, auk ársgjaldsins. NAFNINU BREYTT Þegar félagið var rúmlega árs gamalt, breytti það nafni sínu og hét þá Hjúkrunarfélagið Hlíf og var aðalmarkmið þess að 1 _úkra sjúklingum, sem eigi lágu í sjúkrahúsum. Réði það þá í þjónustu sína tvær hjúkrunar- konur. Voru félagskonur um þetta leyti 65. Formaður félags- ins í byrjun þess árs, eða 1908 var kjörin Anna Magnúsdóttir, er starfaði mikið fyrir félagi5 og var formaður þess í 15 ár. í félaginu er hennar jafnan minnzt fyrir ötula formennsku og sér- staka tryggð við hugsjónamál þess. Hélzt þetta nafn þar til á aðalfundi félagsins 1932. Var nafninu þá enn breytt —í „Kven- félagið Hlíf“, svo sem var í upp- hafi. SUMARDVÖL BARNA í SVEIT Eftir að félagið hafði samþykkt á aðalfundi sínum 1932, að breyta markmiði félagsins, hófst nýtt tímabil í sögu þess. Nú var félag- ið ekki lengur hjúkrunarfélag, heldur kvenfélag, sem starfaði fyrir börnin í bænum. Fyrst með því að kosta þau á sumardvalar- heimili og síðar með því að byggja og reka barnaheimilið Pálmholt á Akureyri. Árið 1941 hafði félagið fjóra sumardvalar- staði fyrir börn, á Lundi, i Axar- firði, Laugahlíð í Rej'kjahverfi, Meiðavelli í Kelduhverfi og Laugalandi í Eyjafirði. Þar sem það hafði ýmis óþægindi í för með sér, að hafa börnin í svo mörgum stöðum, var ákveðið að koma upp barnaheimili nær Ak- ureyri. Reis Pálmholt þar 1950. PALMIIOLT Dagheimilið Pálmholt hefur nú starfað í 7 ór við vaxandi vin- sældir bæjarbúa. Það starfar ár- lega 314 mánuð á ári hverju, eða frá 1. júní til 15. sept. Ekki alls fyrir löngu var byggður ieikskáli við heimilið og geta nú 60—70 börn dvalizt á heimilinu í stað 50, eins og það var upp haflega ætlað fyrir. Pálmholt er rekið af miklum myndarbrag og hafa félagskonur Hlífar sýnt mikla fórnfýsi í sambandi við rekstur þess. STJÓRNIN Núverandi stjórn Hlífar skipa þessar konur. Elinborg Jónsdótt- ir, formaður, Laufey Tryggva- dóttir, gjaldkeri og Dóróthea Kristinsdóttir, ritari. Piparrótarrjósoi með osfi TVEIR dl. rjómi þeyttur og rif- inni piparrót blandað í; 2 epli, skorin í teninga og sett út i; ostur, skorinn í mjóar ræmur, álíka langar og eldspýtur og honum blandað í. Borið fram með harð- soðnum eggjum, sem skorin eru niður og tómatsneiðum (þegar þeir þá eru á markaðnum). S LESBÓK BARNANEA LESBÓK BARNANNA S Anna situr þarna alein og henni leiðist. Kannske að þú getir hjálpað henni við að finna einhvern, sem getur verið henni til skemmtunar. — Dragið strik frá 1—38. Litaðu svo myndina á eftir. hann að nota hana við að ausa vatninu út á gólf- ið. Hann hafði nú bleytt vel í sér öllum og brölti upp úr, en setti balann um leið á hliðina. Það var hvort sem var lítið vatn orðið eftir í honum. Þessi hávaði varð til þess að trufla reikni- meistarana tvo. Þeir höfðu eftir mikil heila- brot komist að þeirri niðurstöðu að % +14 hlytu að vera 4/8 því auðvitað átti að leggja allar tölurnar saman. Hvað hefur þú nú gert, hrópaði Falli, þegar hann kom í dyriiar. Hann er alveg snarvitlaus, sagði Pési. En litli bróðir var ekki á sama máli. Hann sat í öllu vatninu á miðju gólfi, sletti því upp á veggina og skellihló. Þetta var gaman. Palli og Pési leyfðu manni að gera sitt af hverju, en hjá mömmu mátti maður næstum ekki neitt. Við verðum að vinda upp úr gólfinu, andvörp- uðu Palli og Pési, en litli bróðir er víst ekki of góður til að hjálpa okk- ur. Og þeir fengu honum tusku. Hann bleytti hana vandlega og sletti henni siðan á Palla og Pésa og upp í rúmið. Svo nennti hann ekki að þurrka meira en skreið inn i lestrarherbergi Palla og Pésa. Þar brölti hann upp á skrifborðsstólinn, náði sér í stóran litblýant og fór að skrifa strik, og und arlega hringi, hingað og þangað í reikningsbækur Palla og Pésa. Dálítið skrifaði hann líka sér til minnis á nefið á sjálfum sér. Loks velti hann um blekbyttunni, svo blekið flóði um borðið og bæk- urnar, en Palli og Pési komu í ofboði hlaupandi. Nú var þeini nóg boðið. í réttlátri reiði gáfu þeir litla bróður skell á blaut- an bossann, svo að hann hrein hástöfum. f því kom Elsa, stórasystir, heim. Ó, vesalings litli bróð- ir, hvað hafa þessir ó- þægu strákar gert þér? Hvað þú ert blautur, en nú skal ég strax færa þig í þurr föt. Þér væri nær að hjálpa okkur, heldur en honum, sagði Palli. Hann var enn þá reiður. Nei, þetta er allt ykk- ur að kenna, sagði Elsa, hugsið ykkur bara, ef KROSSGATA í þetta sinn er það fugl, sem kemur fljúgandi með krossgátuna tll ykkar. En hún er dálítið erfið og kannske þurfið þið hjálp við þyngstu orðin. Ráðn- ingin birtist í næsta blaði. Lárétt: 3. Skordýr, sem flýgur. 6. fljótur. 7. lítið meindýr. 8. kyrrð. 11. fer í cóður. 13. sjór. 16. vandar um við. 19. verkfæri til að þjappa. 20. litlu. 22. nauta mál. 24. þvaðra. 26. kyrrð. 27. einn af tveimur. Lóðrétt: 1. huldumaður. 2. gabb. 4. hundamál. 5. svipast um. 7. fuglinn í fjörunni. 9. brimskafla. 10. borðaði. 12. kind. 13. Bandaríkin, skammstöfun 14. höfuðfat. 15. skips. 17. rifrildi. 18. höfðingskapur. 21. forfeðurna. 23. farfugh 25. tveir eins (sérhljóðar). litli bróðir fær nú kvef? Þegar mamma kom heim voru Palli og Pési skammaðir fyrir að hafa ekki litið almennilega eftir litla bróður, en hann — hann var kjassaður og kysstur. Finnst ykkur þetta nokkurt réttlæti? Svona er að vera lítill, — og svona er að vera stór. m Frpálsar stundir SKUtiGAMYNDIR Veldu þér ljósan vegg til að láta skuggamynd- irnar falla á og hafðu sterkt Ijós á bak við þig. Hendinni áttu að halda fremur nálægt veggnum. Hérna sérðu tvær auð- veldar mtyndir, sem þú getur byrjað að æfa þig á. „EKKI AÐ HLÆJA" Þátttakendur í þessum leik leggjast á hné við borðið og láta hökuna nema við borðplötuna. Síðan skulu þeir eftir röð segja: ha ha, hí hí, ho ho, hæ hæ o.s.frv. Enginn má lyfta hök- unni frá borðplötunni, þegar hann talar, og eng- um má verða það á að' hlæja, meðan leikurlnn fer fram. Annars eru þeir úr leik. Jfcr Haidið þér ekki, að þér ættuð að setja fuglahræðu upp í garðinum yðar, frú Albertína? Nei, þess þarf ekki. Ég 1 er þar alltaf öðru hvoru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.