Morgunblaðið - 21.03.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1957, Blaðsíða 2
2 Blóögjafasveit Isafjarðar- spítala verður komið upp Stutt samtal við Úlf Gunnarsson s j úkrahúslækni VESTUR á ísafirði erum við að ljúka undirbúningi að stofn- un blóðgjafasveitar fyrir sjúkra- húsið, sagði Úlfur Gunnarsson, sjúkrahúslæknir á ísafirði, er tíð- indamaður Mbl. hitti hann sem snöggvast að máli í gær, en lækn_ irinn hefur verið hér í bænum í nokkra daga. Ætlaði hann að fljúga vestur á þriðjudaginn, en ekkert flugveður var þá. — Og ekki kemst ég í dag, því enn tef- ur flugveðrið heimför mína, sagði hann. Vestur á ísafirði hafa nokkrir skátar verið í blóðgjafasveit undanfarin ár. Hefur það verið ó- metanlegur stuðningur, sagði Úlfur. En þegar á það er litið að framkvæmdar eru í sjúkrahúsinu um og yfir 500 skurðaðgerðir á ári hverju, þá verður ekki hjá því komizt að stofna öfluga blóð- gjafasveit þar, svo jafnan séu til taks nægilegar birgðir af blóði við skurðaðgerðir. Algjört lág- mark slíkrar sveitar tel ég 100 manns. ísfirðingar hafa alla tíð sýnt í verki mikinn áhuga á sjúkra- húsi sínu. Er nú svo komið, að við getum framkvæmt allar helztu læknisaðgerðir og rannsóknir. Síðasta framlag ísfirðinga til sjúkrahússins var t.d. er Kven- félagið Ósk þar í bænum gaf stóran skurðstofulampa, og auk þess leslampa við hvert sjúkra- rúm. — Sjúkrahúsmálunum er þá vel í höfn komið? Á sumum sviðum má segja að svo sé. Sjúkrahúsið sjálft ér nú orðið of lítið og mjög farið að láta á sjá og þarf miklu til við- halds þess að kosta, sagði Úlfur. Persónulega er ég þeirrar skoð unar að hentugast sé að byggja nýtt sjúkrahús er fullnægi betur nútíma kröfum. En slíkt kostar að sjálfsögðu mikið fé. Er nú í ráði að byggja elli- og hjúkrun- arheimili í bænum. Myndi ég telja vænlegra að láta allt það fé ganga til þess að byggja nýtt fullkomið sjúkrahús, en flytja síðan í gamla spítalan elli og hjúkrunarheimilið. Þar mætti vel hafa slíka starfsemi þó húsið ekki henti lengur til spítalahalds. í gamla spítalanum er t.d. engin lyfta, en allir sem einhvern tíma VEGNA m&S að. hinir v*su -ménit vtð Þ jtHiviSjamt svo hátt upp hafnir ytr a)!t venjútégt .fúik á Is- landi. hefur vwnjnlegt isk-nzkt msi «*kki dugað þíim tr!’ þess aU tjá slnar' háleitu hit|*3.jór,ir, Menn .hjfa kvartað, u.rdsn bvi, «8 þei’- srttu erfitt m«8 «ð skiha l»ít(8vilj«a«. og þýi vill Alþýðub'oðió fóiki til skiíningsauka, gefaj handhægar nrðaskýHngar á algtngusíu hugtókunum. s«m k<ima fyrtr í þv; agæia blaði. , Hægri krati A’.þvðufíokksmaður. Óður hægrl krali foryslumaður i Aiþýr’-uíJokknutö í ð instri Alþj ðufíokksmnður — Uannibai Vaidimars-< Son.ug nánustu fy’gisnutnn hans, scto yfirgáíu Aiþýðu- fiokkínn. . ’. j Óíu-íH vinstii Alji'ðufiokksmaður — fylgismagi-u, Ranníha’s, Sem ekk; viil gerast þjónn komroúnista. . Ewiagarmaður —. Sjuifstæðisíaaður,. sem Stvður: kotjtTOúíMsta til valria í verkalýáafélögunum. Vlftstri PrwRisóknarmaður *— hiatr „barjarradikölu" díitdls;- kommúnisla innan Fiantsóknarílnkkst08. Vinstri mena -— allir íem starfa meö kommúnistum. Vinstrl stjórnarstcfna — stefna Kad.trs j Ungver.ja- lamii. Braskari —’iðnaðarmenn, sc-m hafa sjáifstæöan rckst- ur, einkunt i bygginganðnaði. Ókrarar —- ltefur viBtæka merktngu. pé.n*ngalán.ar-.- •ar. allir kaupmenn, bæöi þeir, scm annast snaásöiu og* h.eildsoiu og allir sam lei«ía út húswæði. en þetta ar setu kunaujft.er úkommumí-tiskar stétlir. , *•, lltrildsalahiók — Björn ÓÍafáson fiiþingismaöur. ‘£>vkir fint orð. enda rná enytnn nota það í biaðinu ritstjórSno, Magnús Kiartansson, o» Iselzt i forystugreiu-; um.. Priitarsinni ríkiamta. ; Stríósarsingíimaóur — ailir stjórnrná.lamenn hinnaj vestrænu ríkia aðvir en kommúnistar ktunrium notaði aai' ..friðarsinna", sem ekkí hafa. veriö nógu íUótúr a£L átta sig á baygiunum í utanrikisoóHtik Sovetrikjanna -- nokkurrar ieimni hefur gætt við að nota þetta »»‘ð um isletrzka stjómmálamenn. Alþýóulýðríeði — það stiórrtörfyrírkomulag þar sem 1 maður eöa nokkrtr stjóma með aðstoð hers og lögieglu og skiou bmgmenn oe ráöherra. en taka tíJ geymsiu eða koma fyrir á annan hátt þeim. sem okki skilia stjórnar- kerítö Sainvirk forysta — forystumenn t „alþýðulýðrieði" «111 kotrtið hafa sér saman um að drepa ekki hver annan. timikimaratiðvald — bartkasfjórar Landsbarikans. SÍE, SÍS, þegar Stwíalistaflokkurínn er ekki I stiórn ntéð Framsókn — slundum er þetta orð notað usn ólaf Tbot;s cg fjölskvJdu haiis. Milliiilnr — aJlar þær stóttir, sem Sósúíiúltafíí’kk- urinn hefur var.þóknun á, svo w»m kaupaýslutnofln hvers- kwnar. allir, sem reka siálfstæóan, rekstwr, neimt útgérð- armenn é tneðan þeim er vjeíttur rikisstyrkur. . jptawafrikin stjórnarstefna •— stjór«a«úéíaa acro áýjfast vi| að k’ggja a sem nsesta skatla. fylgismaður utaaríkissteínu Sovét-J* Þesai orðalisíi birtist í Alþýðublaðinu sunnudaginn 17, marz s.L i)j/ii*rrvi»r i i* ip 21. íriciT’u 1057 Öll skip Eimskip sigla fullhlaðin til útlanda NÚ þegar sjómannaverkfallinu er lokið munu öll skip Eimskipa- félagsins, sem stöðvuðust í því, fara fullhlaðin íslenzkum framleiðsluvörum til útlanda. Var strax að verkfalli loknu tekið til við að lesta skipin, bæði hér í Reykjavik og á ýmsum höfnum úti á landL Tekur lestunin nokkra daga, því að ekkert skipa Eim- bkipafélagsins mun sigla tómt til útlanda. Slíkt verkfall á skipaflotanum hefur ætíð í för með sér mikla röskun á öllum viðskiptum. Hafa vörur hrúgazt upp í höfnuru erlendis og getur liðið mánuður þar til þær koma heim. Úlfur Gunnarsson, læknir. hafa komið í sjúkrahúsið vita að lyfta er nærri því eins sjálfsagð- ur og ómissandi hlutur í sjúkra- húsi og hurðir í dyrum. Um sjúkrahúsmálin er mikill áhugi meðal ísfirðinga, þó að þeir séu skiptir mjög um skoðan- ir í landsmálum, þá hefur það aldrei spillt fyrir góðum mál- efnum viðkomandi sjúkrahúsinu, sagði Úlfur Gunnarsson læknir að lokum. Eimslcipafélagið hefur skýrt Mbl. frá því hvað skip félagsins eru að gera um þessar mundir. Brúarfoss var eins og kunnugt er í slipp. Viðgerðinni lauk eftir helgina og hófst lestun í Reykja- vík í gær. Skipið mun einnig ferma á Akranesi, Keflavík og í Vestmannaeyjum og siglir síðan með 270 tonn af frystu hvalkjöti til Newcastle, 500—600 t. af fryst- um fiski til Grimsby og 150 tonn af frystum fiski til Boulogne í Fralcklandi. Goðafoss. Lokið var að afferma hann í gær og fór skiptð þá til Vestur- og Norðuriandshafna, síðan til Faxaflóahafna og Vest- mannaeyja. Farmurinn verður 1500 tonn af frystum fiski og 5—600 tonn af öðrum vörum til New York. Dettifoss byrjaði að ferma í Reykjavík og Hafnarfirði strax og verkfalli lauk. í nótt fór hann frá Hafnarfirði til Keflavíkur. Síðar í þessari viku siglir hann Hltökufrestur kom iveim mín. of seint FYRIR NOKKRU var tekinn af lífi í St. Quentin fangelsinu í San Francisco maður að nafni Burton W. Abbott. Hafði hann verið dæmdur til dauða fyrir barnsrán. Aftakan fór fram með blásýrugasi. Tveimur mínútum eftir að blásýrunni hafði verið hleypt á aftökuklefann, bárust boð frá Goodwin J. Knight ríkissjóra Kali- forníu, þar sem hann fyrirskipaði að fresta aftökunni, þar sem málið yrði tekið upp aftur. Ný gögn hefðu komið fram sem gætu e. t. v. valdið sýkmm fangans. En símtalið kom of seint. Fanganum varð ekki bjargað. KVAÐST SAKLAUS New York Times skýrir nýlega frá þessum hörmulega atburði. Fanginn Abbott hafði verið dæmdur til dauða fyrir að ræna 14 ára skólastúlku að nafni Stephanie Bryan. Gerðist þetta fyrir tveimur árum. Abbott neit- aði því við réttarhöldin að vera hinn seki og hélt stöðugt fast við þann framburð. Þrátt fyrir það þótti kviðdómi sök hans sönnuð. RÍKISSTJÓRINN EKKI VIÐ Rétt áður en aftakan skyldi fara fram fundu lögfræðingar hans nýtt atriði í málinu, sem benti til sýknu hans. Reyndu þeir þegar að setja sig í sam- band við ríkisstjóra Kaliforniu til að fá dauðadóminum frestað. En ríkisstjórinn var ekki við á skrifstofu sinni. Honum hafði ver ið boðið í heimsókn í flugvéla- móðurskip Bandaríkjaflota. AHRIFAMIKILL SJÓNVARPSÞÁTTUR Nú vildi svo til að einn lög- fræðinga Abbotts átti að koma fram í sjónvarpsþætti þennan morgun. Iæt hann koma þeim skilaboðum til sjóliðsforingja á flugvélamóðurskipinu, að ríkis- stjórinn væri béðinn að horfa á sjónvarpsþáttinn. Þar kæmi fram áríðandi skilaboð til hans. Ríkis- stjórinn var við sjónvarpstækið, þegar þátturinn byrjaði og lýsti lögfræðingurinn öllum málavöxt um fyrir honum á áhrifamikinn hátt. Varð þetta til þess að rík- isstjórinn bað þegar um radíó- síma-samband við fangelsið, en það var orðið of seint. Tveimur mínútum áður hafði blásýrugas- inu verið hleypt á. Eftir þennan atburð kröfðu blaðamenn fangaverði svars um það, hvort ekki hefði verið hægt að bjarga manninum með því að einhver hefði farið með gasgrímu inn í klefann. Þeir svöruðu því að slíkt væri útilokað. Að vísu myndi gasgríma verja gegn eitr- un, en ef klefadyrnar væru opn- aðar, kæmist eiturloftið út í næstu herbergi og hefði fylgt því bráð lifshætta fyrir marga menn. Eina leiðin hefði verið að dæla eiturloftinu út með sterk- um loftdælum sem til þess eru ætlaðar, en það hefði tekið klst. frá Reykjavík til Lettlands. Farmurinn er 1500 tonn af hrað- frystum fiski og 1800 tunnur £if saltsíld. Fjallfoss. Affermingu hans mun ljúka í Rvík á föstudag. Eftir að hann hefur losað 200 t. af sementi á Akranesi mun hann taka 950 tonn af skreið til Lundúna og 500 tonn af fiskimjöli til Ham- borgar. Lestunarhafnir eru við Faxaflóa, á Vestfjörðum og Vest- mannaeyjar. Tunguíoss hafði lestað 800 tonn af brotajárni þegar verk- falli lauk. Brottför hans tafðist vegna þess, að veðurskilyrði leyfðu ekki lestun hans í Kefla- vik. Hann fór til Keflavíkur í fyrradag og lestar þar fiskimjöl, kemur síðan við í Vestmanna- eyjum á leið sinni til Hoilands og Belgíu. Reykjafoss hóf lestun á vörum út á land strax eftir að verkfalli lauk. Mun skipið losa 900 tonn af ýmsum varningi á ísafirði, Siglufirði, Akureyri og Húsavik. Síðan kemur hann til Faxaflóa og fermir hrogn og fiskimjöl til Svíþjóðar. Lestar síðan í Kaup- mannahöfn vélar og ýmsar vörur til Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og rafmagnsstaura og aðrar vörur í Gautaborg. Lagarfoss og Tröllafoss lentu ekki í verkfallinu. Voru þeir báðir í New York. Lagarfoss er væntanlegur til Reykjavíkur seint í þessari viku með fullfermi af matvörum, fóðurvörum og stykkjaflutningi. Tröllafoss fór 19. marz frá New York áleiðis til Reykj.avíkur einnig með mat- vörur, fóðurflutning og stykkja- flutning. Lagarfoss mun eftir losun f Reykjavík férma um 900 tonn af frystum fiski til Austur-Þýzka- lands, 150 tonn af frystum fiski til Rotterdam og 500 tonn af fiskimjöli til Hamborgar. Trölla- foss siglir aftur til New York eftir losun í Reykjavík. Gullfoss siglir eins og allir vita eftir fastri áætlun og er ekki hægt að breyta henni verulega. Hjá honum fellur ein áætlunar- ferð niður. Átti hann skv. áætlun að sigla frá Reykjavík ri.k. þriðjn dag, «i fer væntanlega á föstu- dags- eða laugardagskvöld til Leith, Hamborgar og Kaup- mannahafnar. AKRANESI, 20. marz: — í gær var 21 bátur á sjó héðan. Reru bátar vestur á Jökultungur eins og undanfarið. Komu sumir ekki að fyrr en í morgun. Samanlagð- ur afli var 113 tonn og aflahæst- ir Höfrungur með 11 tonn, Bjarni Jóhannsson 10 og Skipa- skagi einnig með 10 tonn. Síðan loðnan kom vestur um Reykja- nes hafa tveir bátar Skóganes og Freyja verið á loðnuveiðum fyrir flotann. Veiddu bátarnir Haglaust í Eskifirði ESKIFIRÐI, 17. marz. — Ágætis veður hefur verið hér undan- farið. Snjór er ekki mikill en haglaust með öllu. Samgöngur eru engar héðan nema við Reyð- arfjörð. Póstur allur er fluttur með snjóbílum frá Egilsstöðum, en þangað hafa verið stopular flugsamgöngur. — Gunnar. lengi vel út af Stafnnesi, en hafa síðan verið að færa sig norður á bóginn. Þeir komust ekki á miðin vegna norðanstorms á þriðjudag. Af þessum sökum var landlega hér á Akranesi í dag. í kvöld komu bátarnir með nokkurn afla og beittu 12 bátar í snatri og héldu á veiðar. Sundmót skólanna í kvöld í KVÖLD fer fram í Sundhöll Reykjavíkur síðara sundmót skólanna. Þátttakendur verða m. a. frá Menntaskólanum á Laug_ arvatni og Héraðsskólanum þar. Þá fjölmenna og nemendur úr Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Einnig eru þátttakendur frá flestum framhaldsskólum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.