Morgunblaðið - 21.03.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.03.1957, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐIB flmmtudagur 21. marz 1957 Hef kaupendur »ð ibúðum í byggingu aí ýmsum stærðum og full- gerðum íbúðum, 5—7 herbergja. Hef kaupendur að byggingarlóðum í Garðahreppi og víðar. Hef kaupendur að litlum og stórum bátum. Hef kaupendur að löndum undir sumarbústaði. Hef kaupendur að jörðum hvar sem er á landinu. Nú er vorsalan að hefjast. Þeir, sem ætla að sélja eða kaupa fasteignir ættu að tala við mig sem fyrst. Sala og samníngar Laugavegi 29 — Sími 6916. Byggíngasamvinnufélag bamakennara Fyrir dyrum standa eigendaskipti að 3ja herbergja kjallaraibúð við Hamrahlíð. Félagsmenn, sem kynnu að óska þess að neyta for- kaupsréjtar, snúi sér til undirritaðs fyrir 27. þ. m. Steinþór Guðmundsson, Nesveg 10 — sími 2785. Nauðungaruppboð verður haldið í Listamannaskálanum hér i bænum, föstu- daginn 22. marz nk. kl. 1,30 e. h. Seldar verða allskonar vefnaðarvörur o. fl. úr þrotabúi Karls O. Bang og ýmiss konar vélavarahlutir tilheyrandi Gísla Halldórssyni hf. Ennfremur verða seld húsgögn, rafmagnsvörur, úti- standandi skuldir o. fl. úr ýmsum þrota- og dánarbúum. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Búnaðarþing af- greiddi að fullu 44 múl Fyrir þinginu iágu alls 47 mál BÚNAÐARÞINGI var slitið á mánudagsm. kl. 9,30. Fors. þings_ ins, Þorsteinn Sigurðsson bóndi að Vatnsleysu í Biskupstungum sleit þinginu með ræðu og minnt- ist m. a. hinna ýmsu rnála, sem fyrir þinginu lágu. Voru sum þeirra allþýðingarmikil. Forseti þakkaði fulltrúum og starfsliði búnaðarþingsins ágæt störf á þinginu og ámaði fundarmönn- um allra heilla og góðrar heim- komu. Guðmundur Erlendsson, hóndi að Núpi í Fljótshlíð sem var ald- ursforseti á þinginu þakkaði for- seta góða fundarstjóm, fyrir hönd annarra þingmanna. Fyrir þingið voru lögð 47 mál og fengu 44 þeirra fulla af- greiðslu. Hér á eftir fara nokkrar á- lyktanir þingsins: ÁLYKTANIR: 1. Búnaðarþing lítur svo á, að ekki sé unnt að taka neinar á- kvarðanir um innflutning bú- fjár eða sæðis úr erlendum'bú- fjártegundum, meðan ekki er fullnægt ákvæðum laga nr. 15 frá 8. marz 1948 um byggingu sóttvarnarstöðvar. Hins vegar bcinir Búnaðar- þing því til landbúnaðarráðherra að leita eftir fræðilegri umsögn yfirdýralæknis og Dýralæknafé- lags íslands varðandi smithættu af innflutningi búfjár og búfjár- sæðis, og óskar jafnframt, að landbúnaðarráðuneytið afli upp- lýsinga um ráðstafanir annarra þjóða þegar um innflutning bú- fjár er að ræða. Álitsgerðir þess- ar leggist fyrir næsta Búnaðar- þing. 2. Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að hlutast til um, að hafin verði nú þegar skipuleg ræktun á sunn lenzka holdanautastofninum, samkvæmt ákvæðum Búfjárrækt arlaganna og telur eðlilegt ,að fé það, sem veitt er á fjárlögum 1957, (16. gr., 37. liður) til hrein- ræktar holdanauta, sé varið til þessarar starfsemi. Jafnframt felur Búnaðarþing stjórn Búnaðarfélagsins að vinna að því, að Tilraunaráð búfjár- ræktar hefji samanburðartil- raunir á íslenzkum nautgripum og blendingum af Gallowaykyni, til kjötframleiðslu og bendir á Laugardæli, sem hentugan stað til þess. 3. Búnaðarþing ályktar að mæla með samþykkt frumvarps þess, er stjórnskipuð nefnd hefir sam- ið um eyðingu refa og mmka, að því tilskyldu, að frumvarpinu verði breytt á þann hátt, að em- bætti veiðistjóra og þau verkefni, er því fylgja, tilheyri starfrækslu Búnaðarfélags íslands, undir yf- irstjórn landbúnaðarráðuneytis- ins. Ennfremur felur Búnaðar- þing stjórn B.í. að hlutast til um, að á hverjum tíma séu til í landinu fáanleg hentug skotvopn Af hverju tryggið þér husgögnin en ekki konuna og börnin ? Vér höfum nú um alllangt skeið haft til athugunar að útbúa tryggingu, sem tryggði hið almenna heimili gegn sem flestum óhöppum, fyrir lágt iðgjald. Og nú höfum vér ánægjuna af að kynna yður árangurinn, vora % Með henni bjóðum vér í einu og sama tryggingarskírteini fjölda margar tryggingar fyrir lágmarksiðgjald. Sumar þessara trygginga hefur verið hægt að fá hér á landi stakar, en aðrar ekki. Vér viljum sérstaklega vekja at- hygli yðar á, hve iðgjaldið er lágt miðað við hversu víð- tæk tryggingin er. Ennfremur, að það er nýmæli, sem flestum mun þykja þarft, að tryggingarfjárhæð lausa- fjármuna breytist ár frá ári eftir visitölu framfærslu- kostnaðar. Ýmis konai 1 Ábyrgðartr., angurstr. Elding Snióllóð hcn Farangurstx c) Abyrgðartr SAMANBURÐUR MIÐAÐUR VIÐ AÐ LAUSAFJÁRMUNIR TRYGGIST FYRIR 100.00 KRÓNUR. 180—225 kr. kostar brunatrygging í steinhúsi en . . . í sams konar húsi kosta allar þessar tryggingar aðeins 325 kr. HeimilistryggSng er heimilisnauðsyn ! Komið eða hringið strax í dag. SAMBANDSHÚSINU — SÍMI 7080. og önnur veiðitæki, er nauðsyn- leg teljast, að dómi þeirra manna, er þekkingu hafa á refa- og minkaveiðum. 4. Búnaðarþing ályktar vegna fyr irsjáanlegs mikils og vaxandi kostnaðar við húsbyggingu Bún- aðarfélags íslands, að fela stjóm þess að taka til athugunar og rannsóknar hvort henta þætti, að félagið stofnaði og ræki happ- drætti eða færi aðrar leiðir, er líklegar þættu til fjáröflunar íyr ir félagið, og hrinda þeirri tekju öflun af stað eins fljótt og ástæð- ur leyfa. 5. Búnaðarþing telur mikla nauð syn á, að allt sé gert, sem unnt er til varnar því, að bændur verði fyrir tjóni af völdum smit- andi blóðkreppusóttar í naut- peningi. Fyrir því beinir Búnaðarþing þeim ákveðnu óskum til yfir- dýralæknis, að hann beiti sér fyrir því, að Tilraunastöðin á Keldum taki til athugunar, hvort ekki er tiltækilegt að beita ó- næmisaðgerðum gegn sjúkdómi þessum. 6. Búnaðarþing felur stjóm Bún- aðaríélags ísiands að stofna til samtaka milli nautgriparæktar- og búnaðarsambanda, í því skyni að skapa aðstöðu til djúpfrysting ar nauta- og hrútasæðis og Ureif- ingar á því. Framkvæmd þessa máls skal gerð í samvinnu við Tilraunaráð Búfjárræktar og S samráði við Sauðfjárveikivarnirnar og yfir- dýralækni. 7. Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags íslands að beita sér fyrir . þvi, að unnið verði að rannsóknum á fóðrunarsjúkdóm- um I búfé, við búnaðardeild Há- skólans eða á Keldum ef hent- ara þykir, svo unnt verði að veita bændum þær leiðbeiningar í þessum efnum, sem fáanlegar eru. 8. Þar sem það er undirstaða und ir búrekstri bænda og framtíð landbúnaðarins að bændur fái verðlagsgrundvallar verð fyrir framleiðsluvörur sínar, þakkar Búnaðarþing fyrrverandi og nú- verandi ríkisstjórn, að þær hafa lögfest að greiða skuli útflutn- ingsuppbætur á útfluttar land- búnaðarvörur. Jafnframt beinir Búnaðarþing þeirri ósk til ríkis- stjórnarinnar að hún gjöri, í sam- ráði við Framleiðsluráð landbún- aðarins, þær ráðstafanir sem nauðsynlegar kunna að reynast til að tryggja bændum áðurgreint verð fyrir afurðir sínar. 9. Búnaðarþing vottar Stein- grimi Steinþórssyni þakkir fyrir störf hans sem landbúnaðarráð- herra og væntir góðs af starfi hans í búnaðarmálastjóraem- bættinu, sem hann hefur nú aft_ ur tekið að sér. FJÁRIIAGSÁÆTLUN Búnaðarþing samþykkti eftir- farandi fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 1957. Tekjur samtals em 3.328.790. Helztu tekjuliðir eru samkvæmt fjárlögum frá ríkis- sjóði, 2.375.000 kr., seldar forlags bækur 180.000 kr., tekjur af Frey 336,000 og ýmsar tekjur 209,470 krónur. Gjöld alls eru áætluð 3.328.790 kr. Helztu gjaldaliðir eru: Stjórn ar- og skrifstofukostnaður 499.940 kr., Búnaðarþing, jarð- rækt og verkfæraráðunautur 719,670 kr. jarðrækt og búfjár- rækt 931.037 kr., til Búnaðarsam- bandanna 300.000 kr. útgáfukostn aður við Frey 363.000 kr. lagt 1 húsbyggingasjóð 150.000 kr. og ýmis útgjöld 281.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.