Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 1
20 síður 44. árgangur 83. tbl. — Þriðjudagur 9. apríl 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússneskir kafbdtar við strendur Danmerkur ÐÚSSNESKIR kafbátar gera nú tíðreist við strendur Dan-1 merkur, samkvæmt fregnum danskra blaða fyrir helg- ina. Danski sjóherinn hefur orðið var við ferðir þeirra hvað eftir annað, en þetta hefur ekki verið haft í hámæli til að hræða ekki almenning. Auk þess er Stórabelti alþjóðleg sigl- ingaleið þar sem skip allra landa mega sigla á friðartímum. Rússnesku kafbátanna hefur víða orðið vart, m.a. fyrir sunnan Langeland, en þar er virki sem Rússar hafa að lík- indum áhuga á. Jafnframt hafa þeir oft sézt sigla út og inn um Eyrasund. Þessi óvenjulega mynd er tekin á 36. hæð í hæstu byggingu i Dallas-borg í Texas. Hún sýnir hvirfilvindinn þar sem hann nálgast borgina. Nokkrum mínútum síðar steypti hann sér yfir borgina, reif upp hús, tré, bíla og brýr og kastaði til marga kílómetra. Fjöldi manns lét lífið og tjón varð mikið. Taugastríð Breta og Færeyinga Dönskum blöðum þykir ekki lengur ástæða til að leyna þessu þar eð talað var um umfangs- miklar rússneskar flotaæfingar í Eystrasalti í fréttum frá Stokk- hólmi. Samkvæmt þeim fréttum hafa margir nýir kafbátar verið byggðir í skipasmíðastöðvum í Eystrasaltslöndunum, og hafa síðan farið um Eyrarsund og Stórabelti út í Atlantshafið. Ennfremur er skýrt frá því í Stokkhólmsfréttunum, að í Brezka utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið neina opinbera tilkynningu um ráðstefnuna, og margir eru þeirrar skoðunar, að Nasser sé bara að „kanna landið“. Bretar munu tæplega neita að taka þátt í ráðstefnunni, ef til hennar verður stofnað, en áður en brezka stjórnin tekur afstöðu, vill hún fá nánari upplýsingar um fyrirætlanir Egypta. NÝR SÁTTMÁLI NAUÐSYNLEGUR Bretar líta svo á, að því að- eins geti ráðstefna sem þessi orð- ið til gagns, að hún leitist við að gera nýjan sáttmála um Súez- skurðinn, sem byggður sé á hin- um sex grundvallaratriðum S.Þ. um frjálsar siglingar og algera einangrun skurðarins frá innan- DAUÐADÓMAR í BÚDAPEST Búdapest, 8. apríl. í DAG voru þrir Ungverjar dæmdir til dauða, fyrir að hafa banað leynilögreglumanni í upp- reisninni í október, samkvæmt ákærunni. Meðal hinna dauða- dæmdu var ung stúlka, sem lagði stund á læknisfræði. Dómurinn var felldur af kvenmanni. Auk þess voru tveir menn dæmdir i 8 og 10 ára fangelsi fyr- ir misheppnaða tilraun til að drepa Ieynilögreglumann. í dag voru handteknir 6 Ung- verjar og sakaðir um gagnbylt- ingarstarfsenri. fyrrasumar hafi fjórir stórir rúss neskir kafbátar siglt saman út í Atlantshafið um hið mjóa sund milli Helsingör og Helsingborg. Tvisvar hafa rússneskir kafbátar næstum rekizt á danskar flota- deildir, sem voru að æfingum, fyrst í Kattegat, síðan í Eystra- salti. Þessar ferðir rússneskra kaf »báta við strendur Danmerkur og Svíþjóðar eru athyglisverð ur forleikur að sendibréfum ríkismálum ákveðins rikis. Ef Eg yptar boða til ráðstefnunnar til þess eins að fá aðgerðir sinar samþykktar, mun brezka stjórnin líta á hana sem gagnslausa. BÆNABÆKUR fsraelsstjórn hefur ákveðið að senda skip um Súez-skurðinn til að prófa hvað Egyptar geri. — Þetta verður gert þegar skurður- inn hefur verið fyllilega opnaður og aðrar siglingaþjóðir hafa sent skip sín um hann. Munu ísraels- menn gera allt sem þeir geta til að undirstrika, að um „friðsam- legar“ siglingar sé að ræða. Hef- ur jafnvel komið til máia að hlaða fyrsta skipið heilum farmi af bænabókuift! Amman, 8. apríl. Frá Reuter: HVAÐ KEMUR Eisenhower okk- ur við? Bandaríkin og Jórdanía eru fjarlæg lönd, sagði Sulei- man Nabulsi, forsætisráðherra Jórdaníu í ræðu á laugardag. Hver hefur gert Eisenhower að varðmanni okkar? hélt Nabulsi áfram. Hefur hann verið sendur út af Allah sem nýr spámaður? Við sem búum í þessum hluta heims, þar sem yfirgnæfandi meirihluti manna er múhameðs- trúar, og heldur fast við það að Múhameð hafi verið síðasti spámaðurinn, við álítum að við séum nú orðnir fullvaxnir og þörfnumst ekki nýrra spámanna, Búlganins. Á það er bent, að á friðartímum sé það engan veginn nauðsynlegt að láta rússneska kafbáta sigla við strendur Danmerkur og Sví- þjóðar, þar sem það er alveg jafnauðvelt að flytja þá frá Eystrasalti til Atlantshafsins um Stalin-skurðinn, sem ligg- ur frá Leningrad til Norður- íshafsins. Hins vegar væri ó- vinaríki í lófa lagið að stífla þann skurð í ófriði. 200 KAFBÁTAR REIÐUBÚNIR Svíar álíta, að Rússar geti hve- nær sem er sent 200 kafbáta út um heimshöfin og birgt þá svo miklu eldsneyti, að þeir komist hæglega upp að ströndum Ame- ríku og heim aftur. Margt bendir til þess, að umræddir 200 kafbát- ar, sem eru tæpur helmingur rússneska kafbátaflotans, geti tek ið með sér skeyti hlaðin kjarn- orku og jafnvel sent frá sér fjar- stýrðar eldflaugar. ENGIR KNÚNIR KJARNORKU Aftur á móti hafa menn ekki orðið varir við kafbáta knúna kjarnorku í Eystrasalti. Eins og stendur hafa Rússar 50 kafbáta í smíðum í skipa- smíðastöðvum við Eystrasalt, en það er talið vafasamt, að Þeir hafi enn byggt kjarnorku kafbát. Eins og kunugt er, eiga Bandaríkjamenn nú tvo slíka. Undanfarnar þrjár vikur hef- ur nefndin ferðazt um Bandarík- in og kynnt sér varnakerfið, rann sókna- og tilraunastöðvar og ann að það er til bættra varna horfir. M.a. var hún viðstödd sýningu á fjarstýrðum vopnum við Kína- vatn í Kaliforníu 29.—30. marz. sem draga okkur út I nýja á- rekstra, arðrán og nýjar tegund- ir heimsvaldabrölts. Varnir Jór- daníu eru málefni ungra sona hennar og dætra, en ekki erlends stórveldis. RÍKJASAMBAND Forsætisráðherrann skýrði frá því í ræðu sinni, að næsta skref- ið yrði að mynda arabískt ríkja- samband, og yrði það stórt skref í áttina til einingar. Hann lagði áherzlu á, að Jórdanía mundi fylgja sömu stefnu og Egypta- land og Sýi’land, og að jórdanskir erindrekar hefðu um það ströng fyrirmæli að vinna með erindrek- um Egypta og Sýrlendinga. Birkeröd, 8. apríl. Einkaskeyti til Mbl.: DANSKA blaðið „Information" skýrir frá því í dag, að landvarna ráðuneytið sé nú að undirbúa för 100 yfirmanna úr hernum til Bandaríkjanna, þar sem þeir Voru þar sýnd vopn, sem nota má bæði til loftbardaga, loft- varna og árása úr lofti. NÝ ELDFLAUG ÞRÓUNINNI Formaður hernaðarnefndar- innar, hollenzki hershöfðing- inn Bernard Hasselman, sagði þegar fundurinn var settur í fyrradag, að nefndin hefði allt af leitazt við að taka þróun framtíðarinnar með í reikning inn, og þess vegna mundi það ekki valda miklum erfiðleik- um að fylgjast með kröfunum í varnarmálum. Hann sagði, að nefndin hefði jafnan kom- izt að samkomulagi um öll meginatriði. Hún kemur sam- an að jafnaði tvisvar á ári, og er undir pólitískri leiðsögn Atlantshafsráðsins. Russel öldungardeildarþing- maður ,sem er formað'ur hermála nefndar Bandaríkjaþings, hefur tilkynnt, að ný eldflaug af milli- stærð, þ. e. a. s. með 2400 km draglengd, verði tilbúin innan nokkurra mána'ða, en hingað til hefur verið reiknað með, að það mundi taka nokkur ár að full- gera þær. munu læra að fara með fjarstýrð vopn, en búizt er við að Banda- ríkin fái Dönum slík vopn áð- ur en langt um líður. Nokkrir liðsforingjanna fara strax, 25 | þeirra í sumar, og hinir innan | árs. TAUGASTRÍÐIÐ Dönsku kvöldblöðin segja frá taugastríði milli Breta og Fær- eyinga vegna landhelginnar. Bretar segja: „Færeyingar vilja reka okkur í burt, en við látum slíkt ekki viðgangast“. Brezk- ur tundurtuflaeyðir með 4 fall- byssur verndar brezku fiski- mennina, sem saka Færeyinga um að laumast kringum brezku fiskiskipin, og kasta linum sín- um þannig að þær eyðileggi net Bretanna. Færeyingar eru Bretum gramir fyrir að berjast gegn kröfum þeirra um breiðari landhelgi og fyrir að afgreiða íslenzk skip í Grimsby á undan þeim færeysku, sem oft verða að bíða heilan dag, áður en þau geta landað. | 20. kjarnorku- j j sprengingm j London, 8. apríl. ; Brezka landvarnaráðuneyt- \ j ið tilkynnti í dag, að Rússar i ) hafi sprengt 20. kjarnorku-1 ; sprengju sína á laugardaginn s S var. Sú 19. var sprengd á mið- S ) vikudag. ) Krúsjeff krossar sjálfan sio; MOSKVA, 8. apríl. — Moskvu- útvarpið tilkynnti í dag, að Krú- sjeff hefði verið sæmdur Lenin- orðunni ,en jafnframt fékk hann sérstakan gullkross fyrir störf sín í þágu landgræðslu og landbun- aðarmála. Masser boðar til Súez-ráðstefnu London, 8. apríl. Frá Reuter: EGYPZKU blöðin og útvarpið í Kairó tilkynntu fyrir helgina, að Nasser muni bjóða 15 siglingaþjóðum til ráðstefnu í Genf um framtíð Súez-skurðarins. Á Hammarskjöld að verða þar í forsæti. En Egyptar vilja ekki, að ísraelsmenn taki þátt í ráðstefnunni. Talið er að Nasser ætli að reyna að koma upp eins konar Súez-ráði, sem hafi aðeins ráðgjafarvald, en hann mun halda fast við kröfu sína um greiðslu allra gjalda til Egypta. Ike ekki spámaður í Jórdaníu NATO-herforingjar ræða um fjarstýrð vopn Washington, 8. apríl. Frá Reuter: HERNAÐARNEFND Atlantshafsbandalagsins sat lokaðan fund i Washington í fyrradag og ræddi þar um öflun fjarstýrðra vopna og kj arnorkuvopna til handa varnarherjum meðlimaríkj- anna. Nefndin fer með æðstu völd í hernaðarmálum Atlantshafs- rikjanna og í henni eiga sæti yfirmenn varnarmálanna í hverju meðlimaríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.