Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 9. apríl 1957 MCZC7JXSr,~421Ð Hiíikeipurinn hefir lofið í iægru huldi fyrir vélbútnum Berklaveiki og drykkjuskapur höfuð vandamálin Frá fyrirlestri Peters Freuehen L LAUGARDAGINN flutti Peter Freuchen fyrirlestur í Háskólanum fyrir stúdenta og gesti og ræddi hann um efnið Grænland fyrr og nú. Var hátíðasalur Háskólans þétt- skipaður fólki. í þessum fyrirlestri kom Freuchen víða við og sagði frá sögu Grænlands síðustu hálfa öldina og þeirri þjóðfélagsbyltingu, sem þar hefir gerzt síðustu áratugina. Kryddaði hann mál sitt snjöllum og fyndnum frásögnum frá dvöl sinni í Grænlandi, enda er Freuchen afburða góður fyrirlesari og má segja að hann hafi haldið áheyrendum sínum hugföngnum. GÖMLU íSLENDINGA- BYGGÐIKNAIi Sturla Friðriksson, formaður Stúdentafélagsins, kynnti Freuch- en og bauð hann velkominn. Síð- an hóf Freuehen mál sitt og tal- aði nær klukkustimd. Hóf hann máls á því, að hann kvaðst vilja gera að umræðuefni Grænland, landið, sem hann fyrst hefði heimsótt fyrir meira en hálfri öld 1905, þá ungur og óreyndur sjó- maður. Vakti hann athygli á því, að í rauninni fengju menn ekki rétta hugmynd um Græn- land fyrr en menn gerðu sér grein fyrir því að landið væri mestallt þakið íshellu, jökl- unum og væru aðeins 12% þess snjólaus. Og af því landsvæði væri aðeins lítið brot byggilegt mönnum, meðfram ströndinni. f>á vék Freuchen að sögu Grænlands og þeim tengslum sem íslendingar hefðu haft við land- ið til foma. Sjálfur kvaðst hann hafa heimsótt hinar fomu byggð- ir íslendinganna á Grænlandi. Gerði hann síðan að umtalsefni hvernig byggðin hefði eyðzt á Grænlandi, er fram liðu stundir og hefði þar komið til hitabreyt- ing, sumrin hefðu orðið kaldari og skemmri og ísinn borið æ sunnar með ströndinni. Þegar siglingaleiðin til Austurlanda opnaðist á miðöldum hefði áhugi manna á norðurferðum og Grænlandsverzlun tvímælalaust farið óðum minnkandi og jafn- framt því áhuginn á að halda við siglingum og samskiptum við Grænlandsbyggð. Því afreki sem íslendingar unnu með því að finna Græn- land og einkum Ameríku, hefði verið allt of lítið á lofti haldið. Það væri einstakt i sögunni, bæði hvað sjó- mennskukunnáttu snerti og hugdirfð þeirra Eiriks rauða og Leifs sonar hans. EINANGRUN GRÆNLANDS Þá talaði Freuchen um dvöl sína á Grænlandi. Vék hann að þeim skoðunum sem í Danmörku hefðu lengi ríkt, raunar allt fram að fyrri styrjöldinni, að bezt væri að láta Grænland eiga sig að mestu. Höfuðatriðið um stjórn þess væri að viðhalda nægjusemi íbúanna og raska ekki hinu foma jafnvægi lífskjara þeirra með of miklum innflutn- ingi og breytingum í landinu. Á þessum árum hefðu aðeins fáar vörutegundir og fábreyttar verið fluttar til landsins, en það hefði haft þær afleiðingar, að Græn- lendingar höfðu lítinn áhuga á því að afla sér peninga með vinnu sinni, vegna þess hve lítið þeir gátu keypt fyrir þá og ól þetta á framtaksleysi þeirra. Þá drap Freuchen á tregðu Dana til þess að kynna Græn- lendingum vestræna menningu. Þorðu þeir t. d. ekki lengi að fá Grænlendingum vélbáta í hend- ur, vegna þess að hætta væri svo mikil á því að þeir færu sér að voða við hirðingu vélanna, og eins var það ekki fyrr en all- löngu eftir aldamót að þeir létu þá fá í hendur afturhlaðnar byssur! Afsökunin sem hann helzt heyrði fyrir því var sú, að svo mikil hætta væri á að þeir settu lófann fyrir hlaupið og hleyptu af, sagði Freuchen. — En ég hefi aldrei vitað til þess, bætti hann við. Þá tók hann og það dæmi að lengi vel treystu Danir ekki Grænlendingum til þess að starfa við ritsímastöðina í Godthaab. En þar kom að Danir á skipum úti fyrir ströndinni tóku eftir því að eitthvað var bogið við rétt- ritunina á símskeytunum. Komst þá upp að þegar danski símritar- inn fékk sér of mikið neðan í því, tók Sófus, Grænlendingur- inn sem kynti ofninn, við send- ingum frá ritsímastöðinni. Nú er ritsímaskóli í Godthaab, þar sem margir Grænlendingar íæra síi*- ritun, og eru hinir færustu í starfi sínu. BYLTING í MENNINGU OG ATVINNUHÁTTUM En allt breyttist þetta, sagði Freuehen, eftir því sem árin liðu. Síðustu 30 árin hefir hitaaukn- ingin í sjónum verið 3 gráður og það hefir haft í för með sér að selimir og hvalirnir hafa fært sig miklu norðar í sjónum. Það spurði Freuchen. Grænlendingar eru enn náttúrubörn og frumstæð þjóð, og í tvö hundruð ár hafa þeir horft á Dani staupa sig inn um gluggana á húsum þeirra, því í Grænlandi eru gluggagægj- ur það sama og að fara í leikhúsið á Norðurlöndum! Glæpir hafa og vaxið, en taka verður tillit til þess að áður fyrr var ekkert bannað á Grænlandi, menn urðu aðeins að taka afleið- ingum gerða sinna. Nú er þó ekkert fangelsi £ landinu, heid- ur aðeins beitt refsivinnu og fé- sektum, en Grænlendingar eru þeim kosti gæddir að þeir líta ekki niður á þann, sem br otleg- ur hefir gerzt og verið refað, heldur virða hann eftir em áður. En berklaveikin er versta mein ið. Af öllum dauðsíöllum á Græn landi er fjórðungurinn sökum berklaveiki. í Grænlandi deyja 250 rif hverjum 10.000 íbúum úr berklaveiki en í Danmörku að- 'eins einn af hverjum 10.000. Af þessu sést hve ástandið er í- skyggilegt. f Danmörku eru nú yfir 400 Grænlendingar á berklahælum. En mikið hefir verið gert síðustu árin til þess að útrýma veikinni og nýlokið er við 200 rúma berklahæli í Godthaab, með ný- tízku áhöldum. Nú eru alls 23 læknar í landinu og 38 hjúkrun- arkonur, og dönsku heilbrigðis- yfirvöldin vona að eftir 20 ár hafi berklaveikinni að mestu ver- ið útrýmt úr landinu. Að lokum sagði Freuchen: GÖFUG ÞJÓ® Danir líta með bjartsýni til framtíðar Grænlands. Á liðn- um árum hafa þeir vanrækt landið ,en það hefir ekki verið gert af illum hug heldnir að eins vegna þess að þeir vildu ekki spilla lífsháttum íbú- anna, sem þeir höfðu tíðkað frá því fyrr á öldum. En allt er það nú breytt og svartsýn- ismcnnirnir íá aldrel neinu áorkað. Grænlendingar eru göfug þjóð og hjartahrein og henni bið ég allrar blessunar. Enn um eignnknup Spnrisjóðsins Freuchen hefir átt sinn stóra þátt í því að Grænlendingar eru nú fisk- veiðaþjóð. Og styrjöldin skapaði byltingu í landinu. Bandaríkjamenn komu til landsins og með þeim nýir siðir og ný tækni. Og nú búa Grænlendingar ekki lengur í jarðhýsum, eins og þegar ég kom fyrst til Grænlands, sagði Freuchen. Þeir búa í snotrum húsum, verzlanir eru margar og miklu betri og menntuninni hefur far- ið mjög fram í landinu. Húð- keiparnir og kvenbátamir eru horfnir, en í þess stað fiska menn nú á vélbátum. En með vaxandi menningu hafa ýmsir menningarsjúkdómar gert vart við sig. BERKLAR OG DRYKKJUSKAPUR Drykkjuskapurinn hefir vaxið í landinu, en er það ekki von? ÁrshátíÖ Sjáltstæ öis~ iélagtuana á Mkranesi Akranesi, 8. apríl: AR S H Á T f Ð Sjálfstæðismanna á Akranesi var haldin að Hótel Akranesi sl. laugardag. Jón Árnason formaður Sjálfstæðis- félagsins hér setti samkomuna með ávarpi. Magnús Jónsson frá Mel þingmaður Eyfirðinga hélt aðalræðuna og ræddi um íslenzku stjórnmálin £ landinu og hina viðsjárverðu tíma sem ríktu nú í heiminum. Var máli hans mjög vel tekið. Ásmundsson SKEMMTIATRIÐI Jón Sigurbjörnsson leikari söng og las upp. Baldur og Konni skemmtu einnig, Sólrún Ingvars- dóttir söng gamanvísur eftir Theódór Einarsson og úr revý- unni eftir Ragnar Jóhannesson. ÁNÆGJULEG SAMKOMA Húsfyllir var og virtust menn samhuga og vígreifir í bezta lagi. Ágætar veitingar voru fram born ar. Á eftir var dansað. Formaður Þórs, félags ungra Sjálfstæðis- ^ Ræningj aforinginn Dadshah, sem um lengri tíma hefur ráðið yfir stóru landsvæði i íran, hefur nú verið handtekinn ásamt nokkru af liðsmönnum sínum, eft ir að þeir höfðu flúið inn yfir landamæri Pakistans. Bæði íran og Pakistan höfðu boðið út miklu liði til að leita ræningj- ans eftir að hann hafði drepið þrjá Bandaríkjamenn fyrir skömmu, þeirra á meðal unga konu, Anita Carroll. manna, hér, Jón B. stjómaði samkomunni. —Oddur. TÍMINN heldur í sunnudags- blaði sínu áfram narti í Bjarna Benediktsson fyrir kaup Sparisjóðs Reykjavíkur á eign- inni Skólavörðustíg 11. Birtir blaðið mynd af „húseigninni“ og bætir við: „Rétt er að geta þess, að nokkur lóð fylgir henni.“ Mikið er, að Timinn getur þessa, því að allir vita, að aðal- verðmæti eignarinnar liggur í lóðinni, sem er nær 1000 fermetr- ar að stærð. En hún er hornlóð við Skólavörðustíg, Vegamótastíg og Grettisgötu, auk þess sem eignin blasir við enda Óðins- götu. Þaðan er og örstutt, um 60 metrar, niður á Laugaveg við Laugavegs-apótek. Matsnefndin, en í henni var borgardómarinn í Reykjavík oddamaður, segir réttilega: „Á lóðinni mætti byggja stór- hýsi fyrir verzlanir og skrifstof- ur. Neðri hluti Skólavörðustígs er nú orðinn ein með beztu verzl- unargötum í bænum. enda hefur verzlun færzt mjög austar í bæ- inn hin síðari ár. Skipta þessi atriði mjög miklu um mat á verðgildi lóðarinnar.“ Matsnefndin ákvað kaupverð lóðarinnar með hliðsjón af því „þegar allt framangreint er virt og annað það, sem hér skiptir máli, svo og núverandi verðgildi peninga." Bjarni Benediktsson hafði auð- vitað engin áhrif á hæð mats- ins heldur er það eingöngu á- kveðið af matsmönnunum. Að sjálfsögðu hafa þeir tekið tillit til sambærilegra eigna. En vitað er, að nýlega hafa lóðir verið seldar á meira en tvöfalt verð á fermetra og fyrir Ritstjóraskipti víð „Heilbrigt lif“ RÉTTAMENN áttu í gær viðtal við formann framkvæmdaráðs Rauða kross íslands, dr. Gunnlaug Þórðarson og læknana Bjarna Konráðsson og Arinbjörn Kolbeinsson, sem nú hafa tekið við ritstjórn tímarits RKÍ, „Heilbrigt líf“. Fyrrverandi ritstjóri rits- ins var Elías Eyvindsson, áður Blóðbankastjóri, en hann hefur nú flutzt burt úr bænum og gerzt yfirlæknir sjúkrahúss Neskaup- staðar. F BREYTT UM BÚNING Hefur tímaritið breytt nokkuð um búning í höndum hinna nýju ritstjóra, bæði að efni og útliti. Nokkrir nýir þættir um fræðileg og hagnýt viðfangsefni heilbrigð ismála hafa verið teknir upp. í fyrsta hefti þessa árgangs, sem kemur út undir umsjá nýju rit- stjóranna, hefst þáttur úr sögu læknisfræðinnar. Þá hefur sá háttur verið tekinn upp, að hafa efni fyrir yngstu lesendur, þar sem rætt er um ýmsa hollustu- hætti, sem börnum og ungling- um er nauðsynlegt að þekkja. Ætlunin er, að ritið komi út fjórum sinnum ári, en undanfar- ið hefur það aðeins komið út tvisvar ári. „Heilbrigt líf“ hóf göngu sína 1941 og hefir komið út stöðugt síðan, að undanteknum einum árgangi 1950, sem féll nið- ur. nærri þremur árum var lóð I næsta nágrenni þessarar seld á mun hærra verð fermetrinn, ef verðmæti eignanna er ein- göngu talið fólgið í lóðunum, eins og rétt er í þessum til- fellum. Einu afskipti Bjarna Benedikta sonar af málinu voru, að hann samþykkti sölu eignarinnar að sínum hluta þó ekki eftir eigin verðákvörðun heldur þriggja matsmanna undir forsæti borgar- dómarans í Reykjavík. . Af hálfu Sparisjóðs Reykjavík- ur hafði Bjarni Benediktsson engin skipti af málinu, heldur réðu hinir stjómendurnir því al- gerlega til lykta án hans afskipta. Tíminn fjargviðrast mjög yfir því, að Bæjarstjóm Reykjavíkur skuli hafa haft Tímaróginn að engu og endurkosið Bjama i stjórn Sparisjóðsins. Á hitt hefði blaðið þá einnig mátt minnast, að af hálfu vinstri flokkanna í bæjarstjórn var Ólafur Guð- mundsson einnig endurkosinn 1 Sparisjóðsstjórnina, en hann var einn þeirra, sem tók ákvörðun um eignakaupin. Af hálfu ábyrgð armanna Sparisjóðsins voru fyrri stjómendur einnig endurkosnir með meiri einhug en oftast áður. Hafa allir aðilar þannig haft nart Tímans að engu. Byrjað verði á Keimaraskólanum NÝLEGA var haldinn aðalfundur Nemendasambands Kennaraskól- ans. Sambandið undirbýr nú út- gáfu rits í tilefni 50 ára afmælis Kennaraskólans haustið 1958. — Ritstjórn annast Freysteinn Gunn arsson skólastjóri. — í stjórn NKÍ voru kosin: Guðjón Jónsson, Þuríður Kristjánsdóttir, Helga Einarsdóttir, Sveinn Víkingur Grímsson og Vilbergur Júlíusson. Auk aðalfundarstaría var rætt um menntun kennara og bygging armál Kennaraskólans, sem hef- ur lengi verið í deiglunni. Gerð var svohljóðandi samþykkt: Aðalfundur Nemendasambands Kennaraskóla íslands skorar mjög eindregið á hlutaðeigandi yfirvöld að láta hið fyrsta hefja á ný framkvæmdir við byggingu húss Kennaraskólans, þar sem frá var horíið síðast liðið haust, og ljúka á árinu fyrsta áfanga byggingarinnar, enda mun nægi- legt fé vera i sjóði og annar und- irbúningur svo á veg kominn, að þessu marki megi ná.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.