Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 8
* MORCVNBT AÐIÐ f>ri3judagur 9. apríl 1957 Stutt fréttabréf með myndum frá Siglufirði OF MIKSÐ AF SNJÓ OG SKÖTTUM SNJÓR er ekki nýtt fyrir- brigði hér í Siglufirði. Hann er gamall vinur, sem mörg- um hefur veitt áhægjustund. Kn hóf er bezt á hverjum hlut, einn- ig snjókomu. Eftir áramótin hef- ur hlaðið hér niður það miklum snjó að með fádæmum er, og fátt er sambærilegt nema skaít- ar vinstri stjómarinnar. Umferð öil í bænum hefur teppzt hvað eftir annað. Litla ýtan, sem er gömul og lúin, skilar löngum vinnudegi, en í slóð hennar fenn- ir jafnóðum. Hún hefur þó verk sín ávallt á ný, enda bætast henni nú drjúgir bandamenn: lengri dagar og hækkandi sól. Snjórinn á þó ekki formælend- wr fáa. Skíðakappar Siglufjarð- ar eru nú í sjöunda himni og þegar þetta er ritað (26/3) hafa un 1300 Siglfirðingar lokit' lands göngunni. (Meðf. myndir sýna snjó á Siglufjarðargötum). ENDURBYGGING HAFNARBRYGGJU BRYGGJUR munu hvergi fleiri á einum stað hérlend- is en hér. Eru þetta flest tré- bryggjur, byggðar fyrir síldar- báta, en jafnframt vinnustaðir þess fólks, sem við síldarsöltun fæst. Mörg síldin hefur komið á þessa vinnustaði og margur unnið þar langan vinnudag. Þar hefur þjóðinni skapazt gjaideyr- ir — og einstaklingum drjúgar tekjur. Tvær hafskipabryggjur eru hér: Öldubrjótur, sem er nýlegur, og gamla hafnarbryggjan, sem er úr sér gengin og áformað er að byggja upp. (Meðf. mynd af þeirri bryggju staðfestir þörf á endur byggingu). Efni í járnþil, sem „ramrnað" verður niður í nýju bryggjuna, og festingarefni er komið á staðinn, en fé mun skorta til frekari framkvæmda. Stærð bryggjunnar verður sem hér segir: Norðurhlið 78 m., norð- austurhorn 4,8 m., austurhlið 92,6 m., suðausturhlið 64 m. og suð- urhlið 30 m. — eða samtals rúm- ir 249 m. staðar. Er hann vel að þcim sóma kominn, enda framarlega í flokki þeirra, er svip hafa sett á Siglu- fjörð. ÚR FLOKKSSTARFSEMI SJÁLFSTÆÐISMANNA FÉLÖG sjálfstæðisfólks á Siglufirði eru þrjú: Sjálf- stæðiskvennafélag Siglufjarðar, Félag Sjálfstæðismanna og Félag ungra Sjálfstæðismanna. Full- trúaráð sjálfstæðisfélaganna er svo skipað fulltrúum þessara þriggja félaga. Félögin hafa nýlega komið upp myndarlegu félagsheimili, sem er hornsteinn vaxandi fé- lagsstarfsemi. Hefur og starfsemi þeirra verið með blóma í vetur. Fulltrúar flokksins í bæjar- stjórn eru 3. Hann vann einn fulltrúa frá kommúnistum í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum. — Við næst-síðustu þingkosningar vann flokkurinn og þingsætið frá kommúnistum, en tapaði því við síðustu kosningar, er Framsókn- arhjörðin valhoppaði yfir á Al- þýðuflokkinn, samkvæmt „láns- og leigusamningi" hræðslubanda- lagsins, en frambjóðandi þess var fyrrum þingmaður kommúnista: Áki Jakobsson, „frelsaður". „SIGLFIRÐINGUR" 30 ÁRA MÁLGAGN siglfirzkra sjálf- stæðismanna, „Siglfirðing- ur“, verður 30 ára á þessu ári. Er hann elzta blað bæjarins, sem enn kemur út. Hefur hann öll Sigurður Kristjánsson, heiðursborgari Siglufjarðarkaupstaðar, og kona hans, frú Þóranna. þessi ár verið skeleggt málgagn frjálsræðis og framfara. Stofn- andi hans og fyrsti ritstjóri var Friðbjörn Níelsson. — Stefán. Trillubátur við Hafnarbryggjuna. Sekkjum hlaðið á bryggjuhornið. Ungir hjólreiðamenn horfa á sjó fram. En hvar er bryggjan? — Jú rétt, hún er öll undir sjó! AÐ LIFA NÝJA ÖLD ÞAÐ þykir að jafnaði frétt- næmt, er menn ná 100 ára aldri. Meðfylgjandi mynd sýnir Vilborgu Þorleifsdóttur, Suður- götu 38, fædda 11. janúar 1857. Hún hefur alltaf verið dugnaðar- kona og heilsar nýrri öld hress og brosandi. Lögreglubíllinn F-ll má sig hvergi hræra í fönninni. — Hann nær sér máske niðri á einhverj- um að sumri. — Gömul og lúin er ýtan orðin, en skilar löngum vinnudegi. Oft gefst hún þó upp við erfiðið, en ýtustjórinn, Ás- geir Gunnarsson, kemur þeirrl gömlu ávallt í ganginn á ný. — Hann ætti skilið að fá stærra og betra verkfæri. — (Myndirnar í grein þessa hefur tekið Jóhannea Þórðarson, yfirlögreglumaður). Hilmar Jónsson: Hið nýju viðhorf í handritamdlíiiu ÞEGAR Jón Sigurðsson háði sína sigursælu baráttu fyrir sjálfstæði íslendinga, áleit hann mjög mik- ilvægt að í erlend blöð væri ritað um réttlætiskröfur íslend- inga. Bjarni M. Gíslason hefur notfært sér þessa baráttuaðferð Jóns. Á undanförnum árum hef- ur Bjarni ferðazt um Noreg, Sví- þjóð og Finnland í þeim tilgangi að leiða nágranna okkar í allan sannleikann um hin íslenzku handrit. Nú uppsker hann ávöxt af erfiði sínu. Hinn 5. marz birti Bergens Tidende ágæta grein eftir Gerhard Garatun Tjeedstov um handritin og í gær var mér sagt frá annarri í finnsku blaði. Tjeedstov byggir grein sína alger lega á bók Bjarna. í Danmörku hafa nemendur * Grundvigskól- anna tekið afdráttarlausa af- stöðu með íslendingum, sömu- leiðis hefur stór hluti af kirkj- unnar mönnum hallazt á sveif með okkur. — Hér á landi hafa nokkrir skrifað um handritin að undanförnu, sem er góðrá gjalda vert, en engin samtök hafa enn tekið málið á sína arma. Eg hef áður bent á leið, sem flestir dóm- bærir menn hafa lýst velþóknun sinni á. Hafin skal söfnun fyrir byggingu Árnasafns hér heima. En Árnasafn verði skýrð sú fyr- irhugaða bygging, þar sem Lands bókasafnið og Háskólabókasafn ið verði undir sama þaki Bichoid Beck kjoiinn ioiseti Þjóðiæknisiélagsins vestia HIÐ 38. ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, var haldið í Winnipeg 18.—20. febrú- ar við góða aðsókn, einkum voru samkomurnar í sambandi við þingið prýðisvel sóttar. Margar deildir félagsins áttu fulltrúa á þinginu, og var þeirra lengst að kominn fulltrúi deildarinnar „Ströndin" í Vancouver, séra HEIÐURSBORGARI IJÚNÍ 1919 hélt bæjarstjórn Siglufjarðar sinn fyrsta fund. í marz 1957 var 1000. fund- urinn haldinn. í tilefni þess var Sigurður Kristjánsson, ræðismað- ur, eini núlifandi fulltrúinn úr fyrstu bæjarstjórninni, kjörinn heiðursborgari Siglufjarðarkaup- Vilborg Þor- leifsdóttir, elzti borgari Siglufjarðar, brosir mót nýrri öld. Við rúmið hennar stendur blóma- karfa frá bæjarstjóra Eiríkur Brynjólfsson, sóknar- prestur fslendinga þar í borg. — Ýmsir aðrir fulltrúar og þing- gestir voru einnig langt að komn- ir. Þingið fjallaði um þau málin, sem löngu eru orðin fastir liðir á starfsskrá félagsins, svo sem fræðslumál, útbreiðslumál, sam- vinnumál við ísland og útgáfu- mál. Einnig var rætt um nauð- syn sameiginlegs heimilig fyrir íslenzk félagssamtök í Winni- peg, og var það mál lagt fyrir milliþinganefnd til frekari at- hugunar, ásamt ýmsum öðrum málum. Forseti félagsins var kosinn dr. Richard Beck prófessor í stað dr. Valdimars J. Eylands, er baðst undan endurkosningu. Ritari var kosinn prófessor Haraldur Bessa- son í stað frú Ingibjargar Jóns- son, er einnig baðst undan end- urkosningu, en vara-ritari Walter J. Lindal, dómari. Hafði prófessor Finnbogi Guðmundsson skipað þann sess, er hann hvarf heim til íslands. Aðrir embættis- menn félagsins, sem allir voru endurkosnir eru þessir: vara-for- Með þeirri framkvæmd verð- ur ráðin bót á núverandi hús- næðisvandræðum þessara safna. í hið nýja safn verði handritin flutt, þegar Danir hafa látið þau af hendi. Árni Magnússon er frægasti bókavörður, sem við höf um átt. Safn með hans nafni mun hafa mikið aðdráttarafl fyr- ir útlendinga. Það er á þessum eina grundvelli, sem stúdentar og raunar fleiri samtök eins og ungmennafélög, geta hafið söfn- un fyrir Árnasafni. Ýmsir hafa látið þá skoðun í ljós að nú sé óheppilegur tími til að taka handritamálið upp, vegna þess að kosningar séu framundan í Dan- mörku. Þetta er einungis af- sökun þeirra, sem ekkert vilja gera. Handritamálið getur ekki orðið hitamál í dönskum kosn- ingum. Til þess er sá hópur Dana, sem okkur er raunverulega and- vígur, alltof fámennur. Ástæðau til þess að tekið er enn tillit til hinna seinheppnuðu áróðnrs- manna við Eyrasund er aum- ingjaskapur okkar íslendinga og engra annarra. seti, séra Philip M. Pétursson, fé- hirðir, Grettir L. Jóhannssson ræðismaður; vara-féhirðir frú Hólmfríður Daníelsson; fjármála ritari, Guðmann Levy; vara-fjár- málaritari, Ólafur Hallsson; skjalavörður, Ragnar Stefánsson. Heiðursfélagar Þjóðræknisfé- lagsins voru þeir kjörnir Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri í Reykja vík, og Valdimar Björnsson, fjár- málaráðherra Minnesotafylkis. Kveðjur bárust þinginu meðal annars frá dr. Ásmundi Guð- mundssyni, biskupinn yfir fs- landi; Steindóri Steindórssyni, yfirkennara á Akureyri; og ríkis- háskólanum í Norður-Dakota, er Richard Beck flutti. Ræðumenn á kvöldsamkomum þingsins voru þeir séra Ólafur Skúlason, sóknarprestur íslend- inga í N-Dakota, á Frónsmótinu; William Benedictson, sambands- þingmaður frá Ottawa, á sam- komu Icelandic Canadian Club; og Björn Sigurbjörnsson og próf. Haraldur Bessason á lokasam- komu þingsins. MALFLUTNINOUR. FASTEIGNASALA INGI R. HELGASON hdl. Auítutítiúrii 8 S.mt 82207 BEZT AÐ AVGLÝSA t MORGVNBLAÐIIW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.