Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð triðjudagur 9. aprfl 1957 Æsbíörn Eggerlsson Minningarorð IGÆR var til moldar borinn hér í Reykjavík, sæmdarmað- ur, sem lifað hafði langan dag og notað hann dyggilega. Maðurinn var Ásbjörn Egg- ertsson. t>að kveður að jaínaði ekki mikið að því í breyttri ásýnd bæjarlífsins. þó að aldraður mað- ur hverfi af sviðinu fyrir fullt og allt. En samt er það nú svo, að oss verða sarnferðamennirnir misjafnlega hugþekkir og minn- isstæðir. Ásbjörn var einn þeirra manna, sem í ríkum mæli hlaut að verða hvorttveggja, hverjum þeim, sem kynntist honum. Olli þar margt um: Frábær dugnaður og fjör á meðan heilsa entist, snyrtimennska og ljúfmennska í allri kynningu, glaðværð og gest- risni heima fyrir, karlmennska og óbrigðul drenglund í hverri raun. Ásbjörn Eggertsson fæddist 8. okt. 1874 að Brirnilsvöllum í Fróðarhreppi og ólst upp á þeim slóðum. Hann fór kornungur að stunda sjó, eins og þá var helzta bjargræði við Breiðafjörð. Stund- aði hann síðan sjó víðs vegar við Breiðafjörð fram yfir tvítugsald- ur, par á meðal í Flatey á Breiða- firði. Þangað sótti hann og lífs- hamingju sina, því að þar kynnt- ist hann Ragnheiði Eyjólfsdótt- ur, ættaðri frá Bjarneyjum, hinni ágætustu konu. Ásbjörn og Ragnheiður giftust árið 1898, og hófu búskap í Ólafsvík, sem þá og lengi síðan þótti liklegur stað- ur dugandi sjómönnum. Ásbjörn var og löngum á sjón- um, var stýrimaður á skútum ár- um saman á sumrum, en gerði út báta og var formaður fyrir þeim haust og vetur, sjósóknari mikill, aflasæll og jafnan far- sæll í formennsku. Hann var harðduglegur maður og kunni því aldrei til dauðadags, að lát< sér falla verk úr hendi. Má þf nærri geta að hann hefur ekk; legið á liði sínu á léttasta skeiði er ótal þarfir kölluðu að. Því þarfirnar urðu margar. Þau hjónin eignuðust sjö börn. Dóttur misstu þau kornunga, en komu upp sex sonum er allir urðu hinir mannvænlegustu menn og líklegir til góðra af reka. En nú tóku harmar og erfiðleikar að sækja þau hjón heim. Með sárastuttu millibili missa þau þrjá efnilega sonu i sjó. Hinn fjórði deyr eftir upp skurð á bezta aldri. Þau Ásbjörn og Ragnheiður tóku þá tvo sonar Fúein orð um sýningu Leikiélugs Reykjuwíkui: Stórt verzlunarfyrirtæfci óskar eftir að ráða skrifstofustúlku. Umsókn- ir sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. fimmtudag merktar „Skrifstofustúlka — 2590". Tvær risíbúðir til sölu. — Semja ber við EGGERT CLAESSEN GÚSTAF A. SVEINSSON Hæstréttarlögmenn Þórshamri, sími 1171. SKOLi ísaks Jónssonar (Sjálf seignarstof nun ) Styrktarfélagar athugið: Innritun barna, sem fædd eru 1951, fer fram þessa viku. Viðtalstími kl. 5—6 daglega. Sími 82590. Skólastjóri. Þeir, sem æskja að gera úthlutunarnefnd Hstamannalauna grein fyrir störfum sínum að listum og bókmenntum, sendi þau gögn til skrifstofu Alþingis fyrir 17. apríl. Utanáskrift: Úthlutunarnefnd listamannalauna. Slík gögn eða umsóknir teljast þó ekki skilyrði fyrir því að koma til greina við úthlutunina. Úthlutunarnefnd listamannalauna 2|CE hovb. íbúð Höfum til sölu við Eskihlíð mjög góða 2ja herb. á fyrstu hæð. 1. veðréttur getur verið laus. íbúð SALA OG SAMNINGAR Laugaveg 29, sími 6916. 5yni sína og ólu upp aigerlega >g tvö önnur sonarbörn að miklu eyti. Um þau mátti segja, að illt fórst þeim vel og drengilega, ;em þau tóku á, og á hvorugu /arð séð, að um þau hefði mætt /eður sorga og váveiflegra slysa. Samheldni, kærleikur og stilling virtist bera þau yfir hverja aun. Haustið 1936 fluttist Ásbjörn til Reykjavíkur og átti þar heima jíðan. Kona hans var þá sjúk, sonur hafði drukknað um sum- arið, svo það virtist ekki efni- legt fyrir mann sem kominn var á sjötugsaldur að nema land hér í höfuðstaðnum við þær ástæð- ur. En Ragnheiður fekk dágóða heilsu. Heimilið rétti við með samtaka átaki þeirra, stutt af sonunum sem eftir lifðu og tengdadætrum. Asbirni varð brátt gott til vinnu, þó að nú yrði hann að segja skilið við sjó- inn, sem honum var þó áreiðan- lega kærastur starfsvettvangur. Hann var hér árum saman hjá bænum við margvísleg störf, hvarvetna vinsæll og vel treyst — og hrókur alls fagnaðar með samverkamönnum. Hann var sllra manna áreiðanlegastur, ^randvar og mátti ekki vamm litt vita. Og bar ellina svo vel, þrátt fyrir sífellda vinnu, að undrum mátti gegiia. Hann and- aðist að heimili sínu, Bogahlíð 13, 2. þ. m. Hann bar ellina svo vel, að það var eins að vera með honum, sem ungum manni. Efalaust nokkuð af meðfæddu innra og ytra þreki. En meðfiram sakir fágætr- ar hamingju, sem hann naut í einkalífi sánu, — brátt fyrir sorgirnar. — Innileikinn í sam- búð þeirra hjóna var aðdáunar- verður og fölskvalaus til dauða- dags. Synirnir Sigurbergur og Matthías, búsettir í Keflavík, voru tíðir gestir og góðir, með fólki sínu. Og alltaf var gest- kvæmt og glatt á hjalla, gamlir Ólsarar og aðrir fornkunningjar. Og aldrei skorti ástúðlegt viðmót né rausnarlegax veitingar. Eg sendi Ragnheiði Eyjólfs- dóttur og börnum hennar, tengdabörnum og venzlafólki innilegustu samúðarkveðju — og vil bæta >ví við, að sliks manns sem Ásbjörns TCggertssonar er gott að minnast. — Guð blessi hann og ykkur öll. Sigurður Einarsson. Sá óvenjulegi atburður gerðist hér fyrir nokkru, að Leikfélag Reykjavíkur varð að aflýsa leik- sýningu vegna mjög lélegrar að- sóknar. í tilkynningu Leikfélags ins kenndi greinilega sárra von- brigða og gremju í garð reyk- vískra leikhúsgesta. í „stuttu spjalli um leikrit" (Browning- þýðinguna) í Morgunblaðinu sl. laugardag er svo þetta fyrirbræri tekið til alvarlegrar umræðu og yfirvegunar. Er í þessu „spjalli" veitzt mjög harkalega og ómak- lega að leikhúsgestum hér og að þeim dróttað, að þeir vilji ekki sjá annað en léttmeti eitt eða þvætting. Erlendis er það algengt fyrir- brigði að leikrit „falli", sem svo er kallað eða „gangi" aðeins fá- einum sinnum, enda þótt í stór- borgum sé þar sem milljónir manna sækja annars leikhús. Þykir það ekki tiltökumál og allra sízt að því sé slegið upp sem einhverri menningarlegri kata- strófu af hlutaðeigandi fyrir tækjum eða blöðum. — Hér í okkar fámennu borg horfir þetta nokkuð öðruvísi við. Reykvíking ar hafa mikinn og vaxandi áhuga á leiklist, enda mun leikhússókn vera hér hlutfallslega margfalt meiri en annars staðar í viðri veröld. Og reykvískir leikhús- gestir eru yfirleitt ekki kröfu- harðir, enda skilja þeir það, að okkar unga leiklist stendur enn um margt til bóta. Það ber því sjaldan við hér að leikrit „falli", eða að hætta verði leik- sýningum eftir örfá skipti, vegna lítillar aðsóknar. Á síðari tím- um hefur þetta þó aðeins kom- ið fyrir, t.d. um ,,Lokaðar dyr", sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir nokkrum árum og nú síðast „Spá dóminn" og „Fyrir kóngsins mekt" í sama leikhúsi. Öll voru þó leikrit þessi sýnd frá 6—8 sinnum, að mig minnir eða jafn vel oftar. Þegar á þetta er litið, verða vonbrigði Leikfélagsins skiljanleg, en ekki gremja þess. — Sannleikurinn er sá, að í þau íáu skipti sem svo illa hefur til tekizt um leiksýningar hér, hafa hlutaðeigendur mátt sjálfum sér um kenna í stað þess að skella skuldinni á leikhúsgesti bæjar- ins. — Ástæðan hefur í öllum ofangreindum tilfellum verið ein og hin sama, — að leikritið hefur ekki verið nógu gott leik- sviðsverk til þess að hægt væri að bera það fram til sigurs á leik sviðinu. Og þarna erum við kom in að kjarna málsins. Rétt er það, að Browning-þýð ingin, eftir hinn ágæta brezka leikritahöfund, Terence Ratt- gan, hlaut einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda, enda er leikrit ið mikið listaverk og var afburða vel leikið. — Um hinn einþátt- unginn „Hæ þarna úti", eftir Saroyan verður því miður ekki hið sama sagt. Þátturinn var að vísu vel leikinn en hann er þung ur og tilbreytingalaus, — „grátt í grátt" — og fjarri því að vera leiksviðsverk. Dregur hann þessa sýningu Leikfélagsins mjög nið- ur og er ekki minnsti vafi á því, að þar er fyrst og fremst að leita orsakarinnar til hinnar lélegu aðsóknar að sýningunni. Hér við bætist svo reyndar að báðir ein- þáttungarnir hafa áður verið fluttir í útvarp og því fjöldi manna, sem þekkti fyrirfram efni þeirra til hlítar. Hafa margir að sjálfsögðu látið sér það nægja, enda ekkert í efni þáttanna, er gat komið þessum mönnum á óvænt, en slíkt er leikhúsgestum jafnan veigamikið atriði. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið greindar, tel ég það í hæsta máta ómaklegt og óvið- eigandi, að ég ekki segi lágkúru- legt, að veitast að leikhúsgestum hér fyrir lélega aðsókn að þess- ari sýningu Leikfélagsins, svo mjög sem Leikfélagið hefur notið hylli bæjarbúa, og ætti öllum þeim sem látið hafa „mál" þetta til sín taka að vera það ljóst, að menn verða ekki reknir í leikhús gegn vilja sínum, allra sízt með ómaklegum skætingi. Sigurður Grímsson. — Skreiðin Dodge fólkshifreið til sölu er Dodge fólksbifreið, smíðaár 1955, stærri gerðin. Bifreiðin er sem ný ,enda lítið keyrð. — Nánari upplýsingar hjá Bæjarfógetanum í Hafnarfirði, sími 9217. Húsgagnasmioir Okkur vantar húsgagnasmiði nú þegar — eða mjög fljótlega. KRISTJAN SIGGEIRSSON HF. Framh. af bls. 11. reynslu í skreiðarverkun og skreiðarverzlun heldur en við. íslendingar verða aftur á móti að leigja heil skip og senda þá kannske of stóra farma í einu eða senda skreiðina um Ham- borg og þaðan með járnbrautum til ftalíu eða þá til Rotterdam til umskipunar þar, og er öll sú þjónusta dýr. KOMIÍ) VIB í GHANA Á leið sinni frá Lagos til Róm- ar hafði flugvélin stutta viðdvöl í Accra, höfuðborg hins unga rík- is, sem nefnt hefur verið Ghana og öðlaðist sjálfstæði sitt hinn 6. marz síðastliðinn. í>ví miður féll ferð min ekki til Accra þann dag heldur nokkru fyrr og gat ég ekki verið aðnjótandi há- tíðahalda og gleði Ghanabúa á sjálfstæðisdegi þeirra. Til þess hafði ég mikla löngun en við því var ekkert að gera. í Ghana er mjög lítið um skreiðarneyzlu. Ég dvaldi í Accra nokkra daga i ársbyrjun, 1956 og hafði mjög góða að- stöðu til þess að kynna mér skreið armarkaðinn þar. Hann er mjög lítill og Ghanabúar sjálfir borða ekki skreið í þeirri merkingu, sem við leggjum í það orð. Sam- kvæmt verzlunarskýrslum er flutt inn mikið magn af „Stock- fish" en þar undir er flokkaður fiskur, sem er ýmist þurrkaður, saltaður, reyktur eða kryddaður. ( Á ensku: Dried, Salted, Smoked or Pickled . . .). Hins vegar er flutt inn ákaflega mikið magn af saltfiski frá Kanarísku eyjunum og heitir fiskur sá „Corvina". Þessi fiskur er hvítur á lit, þykk- ur og matarmikill og eru að jafn- aði 10 fiskar í hverjum balla, sem vegur 45 kg. Verðið á þeim fiski í ársbyrjun 1956 var því sem næst 15 shillingar fyrir hvern fisk eða fyrir pakkann £7-10-0. Þó var verð þetta breytilegt frá £7-0-0 til £7-15-0 og fer það eftir því, hvað markaðurinn er annars mettaður af öðrum fisk- tegundum. ?>essi fiskur er flokk- aður undir heitið „Stockfish" í verzlunarskýrslunum en það er enska orðið yfir skreið eins og margir þekkja. Nokkur skreið er þó flutt inn til Accra og Takoradi eða Secondi, sem eru aðalhafnarborgir Ghana, Þessi skreið er nær eingöngu flutt inn handa Nígeríumönnum, sem flutzt hafa til Ghana í atvinnuleit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.