Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. apríl 1957 j 7 1 Austan F|r|f eftir John É Steinbeck CD 1 um og móðgi ekki guðina með kvörtunum sínum og kveinstöfum. Cyrus útskýrði, með mildum orð um, fyrir Adam, hvað fælist í því að vera hermaður. Og enda þótt þekking hans væri meira að þakka bóklegu námi og lestri, en per- sónulegri reynslu, þá vissi hann þó fyllilega um hvað hann var að tala og skýringar hans voru bæði nákvæmar og gagnorðar. Hann sagði syninum frá því hlutskipti, sem hermanninum kann að falla í skaut, hversu nauðsynlegur hann er sökum veikleika allra manna — að hann er refsingin fyrir veik- leika okkar. Kannske varð Cyrusi þetta einmitt Ijóst, meðan hann var að útlista það. Það var eitt- hvað allt annað en hernaðarhrifn- ingin og hin háværa stríðsgirni æskuáranna. — Niðurlægingum var hlaðið á hermanninn, sagði Cyrus, svo að hann tæki ekki allt- of nærri sér hina síðustu, miklu niðuriægingu — tilgangslausan og viðurstyggilegan dauða. Og Cyrus talaði einslega við Adam, en bann- aði Charles að vera viðstaddur. Eitt sinn síðla dags fór Cyrus með Adam í gönguferð og árangur inn af öllum hans lestri og æf- ingum brauzt fram í orðum, er lögðust sem ógnarþungi skelfing- ar á huga drengsins. Hann sagði: „Ég vil að þú vitir, að hermaður- inn hefur heilögu hlutverki að gegna, að á hann er lögð þyngri reynsla, en nokkurn annan mann. Ég skal reyna að útskýra þetta □- -□ Þýðing: Sverrir Haraldsson □- -□ nánar fyrir þér. Þú veizt, að það hefur allt frá upphafi vega þótt hin mesta synd að deyða mann — verknaður sem ekki er leyfður. Hver sá sem deyðir skal upprætt- ur, því að hann hefur drýgt mikla synd, kannske þá mestu synd, er við þekkjum. En svo tökum við hermanninn, fáum honum morð- vopn í hendur og segjum við hann: — Notaðu það vel. Notaðu það með fyrirhyggju og hagsýni. Farðu og dreptu eins marga af meðbræðrum þínum og þú mögu- lega getur. Og við skulum launa þér það vel, því að þetta stríðir á móti öllum þínum barnalær- dómi“. Adam vætti þurrar varirnar og reyndi að spyrja, en mistólcst það og reyndi aftur: — „Hvers vegna verða þeir að gera það?“ spurði hann hikandi. — „Hvað gott leiðir af því?“ Cyrus varð djúpt snortinn og hann talaði allt öðru vísi en hann var vanur að gera: — „Ég veit ekki“, sagði hann. „Ég hef lesið og lært og vissuiega veit ég hvern ig það er, en ég er jafnfjarri þvi að vita hvers vegna. Og þú mátt aldrei vænta þess, að menn Það er ódýrt að nota PICCOLO Fæst í næstu búð í eftir- töldum umbúðum: Gler-flöskum Plastic-flöskum Plastic-ðúkkum Piccolo skilji það sem þeir gera. Margt er gert vegna eðlishvatar einnar, eins og t. d. þegar býflugan safn- ar hunangi. Ekki getur hún gert grein fyrir því, hvers vegna hún gerir það, en hún gerir það samt. Ég vissi, að þú yrðir að fara í herinn og í fyrstu var það ekki ætlun mín að nefna við þig, einu orði, hvað þú ættir í vændum, held ur láta reynsluna fræða þig um það. En svo breyttist sú skoðun mín og ég áleit réttast að segja þér það litla, er ég sjálfur vissi, ef það gæti hert þig á einhvern hátt og orðið þér stæling. Brátt hefst herþjónustutími þinn — þar sem þú hefur nú senn náð tilskyld um aldri“. „En mig langa ekki til þess“, sagði Adam óðamála. „Brátt hefst herþjónustutími þinn“, endurtók Cyrus og lézt ekki heyra mótbárur sonar síns. „Og nú æ;la ég að segja þér hvað það er, sem þú átt í vændum, svo að það komi þér ekki alveg á óvart. Fyrst fletta þeir af þér flíkunum, en þeir láta ekki þar við sitja. Þeir svipta þig þeirri litlu sjálfsvirð- ingu er þú kannt að hafa haft — þú verður sviptur öllu því, er þú hélst að gerði lífið þess vert að lifa því. Þeir neyða þig til þess að búa, borða, sofa og athafna þig [ sintui og flokksstjórna. í þröngri sambúð við marga aðra. Og þegar þeir hafa troðið þér í einkennisklæðin, þekkirðu ekki lengur sjálfan þig frá öllum hin- um. Þú getur ekki svo mikið sem fest framan á þig merkisspjald, sem segir: — Þetta er ég — til aðgreiningar frá öðrum“. „Ég vil ekki“, sagði Adam. „Eftir nokkum tíma“, sagði Cyrus, „hugsarðu ekki lengur eina einustu hugsun, sem hinir hugsa ekki. Þú notar ekki önnur orð en þau, sem allir hinir nota. Þú ger- ir þetta og þú gerir hitt vegna þess eins, að hinir gera það. Þú kemst að raun um, að það er hættu legt að skera sig úr, á einhvern hátt — því að það er þrjózka og ögrun við hinn stóra hóp manna, sem allir hugsa og breyta eins“. „En ef ég geri nú ekki eins og hinir?“ sagði Adam spyrjandi og horfði á föðurinn. „Ja“, sagði Cyrus. „Slíkt kemur svo sem fyrir. Það eru alltaf ein- hverjir, sem ekki vilja gera það, sem af þeim er krafizt. Og veiztu hvemig fer fyrir þeim? Allt er notað til þess að yfirbuga þann mótþróa. Þeir halda áfram að berja þig og bæla, andlega og líkamlega, unz tekizt hefur að brjóta niður alla þrjózku þína og þverúð. Og ef þú fellur ekki að lokum þeim til fóta, þá útata þeir þig og svívirða svo mjög, að þú stendur eftir, einn og yfirgefinn og þetta gera þeir bara til þess að verja sjálfa sig. Ekkert, sem er jafnóskaplega vanhugsað og her, eða jafnaðdá- anlega vitlaust og hann, getur leyft spurningum að veikja sig. En ef þú berð hann ekki saman við aðra hluti, þá muntu hægt, en ör- ugglega uppgötva, að hann hefur þýðingu í sjálfu sér, rökrétt vit og eins konar óhugnanlega fegurð. Hvern þann mann, er það skilur, ber ekki að fyrirlíta af þeim sök- um og stundum verður hann langtum betri maður þess vegna. Hlustaðu vel á það sem ég segi, því að ég hefi hugsað þetta mál vel og lengi. Það eru til menn, sem fara í hundana sökum hermanna- lífsins, menn, sem gefast upp, verða núll — blindir, skoðanalaus- ir já-bræður. En þeir hafa heldur ekki mikið að missa, frá byrjun. Kannske ert þú einn úr þeirra flokki? En svo eru líka aðrir, sem sökkva niður í þetta sameiginlega mót og koma upp aftur, meiri at- kvæðamenn og öflugri einstakling- ar, en þeir áður voru, vegna þess að þeir hafa sagt skilið við alla smámunalega fordild og hégóma- skap og náð virðingu féiaga Ef þú getur niðurlægt sjálfan þig svo mjög, þá munt þú einnig fær um að lyfta þér hærra, en þú sjálfur skilur. Og þú munt reyna sælan fögnuð og undursamlega gleði — félagsskap, sem næstum má líkja við samfélag englanna í himnaríki. Þá munt þú vita hvers virði menn eru, jafnvel þótt þeir geti ekki tjáð sig með orðum“. Á leiðinni heim að húsinu beygði Cyrus til vinstri og gekk inn á milli trjánna. Allt í einu sagði Adam: „Sérðu trjástofninn þarna? Þar var ég vanur að fela mig, niðri á milli rótanna. Þegar þú hafðir refsað mér, fór ég þang að í felur og stundum sat ég þar bara af því að ég var í í döpru skapi". „Við skulum fara og skoða stað inn“, sagði faðirinn. Adam vísaði Seljum í dag og næstu daga smáv. óhreinar hvítar telpupeysur á niðursettu verði □ /. BRYNJÓLFSSON Er KVARAN I M A R K AO U R I N N Templarasundi 3, sími 80369 M ARKÚS Eftir Ed Dodd Andi má sig hvergi hræra vegna I áttina til hans, en gamli úlfurinn I ekkert eftir Anda og stefr.ir beint jneiðsla sinna. Hérinn hleypur íleltir. Á flóttanum tekur hérinnlá hann.. leiðina og Cyrus leit niður í hol- una á milli rótanna, sem var lík- ust eins konar hreiðri. „Ég var lengi búinn að vita um þennan stað“, sagði hann svo. „Einu sinni þegar þú hafðir ekki komið heim í margar klukkustundir, datt mér í hug, að þú hlytir að hafa ein- hvern slíkan stað og ég fann hann vegna þess að ég vissi hvers konar staður það var, sem þú þarfnaðist. Sjáðu hvernig jarðvegurinn er bældur og grasbrúskarnir rifnir upp. Og á meðan þú sazt þaraa, reifstu litlar barkarflögur af stofn inum og muldir þær á milli fingr- anna. Ég þekkti staðinn um leið og ég sá hann“. Adam starði undrandi á föð- ur sinn. „Og þú komst samt aldrei hingað, til þess að leita að mér“, sagði hann. „Nei“, svaraði Cyrus. „Ég vildi ekki gera það. Það er hægt að hrekja mannlega sál of langt. Nei, ég vildi ekki gera það. Það verður alltaf að leyfa manni að eiga eitt- hvert fylgsni. Mundu það. Ég vissi alltaf hversu hart ég lagði að þér. Ég vildi ekki hrekja þig fram af hyldýpisbrúninni“. Þeir röltu aftur út á milli trjánna. Cyrus sagði: „Það er svo margt, sem ég hefði viljað tala um við þig, en flest af því verður að vera ósagt. Ég ætla bara að taka það fram, að hermaðurinn afsalar sér miklu, til þess að öðlast nokkuð aftur. Allt frá fæð- ingu ér honum kennt að hafa gát á lífi sínu og vemda það eftir þvi sem hann getur. Að þessu stefnir öll reynsla, öli lög og réttur. Þetta býr í hverjum manni, eins og sterk eðlishvöt. En svo verður hann her- maður — verður að læra að brjóta bág við allt það, er honum var áður kennt. Hann verður að læra að stofna lífi sínu í tvísýnu, hve- nær sem svo ber undir. Og ef þú getur það — en mundu, að þeir menn eru til, sem það geta ekki —- þá hlotnast þér hin stærsta gáfa allra gáfna. Ég skal segja þér, sonur minn“, hélt Cyrus áfram í alvarlegri tón. „Næstum allir menn eru hræddir og þeh- vita ekki sjalfir hvað það er sem þeir hræðast. Skuggar, skynvillur, hætt ur ónefndar og óteljandi, ótti við óþekktan dauða. En ef þú megnar að horfast í augu við það, sem SHUtvarpiö Þriðjudagur 9. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 18,00 Útvai'pssaga barnanna: „Snjógæsin“ eftir Paul Gallico; I. (Baldur Pálmason). 18,30 Húa í smíðum; IV: Marteinn Björna- son verkfræðingur svarar spurn- ingum hiustenda. 19,00 Þingfrétt- ir. — 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Minnzt aldarafmælis Ólafar skáldkonu frá Hlöðum: a) Inngangsorð ! (Séra Jón Auðuns dómprófastur). b) Upplestur (Steingerður Guð- mundsdóttir leikkona). 21,00 — „V ígahnötturinn Fjodor“, Þoiv steinn Hannesson óperusöngvari flytur síðari hluta frásagnar sinn ar með tónleikum. 21,45 lslenzkt mál (Jakob Benediktsson kand. mag.). 22,10 Passíusálmur (44). 22,20 „Þriðjudagsþátturinn“. — Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens hafa stjórn hans með hönd- um. 23,20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 10. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,00 Ingibjörg Þor bergs leikur á grammófón fyrir unga hlustendur. 18,30 Bridgeþátt ur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Fiskimál: Molar að norðan (Hólm steinn Helgason, Raufarhöfn). 19,30 Uperulög (plötur). 20,25 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson ritstjóri). 20,30 Föstumessa í Frí- kirkjunni (Prestur: Séra Þor- steinn Björnsson. Organleikari: Sigurður ísólfsson). 21,35 Veðrið í marz o. fl. (Páll Bergþórsson veðurfræðingur). 22,10 „Lögin okk ar“. — Högni Torfason fréttamað ur fer með hljóðnemann í óskalaga leit. 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.