Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 20
Veðrið Sunnan og suðvestan gola 83. tbl. — Þriðjudagur 9. apríl 1957 Örvun til þátttöku í sjómennsku og iiskveiðum Möguleikar athugaöir á rekstri skólaskips Tillaga Sjálfstœðismanna á Alþingi sjómannastétt, samtök hennar og* stofnanir sjávarútvegsins telja, að rekstur skólaskips gæti orðið hér að því gagni, sem um hefur verið rætt. Þá er og gert ráð fyrir því í tillögunni, að nefnd sú, sem Al- þingi kýs til þess að vinna þetta þýðingarmikla verk, hafi sam- vinnu og náin samráð við sam- tök sjómanna og útvegsmanna. F. „. Ef stofnað hefur verið sérstakt JORIR þingmenn Sjalfstæðisflokksins, þeir Sigurður Bjarnason, samband sjómannafélaga j land. Sigurður Ágústsson, Magnús Jónsson og Kjartan J. Jóhanns- son, lögðu í gær fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um athugun á því, hvernig ungir menn verði örvaðir til þátttöku í sjómennsku, og um skólaskip. Er hún svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd til þess að rann- saka og gera tillögur um leiðir til þess að örva unga menn til þátttöku í sjómennsku og fiskveiðum. Skal hún m. a. at- huga möguleika á rekstri skólaskips fyrir ung sjómannaefni og gera tillögur og kostnaðaráætlun um útgerð þess og til- högun hennar. Nefndin skal hafa samráð við Fiskifélag íslands, Lands- samband íslenzkra útvegsmanna, Farmanna- og fiskimanna- samband fslands og Alþýðusamband fslands“. f greinargerð, sem fylgir tillög- tinni segir á þessa leið: Það er kunnara en frá þurfi að segja, að undanfarin ár hefur ríkt mikill og vaxandi skortur á sjómönnum til þess að manna íslenzka fiskiskipaflotann. Hefur því orðið að fá erlenda sjómenn til starfa á skipunum, bæði tog- urum og vélbátum. Samkvæmt upplýsingum Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna munu nú vera um 1000 færeyskir sjómenn á íslenzkum fiskiskipum. Er það a. m. k. % hluti allra þeirra sjó- manna, sem á flotanum eru. Engum dylst, að ef fslend- ingar verða framvegis að manna fiskiskipaflota sinn er- lendum mönnum, er vá fyrir dyrum. Þessi þjóð byggir út- flutning sinn enn sem komið er nær eingöngu á sjávarút- vegi og sjósókn. Arður hennar byggist fyrst og fremst á þátt- Freuchen talar í kvöld f DAG kl. 7 heldur Freuchen fyrirlestur í Gamla Bíói um ferðalög sín á Grænlandi og sýnir kvikmynd frá Græn. landi. Svo mikil aðsókn var að fyrirlestrinum á sunnudaginn að ákveðið var að hann skyldi endurtekinn i kvöld. Aðgöngu miðar fást í bókaverzl. Sig- fúsar Eymundsen. Háseli drukknar AKRANESI, 8. apríl. — Sl. mið- vikudag varð það hörmulega slys á togaranum Akurey, er hann var úti að veiðum, að einn hásetann tók út og varð honum eigi bjarg- að. Þetta var færeyskur maður, Sunley Haraldsson, 23ja ára að aldri. Lætur hann eftir sig unn- nstu í Reykjavík og systur í Kefla ▼ík. Ekki er vitað með hver.ium hætti slysið bar að höndum. — Oddur. töku hennar í þeirri atvinnu- grein. Rekstur hennar með er- lendu vinnuafli kostar mikil útgjöld í erlendum gjaldeyri, þar sem greiða verður hinum erlendu sjómönnum laun að meira eða minna leyti í mynt þeirra eigin lands. REYNSLA SIGLINGAÞJÓÐA í tillögu þessari er því lagt til, að Alþingi feli 5 manna nefnd, er það kýs sjálft, að rannsaka og gera tillögur um leiðir til þess að örva unga menn til þátttöku í sjómennsku og fiskveiðum. Er m. a. gert ráð fyrir því, að hún athugi möguleika á rekstri skóla- skips fyrir ung sjómannaefni og geri tillögur og kostnaðaráætlun um útgerð þess og tilhögun hennar. Margir sjómenn, fiskimenn og farmenn hafa haldið því fram, að rekstur skólaskips væri lík- legur til þess að auka áhuga ungra manna fyrir sjósókn og siglingum. Er þá einnig á það bent, að mestu siglingaþjóðir heims hafa rekið slík skip með góðum árangri. MERKILEGT MÁL Flutningsmenn þessarar tillögu telja, að hér sé um svo merki- legt mál að ræða, að nauðsynlegt sé að kryfja það til mergjar og fá úr því skorið, hvort íslenzk inu, meðan á athugun þeirri stendur, sem tillagan gerir ráð fyrir, ber að sjálfsögðu að leita álits þess og tillagna. Stærsti iaxinn Húsavik, 8. marz. / > SÁ einstæði atburður gerð- \ ; ist í dag við Grímsey, að ^ S maður að nafni Óli Bjarna- i \ son, þar í eyjunni fékk í j s Þetta cr eitt elzta hús Reykjavíkur, Smedens hús, sem stendur sunnan við Hótel Borg og er að grotna niður sakir vanhirðu. — En margir telja þetta litla hús eigi hvergi annars staðar heima en í væntanlegu byggðasafni Reykjavíkur og nauðsynlegur flutningur á því sé auðleyst mál, þrátt fyrir háan aldur hússins. (Ljósm. Gunnar Sverrisson). \ þorskanet sín feiknastóran !lax, en af því munu fáar \ sagnir að lax hafi veiðzt við ) \ Grímsey. \ S Annað, sem ekki mun ó- s ) fréttnæmara, er að lax þessi ) \ er sá stærsti, sem veiðzt • S hefir hér við land, fyrr og ( \ síðar- \ Óli lét strax vigta laxinn ■ S er heim kom og reyndist ( S hann vera 49 pund, 132. sm. i \ á lengd, feitur og fallegur > S fiskur. i Það var hugmyndin að \ setja fiskinn í reyk, en þá , S fékk veiðimálastjóri, Þór s s Guðjónsson fregnir af þess- S > ari fágætu veiði. Tókst að j S forða laxinum og hann mun S verða sendur suður til ^ Reykjavíkur til rannsóknar. S Hér á Húsavík vita menn | eitt dæmi um það áður, að S lax hafi veiðzt í sjónum hér S við Norðurland. Var það á \ 5 síldarvertíð og kom laxinn s i í herpinót. —SPB. i ? » I Laxveiðimaður einn, sem hefir mikla reynslu að baki, segir að telja megi mjög líklegt, að hér sé um „Noregslax" að ræða, því þar veiðast árlega nokkrir um og yfir 50 punda. Stjórnmálanámskeiðið NÆSTI FUNDUR á stjórn- málanámskeiðinu verður í kvöld kl. 8,30. Rætt verður um atvinnu- og verkalýðsmál. Nauðsynlegt að allir mæti. BRETADROTTNINGU VEL FAGNAD í PARÍS PARÍS, 8. apríl. — Frá Reuter. ELIZABETH Bretadrottning kom til Parísar í morgun í fjögurra daga opinbera heimsókn og var fagnað ákaflega af manngrúan- um, sem safnazt hafði saman meðfram götunum, sem hún ók um. í fygld með henni var eiginmaðurinn, Philip hertogi af Edinborg. Fréttamenn segja, að París hafi ekki verið með svo glæsilegum há- tíðabrag, síðan foreldrar drottningarinnar komu í opinbera heinr- sókn til Parisar fyrir nálega 19 árum. Þegar hún fór inn um borgarhliðin dundi 101 fallbyssuskot, og mannfjöldinn hóf fagnaðarlætin. Búðir voru skreyttar með sér- stakri viðhöfn, brezki fáninn var víða við hún, og allt virtist hafa verið gert til að móttökurnar yrðu sem allra glæsilegastar. í dag lagði Elizabeth sveig á leiði óþekkta hermannsins við Sigui-bog- ann. Hún er gestur René Coty, forseta Frakklands. Aflamet í Vestm.eyjum Vestmannaeyjar, 8. apríl: SÍÐASTLIÐINN laugardag glæddist afli verulega hjá Vestmanna- eyjabátunum. Kom góður afli á land þann dag. Þó var hann mjög misjafn allt frá 300 fiskum upp í liðlega 80000 fiska og nokkrir bátar komu ekki í höfn vegna þess að þeir höfðu ekki orðið varir við fisk. Aflahæstur var þennan dag mb Sídon V-155 með 66 lestir af fiski. Er það algjört met í Vestmanna- eyjum. Hefir aldrei komið jafn mikið aflamagn þar upp úr einum báti eftir eina lögn. Sennilega er þetta algjört aflamet hér á landi. Skipstjóri á bátnum er Einar Runólfsson, maður innan við fertugt. Næstmesta afla þenn an dag hafði mb Gullborg 59 lestir. BEZTI AFLADAGURINN í gær var aflinn aftur langt um jafnari og var enginn bátur með sérstaklega mikinn afla, en allir með góðan. Alls bárust þá á land 1550 lestir af fiski og er það bezti afladagurinn, sem af er þessari vertíð. —Björn. Maður stórslasast í bíl sínum UM kl. 5 í gærmorgun varð um- ferðarslys hér í Reykjavík. f þetta skipti var það maður í bíl, sem ók á þrjá bíla á innanverðri Freyjugötu og ijósastaur. Tóku sjúkraliðsmenn hinn slasaða, Magna Ingólfsson, Skólavörðu- stíg 21 undan stýri bílsins, sem hann var fastur undir er það gekk aftur við hin miklu högg. Var maðurinn mjaðmargrindarbrot- inn og meira slasaður. Var hann undir áhrifum áfengis. Koíareykur frá Bretlandseyjum MISTUR var í gær yfir megin- hluta landsins og er hér um að ræða kolareyk, sem borizt hefur hingað yfir hafið með suð- austanáttinni, sem verið hefur hér undanfarna daga. ★ Slíkt kemur ósjaldan fyrir, og þessi reykur hefur hing- að til borizt aðallega frá Bret- landi og Skotlandi. Þeir, sem farið hafa utan, t. d. til Bret- lands, munu kannast við svona mistur, sem berst frá reykháfum iðnhéraðanna. ★ í gærkvöldi var þessi kola- reykur frá Bretlandi yfir land- Maður bráðkvadd- ur við höfnina í GÆRDAG varð 73 ára gamall maður, Björn Bjarnason, Lang- holtsvegi 45 hér í bæ, bráðkvadd ur niður við höfn. í trillubáta- höfninni átti hann trillubát og var hann að gæta að honum er hann hné örendur niður. ★ Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna hefur lagt til, að Bandaríkjaþing setji á stofn sérstakan sjóð sem láni löndun- um, er skemmst eru á veg komin, fé til framkvéemda gegn lágum vöxtum og til langs tíma. inu öllu, nema Norðaustur- landi og Austfjörðum. Skyggni hér um suðvestanvert landið var 4—10 km í gærkvöldi kl. 6. Yfir- leitt var þá 6—10 stiga hiti, heit- ast var á Akureyri, 12 stig. — Veðurstofan telur horfur á áfram haldandi suðlægri átt hér á landi næstu daga. Drengur slasasl KEFLAVÍK, 8. apríl. — Um kl. 11 á laugardaginn varð 8 ára drengur, Björn Sigurðsson, Vest. urgötu 17, fyrir áætlunarbíl á Hafnargötunni hér í bæ. Slasaðist drengurinn allmikið og er nú i sjúkrahúsinu. Brákaðist Björn um mjöðmina. Keflavíkurlögregl an biður alla þá er uppl. gætu gefið, að koma til viðtals, eink- um vill hún biðja 2 menn, sem stóðu hjá Kaupfélagsbúðinni að koma til viðtals. S.Í.S. hæhkar kaup starfsmanna MBL. hefur sannfrétt að Sam- band íslenzkra samvinnufélaga hafi hækkað kaup starfsmanna sinna mjög verulega nú fyrir skemmstu og er það mjög at- hyglisvert, ef rétt reynist. Sú hækkun ,sem um er að ræða nemur 8% og var borguð út í desember s.l. fyrir allt árið 1956 og hefur síðan verið borguð mán- aðarlega. Nær þessi kauphækkun til langflestra starfsmanna SÍS. Um þetta hefur ekkert komið fram opinberlega en með því að hér er um að ræða stærsta fyrir- tæki landsins verður sú kaup- hækkun, sem um er að ræða að teljast athyglisverð, ef rétt er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.