Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 6
6 MÖRGV1VBLAÐ1Ð Hussein konungur og Nabuísi deila um Eisen- hower-áœtlun og tram- Laugardagur 13. aprí 1957 TIL URSLITA hefur dregið í Jórdanín milli Husseins kon- ungs og arabísku þjóðernissinn anna undir forustu Nabulsis forsætisráðherra. Víða er litið á deilur þessar, sem átök milli austurs og vesturs, því að Huss ein konungur er vinsamlegur Vesturlöndum, en þjóð- ernissinnarnir eru lærisveinar Nassers hins egypzka og fjand- samlegir Vesturlandamönnum. £n deilan ristir miklu dýpra. Hún snertir sameiningu Araba þjóðanna og tilverurétt smá- ríkisins Jórdaníu. Er álit flestra stjórnmálafréttaritara, að til lítils sé i'yrir Hussein konung að spyrna móti brodd- unum. Jórdanía eigi í rauninni ekki tilverurétt. Hún hljóti að liðast í sundur eða sameinast Sýrlandi. Hið eina sem gæti hindrað upp- lausn Jórdaníu er efnahagsstuðn- ingur á vegum hinnar nýju Eisen- hower-áæílunar og svo hitt, að sýrlenzka ríkisstjórnin treysti sér ekki til að taka við þeim fjár- hagslega bagga, sem Jórjdanía hlyti að verða henni við sam- einingu. SAGA smáríkisins Jórdaníu verð ur rakin til áranna eftir fýrri heimsstyrjöldina. Það var ávöxt- ur þeirrar stefnu Breta „að deila og drottna". Frakkar fengu yfir- ráð Sýrlands og Líbanons "en Bret ar landssvæðin fyrir sunnan, Palestínu og írak. Ákváðu Bretar að stofna sjálfstætt furstadæmi fyrir austan ána Jordan og nefndu það Transjordaníu. Var Bretum sízt á móti skapi, að þetta fursta- dæmi gat ekki orðið sjáJfbjarga, var hrjóstrugt og hafði hvergi næg jarðargæði til að framfleyta íbúunum. Það þýddi að svæði þetta gæti ekki lifað án brezkrar ölmusu og álitu Bretar sér því trygga bækistöð þar í hinum ná- lægu Austurlöndum. Enda var kyrrlátt í Transjordaníu á milli stríðsárunum og fólkið komst sæmilega af með brezkri hjálp. tíð Jórdaníu samningur milli Breta og Jór- daníu, sem átti að gilda í 20 ár. Slíkt pappírsgagn gat bó á engan veg breytt óhjákvæmilegri þró- un. —•— ANDSTÆÐINGAR Breta efld- ust verulega eftir að egypzkir þjóðernissinnar steyptu Farúk af valdastóli. Nasser einræðisherra Egypta er þjóðhetja Jórdana eins og annarra Arabaþjóða. Og þá sauð loks upp úr síðla árs 1955, er Bretar lögðu að Jórdaníu að gerast aðili að Bagdað-bandalag- inu. Arabísku þjóðernissinnarnir efndu til götuuppþota í hverri borg og hverju smáþorpi svo allt ríkið lék á reiðiskjálfi. Til að stilla múginn neyddist Hussein konungur og fylgismenn hans til að hætta fyrirætlunum um inn- göngu í Bagdað-bandalagið og auk þess varð hann að víkja úr landi brezka herforingjanum Sir John Glubb, er hafði um langt skeið verið ráðgjafi konugns. En múgurinn bar á höndum sér upp í valdastólinn hinn slægvitra lýðskrumara Sulei- man Nabulsi, aðdáanda Nass- ers. Síðan hann settist i ráð- herrastól hafa menn spurt: — Hvenær hverfur Jórdanía úr 4 tölu sjálfstæðra ríkja? —•— VELDISSÓL Englendinga hrap- aði nú ört á himni nálægra Aust- urlanda. Egyptar hröktu þá frá Súez-skurðinum og eftir árásina á Súez s. 1. haust urðu þeir óal- andi og óferjandi meðal arabískra manna. Þannig bilaði helzta hald- reipi Jórdaníu. Það var ekki ann- að eftir en að segja upp öllum samningum við Breta en það þýddi að Jórdanía var svipt hin- um árlega 10 milljón sterlings- punda styrk frá Bretum — þriðj - ungi fjárlaganna. Þar með virtist síðasti hornsteinn þessa ríkis fallinn. Hussein konungur gat ekkert aðhafzt lengur þótt ríki hann flyti óðfluga að feigðar- ósi. En hvað gerði Nabulsi for- sætisráðherra? Reyndi hann að hindra þessa þróun? — Nei, hon- um var hún sízt á móti skapi. Því að sú undarlega aðstaða skapaðist að sjálfur forsætisráðherra Jórd- aníu vann að því með öllum ráð- um að leysa upp sitt eigið ríki. Má geta nærri að skoðanir hans og konungsins rákust á þegar í þessu máli. En Nabulsi sagði m. a.: „Jórdanía getur ekki lifað sem sjálfstætt ríki. Við erum staðráðnir í að vinna að sam- einingu Araba-rikjanna. — Fyrsta skrefið í þá átt er sam- eintng Sýrlands og Jórdaníu, vegna þess að gagnkvæmir hagsmunir þessara tvesfgja landa eru meiri en nokkurra annarra Arabaríkja. Við höfum þegar afnumið vegabréfaskoðun á landamær- um ríkjanna og stjórnir beggja landa hafa lýst sig fylgjandi efnahagslegri sameiningu". Þetta voru ummæli Nabulsis síðla árs 1956, en til voru þó í Jórdaníu miklu róttækari arabísk ir þjóðernissinnar en hann, svo sem Baath-flokkurinn. í þing- ræðum sínum nefna fulltrúar hans aldrei heitið Jórdaníu, held- ur alltaf Suður-Sýrland. Og þeir segja: — Höfuðborg okkar er ekki Amman, heldur Damaskus. Þess er einnig skemmst að minn- ast að á s. 1. ári gerðu íbúarnir Mynd þessi vat tekin fyrir nokkrum dögum í Amman, höfuðborg Jórdaniu. Á henni sjást Hussein konungur og á bak við hann hægra megin Nabulsi forsætisráðherra. — Nú virðast þeir skildir að skipt'ksn. í bænum Ramtha við landamær- in uppreisn og tilkynntu að þeir hefðu sameinazt Sýriandi. Stóð svo í nokkra daga að embættis- menn allir í bænum þjónuðu Sýrlandi. Gegn þessari þróun stóð Huss- ein konungur ráðalaus. Hann sá landið renna smám saman eins og sand undan konungdæmi sínu, sem orðið var efnahagslega ósjálf stætt og svipt tengslum við Bret- land. ÞEGAR Eisenhower Bandaríkja- forseti bar fram hina merkilegu áætlun sína um efnahagslegan stuðning við ríki nálægra Aust- urlanda glæddist ný von hjá Hussein konungi um að hann gæti bjargað konungdæmi sínu. Hafa tillögur Eisenhowers haft þau áhrif í Jórdaníu sem í mörg- um öðrum ríkjum á þessum slóð- um að styrkja verulega samtök og baráttuþrek þeirra sem aðhyll- ast samstarf við vestræn lönd. Eisenhower-áætlunin varð ný von og haldreipi Husseins konungs og á hinn bóginn varð hún Nab- ulsi forsætisráðherra þyrnir í augum, því að hann óttaðist að með henni yrði forðað gjaldþroti Jórdaníu. Hafa þeir konungur og forsætisráðherra síðan t,ýnt hvor löðrum fullan og opinberan fjandskap, sem náði hámarki er konungur rak Nabulsi frá völd- um á miðvikudag. SÍÐLA febrúar-mánaðar komu EN eftir síðari heimsstyrjöldina hófst stjórnmálaólga í Palestínu. Gyðingar stofnuðu þar sjálfstætt ríki, sem tók yfir mikinn hluta Palestínu. En Abdullah Jórdaníu- fursti fór með her manns inn í Palestínu, innlimaði hluta af henni í land sitt, tók sér kon- ungstign og stofnaði með því kon- ungsríkið Jórdaníu. Um það er lauk voru 1,1 milljón íbúa í ný.ja konungs- rikinu. Þeir skiptust svo, að 400 þús. höfðu búið í gamla furstadæminu, hæglátir í stjóramálaskoðunum, þá komu 400 þúsund, sem bú- ið höfðu á innlimaða hlut- anum úr Palestínu. Höi'ðu þeir í Palestínu-deilunni „smitazt" af stjórnmálaofstæki og hatri á Bretum. Að lokum kom pólitíska vandamálið mikla — 300 þúsund flotta- menn er flúið höfðu landsvæði er Gyðingar eignuðu sér. Þessi síðasti hópur var eftir alJar raunirnar mjög móttækilegur fyrir hvers kyns niðurrifs áróðri, einkum gegn Bretum, er þeir kenndu allar sínar ófarir. Er auðséð eftir þessa upptaln- ingu, að yiðhorfin í landinu voru •rðin mjög breytt frá því Bretar fóstruðu upp hina friðsælu Trans- jórdaníu. Meirihluti íbúanna var fjandsamlegur Bretum, sem urðu samt að halda áfram efnahags- stuðningi sínum og jafnvel auka hahn. Gegn því höfðu þeir enn um sinn herlið í Jórdaníu og stjórnuðu hinni öflugu Araba- herfylkingu landsins. Árið 1948 var gerður vinátíu- og samstarfs- sfcrifar ur daglega lifinu SVEINN skrifar: Nú er sæluvikunni á Sauðár- króki lokið og bæjarbúar hafa vafalaust aftur tekið sína fyrri ró eftir gleðskap heillar viku. Góður siður ÞAÐ er skemmtilegt tiltæki að halda heila viku hátíðlega. Það er frávik frá hinum venju- lega skemmtanahætti, að gleðjast bara yfir eina helgi eða svo, og háttur Skagfirðinga er miklum mun stórmannlegri að eyða til þess heilli viku. Sæluvikan er lika orðin landsfræg hátíð. Þá varpa menn af sér vinnuföt- unum, klæðast sínum sunnudags- fötum og halda til móts við vini og kunningja og bregða á glens. Skagfirðingar voru manna lík- legastir til þess að hefja slíka skemmtanaviku því þeir eru menn glaðværir og fjörlegir og kunna vei að gamna sér. Reyndin hefur líka orðið sú að önnur héruð hafa farið að for- dæmi Skagfirðinga og tekið upp þennan skemmtanahátt og má þar fyrst telja Húnvetninga, sem nú eru byrjaðir að halda sína Húnavöku. Þessar skemmtivikur eru þjóðlegar og sérstæðar, og eru m.a. mikil hvöt leiklist. og öðrum menningarlegum listum á þessum stöðum úti um land. Færi ekki vel á því að fleiri héruð tækju upp svipaðar skemmtivik- ur? í Skíðalandsmótið ÞETTA sinn mun skíðalands mótið verða haldið á Akur- eyri um páskana. Akureyri er tvímælalaust bezti staðurinn á landinu til vetraríþrótta, skíða- löndin dásamleg upp af bænum og stutt til þeirra að fara. Þar norður frá er unnt að fara á skíði oft allt fram í maí, löngu eftir að allur snjór er horfinn af lág- lendi, því fjöllin eru í slíkri ná- lægð við bæinn, og ekki nema örskammur akstur upp á Vaðla- heiði eða í Glerárdalinn. Ekki er að efa að fjöldi manna mun sækja norður til Akureyrar yfir páskana og njóta þar útivistar og skíðaferða á fjöllum. Kvæði á hljómplötum ÞAÐ tíðkast allmjög hjá öðrum þjóðum stærri og umsvifa- meiri en íslendingar eru að taka upp á plötur ekki einungis söng- lög og aðra tónlist heldur einnig ræður merkra manna og kvæða- lestur til útgáfu fyrir almenning. Þegar maður gengur t.d. um götu í New York eða London og hygg- ur í glugga bókaverzlana sér maður víða hvar þessar hljóm- plötur eru til sölu. Þar má finna ræður manna svo sem Winstons Churchills, Roose- welts og annarra merkismanna Tátinna og lifandi. Þar eru og plötur sem ýmis merkustu skáld þessara landa hafa lesið ljóð sín inn á, m.a. T.S. Eliot og allmörg önnur. Þessar plötur eru að vísu alldýrar, en sala þeirra mun þó vera þó nokkuð mikil enda ger- ist það nú æ algengara að al- menningur eigi grammófóna og kaupi til þeirra safn af plötum. Enn hafa engar slíkar plötur sézt hér á markaðinum, en víst er, að margir yrðu þeir sem gjarnan vildu hlýða á Davið Stefánsson lesa ljóð sín eða önn- ur góðskáldin. Breyttur smekkur TVÍMÆLALAUST eru einhverj ir framkvæmdaörðugleikar á slíku fyrirtæki hér í fámenninu, en ekki er ég í vafa um að þetta fyrirtæki yrði vinsælt og all- góð sala myndi skapast þegar í stað. Stundum er kvartað yfir því að þjóðin vilji ekki lengur lesa ljóð og aðrar fagrar bók- menntir. Er ekki einmitt hér fundin leiðin til þess að gera skáldskap að meiri almenningseign en verið hefur. Nútímamaðurinn er oft sakaður um að hann vilji fá allt upp í hendurnar, helzt hlýða á út- varp eða sitja og horfa á sjón- varp. Meira vilji hann ekki leggja á sig til þess að öðlast fróðleik eða skemmta sér. Og í sjálfu sér er ekkert illt við það þótt bóka- útgefendur taki tæknina í þjcn- ustu sína í samræmi við breytt- an smekk fólksins. fjórir þjóðhöfðingjar Araba- ríkjanna saman til fundar í Kairo. Það voru þeir Kuwatly forseti Sýrlands, Hussein Jórdaníu-kon- ungur, Nasser forseti Egyptalands og Saud Arabíu-konungur. Hinrt síðastnefndi var nýkominn úr heimsókn til Bandaríkjanna og gerðist hann boðberi Eisenhower- áætlunarinnar. Sá eini sem fylgdi honum í stuðningi við áætlunina var Hussein. Hann taldi að Araba þjóðirnar ættu tvímælalaust að taka boði Eisenhowers og fagna þeim mikla skilningi sem í því birtist á fjárhagslegum örðug- leikum Araba. Áður en þetta gerðist hafði Hussein konungur ekkert þor- að að aðhafast. Hann var eins og milli steins og sleggju. En er heim kom af Kairo-fund- inum varð hann djarfur og ákveðinn í framkvæmdum. Hann safnaði nú saman undir sinni forustu sundruðu liði þeirra er hliðhollir voru Vest- urveldunum og hct á þá sem á milli höfðu staðið óákveðnir að viðhalda rikinu. Nú var fjárhagslegur grundvöllur aft- ur fundinn. Og hann tók að grípa fram fyrir hendur ríkis- stjórnarinnar. M. a. lét hann stöðva innflutning, sem hafði viðgengizt á gífurlega miklu áróðursefni frá Rússlandi og sendiboða Tass-fréttastofunn- ar lét hann reka úr Iandi. Þá birti hann þýðingarmikla yfir- lýsingu í trássl við rikisstjórn- ina um að hindra. yrði út- breiðslu kommúnismans. —%— NABULSI forsætisráðherra svar_ aði með því að ferðast um land- ið og flytja áróðursræður gegn konungi og Eisenhower-áætlun- ínní. Báru ummæli hans vott um að hann sagði konungi algert stríð á hendur. í útvarpsra-ðu einni hafnaði Nabulsi algerlega Eisenhower-áætluninni en kvaðst hins vegar fús vilja þiggja efna- hagsaðstoð frá Sovétríkjunum. Og í ræðu sem hann flutti í bæn- um Nablus skammt fyrir norðan Jerúsalem, sagði hann m. a.: — Hver sendir Eisenhower forseta til að skipta sér af stjórnmálum okkar? Heldur hann kannski, að Allah hafi sent hann til okkar sem nýjan spámann? Við þurfum ekki nýjan spá- mann, sem kemur af stað nýj- um illindum og sundrungu meðal Araba-þjóða. Við skul- um sameinast og vinna aftur okkar feðraláð, sem Gyðingar hafa stolið. Við verðum aS vernda sjálfstæði okkar og uppræta heimsvaldastefnuna í landi okkar. Það getum viff ekki nema allar Arabaþjoðir sameinist. Eftir slíkar áróðursræður, sem jafnvel var beint rakleitt gegn konungi hlaut að því að draga að konungur sendi Nabulsi fyrir- mæli um að láta af embætti. Það er ekki enn útséð um, hvernig deilunni lyktar. En stað- reynd er að Jórdanía á sér í raun inni ekki tilverurétt sem sjálf- stætt ríki. Hussein konungur mun þó berjast fyrir viðhaldi konungdæmis síns unz yfir lýkur. Hann er líka orðinn öflugri og Nabulsi er orðinn veikari ea hann var fyrir nokkrum vikum. Þ. Tii-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.