Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 15. apríl 1957 FRÁ S.U.S. RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON „Okkur vuntur stöCugu og góiu utvinnu“ „Meðan svo er leitar unga fólkib hurfu til ómetanlegs tjóns fyrir sitf pláss, þar sem það kysi helzt að eiga heima" Rabbab v/ð Kára Jónsson frá Sauðárkróki Kommún- istamótið ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Ung- verja er sem kunnugt er 15. marz. 1 tilefni af því birtist 16. marz s.l. mynd hér á æskulýðssíðunni. Myndin er af ungverskum stúd- entum, þar sem þeir við fótstall styttu þjóðskálds síns, Petöfi, sverja þess dýran eið, að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar. Út af þessu birtist hatrammur reiðilestur á æskulýðssíðu Þjóð- viljans í fyrradag. Sérstaklega finnst greinarhöfundi smekklaust að ekki skuli birtast lofgerð um Rússa við hlið ungverska þjóð- skáldsins, og ekki nóg með það, heldur er dálkurinn notaður í þeim svívirðilega tilgangi að fletta ofan af raunverulegum til- gangi heimsmóts kommúnista- æskunnar í Moskvu í sumar Áróðursbæklingur, sem gefinn hefur verið út í tilefni af þessu móti hefst á orðunum: „Varan- legur friður og vinátta allra þjóða, hlýtur að vera ósk alls æskufólks. Strið og hatur hafa jafnan bitnað harðast á ungu kyn slóðinni“. Þetta hljómar nú heldur öðru- visi en heimdellingarógurinn! Undir þetta merki er ekki ama- legt að fá að fylkja sér! Og þá dettur manni allt í einu aftur í hug ungverska myndin og ungi stúdentinn, sem sést vera að hvetja félaga sína til baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði ættjarð- ar sinnar. Hvað skyldi hann segja? Segir hann ef til vill: „Varanlegur frið- ur og vinátta allra þjóða, hlýtur að vera ósk alls æskufólks.“ Því skulum við halda til Moskvu og læra þar meira um varanlegan frið og vináttu en Rússarnir komust yfir að kenna okkur í vetur. Skaði, að margir jafnaldr- ar okkar eru hlaupnir úr landi í ævintýraleit og einhverjir glöt- uðust á annan hátt í friðar- og vin áttukennslu Rússa í vetur, ann- ars hefðu þeir komið með. Stríð og hatur hafa jafnan bitnað harðast á ungu kynslóðinni. Ung- verskur æskulýður! Þetta vita Rússar gerst! Til Moskvu, til Moskvu!“ „Ajæja, óekki", sagði Björn í Brekkukoti. í framangreindum bæklingi, sem er stórfróðlegur, kennir margra grasa, og dagskrá móts- ins lýst með mörgum fögrum orðum, en hún verður svo fjöl- breytt, að engum þátttakenda er kleift að fylgjast með öllu, sem fram fer. Eftirfarandi dæmi gefa til kynna fjölbreytnina, en er þó engan veginn tæmandi. Opnunarhátíð á stórum íþrótta- leikvangi (103 þúsund sæti). Þjóðdansasýningar frá flestum löndum. Eldhátíð nýlenduæskunnar. Stórieostlegur grímudansleikur í Gorki-skemmtigarðinum. Heimsóknir í verksmiðjur og samyrkjubú. Listdans, leiksýningar, brúðu- leikhús. Alþjóðleg keppni í hljóðfæra- ieik. J azzhl j ómleikar Ferðir út fyrir Moskvu. Alþjóðl. ljósmynda- og frí- merkjasýningar. Fundir æskufólks með sömu áhugamál. íþróttamót á borð við Olympíu leikana. Hljómleikar heimsfrægra ungra listamanna. Kórar frá öllum heimshlutum. Sérst. hátíð sveitaæsku með dansi og söng. ÆSKULÝÐSÍÐAN frétti af því í gær að hér í bænum væri stadd- ur um stundarsakir einn af forystumönnum ungra Sjálf- Kári Jónsson stæðismanna í Skagafirði, Kári Jónsson frá Sauðárkróki. Tíðinda- maður siðunnar tók hann tali og spurði hann almæltra tiðinda úr Skagafirði. Bátsferðir á fljótum og vötnum í nágrenni Moskvuborgar. Margskonar Eynningarfundir æskulýðs einstakra landa. ICeppni í þjóðdönsam. Skautakeppni innanhúss. Alþjóðleg kvikmyr.dahátíð Sirkussýningar. Fundir æskufólks úr sömu starfsgreinum. Sérstök dagskráratriði fyrir stúdenta með fundum og kynnis- ferðum. Alþjóðl. dansleikur í Kreml. Nú skyldi venjulegur maður ætla, að menn þyrftu að halda allvel á spöðunum, til þess að njóta þó ekki væri nema nrafls af allri þessari dagskrá á hálfum mánuði. Og enn skal undirstrikað í margnefndum bæklingi „í ávarpi hennar (þ.e. undirbúningsnefnd- in) til heimsæskunnar var lögð á það rík áherzla, að engar stjórn mála- eða trúarskoðanir muni öðrum fremur sitja í fyrirrúmi á mótinu“. Nei, kommúnista ráða engu á þessum mótum! Það er auðvitað aðeins tilvilj- un að þessi mót eru hvergi hald- in utan Rússlands og leppríkj- anna. Kommar koma þar hvergi nærri. En nú vill svo til, að íslenzkur æskulýður lætur kommúnista ekki ginna sig. Lýðræðissinnaður æskulýður veit vel, að kommún- istar eru að reyna að véla hann til þátttöku í för þessari til að fá stimpil hlutleysis á mótið. Það mun kommúnistum ekki takast. Lýðræðissinnaður æskulýður situr heima, þegar lúðrar kúgar- anna gjalla! „Þú ert nýkominn að norðan, Kári?“ „Já, ég kom rakleiðis af sælu- vikunni okkar á Sauðárkróki". „Var hún ekki vel heppnuð?" „Jú, hún tókst mjög vel enda var veður hið fegursta allan f.ím- ann, en það hefur að sjálfsögðu mikið að segja“. „Var margt aðkomufólk?“ „Aðkomufólk skipti hundruð- um er mér óhætt að segja. Sæiu- vikan er fyrst og fremst sótt af innanhéraðsmönnum en einnig af fólki hvaðanæva að af landinu og eru þar oftastnær gamlir Skag- firðingar á ferð“. „Hvernig eru samgöngur í hér- aði?“ „Færð er fremur erfið innan- héraðs, aðallega sökum aur- bleytu á vegum. Ég held þó að ’Skagfirðingar- hafi ekki látið það aftra sér frá að sækja sæluvik- una“. „Hvert er starf þitt, Kári?“ „Ég starfa við afgreiðslu í verzlun“. „En hvernig eru atvinnuskil- yrði almennt á Sauðárkróki?“ „Síðan á áramótum hefur at- vinna verið mjög rýr. Á staðnum eru að vísu tvö nýleg frystihús en þau hafa lítið sem ekkert starfað sökum hráefnisskorts. — Togarar hafa landað einstaka sinnum og þá aldrei nema sma- slatta í hvert skipti. Útgerð frá staðnum hefur verið lítil. Upp á síðkastið hafa tveir þilfarsbátar verið gerðir út og ennfrernur nokkrar trillur". „Hvernig hefur aflazt?“ „Afli hefur verið sæmilegur“. „Er langt sótt?“ „Nei, fremur stutt. Út með Skaga ög út í Álinn sem við köll- um“. „Hvernig eru hafnarskilyrðí?“ „Þau eru fremur erfið, aðal- lega vegna sandburðar sjávar- gangs. Hafnarskilyrði þyjjfcti að bæta verulega“. „Hvað telurðu vænlegast til úrbóta í atvinnumálum ykkar?“ „Fyrst og fremst stöðugar físk- landanir togara. Það er lífsskil- yrði að geta haldið frystihúsun- um gangandi. Þess má raunar geta, að fjárskortur hefur mjög þrúgað frystihúsin en það er ekki von að framleiðslufyrirtæki beri sig sem skortir hráefni“. „Nokkrar stórframkvæmdir? “ „Sjúkrahús er í smíðum og ný sundlaug verður væntanlega tek- in í notkun í sumar". „Hvernig eru skilyrði fyrir félagsstarfsemi unga fólksins?" „Þau eru góð. Við höfum ágætt samkomuhús og góðan íþrótta- völl til dæmis. Ég get ekki annað séð en skilyrði fyrir ungt fólk að eiga heima á Sauðárkróki séu öll hin ákjósanlegustu hvað það snertir. Það er aðeins eitt sem á skortir. Okkur vantar stöðuga og góða atvinnu. Meðan svo er leitar unga fólkið burtu til ómetanlegs tjóns fyrir sitt pláss, þar sem það kysi miklu helzt að ei'ga heima“. „Hvernig hefur félagslífið ver- ið í vetur?“ Þróttmikil „Þórs" á ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akranesi var formlega stofnað þann 21. jan. 1946. Stofn- endur voru 34 ungir menn og kon ur á Akranesi, og var fyrsti for- maður Egill Sigurðsson. Starfsemi félagsins hefir frá upphafi verið mikil og fjölbreytt og síðustu 4 árin hefur hún verið samfelld. Haldin hafa verið nokk- ur námskeið, fundir margir, kvöldvökur, ársfagnaðir, héraðs- mót og spilakvöld, en sá þáttur starfseminnar hefir verið með hvað mestum blóma síðustu ár- in. Þau hafa alltaf verið mjög vel sótt og þótt sérstaklega skemmtileg og vinsæl dægra- stytting í skammdeginu, enda hefir orðið að takmarka þátt- töku, þrátt fyrir mikið og rúm- gott húsnæði. Af starfsemi síðasta árs er það helzt, að haldin voru tvö mót, þ. e. vormót með S.U.S. og héraðs- mót í Ölver. Einnig nokkrir fund ir um bæjarmál og landsmál. Meðal ræðumanna á þessum „Það hefur verið fjörugt. Sam- komur haldnar svo sem venja er til, leikstarfsemi og fleira“. „Hvað um starfsemi ykkar í Félagi ungra Sjálfstæðismanna í Skagafirði?" „Mér er óhætt að segja að hún hefur verið góð. Síðastliðið ár beindist starf okkar að sjálfsögðu fyrst og fremst að kosningunum en til undirbúnings þeirra lagði félagið drjúgan skerf". „Hvað er framundan?" „Við munum sennilega halda aðalfund í byrjun maí-mánaðar. Um mánaðamótin maí-júní er áformað að halda fjórðungsþing ungra Sjálfstæðismanna á Norð- urlandi. Verður það haldið á Sauðárkróki". „Segðu mér að lokum: Hverjir eru í stjóm Félags ungra Sjálf- stæðismanna í Skagafirði?" „Jón Björnsson, Bæ, er for- maður en aðrir í stjórn eru: Haraldur Árnason, Sjávarborg, Bjarni Jóhannsson, Miðhúsum, Kristján Skarphéðinsson, Sauðár- króki, og Hörður Pálsson, Sauð- árkróki“. Ég þakka Kára Jónssyni frá Sauðárkróki góð og greið svör og óska honum góðrar heimferðar. starísemi Akranesi Jón. Ben. Ásmundsson, formaður Þórs mannfögnuðum hafa verið þeir Pétur Ottesen, Bjarni Benedikts- son, Magnús Jónsson og Þorvald ur Garðar Kristjánsson. Um síðustu helgi var haldinn ársfagnaður Sjálfstæðisfélaganna og sérstök barnaskemmtun. Fór hvort tveggja sérstaklega vel fram, enda var mjög vandað til dagskrár, sem hlaut mjög góðar undirtektir. Var hús þétt setið í bæði skiptin. Þá er í ráði að halda vormót með S.U.S. um miðjan maí n.k. og verður nánar skýrt frá því síð- ar í blaðinu. Framtíðarverkefni eru nóg, enda eru félagsmenn staðráðnir í því að láta hendur standa fram úr ermum. Er m.a. mikill áhugi ríkjandi fyrir því að koma á nán. ara samstarfi og kynningu milli einstakra félaga úti á landi og er vænzt góðrar undirtektar í því sambandi þegar að því kemur. Núverandi formaður Þórs er Jón Ben. Ásmundsson, en aðrir í stjórn eru: Guðmundur Jóns. son, ritari, Guðjón Guðmunds- son, gjaldkeri, Jónína Þorgeirs- dóttir, Margrét Ármannsdóttir, Gunnar Davíðsson og Hörður Jó- hannesson. (Frétt frá S.U.S.) STJÓRN TÝS, F.U.S., KÓPAVOGI Fremri'röð frá vinstri: Edda Baldursdóttir, Kristinn Wium (form.), Magnea Wathne. — Aftari röð frá vinstri: Baldur Sigurgeirsson, Birgir Ás. Guðmundsson, Einar Einarsson, Sigurjón Valdimarsson (endurskoðandi), Pálmi Lórenssor.. Frá Sambandsfélögum II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.