Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 12
13 MORCVNBLAfíl* Laugardagur 13. aprí 1957 XJtg.: H.f. Axvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. - Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. íslendingum hótað RÚSSAR HAFA nú beint hótun- um sínum um gjöreyðingu gagn- vart íslendingum. Hér er um til- raun að ræða til þess að hræða íslendinga og kljúfa þá frá varn- arsamtökum vestrænna þjóða. En hér er og um að ræða rúss- neska íhlutun um íslenzk mál. Hver þjóð hefur bæði rétt og skyldu til að tryggja landi sínu varnir og það er mál hverrar þjóðar að ákveða á hvern hátt hÚH telur bezt séð fyrir ör- yggi sínu. Hvorki fslendingar né aðrar lýðræðisþjóðir á Vestur- löndum fara eftir rússneskum vilja í þeim efnum, heldur ákveða sjálfar og á eigin ábyrgð hvað þær gera sér til verndar. fslend- ingar eru smáþjóð, sem enginn getur vænzt af annars en ein- lægs friðarvilja. Engum kemur til hugar að íslendingar hafi tek- ið upp varnir í sambandi við aðr- ar lýðræðisþjóðir í árásarskyni á eina eða aðra þjóð. Vestræn varn- arsamtök og þátttaka íslendinga í þeim er tilkomin vegna hætt- unnar á ofbeldisárásum af hálfu Sovét-Rússa, sem höfðu sýnt það með undirokun margra vest- rænna þjóðlanda, hve hættan er geigvænleg, sem stafar af rússneskri yfirdrottnarstefnu. ís- lendingar munu ekki láta hræða sig af réttri braut, heldur munu þeir láta dómgreind' sjálfra sín ráða stefnunni. Undanfærsla Hermanns Jónassonar Það vekur alveg sérstaka furðu í sambandi við þessa hótun í garð íslendinga, að Hermann Jónasson skyldi ekki grípa tækifærið og játa því fúslega að hafa samráð við Sjálfstæðisflokkinn um það, sem frekar kynni að gerast milli íslenzku og rússnesku ríkis- stjórnanna í framhaldi af hót- un Rússa. Með því hefði hann sýnt einingu íslenzku þjóðarinn- ar en ráðherrann tók þann kost- inn, að færast undan að lofa slíku samráði. Sjálfstæðisflokknum fylgdi við síðustu kosningar nær helmingur allra kjósenda í land- inu og hefði því loforð um sam- ráð við hann sýnt betur enn nokkuð annað, einingarvilja landsmanna gegn erlendri íhlut- un um mál hennar og hótunum stórveldis í garð íslenzku þjóð- UTAN ÚR HEIMI ) Hann sneri eiginkonunni, en ekki abbadísinni M, Byiðomar þyngdar enn FRUMVARPIÐ um stóreigna- skattinn er nú loks komið fram. Það var boðað fyrir allmörgum mánuðum síðan að von væri á frumvarpi til slíkrar lagasetning ar en það er nú fyrst, þegar langt er liðið á aðgerðalítið þing, sem þetta stjórnarflumvarp sér dagsins ljós. Skattalagning, eins og sú, sem hér er um að ræða kemur vita- skuld hart niður á rekstri at- vinnutækjanna. Mjög mikill hluti þeirra eigna, sem þessi skattur kemur niður á, er fyrst og fremst eignir, sem bundnar eru við ýmiss konar rekstur og fram- leiðslustarfsemi landsmanna. Skattlagningu þessa verður þess^, vegna fyrst og fremst að skoða frá því sjónarmiði, hvaða áhrif hún hefur á þjóðarbúskapinn í heild. Með því að taka á þennan hátt stórfé, sem er bundið í fram- leiðslunni og öðrum rekstri, er miðað að því að stofna til sam- dráttar 1 atvinnulífinu, sem hlýt- ur að leiða til minnkandi atvinnu og versnandi lífskjara fjölda manna. Þótt sagt sé að slíkur skattur, sem kenndur er við „stóreignir", komi í fyrstu lotu beinast niður á tilteknum ein- staklingum, þá er það ekki einu sinni hálfur sannleikur, því skatt lagningin híýtur að hafa mikil og óheppileg áhrif á afkomu þjóðarheildarinnar. Þá er framkomið annað stjórn- arfrumvarp, sem felur í sér á- kvæði um enn nýja skatta og skyldusparnað, sem notaður verði til að standa undir lána- starfsemi til byggingafram- kvæmda. Hvað sem verður sagt um þessar ráðstafanir, þá sýna þær þó ljóslega, að ríkisstjórnin viðurkennir, að bankastofnanir landsins höfðu rétt fyrir sér, er þær töldu, að vegna samdráttar á sparifjárforða bankanna, væri þeim ekki unnt að halda uppi þeirri lánastarfsemi til íbúða- bygginga, sem af þeim var kraf- izt. Eru því ásakanir og stóryrði af hálfu ríkisstjórnarinnar og blaða hennar í garð bankanna niður fallnar. Því vitaskuld er augljóst, að ekki hefði þurft að finna nýjar leiðir til að afla fjár með sköttum og skýldusparnaði, þegar frjáls sparnaður dregst saman, ef bankarnir hefðu verið aflögufærir. orgun nokkurn árið 1840 klæddi ung móðir í Lousi- ana í Bandaríkjunum son sinn, 2Vfe árs gamlan, og sendi hann út að leika sér við heimilishund- inn. Á meðan drengurinn var að hlaupa um með hundinum, kom hann of nærri sjóðandi sykur- keri og datt í það. Hann lifði í 43 tíma eftir það með ægilegum kvölum. í dagbók móður hans .er sagt frá dauða hans og hinni löngu vöku við dánarbeðinn með þremur nístandi orðum: „Fórn! Fórn! Fórn“. Dauði drengsins markaði sár þáttaskil í lífi merkilegrar konu — lífi sem hófst í glæsilegu há- stéttaheimili i Fíladelfíu og lauk í rómversk-kaþólsku klaustri. Það er ekki loku fyrir það skot- ið, að hún verði gerð að dýrlingi. i augum hinnar fallegu og lífsglöðu Cornelíu Connelly var dauði sonar hennar skýrt og yfirþyrmandi svar við bæn henn- ar daginn áður: henni fannst hún vera of lífsglöð og hamingjusöm og bað um að fá að færa ein- hverja fórn þannig að kærleikur hennar til Guðs fengi dýpri merkingu. Orsökin til lífsgleði hennar og guðhræðslu var eig- inmaðurinn, Pierce Connelly, sém jafnframt átti sök á flestu, sem yfir hana gekk í storma- sömu lífi hennar. Hann var geð- þekkur maður, gæddur óvenju- legum sefjunarhæfileikum, en reikull í trúmálum. I ierce var ungur prest- ur í Biskupakirkjunni í Fíla- delfíu. Hann sýndi óvenjumik- inn áhuga og framsækni allt frá því er hann gekk að eiga hina velættuðu og hámenntuðu Corne- liu Peacock árið 1831. Hann fór með hana til Missisippi, þar sem honum hafði boðizt prestakall og prédikaði þar í fjögur ár. Þá sagði hann allt í einu af sér prestskap og gerði heyrinkunn- ugt að hann ætlaði að gerast rómversk-kaþólskur. Cornelía hafði sínar efasemdir eins og sjá má á þessum ummælum hennar: „Eg hélt einu sinni, að allir kaþólskir prestar væru verkfæri djöfulsins“. En hún skrifaði í bréfi til systur sinnar: „Ég er reiðubúin að beygja mig undir allt það, sem elskulegur eiginmaður minn álítur veg skyldunnar". Pierce Conneliy — eiginmaður, kaþólskur prestur, trúskiptingur. 1 ierce var í engum vafa um veginn: hann lá beint til Rómaborgar. Cornelía skipti um trú og gerði fyrstu játningu sína í New Orleans, áður en þau sigldu til Ervópu. En Pierce hafði meiri dramatíska gáfu og gerði ekki sína fyrstu játningu fyrr en hann kom til Vatíkans- ins. Léttleiki Cornelíu og lipurð eiginmanns hennar gerðu þau brátt vinsæl í samkvæmum æðstu manna við páfa-hirðina. Þegar þau komu aftur til Bandaríkj- anna, tókst Pierce á hendur kennslu við kaþólskan háskóla í Louisiana. Þar urðu þau hjónin að þola hið þunga áfall, sem skýrt var frá í upphafi þessarar frásagnar, þegar sonur þeirra brenndi sig til bana. í há- skólanum var Pierce eini leik- maðurinn meðal kennaranna, hinir voru prestar. Hann sagði konu sinni nú af nýjustu hug- mynd sinni: hann ætlaði að gerast prestur. En þessari á- Cornelía Connelly — eiginkona og abbadís. kvörðun fylgdi þungbær kvöð: Cornelía varð að gerast nunna. E, nda þótt Cornelia væri nú orðin einlægur kaþóliki, var hún líka ástrík móðir tveggja barna og það þriðja var á leið- inni. En hún beygði sig einnig í þetta sinn undir vilja og dóm manns síns. Fjórum árum síðar voru þau löglega skilin í Róm. Árið 1844 tók regla hins Helga hjarta við henni sem umsækj- anda. Elzta barn þeirra hjóna var sent í kirkju-skóla, en Cornelía fékk að hafa tvö yngri börnin hjá sér í klaustrinu. Þau voru Ady 9 ára og Frank 3 ára. B, æði Pierce og Corne- lía áttu óvenjulegu gengi að fagna innan kaþólsku kirkjunn- ar. Pierce var vígður sóknar- prestur eftir eitt ár, og var það einsdæmi. Enda þótt Cornelía væri enn umsækjandi, fékk hún skipunarbréf frá páfanum, sem var jafnvel enn furðulegra en vígsla manns hennar. Hún átti að fara til Englands og stofna þar nýja kennslu-reglu. Árið 1846 setti Cornelía ásamt tveim- ur ný-nunnum á stofn klaustur og skóla fyrir fátæklinga í Derby í Englandi. Hin hlýðna og undirgefna Cornelía sýndi nú nýja hlið á persónuleika sínum sem abbadís í þessu litla klaustri. Hún fékkst við byggingamenn og kaupmenn með mikilli röggsemi og kom fótum undir hina ungu reglu. M, eðan þessu fór fram, kom Pierce til Englands til að kenna syni mikilsvirts kaþólsks aðalsmanns. Hann reyndi nú að hafa hönd í bagga með stjórn- inni á klaustri fyrrverandi eig- inkonu sinnar. Meðan þau voru í Róm sáust þau tíunda hvern dag eftir skilnaðinn, en í Eng- landi mótmælenda gátu jafnvel heimsóknir, sem vakað var yfir, komið af stað sögum um sið- leysi í klaustrunum. Æðstu menn kirkjunnar urðu uggandi þegar Pierce brauzt inn í klaustur Cornelíu. Sár yfir gauragangin- um, sem af þessu hlauzt, hefndi Pierce sín með því að taka öll börn þeirra með sér til Italíu. Árið 1848 kom hann aftur til Englands og réðst til inngöngu í klaustur Cornelíu. Hann hélt sex klukkustunda skammaræðu yfir kapelláninum, þegar Cornelía neitaði að taka á móti honum. þessum árum var mikill trúmálastyr í Englandi og kaþólska kirkjan átti í vök að verjast. Næsta skref PierCes hlaut að vekja óhemju athygli. Árið 1849, skömmu eftir að hon- um hafði mistekizt að ná í kardínála-hattinn, breytti hann til á ný: „hollusta mín við Róm var glæpsamleg villa". Hann af- neitaði prestskapnum og höfðaði mál gegn Cornelíu þar sem hann krafðist þess, að honum yrði aft- ur veittur réttur eiginmannsins. Hann vann málið. Cornelíu var skipað að fara úr klaustrinu og til eiginmanns síns, en hljóta fangelsi ella. Vikum saman hafði Cornelía ferðaföt í klefa sínum. svo hún gæti flúið úr landi í snatri, ef Pierce eða yfirvöldin reyndu að taka hana. Um það gekk líka orðasveimur, að Pierce væri á skipi undan ströndinni reiðubúinn að ræna henni. Vx ornelía skaut máli sínu til brezka leyndarráðsins, og vann það. En þá hafði það þegar vakið almenna athygli. Blöðin voru full af árásum og gagnárásum kaþólika og mótmæl enda, og þessar deilur bárust jafnvel til Ameríku. Pierce varð aftur prestur í Biskupakirkj- unni, eftir að hann Hafði um sinn verið í sértrúarflokki, sem spáði skyndilegri endurkomu Krists. Hann stýrði baráttunni við Róm og sendi frá sér ógrynni bækl- inga, þar sem hann sagði m. a. að einlífi klerka væri goðsögn, sem ætti enga stoð í kenningum eða líferni kaþólskra. 1. ierce hélt áfram bar- áttunni til dauðadags árið 1883, en þá var hann áttræður. Corne- lía dó sjötug, árið 1879, og hafði þá regla hennar stórum vaxið, en vegna ofangreindra atburða fékk hún ekki endanlega viður- kenningu páfans fyrr en 8 árum eftir dauða Cornelíu. Nú hefur þessi regla 36 skóla í Englandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Þegar fyrirmenn kaþólskra fara að dæma um möguleikana á að gera Cornelíu að dýrlingi, munu þeir eflaust athuga eftirfarandi orð í dagbók hennar, skrifuð áð- ur en hún sótti um að verða nunna: „Við ættum að verða dýrlingar til dýrðar Guði. Guð vill að ég verði dýrlingur. Ég vil verða dýrlingur. Þess vegna mun ég verða dýrlingur. Lifa um alla Eilífð. Eilífð. Eilífð“. Árshátíð Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi SJÁLFSTÆÐISFÉLöGIN í Kópa vogi efndu til árshátíðar föstud. 5. apríl í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Jón Þorsteinsson setti samkomuna. Axel Jónsson formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Kópavogi flutti á- varp. Önnur dagskráratriði voru Upplestur, frú Helga Valtýsdótt- ir leikkona; kvikmynd frá Heklu gosinu; gamanþáttur, Ármann Tryggvason. Að lokum var stig- inn dans og honum stjórnaði Axel Helgason af miklum skör- ungsskap. Húsfyllir var og fór samkoman mið bezta fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.