Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 14
H MORGVNBLAÐ1B 13. *prfl 1957 Fyrir markvisso bardttu verkalýðslélaganno nýtur bandarísk alþýða hinna beztu kjura Friðleifur I. Friðriksson skrifar um verkalýðsmál Bandaríkjanna Bandarikjanna lifa blökkumenn Baustið 1955 var nokkrum forystumönnum í islenzkri verkalýðshreyfingu boðið í kynnisferð til Bandaríkjanna. Meðal þátttakendanna var Friðleifur I. Friðriksson, form. Vörubílstjórafélagsins Þrótt- ar. Hefur hann síðan skrifað ailmargar greinar, eða ferða- minningar, sem hafa birzt oft með nokkru millibili hér í Maðinu. Grein sú, sem hér birtist er bút tíunda í röðinni og fjallar almennt um verkalýðsmál Bandarikjanna. Með henni er lokið þessum greinarflokki. ★ Aðaltilgangur heimsóknar okk- ar félaganna til Bandaríkjanna var að kynna okkur verkalýðs- mál og lífskjör bandarískrar al- þýðu. í öllum fyrri greinum mínum hef ég meira eða minna komið inn á þessi málefni. Hvarvetna þar sem við komum á vinnustaði og í verksmiðjur gengum við á tal við verkamennina og starfs- fólkið til þess að fraeðast um kjör þeirra af þeirra eigin munni og hef ég viða greint frá þessum samtölum, sem þegar gefa nokkra hugmynd um að kjör bandarískrar alþýðu eru senni- lega betri en á nokkrum öðrum stað í heiminum. MÖRG RÍKI — MARGBREYTl- LEG KJÖR Nú langar mig að lokum að ræða almennara um verkalýðs- mál og lífskjör manna í þessu víðlenda sambandsríki. Þetta er þó svo margbrotið verkefni, að það er að sjálfsögðu ógerlegt að gera því tæmandi skil í blaða- grein. Bandarikin samanstanda af 48 ríkjum, sem hvert um sig fer með stjórn á sínum innan- rikismálum. Einnig skapar lega ríkjanna þeim hverju fyrir sig ýmsa sérstöðu í framleiðslu og atvinnumálum. Iðnþróun ríkj- anna er á mjög mismunandi stigi. Af þessu öllu leiðir það að sjálfu sér að greiðslugeta hinna ýmsu atvinnuvega á ýmsum svæðum er mismunandi og að samningar verkalýðsfélaga um kaup og kjör verða því mismunandi eftir ríkj- um, jafnvel þó um samskonar atvinnugrein sé að ræða. Sambandsstjórnin og sam- bandsþingið hafa þó nokkuð hlut azt til um verkalýðsmál. T.d. er lögleidd í Bandarikjunum 40 stunda vinnuvika og lágmarks- laun eru nú 1 dollar á klst. jafn fyrir konur og karla, í öllum iðn greinum er framleiða vöru. sem flutt er úr einu riki í annað. Er talið að þessi lög nái til um 24 milljóna manna. Lögin um lág- markslaun og einnig ákvæði um ellistyrki og atvinnuleysistrygg- ingar voru sett í stjórnartíð Roosevelts forseta. >au hafa ekki verið skert síðan, en margt í þeim endurbætt, og hafa lögin reynzt mjög vinsæl meðal almennings. FRJÁLST SAMKOMVLAG Lagaákvæði þessi hindra það að sjálfsögðu ekki, að verkalýðsfélög og vinnuveit- endur semji sín á milli um betri kjör vinnuþeganna. Laun eru einnig víðast hærri en í þeim er kveðið á um, og mtjög víða er nú komin á styttri vinnuvika, með hin- um nýju og furðulegu sjálf- virku tækjum, sem allar hinar stærstu verksmiðjur eru að taka í notkun. Launakjör, vinnutími o.s.frv. er því frjálst samkomulagsatriði og eins og fyrr segir, nokkuð breytilegt eftir aðstæðum. Ófag- lærðir verkamenn fá oft 1,50 doll ar til 1,65 dollar á klst. í dag- vinnu og konur þetta frá 1,03 til 1,75 dollar á klst. Faglærðir iðnaðarmenn fá 2,21 —4,25 dollar á klst., t. d. raf- virkjar 4,25 dollar á klst., en almennast iðnaðarmarmakaup er 2,74—3,50 dollar á klst. í dag- vinnu. Samkvæmt samningum verka- lýðsfélaganna við vinnuveitend- ur er svo öll eftir- og helgidaga- vinna greidd með 50—100% á- lagi og vaktavinna með 10% álagi. 17 MILLJÓN FÉLAGAR Af um 170 milljónum manna sem nú búa í Bandaríkjunum er talið, að um 60 milljónir geti talizt það sem kallað er laun- þegar og að af þeim geti um 45 milljónir átt heima í verka- lýðsfélögum. Nú er talið að það séu um 17 milljónir meðlima í verkalýgsfé- lögum Bandaríkjanna. Eru þau þar með öflugri og mannfleiri en verkalýðshreyfing nokkurs ann— ars lands og er þó eftdr mikill óplægður akur, fjöldi stétta, sem eiga eftir að skipuleggja sféttar- félög sín. T. d. eru verzlunar- menn ekki í skipulögðum stétt- arfélögum. Talið er að þeir séu um 10% miljón og virtist mér að þeir hefðu talið sig of fína til að taka þátt í verkalýðs- samtökum, þrátt fyrir frekar lág laun og langan vinnutíma. Fróðir menn um þessi mál töldu þó að á þessu væri að verða sýnileg breyting. Vonir stæðu til, að þessi fjölmenna stétt myndaði sín fé- lög og tæki upp samstarf við aðrar stéttir um hagsmunamál sín. Fleiri stéttir mætti til nefna, sem ýmist hafa engin félagssam- tök, eða þá svo fémenn og illa skipulögð, að þau koma að litlu eða engu gagni. t»ar á meðal eru barnakennarar. skrifstofufólk, bankastarfsmenn, veitingamenn, þjónustufólk og sáðast en ekki sízt landbúnaðarverkamenn í Suð urríkjunum. Ríkisstarfsmenn, sem taldir eru skipta milljónum, hafa heldur ekki samtök með sér og er þeim bannað að gera verk- föll. SAMEINING AFL OG CIO í Bandarik junum eru nú um 43 þúsund verkalýðsféíög. — Meginhluti hinna skipulögðu stéttarfélaga var um það leyti, sem við ferðuðumst um Banda ríkin í tveimur voldugum verkalýðssamböndum. En fá- um vikum eftir að heimsókn okkar lauk samcinuðust þau. Aðalsambönd þessi nefndust AFL (American Federation of Labour), sem var stofnað 1881 og meðlimatala þess tal- in 10 milljónir. Hití CIO (Congress of Xndustrial Organ- isation), sem hafði um 5 milij. meðlimi. Hið síðarnefnda félag CIO klofnaði út úr AFL 1936 vegna verulegra skipulagsbreytinga, sem urðu óhjákvæmilegar vegna hinnar síauknu stóriðju. Þannig er mál með vexti, að gamla sam- bandið, AFL, var einvörðungu byggt upp á stéttarfélögum vissra iðngreina. Allir trésmiðir skyldu vera í trésmiðafélögum, allir járnsmiðir í járnsmiðafélög- um o. s. frv. En með vaxandi stóriðju fóru að skapast möguleikar á því að allir starfsmenn hjá einni stór- iðjugrein gætu myndað sín eigin samtök, hvort sem þeir voru tré- smiðir, járnsmiðir, rafvirkjar eða almennir verkamenn hjá þessari iðju og skapað sér þannig miklu sterkari aðstöðu. Skýrast kemur þetta í ljós í bifreiðaiðnaðinum. Eins og kunnugt er þarf menn með margháttaðri iðnaðarkunn- áttu til að smíða bifreið. En nú sameinuðust þeir í eitt samband bílaiðnaðarmanna. Hinum gömlu iðnaðarmannafé- lögum þótti mjög gengið á sinn hlut með þessu. Varð það til þess að öllum slíkum sérgreinasam- böndum var vikið úr AFL árið 1936 og stofnuðu þau þá sitt eigið heildarsamband, CIO. Nú viðurkenna hins vegar all- ir, að sérgreinasamböndin voru eðlileg og sjálfsögð og þar með er fallinn brott sá ágreiningur sem olli klofnuninni. VERKEFNI EFTIR SAMEININGUNA Við félagarnir sátum fundi með æðstu stjórnendum AFL og CIO og kynntum okkur starfs- hætti sambandanna og hvað framundan væri eftir að þau hefðu sameinazt, en einmitt um þetta leyti var verið að leggja síðustu hönd að undirbúningn- um undir sameininguna. Við sameininguna lýkur stöð- ugum reipdrætti milli samband- anna, sem kostuðu of fjár og geta þau nú beitt sameiginlegu átaki við hin óleystu verkefni. JAFNRÉTTI HVÍTRA OG DÖKKRA Eitt aðalverkefnið verður að skipuleggja verkalýðssamtök í Friðleifur I. Friðleifsson, formað<ur Þróttar. Suðurríkjunum. Það verður grundvallarstefna hins nýja sam- bands, að enginn munur skuli vera á hvítum og dökkum mönn- um, hvorki félagslega né efna- hagslega. Margir hafa verið að spyrja mig, hvernig okkur félögunum hafi komið fyrir sjónir sambúð hvítra og dökkra manna. Get ég ekki annað sagt, en að mér virt- ist hún yfirleitt góð utan Suður- ríkjanna og miklu betri en ég hafði ímyndað mér áður en ég fór vestur. í öllum stórborgum bar mik- ið á negrum. Þeir búa að mestu í hverfum út af fyrir sig. Starfa þeir í verksmiðjum, hótelum, við verzlunarstórf, samgöngur og meira að segja bar mikið á þeim við ýmis ráðuneyti í Washington. Víða varð ég var við, að þeir unnu í skrifstofum og við löggæzlu. Ekki sá ég nein merki þess, að negrar væru síður vel- komnir en hvítir menn í verzl- unum — og tók ég eftir því að í sporvögnum og járnbrautum sat hvítt og hörundsdökkt fólk hlið við hlið. Pétur Eggerts sendiráðsritari sýndi okkur stórt hverfi rétt utan við miðborg Washington með ný- tízku íbúðarhúsum. Þar bjuggu eingöngu blökkumenn. í næsta hverfi bjuggu bæði hvítir og dökkir menn. Annars viiðist hvítu fólki ekki vera vel við að negrar setjist að í nábýli við það og var mér sagt, að þegar það gerðist féllu húsin í hverfinu í verði. MARKVISST UNNH) AÐ LEIÐRÉTTINGUM Allt þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd, að í mörgum ríkjum enn við skert mannrettindi og lakari lífskjör en hvítir menn. En það er unnið markvisst að því að uppræta þennan mun. Verkalýðssamtökin hafa gert sitt til að upprmta kyn- þáttahatur og misrrtti. Þau framfylgja fast eftjÞ- þeirri reglu, að allir hafi jajtan rétt til inngöngu í verkal*fsfélög- in, án tillits til litarhátts og hljóti öll hin sömu réttindi. Og verkalýðsskólarnir standa fremstir allra í flokki við að nppræta þetta misrétti með margþættri fræðslustarfsemi, sem öll miðar að því að skapa jafnrétti með hvitum og dökk- um mönnum. ÞEGAR FANTAR NÁ VÖLDUM Það er og að sjálfsögðu verk- efni hins nýja sambands, AFL- CIO, að vinna að skipulagningu stéttafélaga, þar sem þau hafa ekki enn verið stofnuð og end- urskipuleggja og hjálpa þeim verkalýðsfélögum sem skammt eru á veg komin. Þá er það þýðingarmikið verk- efni, að berjast gegn öllu þvi sem kallað er glæpamennska í verkalýðsfélögum, misnotkun á sjóðum þeirra, mútuþægni o. m. fl. Verkalýðssamtökunum hefur tekizt að uppræta slíkt að mestu, en til eru þó undantekningar eins og í félagi hafnarverkamanna í New York. Fóru ýmsir foringjar bandarísku verkalýðshreyfingar- innar ekki dult með að félagi hafnarverkamanna væri stjórnað á glæpsamlegan hátt. Oft er talin hætta á því, að stjórnendur verkalýðsfélaga kunni að misnota vald félaganna og nota fé þeirra í persónulega þágu, stafar það af því að ótryggilega er búið um fjármál félaganna. Þegar slík misnotkun opinberast er litið mjög alvarlegum augum á það. Verkalýðssamtökin óska þá eftir opinberri rannsókn og gera sjálf einnig kröftugustu gagnráðstaf. anir. Verkalýðssamtökin hafa þegar gert mikið til að ná félagi hafnar. verkamanna úr höndurn hinna ó- hlutvöndu stjórnenda þeirra. T.d. hefur AFL á undanförnum árum eytt um 10 milljón dollurum í þessu skyni, en ennþá árangurs. laust. Menn hafa stundum rekið sig á það í verkalýðsfélögun- um, að aðeins fámennur hópur hinna verstu fanta, getur náð slíkum tökum á þeim, að ákaflega erfitt er að uppræta það mein. Klíkunni tekst að halda félaginu með gerræði og með því að vísa til hinna verstu hvata félags- mannanna, skapa sundiungu og deilur. VIÐHORFIN TIL KOMMÚNISMANS Þetta kom m.a. greinilega 1 ljós varðandi áhrif kommúnista. Þeir eru nú ekki lengur neitt vandamál I amerískri verkalýðs- hreyfingu, ráða aðeing örfáum félögum og eru áhrifalausir. En á tímabili fyrir og í síðustu styrjöld tókst þeim að ná tölu- verðum völdum. Áhrif þeirra urðu aðeins til þess að samtökunum hnignaði mjög og munaöi minnstu að það riði sumum þeirra að Starfsmenn bandarískrar stórverksmiðju á fundi. Þau eru öll í sama verkalýðsfélaginu, hvaða starf sem þau vinna. Launaseðill bandarísks launþega. Hann sýnir að skanuiuin er tekinn jafnóðum af vikulaununum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.