Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. apríl 1957 MORGUNBIAÐW 15 fulLu. Eignir félaganna gengu til þurrðar, verkföll og at- vinnuleysi skiptust á, en fá- tækt og alls konar eymd fylgdi í kjölfarið. Alkunnar eru aðgerðir þeirra eftir styrjöldina að beita sér fyirr því að allt bandarískt her- lið yrði kallað heim frá Evrópu, svo að Norðurálfa yrði rétt hæfi- leg bráð fyrir Rússa og barátta þeirra gegn Marshall-hjálpirmi, sem þeir sögðu þar fyrir vestan, að væri sligandi byrði á banda- rískum almenningi, þótt þeir hafi skýrt Marshall-hjálpina svo í Evrópu, að með henni væru Bandaríkjamenn að kúga Ev- röpu. En augu verkalýðsins opnuðust og hann hrinti þessum óaldarlýð af höndum sér. ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF Stefna hins nýja sambands er að starfa með öllum frjálsum verkalýðsfélögum, hvar sem er í heiminum og vinna gegn naz- isma, kommúnisma og einræði í hvaða mynd sem er. Það verður engin breyting á afstöðu amer- ísku samtakanna til kommún- istarikjanna, fyrr en þær 15 milljónir manna, sem þar er haldið í þrælabúðum verður sleppt og frjálsar kosningar leyfð ar bæði í Rússlandi og leppríkj- unum. Amerísku verkalýðssamtök- Jn vilja eignast vini og banda- menn í öðrum löndum. Þau vilja stuðla að friði og sam- starfi við aðrar þjóðir. Þau hafa af heilum hug stutt ut- anríkisstefnu Bandaríkjanna og má t.d. geta þess að þau veittu Marshall-hjálpinni og framkvæmd hennar allan þann stuðning er þau gátu. ÓPÓLITÍSK HAGSMUNASAMTÖK Amerísk verkalýðssamtök eru ópólitísk hagsmunasamtök og eru deilur um stjórnmál bannaðar af félögunum sjálfum í lögum þeirra. Þau eru ekki með þjóð- nýtingu eða ríkisrekstri, heldur styðja þau einkaframtak og einkarekstur. En þau viija fá sinn skerf af arfinum. Aðalmarkmiðin í hagsmuna- baráttunni eru tvö: Að hækka launin og stytta vinnutímann. En það verður að gæta þess ve), að drepa ekki gæsina, sem verpir gulleggjunum — eins og þeir orða það. Þeir fylgjast vel með öllum breytingum á atvinnu- ástandi. Ef framleiðni í einhverri grein eykst, þá krefjast þeir að fá sinn hlut af auknum arði. •— Standi hún hins vegar í stað eða dragist saman, þá koma verka- lýðsfélögin ^ til hjálpar — og leggja stundum fram fé úr sjóð- um sínum, ef með þarf til að rétta fyrirtækið við. í augum bandarískra verka. lýðsleiðtoga er það eitt aðal- atriðið að varðveita atvinnu- möguleika fólksins og þeir gera sér það ljóst með fullri ábyrgð að með skefjalausum kröfum er hægt að sliga allt atvinnulíf og hleypa af stað óheillavænlegri verðbólgu. — Gætum við íslendingar sann- arlega margt af þeim Iært í þessu efni. Verkalýðssamböndin fylgjast mjög vel með verðlaginu og gefa út í hverjum mánuði verðvísi- tölu neytenda. Húsaleigan er með í þessum útreikningi og er hún athuguð mánaðarlega, en auk þess um 300 atriði önnur. Oft hefur verið tekið fram í kjarasamningum, að kaup hækki af sjálfu sér, ef verðvísitalan hækkar. Mörg stór verkalýðsfé- lög hafa þó nú sleppt þessu ákvæði úr samningum, vegna þess að verðlagið hefur verið til- tölulega stöðugt í Bandaríkjun- um. SAMSTARF VERKALÝÐS OG VINNUVEITENDA Að útreikningi á verðlagi og framleiðni vinna tvær nefndir, Önnur frá verkalýðssamtökunum, hin frá vinnúveitendum. Síðan koma þær saman, en forseti Bandaríkjanna skipar formann. Á niðurstöðum rannsókna þess- ara nefnda er byggt við ákvörðun launa og fá verkamenn oft kaup- hækkanir í samræmi við fram- leiðniaukninguna í hverri iðn- grein. Er þar m.a. að finna skýr- inguna á því að kaupgjald er mxs- hátt eftir iðngreinum. Samstarf þessara þriggja að- ilja, verkalýðsins, vinnuveitenda og ríkisstjórnarinnar hefur að sjálfsögðu ómetanlega þýðingu fyrir efnahagsöryggið og vinnu- friðinn í landinu og er öilum þessum aðilum og þjóðinni í heild til góðs. Þar sem kommúnistar ráða verkalýðssamtökunum eins og t. d. hjá okkur íslendingum, er þetta allt á annan og verri veg. Þeirra takmark er ekki að berj- ast fyrir hagsmunum launþeg- anna né að tryggja vinnufriðinn. Ég vil sérstaklega benda á nauðsyn þess að tekið verði upp sama fyrirkomulag hér i þessu efni og ég hef hér rætt um, að verkalýðssamtökin, vinnuveitendur og ríkisstjórn- in skipi sameiginlega nefnd sérfróðra manna, sem hafa það hlutverk að fylgjast með og reikna út verðlag og fram- leiðni og verði leiðbeinandi og ráðgefandi fyrrnefndum aðil- um sem við kemur verðlags- og kaupgjaldsmálum. Slík nefnd þarf að starfa að staðaldri og vera launuð, því að þetta er mikið og vandasamt á- byrgðarstarf, en fátt jafnnauðsyn legt nú hér á landi, sem að vinna að auknu samstarfi og skilningi milli vinnuveitenda og vinnu- þiggjenda. Við sáum á ferð okkar um Bandaríkin, hver árangurinn er af slíku samstarfi. Bandarísk verkalýðsfélög hafa nú óll sem eitt fellt niður hið gamla slagorð um „baráttuna milli fjármagns og vinnuafls“. í þess stað er kom- in hugmyndin um samningaborð, þar sem verkalýðurinn krefur réttar síns og hugmyndin um að þegar allt kemur til alls eigi þess- ir aðilar báðir, verkamenn og vinnuveitendur, að starfa saman báðum til góðs og þjóðfélaginu í heild til velfarnaðar. HÚSNÆÐISMÁL ALMENN- INGS Við félagarnir spurðumst oft fyrir um húsnæðismál verka- manna, hvað væri algeng húsa- leiga, og hvernig möguleikar fólks væru á að eignast eigin hús. Húsaleiga virtist mjög breyti- leg eftir því hvar íbúðirnar voru, hvort þær voru nálægt miðborg- um eða í úthverfum. í einu stóru leiguhúsahverfi skammt frá Washington voru tveggja hæða sambyggingar, ný- legar og vandaðar með ræktaðri baklóð. Þar bjuggu eingöngu menn í háum launaflokki. Leigan var fyrir 2 hverbergi og eldhús 80 dollarar á mánuði. Fyrir 3 herbergi 100 dollarar og fyrir 4 herbergi 125 dollarar. En svo voru til aðrir staðir, þar sem leigan var aðeins 8—9 dollarar á herbergi og meðalíbúð 24—36 dollarar á mánuði. Sagði mér fróður maður um þessi mál, að meðalhúsaleiga væri frá Y$—% af tekjum leigjenda. Annars sækir fólk nú eftir því að búa í einbýlishúsum í úthverf- unum. Einn af æðstu mönnum í byggingariðnaðinum sagði okkur, að nú væru í smíðum í Banda- ríkjunum 1 milljón og 300 þús. íbúðarhús. Flest þessara húsa yrðu seld með afborgunarfyrir- komulagi. Eru það byggingarfé- lög sem sjá um þessar fram- kvæmdir og fá þau stór lands- svæði í éinu. Þau verða að gera allt sem að hverfinu lýtur, ryðja burt skógum, slétta landið, leggja holræsi, vatnsleiðslur, gas og rafmagn, gera götur og mal- bika þær, byggja húsin og full- gera að utan og innan og ganga frá lóðinni. Við félagarnir komum í eitt svona hverfi, sem var í smíðurn. Nefndist hverfið North Spring- field. Þar var verið að byggja þrjár stærðir húsa, 80—120 fer- metra. Til dæmis skal ég nefna eina húsagerðina. Það var ein hæð með 4 herbergjum og eld- húsi og kjallara undir rúmum helmingi hússins. Þessi hús áttu að kosta 15—22 þúsund dollara. Skrifstoíuhúsnæði Ti leigu er skrifstofuhúsnæði að Klapparstíg 26 að flatarmáli 250 ferm. Húsnæðið verður sennilega laust um miðjan júnímánuð. Upplýsingar í síma 82766. Þau voru vönduð að öllum frá- gangi, haganlega innréttuð. Auk rafmagnseldavélar fylgdi hverju húsi ísskápur og þvottavél. SKATTAR GREIDDIR JAFNÓÐUM Eitt af mörgu, sem ég varð hrifinn af í þessari ferð og vil vekja eftirtekt á, var innheimta opinberra gjalda í Ameríku. Þar borga menn aðeins einn skatt til ríkisins og er hann dreginn frá launum manna vikulega. Þetta þýðir, að verði menn fyrir veik- indum eða atvinnuleysi, þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af skuldum til þess opinbera, því að þeir skulda aldrei skatta. Hér er þetta alveg öfugt, eins og kunnugt er. Það er lagt á menn eftir á fyrir allt árið sem var að líða og beri eitthvað út af með atvinnu eða annað, lenda menn í vanskilum, sem oft enda með lögtökum og jafnvel með algerum eignamissi. GÓÐ LÍFSKJÖR Árangurinn af heilbrigðri og heiðarlegri baráttu bandarísku verkalýðshreyfingarinnar er, að hvergi eru lífskjör almennings eins góð og í Vesturheimi, og langtum betri en við eigum við að búa. Hefur þó verið talið, að lífskjör manna hér séu betri en víða annars stað- ar. Þessu fylgir það e.t.v. að fólk- ið, hvar sem við komum, var eftirtakanlega óþvingað og frjáls mannlegt í allri framkomu. Varð mér oft á í hugauum, að gera samanþurð á þessu fólki og hinu, sem hefur orðið svo ólánsamt að þurfa að búa við kúgunarfjötra kommúnismans. 1 Bandaríkjunum er einstakl ingsfrelsi og franrtak í heiðri haft og það leynir sér ekki að þetta hefur borið ríkulegan ávöxt fyrir land og þjóð. — Margt af því fólki, sem flutti tii Ameríku og nam þar land, gerði það til þess að geta verið í friði með sínar eigin skoð- anir og trú. Þessi verðmæti berst banda- ríska þjóðin fyrir að varðveita enn í dag og er það ósk mín og von, að henni takist það um alla framtíð. Við félagarnir fengum sjálfir að ráða mestu um ferðaáætlun- ina og hvað við vildum helzt sjá. Allar óskir okkar í þeim efnum voru uppfylltar. Við höfðum fullt frjálsræði og notuðum okk- ur það eftir beztu getu. Allur viðurgerningur af hendi þeirra, sem buðu okkur og sáu um ferð- ina var með ágætum, svo að vart varð á betra kosið. Og hvar sem við komum mættum við gestrisni, velvild og fyrirgreiðslu. Fyrir þetta allt og ferðina J heild vil ég færa mínar beztu þakkir. Friðleifur I. Friðriksson. Einangrunar- og milliveggjaplötur og hleðslusteinar úx Snæfellsnesvikri. Notið heimsins bezta og varanlegasta byggingar’ efni sinnar tegundar sem auk þess er al- íslenzkt. 1. Hráefnið mulið, þvegið og aðgreint í hagkvæmustu kornastærðir. 2. Framleitt í fullkomnustu hrististeypuvélum. 3. Gufuhert og vélþurrkað. 4. Óforgengilegt og einangrunargildið því varanlegt. VIKURFÉLAGBÐ H.F. Hringbrut 121 — Sími 80600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.