Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1957, Blaðsíða 16
MORCVHBLAÐIÐ Ldugardagur 13. aprí 1957 1« Jjí, róliir í ó u um i 100 cir 1' ÞRÖTTIR hafa verið iðkaðar á íslandi á ölluj.n ölduin frá upphafi landsnámsaldar. Fyrsti skóli íslands er stofnað- ur af ísleifi biskupi Gissurarsyni í Skálholti 1056. .Að Hólum er skóli stofnaður af Jóni biskupi Ögmundssyni 1107. í>á koma einkaskólar presta og klaustra. Þekktastur slíkra skóla eru skól- arnir í Odda og Haukadal. 1552 er stofnaður latínuskóli að Hól- um og ári síðar í Skálholti. Árið 1784 er Skálholtsskóli lagður niður en 1787 er aö nýju hafin starfræksla hans og þá í Reykjavík. 1801 legst skólahald niður að Hólum. 1304 er Reykja- vikurskólinn fluttur til Bessa- staða og þar er skólinn starf- ræktur til 1846 að hann er flutt- ur aftur til Reykjavíkur og þá í það hús, sem nú kallast Mennta- skólinn. Barnaskóli er fyrst stofnaður í Vestmannaeyjum 1745 og starf- ræktur í 15 ár og því næst er barnaskóli stofnaður að Hausa- stöðum á Álftanesi og rekrnn þar í 18 ár og þá hefst barnaskóla- hald í Reykjavík 1830. í nokkrum biskui>asögum, ald- arfarslýsingum og æfiminningum gefur að lesa frásagnir um í- þróttaiðkanir skólasveina í bisk- upssetraskólunuin. Glíma og sund hafa verið hinar raunveru- legu íþróttir, sem iðkaðar voru og þá ýmsir leikir sem tiðkuð- ust meðal alþýðumanna á hverj- um tíma og svo leikir, sem bundnir voru sérstaklega vissum staðháttum eða húsakosti á skóla- setrunum, eins og t. d. biíaleik- ur námssveina að Hólum, sern var fólgin í því að einn skóli var búinn bitum í rjáfri og veittu þessir bitar piltum sérstætt leik- rými til eltingarleiks og leik- rauna. Víða er þess getið að prest ar séu íþrótturn búnir, sund- menn eða glímumenn Þessar íþróttavenjur lifna á ný meðal námssveina Bessastaða- skólans og þær lífga út frá í- þróttalíf landsmanna á 19. öld. Fg hygg að hinar marg fram- bornu bænir stjórnenda lærða- skólans í Reykjavík é. árunum 1846—’56 til danskra stjórnar- valda um byggingu húss fyrir „leikfimi og glímu“ séu sprottn- ar af íþróttaáhuga þeirra, sem lifðu góðu og affærasælu lífi í Bessastaðaskóla en alls ekki vegna danskra fyrirmæla frá 1809 um íþróttaker.nslu í liinum lærðu-skólum Danaveldis. í skýrslu um hinn lærða-skóla í Reykjavík skólaárið 1856—’57 segir svo þar sem rætt er um stjórn skólans: „í áætluninni fyrir reiknings- árið 1857—’'58 eru ætlaðir 1800 rdd. til húsasmíða, en áður Voru til þess ætlaðir að eins 600 rdd., og er ætlast til þess, að reist verði hús, þar sem lærisveinar geti tamið sér leikfimi. 30. d. júnímánaðar 1857 er Sergeant og leikfimiskennari Carl Peter Steen borg skipaður kennari í leikfimi við þennan skóla. Þannig verð- ur þá þetta skólaárið bundinn endi á loforðið um kennslu í leikfimi, og vopnfimni endurnýj- uð, sern í svo margar aldir hef- ur í dái legið enda þótt vopn- fimniskennslan verði nokkru yfir gripsminni en hjá íorfeðrum vor- um. Hús þetta er og mjög hent- ugt fyrir pilta, að temja sér glim- ur, sem nú mega heita því nær hin eina þjóðlega leikfimi." Hús það, sem hér um ræðir, er byrjun á því íþróítahúsi Menntaskólans í Reykjavík, sem enn er í notkun. Af þessari frá- sögn má sjá, að 30. júní 1857 er í fyrsta sinni skipaður sérstak- ur kennari við íslenzkan skóla til þess að annast kennslu í fimleik- um. f skýrslu um hinn lærða-skóla í Reykjavík, skólaárið 1857—’58, segir svo: „Hús það, þar sem piltum er ætlað að temja sér leikfimi, var eigi fullgjört fyrr en í byrjun nóvembermánaðar 1857; þar er 14 álna langt, 10 álna breitt, og 16 álna hátt undir bita. Að hús þetta var eigi gjört stærra, korn einkum af viðareklu. Hlutaðeig- andi kennari hefur þegar kvartað yfír, að það væri of lítið, eink- um þegar piltar ættu að stökkva eða hlaupa. En með fé því, sem veitt var þetta árið til húsa- smíðis, varð að verja í þetta skipti til að gjörðar á sjálfu skólahúsinu, varð leikfimishúsið eigi stækkað þetta árið, en að ári er vonandi að það verði. Með þvi enn fremur dagur var orð- inn svo stuttur, er húsið var al- gjört, þótti það réttast, að fresta kennslunni í leikfimi í það skipt- ið, til þess daginn færi að lengja, og var hún þannig fyrst byrjuð 3. dag marzmánaðar. Enn frem- ur hefur ráðherra kirkjumálanna og skólamálanna látið skólann fá áhöld þau til leikfimiskennsl- unnar, sem nú skal greina: 20 trébyssur, 6 rýtinga, 4 brynstakka, 6 grímur, 3 laus rýt- ingsblöð, 1 stökkhest með sessu, 1 hnútakaðal, 1 kaðal hnútalaus- an, 1 snærastiga, 1 sandpoka með togi, 2 aðra sandpoka með taug- um, 12 slökkvisnæri, 2 jafnvægis- borð, 2 taugar hnútalausar, 1 dýnu, 1 skástöng, 2 stökkvélar.“ Hér gefur að lesa margs konar fróðleik um þetta fyrsta og nú nær 100 ára íþróttahús. Þau atr- iði. sem varða sögu skólaíþrótta eru að húsið er nothæft í nóv. 1857 en kennsla hefst ekki í því fyrr en 3. marz 1858. Þá ganga íslenzk ungmenni fyrsta sinni inn á fimleikagólf til þess að njóta kennslu í íþróttum. (Kafli úr sögu skólaíþrótta eftir Þorstein Einarsson). Fjölbreyttor íþróttasýningar að Hólogolondi og í Þjóðleikhósinn TIL að minnast þessara merku tímamóta íþróttasögunnar og skólasögunnar, hefur íþrótta- kennarafélag íslands undirbú- ið margþætt hátíðahöld. Skip- uð var landsnefnd til að sjá um undirbúninginn og er Hannes Ingibergsson formaður hennar. Sérstök nefnd starfar að undirbúningi í Reykjavík og er Karl Guðmundsson for- maður hennar. Hér í bænum munu koma fram 38 flokkar og í hverjum flokki eru 16—50 manns. Það er því veglega minnzt þessa aldarafmælis íþrótta í skólum. Sýningar í Reykjavík verða alls 5. Fjórar þeirra verða að Há- logalandi. Verða tvær á laugar- dag kl. 2 og kl. 5. Á sunnudag eru aðrar tvær á sömu tímum. Á sýningunni á laugardaginn kl. 2 mun Gunnar Thorodrlsen, borgarstjóri, flytja setningaræðu. Þar leikur og barna- og unglinga- lúðrasveit Vesturbæjar úndir stjórn Paul Pampichlers. Að öðru leyti verða sýningarnar með svipuðu sniði. Ýmsir flokkar koma fram og sýna ýmist þær æfingar sem venjulega eru gerð- ar í íþróttatímum í skólum eða sérstakar sýningaræfingar. Sjást þarna æfingar með knetti og áhöld, þjóðdansar, stökk, stað- æfingar, handknattleikur og körfuknattleikur, áhaldaæfingar, blak og fleira. Á mánudagskvöldið verður há- tíðasýning í Þjóðleikhúsinu. Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi, setur hátíðina, en ræður flytja Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, og Björn Jakobsson, fyrrv. skólastj. Síðan verður sögusýning á kvæð- inu „Bændaglíman" eftir Grím Thomsen, undir stjórn Lárusar Pálssonar. Síðan koma fram flokkar úr Melaskólanum, Menntaskólanum í Reykjavík, Kennaraskóla Islands, Laugarnes skólanum, íþróttakennaraskóla Islands og Menntaskólanum að Laugarvatni og sýna þeir ýmsa leiki og æfingar. — Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Austur- bæjar leikur við upphaf og lok hátíðarinnar undir stjórn Karls O. Runólfssonar. Ýmsum sýningum í sambandi við hátíðina er lokið. Sundsýning fjölbreytt var 11. apríl i Sund- höllinni. Út um land er sýningum víða lokið t. d. í Hafnarfirði og víðar. Korn hoppar af Imu og slær, um bogasendingu frá Stakki. (Þýzk mynd). Handknattleikur : Þýzka líðið vann Reyk|a> vikurúrval með 2 mörkum IFYRRAKVÖLD mættust að Hálogalandi úrvalslið Reykjavíkur og þýzka handknatteliksliðið. — Leikurinn var tvísýnn og skemmtilegur, og í heild heldur daufari en fyrsti leikur þýzka liðs- ins (við ÍR), en enn unnu Þjóðverjarnir með tveggja marka mun, nú 16:14. GANGUR LEIKSINS Þýzka liðið tók forystuna er Scheurer fyrirliði skoraði. En innan skamms jafnar Þórir fyrir Rvík og Karl bsetir við marki, svo leikar standa 2:1 fyrir Rvík. Þá tekst Stahler að jafna og síðan eiga þeir samvinnu Stahler og Korn — Stahler sendir bogabolta yíir vörn en Korn slær inn. Og enn bsetir Stahler marki við. — Eftir þetta höfðú Þjóðverjarnir alltaf forystuna í leiknum, þetta 1—3 mörk, en hálfleik lauk með 7:5 þeim í vil. Er út var komið eftir hlé bætir Korn tveimur mörkum við, svo staðan er 9:5. Þessu svarar Jón Erlendsson með 2 mörkum. Á næstu mínútum skorar Stahler tvívegis, en Þóri tekst að skora tvisvar og Þorleifi og Karli tekst að skora sitt hvort markið, svo staðan er jöfn, 11:11. En þá skor- ar Stahler enn tvö mörk og það bil tókst ekki að jafna. Baráttan hélt áfram, en Þjóðverjar unnu með tveggja marka mun. Mörkin í leiknum skoruðu fyrir Reykjavík: Þórir 4, Jón Erlends- s*n 3, Þorleifur 3, Karl 2, Gunn- laugur 1 og Heinz 1. Fyrir Þjóðverja: Stahler 9, Korn 4, Scheurer (ekki fyrirliði) 2 og Schurer fyrirliði 1. LIÐIN Þjóðverjarnir léku nú sem fyrr af meiri hörku en íslenzku pilt- arnir. Þeir fara lengra en leyfi- legt er, oft er á þá flautað, en ef markið er í hættu, þá kjósa þeir heldur að brjóta af sér, jafr.vel mjög gróft og fá aukakast, heldur en að leika lögum samkvæmt og fá þá mark. Og oft hagnast þeir á þessu. Leiðinlegast er, að þeir mótmæla jafnvel augljósustu brotum, og þar eru þeir sem eru utan vallar ekki eftirbátar að. Fararstjórinn veður inn á völiinn með handapati og háreysti. Þetta er leiðindaframkoma, og af henni hlýzt ekkert nema að í augum áhorfenda fá liðsmenn stimpil sem íþróttamenn er ekki kunna að taka mótlæti eða tapi. Hins vegar er margt gott um liðið að segja. Knattmeðferð þess, öryggi f gripum, leikhraði, skipt- ingar á stöðum og fleira er sér- staklega öruggt og gaman á aS horfa. í þessu öllu standa þeir framar okkar mönnum, en þessir kostir njóta sín ekki á okkar litla gólfi að Hálogalandi. Þrír menn skera sig úr liðinu. Það er fyrst og fremst Stahler, sem ekkl virðist hægt að gæta, Korn með sín föstu og snöggu vinstri hand- ar skot, og Freitag í markinu. í Reykjavíkurliðir.u var enginn sem sérstaklega skar úr. Þorleifur var einna öruggastur, gerði enga vitleysu en mjög margt faliegt og gott. Þórir átti mörg falleg skot, en var nokkuð staðbundinn í vörn móti hinum kviku Þjóð- verjum. Hörður og Jón voru mátt arstólpar varnarinnar og Herði tókst vel að loka. Úkúr leik Karlii kom eltki eins mikið og vænta mátti. Matthías og Gunnlaugur komu dálitlum hraða í Jeik Reykjavíkurliðsins og með þeim inn á komu oft skemmtilegir leik- kaflar. Heinz fann sig ekki nú eins og í KR-liðinu. Gunnar Gunnarsson varði með miklum ágætum og án hans hefði ver far- ið. — Ljótur blettur er það að 4 vítaköst skyldu fara til ónýtis hjá þessu Reykjavíkurúrváli og ótai- mörg voru stangarskotin sem liðs menn áttu. ★ KVENNALEIKURINN Á undan leiknum fór fram leik- ur í kvennaflokki milli úrvalsliða er Valborg Koldste hafði valiö og lék hún með því, og liðs er íþrótta fréttamenn höfðu valið. Lið Val- borgar má kalla einskónar lands- lið, og þar sem „breiddin" í kvennaflokkunum er ekki mikil hjá okkur, þá var talsverður styrk leikamunur á liðurium. „Pressan“ byrjaði þó .neð því að skora % mörk. Síðan ekki söguna meir, fyrr en ásíðustu mín. að þær bættu því þriðja við. En þá hafði úrvala liðið náð öllum tökum á leiknum, leikð á köflum mjög vel bæð í sókn og vörn og skorað 12 mörk. Þann- ig lyktaði þessum leik, þar sem flestar stúlkurnar sýndu tilþrif en áberandi beztar voru auk Kold ste þær Olly í Fram, Helga í Þrótti að ógleymdri Ruf í markinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.